Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki                                      !"# $ #"" $"$ "$ !# %%" "$## &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   ! $ !"! #$$ #% # "! !%$ %$% "#%" # !$% !" $ #""# $! "!% !!" %%% "$  !"## Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Í lok árs 2014 voru um 13% af fjár- festingum íslenskra lífeyrissjóða bundnar í óskráðum bréfum. Þannig hafði hlutfallið hækkað úr 11% frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu sjóðanna á síðasta ári. Þar er tekið fram að með óskráðum bréfum sé átt við þau verðbréf sem ekki hafa skráð kaup- og sölugengi á skipulögðum markaði. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að gengisbundnar fjárfestingar lífeyr- issjóðanna námu um 25% af heildar- eign þeirra og hafði það hlutfall þokast upp um 1 prósentustig frá fyrra ári. Hærra hlutfall óskráðra bréfa hjá lífeyrissjóðum ● Standard & Poor’s tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hækkað matseinkunn Tryggingamiðstöðvarinnar úr BBB- í BBB með stöðugum horfum. Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfis- einkunn Íslands í síðustu viku. Í tilkynningu S&P er tekið fram að fyrirtækið meti stöðu TM að öðru leyti óbreytta og að einkunnin endurspegli hóflega áhættu í rekstri fyrirtækisins og tiltölulega trausta afkomu og fjár- hagslega stöðu. Matseinkunn Trygginga- miðstöðvarinnar hækkar STUTTAR FRÉTTIR ... mörkuðunum fyrir saltfisksafurðir okkar.“ Hluti af stærri vanda Gríska hagkerfið hefur undanfar- in ár þurft mikið lánsfé frá evrópska seðlabankanum til að haldast á floti. Því hefur gengi evrunnar veikst talsvert en það er ekki einungis af- leiðing grísku kreppunnar, að sögn Gunnars Haraldssonar, forstöðu- manns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. „Evrusvæðið er mjög stórt og gríska hagkerfið er aðeins 2% af stærð þess. Því er hæpið að lán evr- ópska seðlabankans til grískra banka, sem hefur veikt evruna, sé eina ástæða veikingarinnar. Evru- vandinn er djúpstæðari og víðtækari og á sér rætur í fleiri löndum í Evrópusambandinu,“ segir Gunnar. Veikir útflutning Íslands Með veikingu evrunnar verður innflutningur frá evrulöndunum ódýrari sem getur komið fram sem eiginleg tekjuaukning neytenda. Ásgeir segir að þessi veiking þurfi samt ekki að koma fram einungis með hækkun verðlags. „Í verslun með sumar vörur flökkum við á milli heimsálfa og landa eftir gengi. Gott dæmi um það eru bílakaup. Ef dollarinn er veikur þá flytjum við meira inn af amerískum bílum en þegar evran veikist skiptum við yf- ir í innflutning á evrópskum bíl- um.“ Staða íslensks útflutnings versn- ar þó á evrópskum mörkuðum með tekjuskerðingu fyrir íslensk út- flutningsfyrirtæki en stærstur hluti útflutnings héðan fer til evrulanda. Erfiðleikar Grikklands hafa ekki bein áhrif á Ísland Viðskipti við Grikkland » Verðmæti inn- og útflutn- ings milli Íslands og Grikklands er vel undir 1% af utanríkis- viðskiptum Íslands. » Þjónustuviðskipti landanna hafa farið ört vaxandi vegna ferðaþjónustu. » Útflutningur á þjónustu nam um 1.200 milljónum árið 2012 en þau eru að mestu gjaldeyr- istekjur vegna eyðslu grískra ferðamanna hér á landi. » Innflutningur á þjónustu nam um 1.000 milljónum sama ár sem er að mestu eyðsla Ís- lendinga úti í Grikklandi.  