Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 11

Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Spunameistari Hrefnu líkar vel að taka þátt í spuna í lengri tíma í senn, jafnvel í 24 klukkustundir. næstsíðustu viku þar sem ég var að þróa verk ásamt leiðbeinanda mínum úr Naropa-háskólanum. Hún heitir Lene Sack og er algjör sviðslist- argyðja. Það var skemmtilegt og gott að koma aftur í Klettafjöllin,“ segir Hrefna. Rík áhersla á hugleiðslu Að hennar sögn var Naropa- háskólinn sérstakur að mörgu leyti. „Búddísk fræði eru undirliggjandi í kennslunni og því er unnið mikið út frá hugleiðslu. Hugsunin er að list- sköpunin komi þaðan en ég tók fjöl- marga hugleiðslukúrsa í gegnum námið. Þar fyrir utan tók ég þátt í alls konar stúdíóvinnu í tengslum við leikhús og dans- og raddþjálfun. Einnig samdi ég mín eigin verk og leikstýrði.“ Hún segist hafa grúskað mikið í leiklistarkenningum Jerzy Gro- towski, bæði í grunn- og meist- aranáminu, en kenningar hans ganga út á að samstilla huga og líkama og ná þá ákveðnu augnabliki, eða fanga núið, eins og Hrefna lýsir því. „Töfrar leikhússins virka þegar leik- arinn tengist áhorfandanum og rým- inu,“ segir hún og bætir við að farið hafi verið eftir kenningum Grotowski á leiklistarbóndabænum Double Edge Theatre in Ashfield, Massachu- setts, þar sem hún þjálfaði leiklist- arnema þrjú sumur í röð. En hvers vegna ákvað Hrefna að skrá sig í hugleiðsluskotið sviðs- listanám í Colorado? „Þegar ég bjó í New York, þar sem maðurinn minn lærði til sjúkrahúsprests, fór ég í danstíma hjá stofnun sem heitir Movement Research. Þá kynntist ég ,,body-mind-centering,“ hug- myndafræði sem gengur út á að vinna út frá huga og líkama. Þetta rímaði vel við það sem ég hafði lært í leikhúsfræðum,“ svarar hún. Maðurinn sem stofnaði um- rædda dansstofnun stofnaði einnig sviðslistabrautina í Naropa- háskólanum í Colorado en hann benti henni á það nám. „Þá var þetta engin spurning. Ég var að leita að meist- aranámi og þetta var akkúrat það sem ég var að leita að,“ greinir Hrefna frá. Innblástur úr fortíðinni Aðspurð segir hún reynsluna frá Bandaríkjunum hafa mótað hana töluvert sem listamann. „Ég sæki mikinn innblástur í gjörningalist og sviðslist sem var ríkjandi á árunum 1960-1970 í New York. Allir mínir prófessorar koma úr þeim jarðvegi, t.d. Barbara Dilley sem vann með Cunningham-dansflokknum. Á þess- um árum var spuninn og ferlið mik- ilvægt, oft mikilvægara en sýningin sjálf.“ Hrefna leggur sjálf mikla áherslu á ferlið í listsköpuninni en hún tekur oft þátt í spunaverkum á sviði. „Ég reyni að opna fyrir það hvernig leikarinn finnur. Í upplif- unarleikhúsi er engin sýning eins því maður er alltaf að þróa persónuna sína. Auk þess eru aldrei sömu áhorf- endurnir þannig að maður þarf stöð- ugt að bregðast við augnablikinu og við nýrri orku. Maður er kannski með ákveðna fyrirfram gefna hug- mynd og með ákveðinn ramma en maður getur þurft að opna alveg á eitthvað nýtt. Mér finnst áhugaverð- ast að skapa augnablikið með áhorf- andanum,“ útskýrir Hrefna en hún lætur áhorfendur oft taka virkan þátt í sýningunni. Fer í galsa eftir langan spuna Hrefna hikar ekki við að taka þátt í löngum spunaverkum en hefur nokkrum sinnum staðið fyrir gjörn- ingum sem standa yfir í sólarhring eða yfir nótt. Hún stóð t.a.m. fyrir svokölluðum miðnæturspuna í All Change Festival sem haldið var í Tjarnarbíói, ásamt Halldóru Maack. „Ég er mjög hrifin af því að vinna í langan tíma. Í Colorado var ég til dæmis með 24 klst. spunamaraþon. Við skiptumst á að spinna en ég sem stjórnandi svaf í raun ekki neitt. Úr varð skemmtilegt samfélag þar sem mjög ólíkir listamenn tóku þátt.