Morgunblaðið - 21.07.2015, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Fataskápur
Hæð 2100 mm
Breidd 800 mm
Dýpt 600 mm
Tegund: Strúktúr eik
TIL Á LAGER
S KÁPATI LB OÐ
Verð58.900,-m. vsk.
Ágúst Elv-arsson er31 árs í
dag. Hann er
fæddur og uppal-
inn á Höfn í
Hornafirði og
starfar sem að-
stoðarhótelstjóri
og móttökustjóri
hjá Fosshóteli
Vatnajökli, sem
er rétt fyrir utan
Höfn. Áður var
hann rekstrar-
stjóri hjá Jökuls-
árlóni. Ágúst er
með meistara-
gráðu í alþjóða-
viðskiptum frá
Háskólanum í
Reykjavík og þar
á undan lauk
hann BS-gráðu í
viðskiptafræði frá
Háskólanum á
Akureyri.
„Ég held ég
verði að vinna.
Það er háanna-
tími og fullt hótel
af túristum þann-
ig að ég hugsa að
ég verði mestmegnis að sinna rekstrinum. Maður reynir kannski að
kíkja í góðan mat til mömmu, ef tími gefst,“ segir Ágúst um hvernig
hann sér afmælisdaginn fyrir sér og bætir við að nóg hafi verið að
gera á hótelinu í sumar, enda hafi það verið stækkað nýlega og þetta
sé fyrsta heila sumarið þar eftir stækkun og endurnýjun.
Ágúst ætlar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar og hlakkar mik-
ið til. „Það hef ég ekki gert síðan árið 2009, þannig að það verður
mjög gaman að fara á Þjóðhátíð núna aftur.“
Þegar Ágúst er ekki að vinna hefur hann gaman af því að vera með
vinum og hlusta á góða tónlist. „Þetta er náttúrlega svakaleg klisja,
þetta svar,“ segir hann kíminn. „Ég hef gaman af allskonar útivist þó
maður geri alltof lítið af því. Ég reyni að fara í góða fjallgöngu þegar
færi gefst á, en ég er alltof latur við það.
isb@mbl.is
Hornfirðingur Ágúst er 31 árs í dag og hann starf-
ar sem aðstoðarhótelstjóri á Fosshóteli Vatnajökli.
Fæddur og uppal-
inn Hornfirðingur
Ágúst Elvarsson er 31 árs í dag
G
uðni fæddist í Reykjavík
21.7. 1965 og ólst þar
upp, fyrst í Vogunum til
sjö ára aldurs og síðan í
Bústaða- og Fossvogs-
hverfi: „Ég ólst upp í miklu Víkings-
hverfi en gekk samt í Val. Pabbi
hafði verið í „Mulningsvélinni“ sem
var sigursælt og frægt handboltalið
hjá Val á sínum tíma. Auk þess var
hann formaður Vals 1977-81. Annað
félag kom því ekki til greina af minni
hálfu.“
Guðni var í Breiðagerðisskóla og
Réttarholtsskóla, stundaði nám við
MS og lauk þaðan stúdentsprófi
1984. Hann hóf síðan nám í lögfræði
og var á fjórða ári í lögfræðinni þeg-
ar hann fór í atvinnumennsku hjá
Tottenham. Hann kom síðan heim
1993, vegna bakmeiðsla, tók þá aftur
upp þráðinn í náminu og lauk emb-
ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1997. Þá
lauk hann hdl-réttindindaprófi árið
2004.
Guðni hóf að æfa og leika knatt-
spyrnu 1974 og handknattleik með
Val 1976. Hann lék í meistaraflokki
Vals í handknattleik 1981-86 og í
unglingalandsliðinu í handknattleik,
18 ára og yngri 1982.
Guðni lék með meistaraflokki Vals
í knattspyrnu frá 1983, varð Reykja-
víkurmeistari 1984 og 1987, Íslands-
meistari 1985 og 1987 og bikarmeist-
ari 1988. Hann lék í unglingalands-
liðinu í knattspyrnu 1980-85, lék 80
A-landsleiki á árunum 1984-2003 og
var þá lengi fyrirliði þess. Hann var
kosinn besti yngsti knattspyrnu-
maðurinn af leikmönnum deild-
arinnar 1984.
Guðni hóf atvinnuferil sinn er
hann fór til Tottenham 1988 og lék
með liðinu til 1993. Hann lék síðan
með Bolton 1995-2003, var lengst af
fyrirliði þess liðs og var kjörinn besti
varnarmaður Bolton í 130 ára sögu
félagsins, árið 2005. Guðni er enn í
miklu uppáhaldi hjá Bolton-mönnum
sem helst vildu reisa styttu af hon-
um við sinn heimaleikvang.
Guðni hóf störf á Stöð 2 árið 2003
og var þar með þáttinn Boltinn með
Guðna Bergs, ásamt Heimi Karls-
syni og Hilmari Björnssyni á ár-
unum 2003-2009. Hann starfaði hjá
Landsbankanum í Lúxemborg 2004-
2005, var sjálfstætt starfandi lög-
maður 2005-2008, var meðeigandi að
Lögfræðistofu Reykjavíkur 2008-
2011 og hefur síðan verið sjálfstætt
starfandi lögmaður.
Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrv. knattspyrnukempa – 50 ára
Fjölskyldan Guðni og Elín með börnunum sínum, Páldísi Björku og Bergi í sumarfríi á Mallorca nú í sumar.
Trausti varnarmaðurinn
Knattspyrnukempan Guðni og Ruud
van Nistelrooy í Manchestur United.
Ása María Viðarsdóttir
(á myndinni) hélt tom-
bólu með vinkonu sinni,
Álfrúnu Bergþórsdóttur.
Þær söfnuðu 3.962 krón-
um og gáfu til styrktar
Rauða krossinum.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.