Morgunblaðið - 21.07.2015, Page 11

Morgunblaðið - 21.07.2015, Page 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Fatahönnuðurinn Petra Bender ætlar að láta drauma sína rætast og hanna og framleiða fatnað sem er innblás- inn af íþróttum, enda sjálf mikil hlaupakona og áhugamanneskja um tísku og tískustrauma frá unga aldri. Hugmynd á hlaupum Í gegnum vinnu sína fyrir Nike á hönnunarstofunni í London kynntist Petra hinum sístækkandi hlaupahópi Run Dem Crew, sem ekki aðeins hleypur um London þvera og endi- langa heldur leggur einnig land undir fót í New York, Amsterdam, Berlín og fleiri borgum. Og Petra reimaði oft á sig hlaupaskóna og slóst með í för. „Í hópnum er mikið um skapandi og skemmtilegt fólk, sem finnst gam- an að hittast, skiptast á hugmyndum og hlaupa saman. Við ferðuðumst út um allan heim, djömmuðum töluvert og ég endaði oftar en ekki í hlaupa- gallanum úti á skemmtanalífinu,“ segir Petra. Þar sem henni fannst ekkert sérstaklega gaman að vera úti á lífinu í íþróttamúnderingu, velti hún fyrir sér að hanna fatnað sem væri ekki að- eins þægilegur og gjaldgengur til íþróttaiðkana heldur líka smart og töff alltaf og alls staðar. „Út frá þessum pælingum kvikn- aði hugmyndin að WERQ by Petra Bender, hágæða fatalínu innblásinni af virkum og á stundum djörfum lífs- stíl. Fatnaði með einföldu sniði sem fólk tæki sig vel út í á hreyfingu jafnt á íþróttavellinum, skemmtanalífinu sem og í hversdagslífinu.“ Bakgrunnur í prenti og mynstri Bakgrunnur Petru er í prent- og mynsturgerð og því leggur hún mikla áherslu á hvort tveggja í fatalínu sinni. Þótt flíkurnar séu ennþá á teikniborðinu, gefur innblástursverk/ myndband sem hún vann og birtir á vefsíðu Karolina Fund, tóninn fyrir Werq-fatalínuna og þann lífsstíl og andrúmsloft sem hún gerir sér í hug- arlund að fólk í slíkum flíkum lifi og hrærist í. Áþreifanlegan forsmekk í formi bómullarbola með áletruninni Wel- come Werq eða bananalímmiða fá þeir sem styrkja hana með fram- lögum. „Ég ætla ekki aðeins að fram- leiða föt heldur líka taumerki með áletrun eða mynd til að strauja á föt.“ Frá því Petra fluttist aftur til Ís- lands hefur hún unnið sjálfstætt að ýmsum verkefnum fyrir 66° Norður, True North, Grapevine o.fl. Ef söfn- unin á Karolina gengur eftir sér hún fram á að geta gefið sér meiri tíma í nánari útfærslur við að koma fatalínu sinni í framleiðslu og síðan á markað. „Ég stefni á að opna netverslun næsta sumar,“ segir hún. Innblástursverk Myndbandi sem gefur tóninn fyrir Werq-fatalínu Petru og þann lífsstíl og andrúmsloft sem fólk í slíkum flíkum lifir og hrærist í. Nánari upplýsingar: www.karol- inafund.com/project/view/985 „Við ferðuðumst út um allan heim, djömmuðum töluvert og ég endaði oftar en ekki í hlaupa- gallanum úti á skemmt- analífinu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu húðuðu spjaldtölvurnar, sem reyndar eru jafnt börnum sem fullorðnum til frjálsra afnota meðan á dvölinni stendur. Synt með hafmeyju Cheval Blanc-hótelið á eyjunni St- Barth í Karíbahafinu getur útvegað það næstbesta við að umbreyta börn- unum í sjálfa Ariel úr Disney- kvikmyndinni Litla hafmeyjan. For- eldrar geta nefnilega bókað hafmeyj- una Amarylis í snorkluleiðangur með börnum sínum. Þegar þau verða þreytt á skjaldbökum, ígulkerjum og furðufiskum er Amarylis flautuð til leiks fyrir rúmar fimmtíu þúsund krónur. Ekki fylgir sögunni hvort það sé tímakaupið. Í dótabúð með bangsa Bayr au Lac-hótelið í Zürich getur komið því til leiðar að ungviðið fái að valsa um í fylgd starfsmanns í stærstu dótabúð borgarinnar eftir lokun. Starfsmaður hótelsins skrýðist bangsabúningi og hans hlutverk er að þefa uppi flottustu leikföngin. Við- vikið er á rúmar 400 þúsund íslenskar krónur og ekki er ólíklegt að inn- kaupin kosti annað eins. Rosewood Abu Dhabi gerir betur en að útvega barnapíu því þar á bæ gefst foreldrum kostur á að leigja eftirlætis Disney-fígúru ungviðisins, sem það getur leikið við daglega fyrir 55 þús- und krónur íslenskar á dag. Eru ekki allir á leiðinni í Borgarfjörð? Togvagn stytta stundirnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.