Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 12

Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Nokkuð bar á kvörtunum í gær vegna malbikunar á Suðurlands- vegi en hann var lokaður á kafla. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar lögregl- unnar, sagði merkingum hafa verið ábótavant og að hann hefði komið því áfram til verktaka, sem lofað hefði úrbótum. Í dag verða framkvæmdir á Reykjanesbraut milli brúa við Stekkjarbakka og Breiðholtsbraut. Þrenging verður á Reykjanesbraut milli 5.00 og 18.00. Þá verður mal- bikaður þjóðvegur 1 við Hellu og umferðarstýring á hringtorgi. Umferðartafir vegna gatnaframkvæmda Malbik Þrenging verður á Reykjanesbraut í dag og umferðarstýrt hringtorg við Hellu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vel hefur bæst í flota hópbifreiða eða rúta á undanförnum árum í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Þann- ig hefur skráðum hópbifreiðum fjölgað um rúmlega fimm hundruð frá árinu 2010 þegar 1.916 rútur voru skráðar en þær eru 2.423 í dag. Þar af eru 1.879 sem eru í umferð en ekki liggja fyrir tölur um það hve margar rútur voru í umferð árið 2010 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Fjölgun rúta hefur ekki haldist algjörlega í hendur við fjölgun ferðamanna. Engu að síður eru for- svarsmenn þeirra fyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við sammála um það að nýting á hópbifreiðum sé mun betri nú en áður auk þess sem bílar hafi bæst í flotann. „Það sem er einnig jákvætt við þennan vöxt er það að hann er ekki bara á háönn heldur er hann að koma yfir allt ár- ið,“ segir Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavík Ex- cursions – Kynnisferða sem er með 80-90 bifreiðar á sínum vegum. Hann segir að slíkt auðveldi rekstrarumhverfi mjög frá því sem var þegar sumartíminn var lang- ábatasamasti tíminn. Hann segir að það sé reynsla Kynnisferða að haust og vor séu sá tími sem minnst er að gera. Tyrfingur Guðmundsson, eig- andi og framkvæmdastjóri Guð- mundar Tyrfingssonar ehf., segir hins vegar að minna sé að gera hjá hans fyrirtæki yfir vetrarmánuðina, frá nóvember til febrúar. Kristján segir að fyrirtækið hafi fundið fyrir þessari aukningu árið 2011 en síðan þá hafi verið mikill stígandi í rekstr- inum. Hann segir allar forsendur fyrir frekari vexti ef hugað er að uppbyggingu innviða. Vilja vera á eigin vegum Guðmundur Tyrfingsson ehf. er með 50 rútur á sínum snærum. „Við höfum bætt við og endurnýjað flot- ann. Við höfum bæði losað okkur við bíla og fengið nýja en í heild höfum við bætt við um tíu bílum á síðustu fimm árum,“ segir Tyrfingur. Þrátt fyrir að meira sé að gera hjá rútu- fyrirtækjum nú en áður telur hann að mestur vöxtur sé hjá bílaleigum. „Það hefur ekki orðið jafn brjál- æðislega mikil aukning hjá okkur og tölur um ferðamannastraum gefa tilefni til. Það er vegna þess að ferðamenn í dag vilja margir vera á eigin vegum og keyra bílaleigubíla,“ segir Tyrfingur. Ólíkt Kristjáni seg- ir Tyrfingur að hann líti enn á sum- arið sem helstu vertíðina. Hann seg- ir að nokkur munur geti verið eftir fyrirtækjum hvenær ársins þau sinni ferðamönnum. Þannig sé meira að gera hjá fyrirtækjum sem sinna norðurljósaferðum og dags- ferðum á veturna. „Við höfum ekki mikið verið að sinna þessu,“ segir Tyrfingur. Hópbifreiðum fjölgað um fimm hundruð á fimm árum  Búið að