Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Lifrarbólga C er al- varlegur veirusjúkdóm- ur sem getur valdið skorpulifur og leitt til lifrarbilunar og er ein af ástæðum lifr- arígræðslu þegar önnur úrræði eru á þrotum. Til er áhrifarík lyfja- meðferð sem íslensk heilbrigðisyfirvöld telja sig ekki hafa efni á að veita, a.m.k. nú um stundir. Það hefur vakið athygli að einstaklingur í þessum hópi skuli grípa til þess úrræðis að stefna ís- lenska ríkinu og krefjast þess að fá slíka meðferð. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að lyfjameðferð sem upprætir lifr- arbólgu C veiruna stöðvar einnig framrás lifrarskemmda. Þeir sem eru með sjúkdóminn á frumstigi fá ekki skorpulifur og þeir sem eru komnir með skorpulifur geta haldist í stöð- ugu ástandi til lengri tíma og þurfa síður á lifrarígræðslu að halda. Rúmlega 20 ár eru síðan fyrst var farið að beita lyfjameðferð við þess- um sjúkdómi. Í upphafi með tak- mörkuðum árangri, en batnandi eftir því sem árin hafa liðið. Sú meðferð gat haft umtalsverðar og alvarlegar aukaverkanir. Ný tegund lyfja sem upprætir sýk- inguna á nokkrum vikum og þolist vel hefur komið fram á allra síðustu ár- um og er m.a. notuð annars staðar á Norðurlöndum. Vegna kostnaðar hef- ur meðferðin víðast verið takmörkuð við þann hóp sjúklinga sem eru með umtalsverða örmyndun í lifur eða komnir með skorpulifur. Á Íslandi er enn stuðst er við eldri meðferðarúrræðin sem hafa minni virkni, tíðari og alvarlegri aukaverk- anir og þolast mun verr af sjúklingum en hin nýju lyf. Sérfræðilæknar í lifr- arsjúkdómum hafa bent á nauðsyn þess að þeir sem sýktir eru af lifr- arbólgu C hafi aðgang að hinum nýju meðferðarúrræðum og talsverður hópur þeirra geti ekki beðið lengur. Reynt hafi verið m.a. að meðhöndla með eldri úrræðunum án árangurs í sumum tilfellum. Þrátt fyrir augljósa þörf þessara sjúklinga á frekari með- ferð hefur reynst ómögulegt að fá heimild til að beita nýju lyfj- unum. Í dag eru a.m.k. 20 til 30 einstaklingar í brýnni þörf fyrir þessa meðferð, en smitaðir eru mun fleiri. Afleiðingar dómsmáls Óskum sérfræðilækna í lifr- arsjúkdómum á Landspítalanum, fyr- ir hönd skjólstæðinga sinna í brýnni þörf á meðferðinni, um að fá að beita þessum nýju lyfjum, hefur verið hafn- að af Lyfjagreiðslunefnd og Sjúkra- tryggingum Íslands á þeirri forsendu að ekki sé svigrúm innan áætlaðra fjárveitinga til kaupa á svo dýrum lyfjum. Þeirri ákvörðun hefur nú ver- ið stefnt fyrir dómstóla. Þetta mál er líka athyglisvert í ljósi þess að ákvörðunin felur í sér að læknum á Íslandi er meinað að beita gagn- reyndum og viðurkenndum meðferð- arúrræðum og bendir til að heilbrigð- isþjónustan sé ekki lengur sambærileg við það sem gerist ann- ars staðar á Norðurlöndum. Dómur í þessu máli, ef ákvörðun valdhafa fær að standa, gæti því haft mun víðtæk- ari þýðingu og fordæmisgildi en blas- ir við í fljótu bragði. Ljóst er að sama hver niðurstaða málareksturs fyrir dómstólum lands- ins verður, sú siðferðilega kvöð á heil- brigðisyfirvöldum að veita þessum sjúklingahópi bestu mögulega og lífsnauðsynlega meðferð breytist ekki. Fjárveitingar til lækninga verð- ur að sníða að verkefnum, fremur en reyna að knýja þörf og úrræði að áætluðum og í þessu tilfelli vanáætl- uðum fjárheimildum. Sveigjanleiki verður að vera til staðar til að taka á uppákomum sem þessum. Fyrir læknum eru allir sjúklingahópar og veikindi þeirra jafnrétthá. Grundvall- aratriði er að aðgengi að við- urkenndri og gagnreyndri meðferð sé miðlað jafnræðisgrundvelli óháð því hver á í hlut og hver veikindin eru. Ef ætlun stjórnvalda er að forgangsraða meðferðarúrræðum er mikilvægt að það sé gert á heildrænan hátt og með viðurkenndu samráðsferli áður en til framkvæmda kemur. Gera má því skóna að á það hafi skort í þessu máli. Verði dæmt ríkinu í vil og ákvörð- unin fær að standa á forsendum fjár- heimilda óháð þörf hinna veiku á slíkri lífsnauðsynlegri meðferð og ráðleggingum lækna er sú útkoma bæði siðferðilega og læknisfræðilega óásættanleg og óhugsandi. Því er mikilvægt að fjárveitingavaldið og heilbrigðisyfirvöld sameinist um að beita sér fyrir því að sátt náist í þessu máli án aðkomu dómstóla og að sá hópur sem er í brýnni þörf fyrir með- ferðina geti hafið hana án frekari málalenginga. Lyfjameðferð hafnað á forsendum fjárskorts Eftir Reyni Arngrímsson » Þetta er líka athygl- isvert í ljósi þess að ákvörðunin felur í sér að læknum á Íslandi er meinað að beita gagn- reyndum og viður- kenndum