Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
BJÓDUM BÖRNIN VELKOMIN
BARNAHORN
LEGO BORÐ
LESTARBORÐ
VÖLUNDARHÚS
KÍKTU Á VEFVERSLUN
KRUMMA.IS
Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is
BAKSVIÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Mestu tíðindin voru að finna æð-
arfugl í varpinu. Þetta er í fyrsta
sinn sem staðfest er að hann verpir
þarna. Við höfum aðeins orðið vör
við æðarkollu áður, en ekki fundið
fyrr en núna sönnun fyrir því að hún
hafi verpt í eynni,“ segir Borgþór
Magnússon plöntuvistfræðingur á
Náttúrufræðistofnun Íslands, en
hann var leiðangursstjóri í árlegri
ferð vísindamanna til Surtseyjar
sem farin var í vikunni sem leið.
Leiðangursmenn rannsökuðu gróð-
ur, dýralíf og jarðfræði eyjarinnar.
Borgþór segir að ekki hafi fundist
nýr varpfugl í eynni síðan árið 2009.
„Það var heiðlóuhreiður sem þá
fannst,“ segir hann, en lóunni virðist
ekki hafa tekist að koma ungunum
upp. Í leiðangrinum í ár fundust
tvær nýjar tegundir háplantna,
ljónslappi og stinnastör, og tvær
tegundir fiðrilda auk fleiri smádýra.
Þá leiddu rannsóknir í ljós að jarð-
hiti hefur aukist í Vesturbunka mið-
að við síðustu mælingar og nýlegar
gliðnunarsprungur fundust undir
bunkanum.
Greint er frá leiðangrinum á vef
Náttúrufræðistofnunar. Voru líf-
fræðingar og jarðfræðingar stofn-
unarinnar ásamt sérfræðingi frá
Landbúnaðarháskólanum við rann-
sóknir í eynni dagana 13. til 17. júlí.
Með í för voru einnig sérfræðingur
Umhverfisstofnunar og bandarískur
vísindarithöfundur til að afla efnis
um Surtseyjarrannsóknir. Leiðang-
urinn var að venju skipulagður í
samvinnu við Surtseyjarfélagið.
Með þrjá nýskriðna unga
Að sögn Borgþórs dvöldu leiðang-
ursmenn í skála Surtseyjar-
félagsins. „Fyrr á árum voru menn
þarna heilt sumar í senn, en nú orð-
ið eru aðeins farnar ein til tvær
ferðir á ári og það látið duga,“ segir
hann.
Á ljónslappanum sem fannst voru
sinublöð frá síðasta ári og stinna-
störin hafði skotið upp nokkrum
blómstönglum. Telja vísindamenn-
irnir því að gera megi ráð fyrir að
hún sé eldri en tvævetur. Báðar teg-
undirnar eru sagðar lífvænlegar.
Allar tegundir fyrra árs fundust á
lífi og lækjagrýta sem talin var hafa
horfið fyrir nokkrum árum fannst
nú á nýjum vaxtarstað. Alls fundust
í leiðangrinum 64 tegundir há-
plantna á lífi í eynni sem er með
mesta móti. Áður höfðu fundist 65
tegundir árið 2007.
Fram kemur í skýrslu leiðang-
ursmanna að svo virðist sem varp
fugla hafi farið seint af stað vegna
tafa á sumarkomu. Þeir segja að það
hafi samt verið með eðlilegum hætti
hjá flestum tegundum. Einna at-
hyglisverðast þótti að nýr varpfugl
fannst. Æðarkolla með þrjá ný-
skriðna unga sást leiða unga sína
niður hnullungafjöru til sjávar.
Fram kemur að æðarfugl hefur tal-
ist líklegur til að reyna varp.
Smádýralíf var rannsakað og litu
nokkrar nýjungar dagsljósið. Ber
þar hæst tvær tegundir fiðrilda.
Flikruvefari (Cochylis dubitana)
flaug á takmörkuðu svæði í nýrri
hluta máfavarpsins. Fundust all-
nokkrir einstaklingar. Hin tegundin
er smáfiðrildið Scrobipalpa sam-
adensis sem lifir á kattartungu við
sjávarsíðu landsins. Kattartunga er
í mikilli aukningu og segja vís-
indamennirnir að aðstæður fyrir
fiðrildið séu kjörnar á eynni.
