Morgunblaðið - 21.07.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Kjólar á
ÚTSÖLU
30-50% afsláttur
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
UTSALA
UTSALA
Óvissa ríkir um hver ber ábyrgð á viðhaldi beit-
arhólfs í nágrenni Voga á Vatnsleysuströnd, sem
tómstundabændur hafa notað um árabil. Girð-
ingin er nú orðin götótt, en bann er við lausa-
göngu fjár í sveitarfélaginu. Virgill Scheving Ein-
arsson, landeigandi á Efri-Brunnastöðum, segir
sveitarfélagið hafa vanrækt skyldu sína til að við-
halda beitarhólfinu. Afleiðingar vanrækslunnar
séu að fé hafi ítrekað leitað upp á Reykjanes-
braut með tilheyrandi hættu fyrir ökumenn.
Hann segir forsöguna liggja í samkomulagi
milli Voga og Vegagerðarinnar frá árinu 1991.
„Vegagerðin lét verktaka girða hólfið á sínum
tíma og í kjölfarið var sett reglugerð af hálfu
sveitarfélagsins um bann við lausagöngu fjár.
Sveitarfélagið hefur alltaf haldið því fram að
Vegagerðin eigi að halda girðingunni við en
Vegagerðin hefur neitað. Þegar tilkynnt er um
laust fé á Reykjanesbraut er bændum gert að
sækja það,“ segir hann.
Virgill heldur því fram að reglugerðin sé í raun
úr gildi fallin. „Það er ekki hægt að semja við
bændur um að banna lausagöngu með því að
skaffa þeim beitarhólf og standa síðan ekki við
gerða samninga,“ segir hann.
Hyggst óska eftir samstarfi við bændurna
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir rétt
að sveitarfélagið hafi ekki haldið girðingunni við
og bætir við að hvergi komi fram að sveitarfélag-
ið beri ábyrgð á beitarhólfinu. Ásgeir segir ekki
gott að segja til um hver beri hana, en miðað við
samkomulag og samninga gegnum tíðina bendi
ekkert til þess að sveitarfélagið beri ábyrgð.
„Í haust var því sjónarmiði velt upp að það
yrði efnt til samstarfs milli sveitarfélagsins og
bændanna um beitarhólfið,“ segir hann. Málið
hefur ekki þokast síðan í haust, en Ásgeir hyggst
senda tómstundabændunum bréf vegna þess og
óska eftir samstarfi um hvernig viðhaldi girðing-
arinnar skuli háttað í framtíðinni.
jbe@mbl.is
Óljóst hver ber ábyrgðina
Sauðfjárbændur og bæjaryfirvöld í Vogum greinir á um viðhald beitarhólfs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vogar Beitarhólfið hefur verið bitbein um árabil.
Alþjóðlega Gídeonfélagið fagnar
því um þessar mundir að félagið
hefur gefið tvær milljónir eintaka
af Nýja testamentinu og biblíunni
um allan heim. Sérstök viðhafnar-
biblía er gefin út í tilefni af því og
afhent þjóðhöfðingjum í öllum
þeim löndum sem félagið starfar í,
kjósi þeir að þiggja hana.
Guðmundur Örn Ólafsson, for-
seti Gídeonfélagsins á Íslandi, og
Ragnheiður Harpa Arnardóttir,
forseti landssambands kvenna-
deilda Gídeon, afhentu Ólafi Ragn-
ari Grímssyni áletraða viðhafn-
arbiblíu í gær. Biblían er svört
með áletrun til minnis um tíma-
mótin auk þess sem nafn Ólafs er
ritað inn í hana.
Guðmundur segir þau hafa átt
góða kaffistund með Ólafi og
spjallað um félagsstarfið og stöðu
kristninnar á Íslandi. Þrátt fyrir
neikvæða umfjöllun oft á tíðum
segir Guðmundur kirkjustarf á Ís-
landi í miklum blóma. „Sé talið
saman allt það fólk sem stundar fé-
lagsstarf á vegum kirkjunnar er
alveg ljóst að þar er um að ræða
gríðarlega öflugt félag.“
Stefna á 400 þúsund
Gídeonfélagið á Íslandi var
stofnað árið 1945 og samkvæmt
tölum Guðmundar hefur félagið
hér gefið rúmlega 390 þúsund bibl-
íur í skóla, á hótel, sjúkrahús og
víðar. Guðmundur segir stutt að
bíða eftir næsta áfanga. „Við náum
400 þúsundum í vetur. Sennilega í
kringum áramótin.“
Starf Gídeonfélaganna á heims-
vísu er afar umfangsmikið en Guð-
mundur segir félagið gefa tvær
biblíur víðs vegar um heiminn á
hverri sekúndu.
Það tók félagið 93 ár að dreifa
fyrsta milljarði eintaka. „Sami
milljarður í viðbót tók fjórtán ár,“
segir Guðmundur og bætir við:
„Það tekur sama tíma eða styttri
að gera það aftur.“
bso@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gídeonfélagið fagnar tveimur milljörðum gefinna biblía
Gefa tvö ein-
tök á hverri
sekúndu
Bessastaðir Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðmundur Örn Guð-
jónsson afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, biblíuna.