Viðskipti á milli landanna lítil  Áhrifin koma helst í gegnum veikingu evrunnar Vöruviðskipti við Grikkland 1999-2014 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 -500 -1.000 -1.500 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 FOB: Verð vöru komin um borð CIF: FOB verð að viðbættum kostnaði Heimild: Hagstofa Íslands Í millj. kr. Útflutningur FOB Innflutningur CIF Vöruskiptajöfnuður BAKSVIÐ Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Áhrif efnahagserfiðleikanna í Grikk- landi á Ísland koma ekki fram í gegn- um bein vöru- og þjónustuviðskipti á milli landanna heldur fyrst og fremst í gegnum veikingu evrunnar, að sögn Ásgeirs Jónssonar, dósents í hag- fræði við Háskóla Íslands. „Veikara gengi evrunnar minnkar verðmæti útflutnings til evruríkjanna og eykur að sama skapi innflutning á vörum frá svæðinu.“ Vöruviðskipti milli Íslands og Grikklands eru ekki umfangsmikil, samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands. Þau hafa fyrst og fremst falist í saltfisksútflutningi en heildarút- flutningur Íslendinga til Grikklands var 0,17% af heildarútflutningi Ís- lands árið 2014. Þjónustuviðskipti hafa undanfarin ár aukist töluvert og eru núna á stærð við vöruviðskiptin. Þar er aðallega um að ræða ferðaþjónustu og ljóst er að með veikara gengi evr- unnar minnkar kaupgeta grískra ferðamanna hér á landi en að sama skapi mun Grikkland ef til vill verða fýsilegri kostur fyrir íslenska ferða- menn. Vanefndir á greiðslum „Einhverjar vanefndir hafa verið á greiðslum af hálfu grískra kaup- enda en vonir standa til þess að það fari að lagast og að vöruskiptin fari aftur í eðlilegan farveg,“ segir Ólaf- ur Sigurðsson, sendifulltrúi hjá ut- anríkisráðuneytinu. Hann bendir á að mikilvægt sé fyrir útflytjendur að hafa sem flesta markaði fyrir sínar vörur þó viðskiptin séu ekki stór. „Grikkland er einn af hefðbundnu Matsfyrirtækið Standard & Poor’s, S&P, hefur hækkað lánshæfiseink- unnir viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka. Langtíma lánshæfis- einkunnir bankanna þriggja fóru úr BB+ í BBB- með stöðugum horfum hjá Íslandsbanka og Arion banka og jákvæðum horfum hjá Landsbanka. Bankarnir eru þar með komnir úr spákaupmennskuflokki í fjárfesting- arflokk (e. investment grade) sem stækkar verulega þann hóp fjárfesta sem getur keypt skuldabréf útgefin af þeim. Lánshæfiseinkunn til skamms tíma hækkaði hjá öllum bönkunum úr B í A-3. Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfi ríkissjóðs í síðustu viku, en S&P byggði þá hækkun á aðgerðaáætlun stjórnvalda um losun fjármagns- hafta. Lánshæfi ríkissjóðs fór úr BBB- í BBB. S&P metur það svo að rekstrar- umhverfi íslenska bankakerfisins hafi styrkst og áhætta minnkað. Þá megi búast við minni afskriftum lána og meiri stöðugleika í framtíðinni. Í tilkynningu er haft eftir Stein- þóri Pálssyni, bankastjóra Lands- bankans, að það auki traust til bank- ans á mörkuðum að hann sé kominn í fjárfestingarflokk og styðji við fjár- mögnun hans í nánustu framtíð. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir aukið aðgengi að erlendum fjármagnsmörkuðum geri bankann betur í stakk búinn til að þjónusta viðskiptavini sem þurfi á erlendri fjármögnun að halda. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, segir að lánshæfismat í fjár- festingarflokki hafi jákvæð áhrif á aðgengi bankans að erlendu fjár- magni, en bankinn fékk einnig BBB- lánshæfiseinkunn frá matsfyrirtæk- inu Fitch í lok apríl. Samsett mynd/Eggert Lánshæfi S&P hefur fært viðskipta- bankana þrjá í fjárfestingarflokk. S&P hækkar ein- kunnir bankanna  Viðskiptabank- arnir þrír komnir í fjárfestingarflokk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.