Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 15

Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Glæsilegur aðhaldskjóll Super Control Dress Í stærðum S,M,L,XL,2X kr. 12.850 Póstsendum hvert á land sem er | Laugavegi 178 | Opið mán-fös 10-18 | S. 551-2070/551-3366 | www.misty.is Vandaðir dömuskór úr leðri. Einnig til í svörtu. Áður kr. 16.700 NÚ kr. 8.350 Vandaðir dömuskór úr leðri. Áður kr. 18.975 NÚ kr. 9.487 Einstaklega mjúkir og léttir dömuskór úr leðri. Frábærir í ferðalagið! Einnig til í ljós bláu. Áður kr. 14.800 NÚ kr. 7.400 Einstaklega mjúkir og léttir dömuskór úr leðri. Frábærir í ferðalagið! Áður kr. 15.575 NÚ kr. 7.787 Úrval af dömuskóm úr leðri 50% afsláttur Hin árlega Þönglabakkamessa verður haldin í Þorgeirsfirði, milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, sunnudaginn 26. júlí nk. kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason Laufás- prestur fer fyrir söfnuði í þjónustu og Petra Björk Pálsdóttir organisti stýrir söng og almennri gleði. Skip- ið Húni ætlar að sigla og fer frá Ak- ureyri kl. 8 og frá Grenivík kl. 10. Hægt er að panta ferð með því að senda tölvupóst á eftirfarandi net- fang: steinipje@simnet.is. Svo má líka bara mæta um borð. Fargjald er 6 þúsund kr. Land- leiðin verður jafnframt fær og hægt að aka að Tindriðastöðum og ganga yfir hálsinn. Gott að fólk gefi sér tíma í það, en það tekur um klst. að aka og aðra klst. að ganga. Þorgeirsfjörður Frá síðustu Þöngla- bakkamessu. Sr. Bolli Pétur þjónaði. Þönglabakkamessa í Þorgeirsfirði Menningarveisla Sólheima 2015 heldur áfram um komandi helgi þegar þau Krist- jana Stefáns og Svavar Knútur verða með dúnd- urþétt dúetta- prógram, eins og segir í auglýs- ingu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Menningarveislan hófst 6. júní og henni lýkur 22. ágúst með tón- leikum Ragga Bjarna og Þorgeirs Ástvalds. Meðal viðburða í veisl- unni eru listsýningar, fjölbreytt úr- val tónlistarviðburða og umhverf- iskynningar. Dúndurþétt dúetta- prógram um helgina Dúett Kristjana og Svavar Knútur. Mikilvægt er að tryggja áfram góð- an undirbúning í raungreinum við styttingu framhaldsskólanáms. Þetta kemur fram í ályktun fólks við raunvísindadeild HÍ sem segir undirbúning í stærðfræði vera nauðsyn, enda sé það undirstöðu- grein í verkfræðinámi og nátt- úruvísindum. Nám HÍ miðist við góðan stærðfræðigrunn sem breyt- ist ekki, hvað sem skemmra fram- haldsskólanámi líði. Grunnur í stærð- fræði verði tryggður STUTT Framkvæmdir eru hafnar við vegagerð og brúar- smíði við Fellsveg í Úlfarsárdal í Reykjavík. Með þessu á að skapa vegtengingu og greiðari leiðir milli Grafarholts, Reynisvatnsáss og Úlfarsárdals, en þessar þrjár byggðir eru taldar eitt og sama hverfið og mun uppbygging í þjónustu borgarinnar miðast við það. Um 6.200 manns búa í hverfinu í dag og bygging skóla-, íþrótta- og menningarhúss, sem verður í Úlf- arsárdalnum og mun þjóna byggðinni allri, hefst á næstu mánuðum. Verkinu á að ljúka árið 2022. Þeg- ar er nokkur starfsemi komin í Úlfarsárdalinn, svo sem grunnskóli og íþróttavöllur Fram sem nú kemst í alfaraleið með brúnni nýju. sbs@mbl.is Ný brú tengir hverfi saman Morgunblaðið/RAX Mjólkurbúið KÚ ætlar að kæra til Samkeppniseftirlitsins það sem það kallar „óeðlilega“ hækkun Mjólkur- samsölunnar á verði ógerilsneyddr- ar hrámjólkur. Smærri úrvinnsluað- ilar þurfi að greiða MS „sam- keppnisskatt“ ofan á mjólkurverð og verði fyrir fjárhagslegu tjóni. Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heild- söluverð á mjólk og mjólkurafurð- um, sem nefndin verðleggur, hækki 1. ágúst næstkomandi um 3,58%, nema verð á smjöri, sem hækkar um 11,6%. Þessu mótmælir KÚ harðlega í yf- irlýsingu. Hækkun upp á tæp 4% eigi sér stað á sama tíma og afurða- verð til bænda hækki aðeins um 1,47 krónur, eða 1,77%. Smærri úr- vinnsluaðilar þurfi því að greiða 17,44% samkeppniskatt til MS ofan á mjólkurverð. „Þessari hækkun er stefnt gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og mun valda smærri fyrirtækjum sem starfa á þessum markaði fjár- hagslegu tjóni. Ákvörðun er með öllu óskiljanleg þar sem mjólkurverð hækkar aðeins um 1,47 krónur, eða 1,77%, til bænda og engin hækkun hefur orðið á flutningskostnaði sem er eftir sem áður 3,5 krónur á hvern lítra. Þannig er samkeppnisaðilum MS ætlað að greiða niður rekstur MS enn frekar með tilheyrandi skaða fyrir neytendur. Samkeppnis- aðilar MS greiða því 17,44% hærra hráefnisverð en MS sem er ólíðandi,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Hækkun MS talin óeðlileg  KÚ kærir til Samkeppniseftirlitsins Morgunblaðið/Sverrir Mjólk Ólafur M. Magnússon hjá KÚ, sem áður rak fyrirtækið Mjólku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.