yngja upp flotann  Aukning ekki fylgt fjölda ferðamanna Morgunblaðið/RAX Fjallabaksleið Verulega hefur fjölgað í rútuflotanum og hafa rúmlega 500 bifreiðar verið skráðar á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er enn notast við rútur sem eru yfir 25 ára aldri því þær komast um fjallvegi. Eimskipafélagið hefur flutti inn tvo nýja hafnarkrana til landsins, en þeir eru þeir stærstu á Íslandi og geta lyft tveimur 20 feta gámum samtímis. Fjárfestingin er hluti af endurnýjun og uppbyggingu á inn- viðum félagsins. Annar krananna verður stað- settur á Grundartanga, m.a. til þjón- ustu við álver Norðuráls, en hinn verður staðsettur á Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Þar leysir hann eldri krana af hólmi sem leysir sjálfur af Jakann í Sundahöfn. Jakinn fer í reglulegt viðhald og verður síðan fluttur til Færeyja vegna aukinna umsvifa þar. Í tilkynningu Eimskipafélagsins kemur fram að kranarnir séu raf- knúnir og samræmist því umhverf- isstefnu fyrirtækisins, sem miði að því að lágmarka koltvísýringsút- blástur við starfsemina, einnig felist í kaupunum rekstrarhagræði fyrir Eimskip. Heildarfjárfesting vegna kran- anna nemur um 8 milljónum evra eða 1,2 milljörðum íslenskra króna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hafnarkranar Flutningaskip kom með kranana til Reykjavíkur í gær. Flytja inn stærstu hafnarkrana landsins Síðdegis í gær lagði varðskipið Þór af stað til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfossi sem var með bilað stýri um 90 sjómílur suðvestur af Dyr- hólaey. Ráðgert var að Þór yrði hjá Lag- arfossi um fimmleytið í nótt og myndi draga hann til Reykjavíkur. Lagarfoss er um 10.100 tonn að stærð og í eigu Eimskipa. Í tilkynningu frá Landhelgis- gæslunni segir að gott veður hafi verið á svæðinu og engin hætta á ferðum. Þór fór og kom Lag- arfossi til aðstoðar „Endurnýjun á rútum hefur verið mjög mikil en hún var líka mjög þörf og meðalaldur bílanna hefur lækkað mik- ið á síðustu árum,“ segir Kristján Daníelsson. Sam- kvæmt tölum frá Samgöngustofu var meðalaldur hóp- ferðabíla um 14 ár árið 2010. Meðalaldur bílanna er nú hins vegar 12,51 ár og er 9,51 ár hjá þeim hópbifreiðum sem eru í umferð. Bílar á skrá sem eru orðnir eldri en 25 ára eru 297 og þar af eru 94 í umferð en það er um 5% hópbifreiða í umferð. Til gamans má geta þess að bílar eldri en 25 ára eru skilgreindir sem fornbílar samkvæmt Fornbílaklúbbi Íslands. Tyrfingur Guðmundsson segir að flestar hópbifreiðar sem séu svo gamlar séu svokallaðir grindarbílar. „Við eigum einn sem við notum í Þórsmörk. Þessir grindarbílar eru eftirsóttir til að geta farið um Fjallabak og Sprengisand. Þeir eru hærra smíðaðir en götubílarnir og eru nær ófáanlegir nýir í dag. Þeir komast yfir árnar og erfiða vegi en götubílar geta það ekki. Það er orðinn skortur á þessum bíl- um í dag,“ segir Tyrfingur. Fornbílar notaðir til fjalla MIKIL ENDURNÝJUN Á UNDANFÖRNUM ÁRUM Kristján Daníelsson Fyrsta driftmótið var 2009 Í greininni Drift-feðgar í heimsókn frá Danmörku í Bílablaði Morg- unblaðsins í gær var skrifað að fyrsta Íslandsmótið í drifti hefði far- ið fram á síðasta ári. Hið rétta er að fyrsta Íslandsmótið í akstursíþrótt- inni fór fram árið 2009. Eru lesendur og hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessari villu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.