meðferð- arúrræðum. Reynir Arngrímsson Höfundur er formaður Læknaráðs Landspítalans. Enn og aftur ætlar Isavia að takmarka flugumferð til Vestmannaeyja á þjóðhátíðinni um verslunarmannahelg- ina og var það eftir að hafa rætt við einn hagsmunaaðila en aðrir látnir sitja á hakanum. Okkur var hins vegar boðið á fund þar sem við héldum að það ætti að ræða þessi mál en þá var það bara kynning á því hvernig þetta á að vera. Fyrirhugað er að setja upp svokallað „slotta“-kerfi en þá verða flugmenn að panta slott og hefur atvinnuflugið að sjálfsögðu forgang sem við skilj- um, en eitt skiljum við ekki að að- eins verða átta slott á hálftíma, en ein hreyfing tekur tvö slott og þar af leiðandi fá átta vélar að hreyfa sig á hverri klukkustund. Isavia hefur gert Vestmannaeyjaflugvöll að haftasvæði þessa helgi sem við teljum að stangist jafnvel á við reglugerðir þar sem flugvöllurinn í Vestmannaeyjum er skilgreindur sem AFIS-þjónusta. Það er alveg klárt að verið er að gera þetta til að neita hinum al- menna flugmanni að skreppa út í Eyjar þessa vinsælu helgi, þetta er ekki ósvipað og að leyfa bara rútum aðgang að Þórsmörk- inni en ekki jeppafólki, kannski er það bara næst? Þegar eldgosið var á Fimmvörðuhálsi var mikil flugumferð á svæðinu í óstjórnuðu rými og var það ekk- ert vandamál. Eins má nefna hina frægu Oshkosh-flugsýningu í Bandaríkjunum þar sem flugmenn stjórna sjálfir traffíkinni og geng- ur það mjög vel. Það virðist vera alveg sama hvað forsvarsmenn þessa opinbera hlutafélags gera, þeir verða að vinna gegn almanna- flugi. Hentistefna Isavia um flug á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Eftir Val Stefánsson Valur Stefánsson » Þetta er ekki ósvipað og að leyfa bara rút- um aðgang að Þórs- mörkinni en ekki jeppa- fólki Höfundur er formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda. Níu ára gömul stúlka, með áhuga á náttúrunni, gæludýrum, fugla- skoðun, lestri og teikningu, óskar eftir pennavinum á aldrinum 9-11 ára. Heimilisfang hennar er: Gillian Armstrong 415 Manor Rd. East Toronto, ON M4S ITI Canada. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Pennavinir óskast Sendibréf Ýmis bréf frá ýmsum tímum, það elsta frá 19. öldinni. Umhyggjusami og umvefjandi Guð, frels- ari og eilífi lífgjafi! Blessaðu öll þau sem ferðast um landið okkar í sumar. Gef að þau fái notið náttúr- unnar, hins óviðjafn- anlega landslags, feg- urðar sköpunar þinnar. Forðaðu þeim sem ferðast um landið okkar frá öllu illu, hættum, slysum og tjóni. Hjálpaðu okkur að reynast góðir gestgjafar og minntu ferðamennina og okkur öll á að sýna ábyrgð og tillitssemi og leið þau heil heim með dýrmætar minn- ingar í farteskinu. Blessaðu einnig þau okkar sem takast á hendur ferðalög til fjar- lægra landa. Forðaðu okkur einnig frá slysum, hættum og öllu illu. Frá hverskyns háska eða tjóni. Gefðu að ferðalagið gangi vel og samkvæmt áætlun. Gef að við fáum að upplifa eitthvað nýtt og spennandi og getum um leið notið áningar og friðar með góðum ferðafélögum og í þakklæti til þín sem skapar, græðir, nærir og gefur líf. Í þakklæti til þín sem vilt að við njótum þess besta sem þú hef- ur skapað og gefið og lífið hefur upp á að bjóða. Hjálpaðu okkur öllum að minnast ábyrgðar okkar gagnvart náung- anum og náttúrunni hvar sem við er- um og hvert sem við förum. Minntu okkur á að sýna aðgát og tillitssemi í umferðinni og í samskiptum öllum. Vera umburðarlynd og kurteis og sýna þeim virðingu sem á vegi okkar verða og veita þeim að- stoð og stuðning sem á þurfa að halda. Gefðu að ferðin og fríið verði skemmtilegt og skilji eftir bjartar og góðar minningar. Hjálpaðu okkur að njóta eðlilegra samvista í faðmi fjölskyldu, vina eða kunningja og gef við eignumst jafnvel nýja kunningja og vini. Hjálpaðu okkur að hafa augun opin fyrir eigin velferð og náungans og koma þeim til hjálpar sem hjálpar er þurfi. Leiddu okkur svo öll heil og sæl heim að nýju. Þess biðjum við þig, náðugi og miskunnsami Guð. Þig sem ert höf- undur lífsins og einn ert fær um að viðhalda því um eilífð. Í Jesú nafni. Amen. Friðarkveðja Láttu friðinn úr hjarta þínu spretta sem ilmandi blóm svo hann verði að angan sem smýgur og fyllir loftið af kærleika. Bæn fyrir fólki á ferðalögum Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Forðaðu þeim sem ferðast frá slysum, háska og tjóni. Gef að þau fái notið náttúrunn- ar, hins óviðjafnanlega landslags, fegurðar sköpunar þinnar. Höfundur er rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.