Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bílaleigubílar aldrei fleiri
Bílaleigubílum hefur fjölgað um 20%
frá sama tíma í fyrra og eru um 15.000
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bílaleigubílum hefur fjölgað um
fimmtung á milli ára og hafa þeir
aldrei verið fleiri en nú, að sögn
Egils Jóhannssonar, forstjóra
Brimborgar og Thrifty bílaleigu.
„Floti bílaleigubíla virðist vera
ríflega 20% stærri á háannatíman-
um nú en hann var í fyrra. Þetta er
stærsti floti bílaleigubíla sem
nokkru sinni hefur verið á Íslandi,“
sagði Egill. Hann sagði bílaleigubíl-
um þó hafa fjölgað ívið minna en
ferðamönnum fjölgaði á milli ára.
Samkvæmt tölum Samgöngu-
stofu eru bílaleigubílar nú ríflega
17.500. Egill sagði vitað að villur séu
í skráningunni því þegar bílaleigu-
bílar séu seldir á haustin gleymi
sumir að afskrá þá sem bílaleigu-
bíla.
Nokkuð er um bílaleigubíla
fyrir aðra en ferðamenn
Hann kvaðst telja að að meðtal-
inni leiðréttingu vegna hugsanlegra
skekkja í skráningu séu bílaleigubíl-
ar nú til dags ekki færri en 15.000
talsins. Sambærileg leiðrétt tala
fyrir fjölda bílaleigubíla á sama tíma
í fyrrasumar er þá 12.200 bílaleigu-
bílar.
Bílaleigurnar kaupa langmest af
nýjum bílum og nam sala til þeirra
ríflega 40% af sölu nýrra bíla allt ár-
ið í fyrra. Egill kvaðst telja að þetta
hlutfall verði heldur lægra á þessu
ári, en þó nálægt því.
Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Bílgreinasambandsins, sagði
að umræða hefði verið um það fyrir
nokkru að bílar væru skráðir sem
bílaleigubílar þótt þeir væru komnir
í einkaeigu. Samgöngustofa hefði
síðan tekið til í skráningunum og
taldi hann að ástandið hefði batnað.
Özur benti á að nokkuð margir
bílar séu skráðir sem bílaleigubílar
þótt þeir séu ekki leigðir ferða-
mönnum. Þetta eru t.d. bílar í eigu
bílaumboða og bílaverkstæða sem
viðskiptavinir þeirra fá lánaða.
Ekki náðist í Samgöngustofu í
gærkvöld.
Egill
Jóhannsson
Özur
Lárusson
Aðstandendur
fyrirhugaðrar
starfsmanna-
leigu íslenskra
hjúkrunarfræð-
inga funduðu í
gær og segir
Sóley Ósk Geirs-
dóttir, forsvars-
maður hópsins,
vinnu við und-
irbúning miða vel áfram. Skráðir
þátttakendur í undirbúningsvinnunni
séu á bilinu 160 til 170 og komi víða að
úr atvinnulífinu, sem veiti ekki af
enda verkefnið stórt og flókið. Sjálfs-
eignarstofnun verði sett á laggirnar
um eða eftir mánaðamótin. Frekari
upplýsingar liggi fyrir bráðlega.
Skammtímalausn á vandanum
Aukafundur var haldinn í gær í vel-
ferðarnefnd Alþingis. Þar sat m.a.
fyrir svörum Páll Matthíasson, for-
stjóri Landspítalans. Páll sagði að ef
til uppsagna kæmi yrði fyrst leitað
eftir öðrum starfsmönnum í stöð-
urnar. Gengi það ekki eftir yrði vænt-
anlega leitað til erlendra starfs-
mannaleiga, en taldi þær greinilega
lakari kost. „Þær leysa vanda til
skamms tíma en skammtímastarfs-
fólk sem er ekki hollt vinnustaðnum
og þekkir ekki til verður aldrei burð-
arásinn í þjónustunni,“ sagði Páll.
Í máli sínu vék hann ekki að inn-
lendum starfsmannaleigum.
bso@mbl.is
Þróa áfram
hjúkrunar-
miðlun
Fundur Velferð-
arnefnd í gær.
Erlendar leigur
„skammtímalausn“
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja
sínum við ráðherraráðið í Brussel
um að taka á móti 50 flóttamönnum
samtals á þessu og næsta ári. Ísland
verður þannig þátttakandi í sam-
vinnu Evrópuþjóða um móttöku
kvótaflóttafólks, samkvæmt frétt á
vefsíðu velferðarráðuneytisins.
Þessi yfirlýsing stjórnvalda er
birt með fyrirvara um samþykki Al-
þingis fyrir fjármögnun verkefn-
isins. Með kvótaflóttafólki er átt við
flóttafólk sem hefur fengið viður-
kenningu á stöðu sinni sem flótta-
fólk og kemur í boði ríkisstjórn-
arinnar.
