Morgunblaðið - 21.07.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 21.07.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 Ástfangnir vegfarendur við Tjörnina hafa sett upp lása á brúna yfir í Ráðhúsið. Borgarstarfs- menn höfðu áður tekið lásana niður þar sem þeir þóttu orðnir umhverfislýti. Þessir lásar hafa not- ið vinsælda meðal elskenda sem hafa viljað tjá ævarandi ást sína með þessum hætti. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ástarlásarnir komnir upp aftur við Tjörnina VIÐTAL Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Nú skiptir mestu máli að heyra með hvaða hætti bregðast á við þessu ástandi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, en nefndin hefur boðað til fundar í dag klukkan 13 til þess að ræða viðbrögð stjórnvalda vegna upp- sagna heilbrigðisstarfsfólks og kjara- mála heilbrigðisstétta. Á fundinn hafa verið boðaðir heil- brigðisráðherra, landlæknir og for- stjóri Landspítalans. Sú staða sem nú er uppi í kjaradeil- unni er að sögn Sigríðar Ingibjargar grafalvarleg og getur hún um leið haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. „Velferðarnefnd hefur í verkföll- um heilbrigðisstétta fyrst og fremst horft til þess með hvaða hætti þau hafa haft áhrif á heilbrigðiskerfið. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir því að deilan er komin í erfiðan hnút sem leitt getur til gríðarlegs missis innan kerfisins,“ segir Sigríður Ingi- björg. Leysir ekki vandann Til þess að bregðast við vandanum hafa stjórnvöld meðal annars skoðað þann möguleika að fá hingað til lands erlenda hjúkrunarfræðinga. Spurð hvort slíkt sé til þess fallið að leysa þann vanda sem nú er uppi kveður Sig- ríður Ingibjörg nei við. „Það að ráða erlent fólk til starfa leysir ekki þann vanda sem við stönd- um frammi fyrir. Bæði getur það reynst mjög erfitt að finna erlent fólk til þess að starfa hér á landi en á sama tíma erum við einnig að missa úr landi einstak- linga með mikla menntun og starfs- reynslu,“ segir hún og bætir við: „Ef við missum þetta fólk úr landi þá verður það ekki ein- ungis erfitt fyrir heilbrigðiskerfið held- ur mun það einnig leiða til langvarandi mönnunarvanda til framtíðar.“ Heilbrigðiskerfið sett í forgang Aðspurð segir Sigríður Ingibjörg nauðsynlegt að auka til muna þá fjár- muni sem renna til heilbrigðiskerfisins. „Íslendingar eru allir sammála um að heilbrigðiskerfið eigi að vera í for- gangi. Að undanförnu hafa ríkisstjórn- arflokkarnir barið sér á brjóst og lýst því yfir að búið sé að auka fjármuni inn í heilbrigðiskerfið. Það kemur hins vegar hlutfallslega séð ekki nóg þar inn og því verður að auka það,“ segir hún. Þá segir Sigríður Ingibjörg einnig umhugsunarvert hvernig stjórnvöld hafa talað til þeirra heilbrigðisstarfs- manna sem sagt hafa upp að undan- förnu. „Ríkisstjórnin hefur ekki af neinni alvöru tekið á þessari deilu. Tal- að hefur verið niður til þessara stétta og það gefið í skyn að um sé að ræða einhvers konar óeðlilega frekju af þeirra hálfu og virðist því algerlega skorta skilning á mikilvægi þessara stétta,“ segir hún. Langvarandi vandi blasir við  Heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landspítala á fund velferðarnefndar í dag  Skilning skortir á mikilvægi heilbrigðisstétta, segir formaður nefndarinnar  Kjaradeilan komin í erfiðan hnút Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 2012,“ sagði heilbrigðisráðherra þeg- ar borin var undir hann umfjöllun í Sunnudagsmogganum. Í blaðinu sagði Ragnheiður Har- aldsdóttir, forstjóri Krabbameins- Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segir að kostnaðarþátttaka sjúklinga hér á landi sé komin undir 19%, sam- kvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Íslands. „Þessar