Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Tónlistarmenn eru náttúrlega
hræðilegir í því að lýsa eigin efni.
Platan mín inniheldur allavega
fjögur lög...,“ segir Unnar Gísli
Sigurmundsson, betur þekktur
sem Júníus Meyvant, en hann gaf
nýverið út ótitl-
aða smáskífu
sem gefur for-
smekkinn af
væntanlegri
breiðskífu. Smá-
skífan inniheldur
fjögur lög, „Hail-
slide“, „Color Decay“, „Gold Lac-
es“ og „Signals“, en Unnar Gísli
segir þau nokkuð fjölbreytt.
Lögin fjögur ólík innbyrðis
„Lagið „Hailslide“ er í útvarps-
spilun um þessar mundir. „Color
Decay“ náði líka einhverri fótfestu
á landinu í fyrra, ég heyri það
ennþá af og til í spilun. Það er
ekki alveg gleymt. Annars eru
þetta allt vel útsett lög með
strengjum, lúðrum, slagverki og
allskonar hljóðfærum. Ég vildi í
raun bara koma elstu lögunum af
væntanlegri breiðskífu út sem
fyrst. Lögin eru mjög ólík inn-
byrðis. „Gold Laces“ er til að
mynda mjög ólíkt „Hailslide“ og
„Color Decay“, það er miklu meira
fólk í því ef svo mætti að orði
komast,“ segir hann og bætir við
að „Signals“ komi auk þess úr
annarri átt. Nokkuð stór og breið-
ur hópur hljóðfæraleikara ljáir
Júníusi Meyvant tóna sína á smá-
skífunni en Unnar segir að hann
hafi sankað hópnum að sér á nokk-
uð löngu tímabili.
„Ég er þarna með allan skalann
í strengjum og brassi. Þetta hefur
að mestu verið sami stóri hópurinn
í upptökunum en svo hef ég
kannski verið að túra með allt öðr-
um hljóðfæraleikurum,“ segir hann
en á meðal hlóðfæraleikara smá-
skífunnar má nefna Árna Magn-
ússon, Kristofer Rodriguez Svönu-
son, Samúel Jón Samúelsson og
Hildi Ársælsdóttur.
Tónleikaferðalög í Evrópu
Talsvert var lagt í plötukápu
smáskífunnar en Vinnustofa Erlu
& Jónasar á heiðurinn af henni.
„Þetta er blanda af ljósmynd og
teikningu af mér. Jónas Valtýsson
á í raun heiðurinn af kápunni
ásamt konu sinni, Erlu Maríu
Árnadóttur, en hún hjálpaði hon-
um að teikna þetta. Þetta var mjög
góð samvinna,“ segir hann. Unnar
segir jafnframt að breiðskífan, sem
smáskífan gefur forsmekk af, muni
að öllum líkindum koma út mjög
snemma á næsta ári.
„Ég væri alveg til í að hún
væri komin út í dag en það er
fínt að gefa út smáskífuna fyrst.
Breiðskífan á eflaust eftir að
koma svolítið á óvart, hún verður
allavega mjög frábrugðin smá-
skífunni. Það er einnig mjög
breiður skali á lögunum á breið-
skífunni sjálfri. Á sama tíma
verður þetta vonandi heilsteypt
verk,“ segir hann.
Júníus Meyvant hefur spilað
mikið á tónleikum að undanförnu
og er Unnar staddur í Danmörku
um þessar mundir á tónleika-
ferðalagi. Hann segir pakkann
fram að jólum mjög þéttan.
„Ég er að byrja núna á túr um
Danmörku og Þýskaland. Síðan
mun ég fara í annan stuttan túr
um Danmörku í ágúst. Ég mun
auk þess efna til stærri Þýska-
landstúrs í september. Í nóvember
mun sveitin síðan spila á tón-
leikum í Frakklandi og Englandi.
Það sama verður upp á teningnum
í desember. Það er alltaf að koma
meira og meira óvænt inn. Boltinn
er því alltaf að verða aðeins
stærri. Við munum svo koma fram
á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Við
ætlum að taka „Lífið er yndislegt“
tólf sinnum,“ segir Unnar kíminn
áður en hann bætir við að lokum
að Júníus Meyvant muni einnig
halda tónleika á skemmtistaðnum
Húrra í næsta mánuði.
Boltinn alltaf að verða stærri
Júníus Meyvant gefur út ótitlaða smáskífu sem gefur tóninn að breiðskífu sem kemur út í vetur
Margt er á sumardagskrá listamannsins og hljómsveit hans og eru tónleikar um Evrópu á döfinni
Ljósmynd/Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir
Smáskífa Tónlistarmað-
urinn Unnar Gísli Sig-
urmundsson, betur þekktur
sem Júníus Meyvant, sendir
frá sér smáskífu auk þess
sem tónleikaferðalög um
Evrópu eru framundan.
Djasstríó skipað þeim Sigurði
Flosasyni saxófónleikara, danska
Hammond-orgelleikaranum Kjeld
Lauritsen og trommuleikaranum
Pétri Östlund kemur fram á djass-
kvöldi Kex hostels í kvöld klukkan
20.30. Til stendur að flytja klass-
íska djassstandarda sem hafa kom-
ið út á plötum Sigurðar og Kjelds,
hjá Storyville-útáfunni í Kaup-
mannahöfn, Nightfall og Day-
break.
Allir meðlimir tríósins eru vel
reyndir en Lauritsen er til að
mynda með eftirsóttari Hammond-
orgelleikurum Danmerkur. Þá er
Pétur margreyndur djasstrymbill
og lék til að mynda með hinni
margrómuðu Monicu Zetterlund á
sínum tíma. Sigurð þarf vart að
kynna en hann er einn mikilvirk-
asti djasslistamaður Íslands. Auk
þess að hafa starfað víða um heim
er hann einn af forystumönnum
Stórsveitar Reykjavíkur. Tónleik-
arnir munu standa í um það bil
tvær klukkustundir með hléi og
það er enginn aðgangseyrir.
Djass Kjeld Lauritsen og Sigurður Flosason koma fram á Kex í kvöld ásamt
Pétri Östlund. Tónleikarnir koma til með að standa í um tvær klukkustundir.
Mikilvirkir djasslistamenn
á Kex hosteli í kvöld