Móttaka fólksins verður ákveðin í
samráði við Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna, líkt og ávallt
er gert þegar tekið er á móti kvóta-
flóttafólki. Á vefsíðu ráðuneytisins
segir að vilji standi til þess að létta á
miklum straumi flóttamanna til
Grikklands og Ítalíu. Hér á landi
annast flóttamannanefnd undirbún-
ing að móttöku kvótaflóttafólks í
samvinnu við einstök sveitarfélög
hverju sinni, auk þess sem Rauði
kross Íslands hefur hlutverki að
gegna. Í yfirlýsingu segir Eygló
Harðardóttir, félags- og húsnæðis-
málaráðherra, að það sé bæði rétt
og skylt að Íslendingar leggi sín lóð
á vogarskálarnar.
Vilja taka á
móti 50 flótta-
mönnum
AFP
Flóttafólk Fólkið á myndinni hefur
þurft að flýja heimili sín í Sýrlandi.
Sautján vegvísar hafa verið settir upp í þinghelginni á Þingvöllum að und-
anförnu. Þar hafa ekki verið vegvísar í mörg ár og eru þeir kærkomnir, að
sögn Einars Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins.
Vegvísarnir eru hluti af stærra verkefni við merkingar á helstu áfanga-
stöðum gesta í þjóðgarðinum. Unnið er að gerð kortaskilta sem verða á
upphafsstöðum gönguleiða og eins þematengdra fræðsluskilta. Veg-
vísarnir voru hannaðir til að falla vel inn í umhverfi Þingvalla í lit og útliti,
en vera samt vel áberandi þegar komið er að þeim.
Þau Annetta Scheving, grafískur hönnuður, og Árni Jón Sigfússon arki-
tekt hönnuðu skiltin ásamt Einari Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúa.
Skilti vísa veginn um þinghelgi Þingvalla
Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Fyrirhugað er að gera upp barinn í
kvikmyndahúsinu Smárabíói í
Smáralind og færa hann nær lúxus-
salnum. Eiga breytingarnar að
skapa „lounge“-stemningu, eins og
tíðkast í sumum kvikmyndahúsum
erlendis, þar sem fólk getur mætt
tímanlega, fengið sér bjór eða vín-
glas og farið inn í lúxussalinn með
drykkina. Smárabíó hefur boðið upp
á léttvín í 13 ár og segir Björn Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Senu,
reynsluna af því hafa verið mjög
góða.
„Þó að allir séu velkomnir á bar-
inn sem hafa aldur til, hefur neyslan
aðallega verið tengd við gesti lúxus-
salarins. Þeir sem nýta sér þetta
eru þeir sem vilja gera alvöru kvöld-
stund úr bíókvöldinu og gera vel við
sig í leiðinni. Þetta eru oftar en ekki
vinahópar sem hittast og eru að fara
saman. Félagarnir eða vinkonurnar
á stráka- og stelpumyndir. Svo eru
þetta líka pör og blandaðir vinahóp-
ar sem vilja gera sér glaðan dag og
létta stemninguna,“ segir Björn.
Betri upplifun á öllum sviðum
„Það sem við erum að spá í að
gera í Smárabíói er að gera upplif-
unina betri á öllum sviðum bíósins.
Við höfum nýlega skipt um sæti í
öllu bíóinu og nú eru glæsileg leður-
sæti í öllum sölum. Það sama á við
um lúxussalinn, þar er búið að
skipta um öll sæti og í kjölfarið á
því höfum við hugsað okkur að færa
barsvæðið nær salnum og gera
svona „lounge“-stemningu þar sem
fólk getur mætt tímanlega, fengið
sér bjór eða vínglas og farið inn í
lúxussalinn enda eru öll sæti núm-
eruð þannig að það þarf ekki að
vera í neinu stressi. Auðvitað eru
aðrir bíógestir sem hafa aldur til
einnig velkomnir á barinn,“ segir
Björn. „Það má segja að það sé
varla opnað nýtt bíóhús í Evrópu
öðruvísi en að það séu barsvæði og
einhverskonar lúxus-stemning
tengd því.“
Aðspurður segir hann ekki á
planinu að hefja vínveitingasölu í
Háskólabíói og Borgarbíói, sem eru
einnig í eigu Senu, en aldrei sé þó
að vita hvað gerist á næstu miss-
erum.
„Lounge“-stemning í Smárabíói
Framkvæmdastjóri Senu segir
reynslu af áfengissölu í bíóinu góða
Lounge-bar Myndin er dæmi um þá
stemningu sem Smárabíó vill ná
fram með fyrirhugaðri setustofu.