Ferðaþjónustufyrirtækið Ferða-
miðlun ehf. harmar að ferðamenn á
vegum fyrirtækisins hafi misboðið
ábúendum á Skjöldólfsstöðum á
Jökuldal sl. laugardag með því að
létta á sér á landareigninni þegar
hópferðabifreið gerði þar stutt stopp
til að taka eldsneyti. Ábúendur hafa
þegar verið beðnir afsökunar.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu
sem Ferðamiðlun ehf. sendi frá sér í
gær. Þar er því alfarið vísað á bug að
fararstjóri hafi beint farþegum inn á
landareignina í fyrrgreindum til-
gangi. „Ferðir á vegum Ferðamiðl-
unar ehf. eru alltaf skipulagðar
þannig að farþegar komist á salerni
með reglulegu millibili. Sökum elds-
neytisskorts var þarna brugðið út af
venjunni.“ Þar segir ennfremur að
þetta atvik varpi ljósi á stærra
vandamál, sem ítrekað hefur ratað í
fréttir að undanförnu, en það er við-
varandi skortur á salernis- og hrein-
lætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt
land.
„Yfirvöld ferðamála verða að opna
augun fyrir knýjandi þörf um úrbæt-
ur,“ segir í yfirlýsingunni.
Ferðamenn Þeim hefur fjölgað
mjög hér á landi undanfarin ár.
Báðu
ábúendur
afsökunar
Veðurstofan gerði í veðurspá í gær-
kvöld ráð fyrir norðan- og norð-
austanátt 8-15 m/s í dag en 5-10
m/s um landið norðaustanvert.
Skýjað verður með köflum en
þurrt að mestu vestantil, rigning
suðaustanlands en þokuloft fyrir
norðan.
Síðdegis í dag á að stytta upp
suðaustantil á landinu og létta til
suðvestanlands. Spáð er 5-16 stiga
hita og að hlýjast verði fyrir sunnan
í dag.
Á morgun er gert ráð fyrir 4-15
stiga hita og að hlýjast verði suð-
vestantil á landinu. Þá á að vera
norðaustlæg átt, 5-13 m/s, skýjað
og vætusamt norðaustan- og aust-
anlands en úrkomulítið á Vest-
fjörðum og bjartviðri sunnan jökla.
Spáð er 5-16 stiga
hita í dag á landinu
„Þær undirtektir sem þessi undir-
skriftasöfnun hlaut sýnir hve
brýnt þjóðin metur þetta málefni
og ætti því jafnframt að verða Al-
þingi hvatning um að setja inni-
haldsríkt ákvæði um þjóðareign á
auðlindum í stjórnarskrána,“ sagði
Bolli Héðinsson hagfræðingur.
Hann er einn af forsvars-
mönnum undirskriftasöfnunar-
innar þjóðareign.is en í gær af-
hentu þeir formlega forseta
Íslands undirskriftalista með
nöfnum 53.571 einstaklinga.
Markmið söfnunarinnar var að
skora á forsetann að vísa í þjóð-
aratkvæðagreiðslu hverjum þeim
lögum sem útdeildu notkunarrétti
á fiskveiðiauðlindum til meira en
eins árs, en áform voru uppi á
nýyfirstöðnu þingi um að útdeila
kvóta á makríl til nokkurra ára í
senn.
Vísaði til fyrri yfirlýsinga
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
við tilefnið að þetta væri í fyrsta
sinn sem hann fær afhentan und-
irskriftalista einungis á rafrænu
formi. Hann ítrekaði fyrri orð sín,
frá 2013 þegar skorað var á hann
að vísa lögum um veiðigjald í þjóð-
aratkvæði, en hann staðfesti í
kjölfarið þau lög. Þá sagði hann
lögin ekki fela í sér grundvall-
arbreytingu á nýtingu fiskveiði-
auðlinda og vildi ekki skapa því
fordæmi að slík lög væru sett í
þjóðaratkvæði.
Sýnir mikla réttlætiskennd
Að svo stöddu liggja engin
frumvörp fyrir um þetta á Alþingi
svo ekki er tilefni nú til sérstakra
aðgerða en Ólafur sagðist þó ætla
að halda upp á undirskriftirnar.
Ólafur sagði þann mikla fjölda
sem skrifaði undir yfirlýsinguna
dæmi um þann mikla vilja og rétt-
lætiskennd sem þjóðin hefur í
þessu málefni. Ýmsir hefðu í gegn-
um tíðina dregið í efa gildi mál-
skotsrétt forsetans. Hann hefði
beitt honum þrisvar í sinni forseta-
tíð, í fyrsta skiptið hefðu lögin ver-
ið dregin til baka og í þeim seinni
hefði þjóðin staðfest öndverðan
vilja sinn og þingsins í atkvæða-
greiðslu.
Þessi undirskriftasöfnun og aðr-
ar viðlíka séu hluti af því að þróa
þennan málskotsrétt en hann hefði
nú fest sig í sessi og væri virkur.
Ólafur benti ennfremur á það að
hann væri og hefði verið talsmaður
þess að setja ákvæði í stjórnarskrá
um þjóðareign auðlinda.
Krefjast skýrs eignarhalds
Undirskrifta-
listi Þjóðareign.is
afhentur forseta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bessastaðir Bolli Héðinsson ásamt öðrum forsvarsmönnum söfnunarinnar afhenti forsetanum undirskriftalistann.