Hiti fer hækkandi
Í jarðfræðiþætti leiðangursins
voru nákvæmar hitamælingar gerð-
ar í sprungum á yfirborði móbergs-
ins í Austur- og Vesturbunka Surts-
eyjar. Hiti var mældur á 10-20 cm
dýpi frá yfirborði og mældist vel yf-
ir 90°C, efst í bunkunum. Sérstaka
athygli vakti að hitastig hafði hækk-
að talsvert í flestum sprungum á
Vesturbunka, en var svipað og und-
anfarin ár í Austurbunka.
Æðarfugl verpir loks í Surtsey
Vísindamenn halda áfram rannsókn á gróðri, dýralífi og jarðfræði Surtseyjar Nýr varpfugl
í fyrsta sinn frá 2009 Tvær nýjar tegundir háplantna Jarðhiti hefur aukist í Vesturbunka
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Þátttakendur Í ferðina fóru menn frá Náttúrufræðistofnun, Landbún-
aðarháskólanum og Umhverfisstofnun auk bandarísks vísindarithöfundar.
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Nýr varpfugl Æðarkolla með unga sína vakti óskipta athygli í Surtsey. Nýtt
varp hefur ekki sést í eynni frá því að heiðlóa verpti þar árið 2009.
Ljósmynd/Lovísa Ásbjörnsdóttir
Landmótun Tanginn norðan á Surtsey er síbreytilegur. Oddi hans hefur nú
sveigt aðeins til vesturs vegna ríkjandi öldugangs frá austri.
Heimsleikarnir í Crossfit hefjast í
dag í Carson, Los Angeles í Banda-
ríkjunum. Íslenska þjóðin mun eiga
nokkra fulltrúa á leikunum en
fremst í flokki er Annie Mist Þór-
isdóttir, heimsmeistari í Crossfit
2011 og 2012 og silfurverðlaunahafi
2010 og 2014 sem gerir hana að sig-
ursælustu konunni í sögu leikanna.
Ásamt henni keppa í kvennaflokki
þær Ragnheiður Sara Sigmunds-
dóttir, sem sigraði á Evrópu- og Afr-
íkuleikunum og Katrín Tanja Dav-
íðsdóttir. Í boði fyrir keppendur frá
Evrópu og Afríku voru fimm sæti í
kvennaflokki en þetta þýðir að Ís-
lendingar muni skipa fjögur þeirra
sem verður að teljast býsna góður
árangur.
Björgvin Karl Guðmundsson er
eini íslenski keppandinn í karla-
flokki á Heimsleikunum. Björgvin
Karl hafnaði í öðru sæti á Evrópu-
og Afríkuleikunum og tryggði sér
þar með rétt til þátttöku á heims-
leikunum í Crossfit. Þetta verður í
annað skipti sem Björgvin Karl
keppir á heimsleikum í Crossfit.
Í liðakeppninni er það lið Crossfit
Reykjavíkur sem er mætt til leiks.
Þar eru nokkrir þaulvanir Heims-
leikakeppendur, þau Anna Hulda
Ólafsdóttir, Jakobína Jónsdóttir og
Arnar Sigurðsson, ásamt þremur
nýliðum, þeim Hinriki Inga Ósk-
arssyni, Hörpu Dögg Steindórs-
dóttur og Þresti Ólasyni. Þau voru í
3. sæti í liðakeppnina á Evrópuleik-
unum og eru með sterkt lið sem nær
vonandi að blanda sér í heimsmeist-
arabaráttuna. Hægt verður að fylgj-
ast með leikunum á heimasíðu
heimsleikanna www.games.cross-
fit.com. Þar má horfa á æfingarnar í
rauntíma, finna upptökur af fyrri
æfingum sem þegar hafa farið fram
og fylgjast með stöðu keppenda.
Leikarnir hefjast klukkan 14 að ís-
lenskum tíma. isak@mbl.is
Ljósmynd/Reebok
Annie Mist Fjórar íslenskar konur
keppa á heimsleikum í Crossfit.
Heimsleikar Cross-
fit hefjast í dag
Fjórar íslenskar konur verða með