Morgunblaðið - 21.07.2015, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
ÍSLENSKT TAL
SÝND MEÐ ENSKU TALI Í 2D
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D
EIN STÆRSTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS
POWERSÝNING
KL. 10:30
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
Íslenska kvikmyndin Hrútar er búin að
vera sjö vikur á vinsældalistanum og er
nú að vinna sig upp listann á nýjan leik.
Myndin var í 8. sæti í síðustu viku en er
komin upp í 4. sætið eftir góða helgi.
Teiknimyndin Minions eða Skó-
sveinarnir er enn í efsta sæti listans,
aðra vikuna í röð. Myndin segir sögu
skósveina Gru, sem flestir ættu að
þekkja úr myndunum Despicable Me 1
og 2.
Ant-Man kemur ný á listann og fer
strax í annað sætið en hér er á ferð-
inni nýjasta ofurhetjumyndin frá
Marvel. Ant-Man var upphaflega
hluti af Avengers-hópnum en af ein-
hverjum ástæðum kaus Marvel ekki
að kynna hetjuna til sögunnar fyrr en
nú og hefur henni því verið sleppt í
myndunum um Avengers. Hvort hún
bætist í hópinn í næstu mynd um of-
urhetjuhópinn verður fróðlegt að sjá.
Næst á eftir ofurhetjumyndinni
kemur mynd eftir Íslandsvininn
Channing Tatum, Magic Mike XXL,
og síðan íslenska myndin Hrútar.
Bíólistinn 17. - 19. júlí 2015
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Minions
Ant-Man
Magic Mike XXL
Hrútar
Inside Out
Ted 2
Terminator Genisys
Jurassic World
Webcam
Spy
1
Ný
2
7
5
4
3
6
Ný
8
2
Ný
2
8
5
4
3
6
Ný
7
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Hrútar sækja í sig veðrið
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Fyrir rúmum þremur árum hittust
nokkrir vinir til að syngja saman und-
ir fögrum píanóleik. Hugmyndin var
að skemmta sjálfum sér og njóta þess
að syngja saman en hópurinn þróað-
ist smátt og smátt og í dag hafa
strákarnir, sem kalla sig Olga Vocal
Ensemble, farið í tónleikaferð um
Frakkland og stefna á sína þriðju
tónleikaferð um Ísland að sögn Pét-
urs Oddbergs Heimissonar, söngvara
og meðlims sönghópsins Olgu.
„Undir lok ársins 2012 fékk hóp-
urinn nafnið Olga og þá færðum við
okkur meira í áttina að a cappella-
söng. Á þessum tíma voru í hópnum
Bjarni Guðmundsson, Haraldur
Sveinn Eyjólfsson, Pétur Oddbergur
Heimisson og Philip Barkhudarov.
Olga Vocal Ensemble hélt síðan sína
fyrstu tónleika í mars 2013 í sendi-
ráðsbústaðnum í Brussel,“ segir Pét-
ur.
Sungið í Hollandi og fangelsi
Strákarnir kynntust í Tónlistar-
skólanum í Utrecht og voru allir í
söngnámi hjá Jóni Þorseinssyni. Þeir
hafa flestir lokið þar námi og segir
Pétur markmiðið að geta stundað
sönginn sem fullt starf.
„Núna þegar námið er búið gefst
okkur meiri tími til að einbeita okkur
að sönghópnum en við höfum þrátt
fyrir að vera allir í skóla haft töluvert
að gera í vetur. Við héldum fjölda
tónleika í vetur í Hollandi, við vorum
með nokkra kvöldverðartónleika þar
sem við þjónuðum til borðs og sung-
um fyrir gesti. Við héldum einnig
fjölda tónleika á vegum samtaka sem
heita Live Music Now þar sem við
syngjum fyrir fólk sem hefur ekki
tækifæri til að sækja venjulega tón-
leika. Við sungum meðal annars í
fangelsi sem var ansi áhugavert fyrir
okkur alla.“
Tónleikaferð þeirra um Ísland
hefst í kvöld með tónleikum í Iðnó en
síðan ferðast strákarnir um landið.
Að því loknu fá þeir langþráð sum-
arfrí en koma svo aftur saman í
haust.
„Æfingar hefjast aftur hjá okkur í
haust þegar við komum úr sumarfríi
en við munum syngja á Grachten-
festival í Amsterdam, stefnum á tón-
leikaferð til Bandaríkjanna og erum
bókaðir á tólf Kunst in de Kamer-
tónleika. Það er því nóg að gera hjá
okkur á næstu mánuðum en núna er-
um við að einbeita okkur að tónleika-
röðinni á Íslandi.“
Fannst áhugavert að syngja í fangelsi
Keyra hringinn frá 21. júlí til 3. ágúst og syngja á vel völdum stöðum Komu fyrst saman árið
2012 til að skemmta fyrst og fremst sjálfum sér Stefna á tónleikaferð um Bandaríkin
Söngur Strákarnir í sönghópnum Olgu hefja í dag tónleikaröð sína á Íslandi. Fyrstu tónleikar þeirra verða í
Reykjavík en síðan er stefnan tekin á landsbyggðina þar sem þeir verða með nokkra tónleika.
21. júlí – Kvöldverðartónleikar í Iðnó kl. 18.00
22. júlí – Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvelli, kl. 20.00
24. júlí – Djúpavogskirkja, Djúpavogi, kl. 20.00
26. júlí – Tjarnarborg, Ólafsfirði, kl. 20.00
27. júlí – Kvöldverðartónleikar í Iðnó kl. 18.00
29. júlí – Háteigskirkja, Reykjavík, kl. 20.00
30. júlí – Leikfimihúsið á Hvanneyri kl. 20.00
1. ágúst – Flateyjarkirkja, Flatey á Breiðafirði, kl. 18.00
27. júlí – Kvöldverðartónleikar í Iðnó kl. 18.00
Dagskrá Olgu á Íslandi
TÓNLEIKAFERÐ OLGU UM ÍSLAND FRÁ 21. JÚLÍ TIL 1. ÁGÚST