Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og
Danmerkur 2015
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
„Tengsl Hallgerðar við Þingvelli eru
mögnuð,“ segir Guðni Ágústsson,
fyrrverandi ráðherra. Í fimmtudags-
göngu á Þingvöllum á morgun, þar
sem fróðir menn fjalla jafnan um af-
markaða þætti úr
sögu staðarins,
verður Guðni
sögumaður
kvöldsins. Þing-
vellir eru örlaga-
staður í Njáls-
sögu en það var á
bökkum Öxarár
sem Gunnar og
Hallgerður hitt-
ust í fyrsta sinn.
Ferðin hefst
klukkan 20 við gestastofuna á Haki.
„Þegar kemur að þætti Hall-
gerðar í Þingvallasögunni var hún
búin að missa tvo eiginmenn sína.
Höfðingjadóttirin fer á Þingvelli til
þess að vera með ungu fólki, sem
skemmti sér meðan á þinghaldi
stóð,“ segir Guðni.
„Njálssaga er náttúrlega mögnuð
þegar því er lýst þegar Gunnar, ný-
komin úr mikilli hernaðarför erlend-
is, gengur í skartklæðum um vellina
með liði sínu og þar mætast þau
Hallgerður á fallegu kvöldi. Þar tak-
ast með þeim magnaðar ástir svo
þau verða bálskotin hvort í öðru og
eiga unaðsstundir þarna þó að
þeirra bíði seinna mikil örlög.“
Guðni kveðst í frásögn sinni munu
reyna að skapa svipmynd af þessum
sterku persónum. „Ég vona að við
sjáum þau þarna á völlunum í skart-
klæðum,“ segir Guðni sem þekkir
sögu Hallgerðar vel. Má í því sam-
bandi nefna bókina Hallgerður – ör-
lagasaga hetju í skugga fordæm-
ingar sem kom út fyrir síðustu jól og
vakti mikla athygli þá.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvellir Þar sem örlagasögur Ís-
lands eru við nánast hvert fótmál.
Sjáum þau vonandi
í skartklæðum
Guðni með fræðsluferð á Þingvöllum
Guðni
Ágústsson
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Stærsta skemmtiferðaskip sem
kemur hingað í ár, MSC Splendida,
lagðist að Skarfabakka í Reykjavík í
gær. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafn-
arstjóra Faxaflóahafna, markar
koma skipsins einn af nokkrum há-
punktum ársins en skipið er tæplega
138 þúsund brúttótonn að stærð. Í
því eru 3.274 farþegar og 1.313
manna áhöfn.
Gísli segir að aðrir hápunktar árs-
ins séu þeir að í ár hafi fjögur skip
komið til landsins í mars en það er
öllu fyrr en hefur verið undanfarin
ár. Þá koma fleiri skemmtiferðaskip
síðsumars heldur en áður hefur ver-
ið og útlit sé fyrir að skipin muni
halda áfram að koma svo snemma á
næstu árum. Í júní hafi svo verið
fimm skip í höfn samtímis, en í þeim
voru rúmlega 4.500 farþegar, sem sé
býsna óvenjulegt en mest geta í
kringum 7-8 skemmtiferðaskip verið
í höfn samtímis.
„Þetta hefur vaxið jafnt og þétt
hjá okkur undanfarin ár og fleiri
skip koma í ár heldur en komu í
fyrra. Okkur sýnist það ætla að
verða svipað næsta og þarnæsta ár,
en í þessum bransa skipuleggja
menn sig eitt til tvö ár fram í tím-
ann,“ segir Gísli en bætir við að þó
það sé sjaldgæft geti einstaka skip
boðað komu sína með litlum fyrir-
vara. Í ár munu 59 skemmtiferða-
skip leggjast 106 sinnum að bryggju
en að sögn Gísla voru komurnar um
95 í fyrra. Í heildina eru það 102.298
farþegar og 43.333 áhafnarmeðlimir.
Nú þegar hafa 49 skip boðað 94
komur á næsta ári með 102.117 far-
þega og 40.500 manna áhafnir.
„Það hefur sýnt sig í þeim könn-
unum sem við höfum gert að efna-
hagsáhrifin eru meiri heldur en
margir halda þannig að koma skip-
anna skilar töluverðu til samfélags-
ins,“ segir Gísli.
Stærsta skemmtiferðaskip sem
komið hefur hingað til lands er Ro-
yal Princess sem kom hingað í fyrra-
sumar en það er 141.000 brúttótonn
og getur flutt 3.600 farþega. Lengd
þess, 330 metrar, jafnast á við þrjá
fótboltavelli. Kate Middleton, her-
togaynja af Cambridge og eiginkona
Vilhjálms Bretaprins, gaf skipinu
konunglegt nafn sitt árið 2013 þegar
það var tekið í notkun.
Reykjavík er ekki eini viðkomu-
staður skemmtiferðaskipa en í ár
munu samtals 100 skemmtiferðaskip
hafa viðkomu á Akureyri eða í
Grímsey, 84 á Akureyri sjálfri og um
16 hafa eingöngu viðkomu í Gríms-
ey.
Stærsta skipið kom til hafnar
MSC Splendida lagðist að bryggju í gær Það er 138 þúsund tonn og með því eru um 4.500 manns
með áhöfn Skemmtiferðaskipin fyrr á ferðinni en áður og einnig koma nú fleiri skip síðsumars
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Í Sundahöfn MSC Splendida er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins á þessu sumri.