stað- hæfingar Ragn- heiðar Haralds- dóttur stangast á við það sem Hag- stofa Íslands hef- ur gefið út, um að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hér á landi hafi farið lækkandi frá árinu félagsins, að það væri mjög kostnað- arsamt að greinast með krabbamein, „og hagur krabbameinssjúklinga hef- ur farið versnandi á Íslandi“. Þar kom fram að kostnaður sjúk- linga vegna krabbameins gæti orðið talsverður hér á landi, en á hinum Norðurlöndunum og á Bretlandseyj- um tækju sjúklingar engan eða afar takmarkaðan þátt í fjármögnun með- ferðarinnar. Hæst var hlutdeildin 2010 Kristján Þór segir að hæst hafi hlutdeild sjúklinga orðið 19,7% árið 2010, en þó þátttaka sjúklinga sé nú komin undir 19% af heildarkostnaði sé áfram stefnt að því að hlutfallið lækki, ekki síst vegna þess að kostn- aður einstakra sjúklinga geti að óbreyttu kerfi orðið óheyrilega hár. Kristján Þór segir að á sínum veg- um sé nú í gangi vinna, sem sé grund- völluð á vinnu, sem Pétur Blöndal heitinn, alþingismaður, hafi leitt. „Ég er að vonast eftir því að við verðum með tillögur til breytinga, sem lækki enn frekar kostnaðarþátttöku sjúk- linga í heilbrigðiskerfinu, öðru hvor- um megin við næstu áramót,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Hlutdeild sjúklinga lækkar  Áfram er unnið að lækkun kostn- aðar sjúklinga Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir unnið að til- lögum sem lækki kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Kristján Þór Júlíusson Á morgun, 22. júlí, verða fjögur ár liðin frá hryðjuverkaárásunum í Ósló og Útey. Ungir jafnaðarmenn ætla að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna annað kvöld klukkan 20. Athöfnin fer fram við Minningarlundinn í Vatnsmýri og eru allir velkomnir. Sprengjutilræðið við ríkisstjórn- arbyggingarnar í Osló hinn 22. júlí árið 2011 varð átta manns að bana. Þá féllu 69 ungliðar norska Verka- mannaflokksins í skotárás hryðju- verkamannsins í Útey. Ungir jafn- aðarmenn hafa staðið fyrir minningarathöfn á hverju ári til að minnast fallinna félaga í ungliða- hreyfingu norska Verkamanna- flokksins, AUF, að því er segir í fréttatilkynningu frá Ungum jafn- aðarmönnum. Gengið verður frá Norræna hús- inu og niður að Minningarlund- inum, þar sem þeirra sem létust verður minnst. Allir eru velkomnir og gestir eru hvattir til að koma með rósir. Minningarathöfn vegna hryðjuverk- anna í Ósló og Útey Útey og Ósló Frá vígslu minningarlunds- ins í Vatnsmýri um atburðina árið 2011. Hæstiréttur þingfesti mál Bandalags háskólamanna (BHM) sl. föstudag eftir að BHM áfrýjaði niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur. Hafði dóm- urinn hafnað kröfu BHM um að félagsmönnum væri heimilt að efna til verkfalla og að ákvörðun gerðardóms réði ekki kjörum þeirra. Ber gerðardómi að ljúka störfum fyrir 15. ágúst nk. Eigi síðar en 15. ágúst GERÐARDÓMUR UM BHM Íslenskar stúlkur mega ekki heita Eileithyia en mega hins vegar fá nafnið Eileiþía. Beiðni um báða rithættina barst mannanafna- nefnd og var úr- skurðað um málið á fundi nefnd- arinnar 9. júlí. Nafnið Eileithyia telst ekki uppfylla skilyrði mannanafnanefndar varð- andi hefð, en vegna þess máls ákvað nefndin að úrskurða nafnið Eileiþía á mannanafnaskrá sem eiginnafn. Á sama fundi var einnig tekin fyrir beiðni um nafnið Remek. Nið- urstaða nefndarinnar var að nafnið tekur íslenskri beygingu í eign- arfalli, Remeks og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Nafnið er því sam- þykkt og fært á mannanafnaskrá. Þá samþykkti mannanafnanefnd einnig kvenmannsnafnið Ilse. Mega heita Eileiþía, Remek og Ilse Skírn Hvað mega börnin heita?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.