“ Hún heldur áfram: „Það sem er gaman við að vinna svona í langan tíma er að maður hleypir einhverju flæði í gang og hættir að beisla sig. Maður fer í einhvers konar galsa og verður hispurslaus í fasi. Þá gerir maður eitthvað sem er ekki fyrir- sjáanlegt, eitthvað sem maður myndi ekki gera venjulega.“ Ein af þeim hátíðum sem Hrefna tók þátt í nýverið er Saga Fest sem verður framvegis haldin ár- lega. Fyrir hátíðina sjálfa var haldin ráðstefna í Frystiklefanum í Rifi þar sem Hrefna vann ásamt erlendum listamönnum. Hátíðin var hins vegar haldin á bóndabænum Stokkseyr- arseli í maí síðastliðnum en hana sóttu gestir frá 16 löndum. Hrefna sýndi sitt verk á Saga Fest úti í náttúrunni. „Ég hannaði upplifun þar sem ég studdist við til- tekið hugleiðsluástand. Áhorfendur sátu inni í tjaldi með heyrnartól en ég hafði gróðursett tré með tepokum hangandi á því. Einn samstarfsaðili minn var að brugga te. Á meðan ég beið eftir því biðu áhorfendur með mér ásamt því að hlusta á tónlist,“ út- skýrir hún. Í fyrra stofnaði hún leikhúsið Fire and Ice Theather sem stendur fyrir samnefndri listahátíð árlega á Havaí. Á hátíðinni er Hrefna með vinnustofu og kennir öðrum lista- mönnum. „Mér finnst gaman að hanna vinnustofur þar sem fólk úr ólíkum greinum kemur saman og vinnur. Þar getur það kynnst sköp- unarkrafti sínum, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn.“ Með mörg járn í eldinum Núna er Hrefna að hanna vinnu- stofu, grúska og vinna úr því sem hún gerði í Colorado. Hún er með verk í vinnslu sem ber vinnuheitið How is your mom? en tónlistarmyndband er væntanlegt á netið með laginu How is your mom? Þá vinnur hún einnig að uppsetningu sýningar fyrir börn. ,,Það er margt kraumandi þó það hafi ekki tekið á sig endanlegt form. Það er mjög spennandi staður til að vera á,“ segir Hrefna að lokum. Ljósmynd/Úr eigin safni Sérsaumaður Hrefna í Colorado þar sem hún vann að verkinu How is yo- ur Mom? Kjóllinn var sérsaumaður árið 1994 og kallast Karamellukjóllinn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Á fésbókarsíðunni Kittycat Online Cat Community má sjá stuttan lista yfir það sem kettir mega og mega ekki borða, en viss misskilnings virð- ist gæta hjá mörgum kattaeigendum. Kittycat-samfélagið aðstoðar týnda ketti og ketti á vergangi í Suð- ur-Afríku. Samfélagið heldur einnig úti vefritinu Kittycat Magazine á vef- síðunni http://www.kittycat.co.za/ Á listanum kemur fram að koffín sé mjög skaðlegt fyrir ketti og geti verið lífshættulegt í miklu magni. Kettir mega því alls ekki drekka te, kaffi, gosdrykki og orkudrykki á borð við Red Bull. Í annan stað er allt súkkulaði harð- bannað, sérstaklega dökkt súkkulaði. Reyndar mega kettir ekki borða neinn hvítan sykur. Vínber og rúsínur geta valdið nýrnabilun í köttum og jafnvel lítið magn getur gert þá alvarlega veika. Ólíkt því sem margir halda, eru margir kettir með mjólkuróþol. Í þeim tilvikum geta mjólkurvörur valdið verulegum magaóþægindum. Loks geta bein í fiski og kjöti stífl- að meltingarveg katta og fita getur valdið óþægindum í þörmum. Hins vegar geta melónur hjálpað meltingu katta, svo lengi sem steinar og börkur er fjarlægt fyrst. Eggjahræra og harðsoðin egg er góður próteingjafi fyrir ketti, slepptu bara að steikja eggin upp úr smjöri. Kettir eru kjötætur og hafa gott af því að borða fulleldað, úrbeinað kjöt, sér í lagi kjúklingakjöt. Flestir kettir elska icebergsalat, sem er í góðu lagi, þar sem salatið er góð uppspretta vatns og næringar- efna. Þar að auki getur það þjónað hlutverki sem hitaeiningasnautt sæl- gæti fyrir kisa. Loks eru strengjabaunir góð upp- spretta próteins og kolvetna fyrir ketti. Bannfæði fyrir ketti Hvað má kisi ekki borða? Morgunblaðið/Þórður Kattamatur Þurrmatur og blautfóð- ur ætti líka að vera öruggur kostur. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.