Morgunblaðið - 21.07.2015, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
á fallegum, notalegum stað á
5. hæð Perlunnar.
ERFIDRYKKJA
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
Comfort line plastparket, dökk eik
1215x194x8,3 mm 1.655 kr. m2
8,3 mm
þykkt
8,3mm
þykkt
Fösuð eik, natur og dökk
1.790 kr. m2
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir al la , al l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18
2mm undirlag 16,5m kr
2.890
2
Gæða harðparket
8 TEGUNDIR
Ljós eik
1.655 kr. m2
Forvarnadeild VÍS gerði könnun í
gærmorgun á notkun ökumanna á
stefnuljósum í hringtorginu í Fjarð-
arhrauni, við Flatahraun. Sam-
kvæmt niðurstöðum hennar gáfu
53% ökumanna ekki stefnuljós þeg-
ar þeir óku út úr hringtorginu. Fyrir
tveimur árum var hlutfallið 66% sem
ekki gaf stefnuljós í samskonar
könnun svo eitthvað virðist hafa
áunnist á þeim tíma.
Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sér-
fræðingur í forvörnum hjá VÍS. Hún
segir mikinn mun á notkun stefnu-
ljósa eftir staðsetningu. „Stefnu-
ljósanotkunin er mun betri á þjóð-
vegum.“ VÍS hafi rannsakað
notkunina utanbæjar og á afleggj-
urum á þjóðvegum sé fólk meðvit-
aðra um ljósin. Margir gefi þó
stefnuljós of seint, þegar þeir eru
þegar byrjaðir að beygja.
Farsímanotkun breytt
Sigrún segir kannanir hafa verið
gerðar áður á notkun ökumanna á
farsímum. Þær kannanir séu orðnar
marklitlar í dag. „Farsímanotkunin
hefur mikið breyst. Fólk er með
þetta handfrjálst, á hátalara í kjölt-
unni eða bara að lesa á skjáinn. Það
eru svo fáir með símann upp að eyr-
anu.“ Kannanir á notkuninni og lög
um hana dugi skammt í því ljósi.
Hjólreiðar eru orðnar vinsælt
sport meðal landsmanna og menn-
ingin í kringum hjólanotkun hefur
breyst mikið. Sigrún segir hraðann
hafa aukist en sem betur fer hafi
notkun á hjálmum færst mikið í
vöxt. Fólk virðist stunda hjólreiðar
frekar sem íþrótt en áður og búi sig
betur í samræmi við það.
Slysagildrur á stígum
Þá segir hún mikið hafa áunnist í
gerð hjólastíga á höfuðborgarsvæð-
inu en það þyrfti að aukast frekar.
„Það er eina vitið að aðskilja hjóla-
stíga frá umferðargötum.“ Alvarleg-
ustu slysin verði þegar bílar og hjól-
reiðafólk mætast.
Fólk slasist þó oft töluvert í slys-
um þar sem enginn annar en hjól-
reiðamaðurinn kemur við sögu.
Söndugir stígar á vorin séu sér-
stakar slysagildrur.
Umferðin batnað en mætti vera betri
Morgunblaðið/Þórður
Akstur Í könnun Umferðarstofu segja þrír af hverjum fjórum skort á
stefnuljósum vandamál í umferðinni, fleiri en gáfu stefnuljós í könnuninni.
Helmingur gaf ekki stefnuljós á hringtorgi í könnun VÍS
Hjálmanotkun við hjólreiðar aukist en hjólaslys algeng
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
Það virðist stöðugt vera að færast í
vöxt að fólk kaupi hreint íslenskt
vatn í búðum. Ferðamenn kaupa
vatnið en Íslendingar virðast einnig
grípa með sér flösku af kranavatni
þegar það stekkur inn í búð.
„Við seljum mjög mikið af vatni
hjá okkur, venjulegu kranavatni,“
segir Guðmundur Hafsteinsson,
verslunarstjóri 10-11 í Austurstræti,
í samtali við mbl.is. Hann segir
ferðamennina duglega að kaupa
vatnið en þeir séu ekki einir um það.
„Mér finnst ásókn Íslendinga
stöðugt að aukast. Það er svolítið
sérstakt en ég tek eftir því að fleiri
og fleiri kippa einni flösku af vatni
með sér.“ Blaðamaður tekur undir
með Guðmundi að það sé sérstakt að
vita til þess að Íslendingar, og út-
lendingar, kaupi kranavatn.
Þægilegt að kippa flösku með
Aðspurður telur Guðmundur að
ferðamenn viti af því að vatnið í
krananum sé eins gott og það verð-
ur.
„Þeir virðast alveg vita það og við
hér bendum þeim oft á það. Samt
virðast margir einhverra hluta
vegna grípa flösku með sér.“ Hann
bætir við að þetta gæti að einhverju
leyti snúist um þægindi. „Slatti af
fólki fer í rútuferðir úr miðbænum
og vill taka vatn með sér. Þá er þægi-
legt að kippa einni flösku með á leið í
rútuna.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kranavatn Verslunarstjóri 10-11 segir að talsvert sé selt af kranavatni í
flöskum í versluninni. Íslendingar kaupa það ekki síður en útlendingar.
Kranavatnið renn-
ur út í búðunum
Íslendingar drekka meira flöskuvatn