Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 19

Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Göngutúr Hundahaldi í borg fylgir sú skylda að fara reglulega út með hundana á hverjum degi, hafa þá í taumi og þrífa upp skítinn eftir þá. Þetta vita þessar stúlkur í Breiðholtinu. Golli Að öllu óbreyttu verður gengið til al- þingiskosninga vorið 2017. Í aðdraganda kosn- inganna verður tekist á um efnahagsmál og um stefnuna í ríkisfjár- málum og þar með um skatta. Einhverjir munu líklega telja það til vinsælda fallið að grafa undan fiskveiði- stjórnarkerfinu, aðrir halda áfram að berja höfðinu við steininn og tala fyr- ir aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Svo verða sjálfsagt þeir til sem telja rétt að boða ný vinnubrögð og auknar samræður í þeirri von að kjósendur láti heillast án þess að vera nokkru nær um raunverulega stefnu og hug- myndafræði. Tekist verður á um landbúnaðar- mál, virkjanir og gjaldtöku af ferða- mönnum. Hugmyndir um að ríkið standi fyrir rekstri „samfélags- banka“ munu hljóma jafnvel þótt vít- in séu til að varast þau. Það truflar ekki þá sem vilja breyta Landsbank- anum í „samfélagsbanka“ og lofa landsmönnum lægri vöxtum. Lands- bankinn verður étinn upp að innan og gerður verðlaus og reikningurinn sendur að venju til skattgreiðenda og komandi kynslóða. Tvö ár líða hratt Þau verða fjöldamörg málefnin sem tekist verður á um fyrir kosn- ingarnar 2017 – lítil og stór, léttvæg og veigamikil. Stjórnmálaflokkar reyna að koma á framfæri því sem þeir telja mikilvægast og setja málin á dagskrá, en eins og áður verða það kjósendur sem ákveða hvað skiptir mestu á komandi árum. Oft er því haldið fram að vika sé langur tími í stjórnmálum. Tæp tvö ár virðast líkt og eilífðin en líða þó svo undur hratt. Einhverjum kann að finnast það töluverð kokhreysti að spá um helstu átakamálin eða segja fyrir um þau mál sem verða kjós- endum efst í huga þegar þeir ganga að kjörborði. En það breytir engu því ég er sannfærður um eftirfarandi: Mikilvægasta kosn- ingamálið vorið 2017 verður heilbrigð- iskerfið, fjármögnun þess, skipulag og hvernig við sameig- inlega tryggjum hvert öðru bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu óháð aldri, efnahag og búsetu. Sé þessi sannfæring mín á rökum reist er augljóst að stjórn- arflokkarnir, og þá sérstaklega Sjálf- stæðisflokkurinn, eru í kjörstöðu. Þeir geta sameiginlega ákveðið að komandi ár marki upphaf sóknar í heilbrigðisþjónustu, ekki aðeins með því að tryggja aukna fjármuni heldur ekki síður með skipulagsbreytingum og betri nýtingu fjármagns og þess mikla mannauðs sem fyrir hendi er. Einstakt tækifæri Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur ein- stakt tækifæri til að treysta stöðu sína sem stjórnmálaafl þar sem öfl- ugt einkaframtak, takmörkuð ríkis- afskipti, sjálfstæði einstaklingsins og öflug velferðarþjónusta eru samþætt í órofa heild. Með uppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar aðgreinir Sjálf- stæðisflokkurinn sig enn frekar frá vinstri flokkunum sem í orði berjast fyrir öflugu heilbrigðiskerfi en á borði eru önnur og léttvægari verk- efni tekin framyfir. Ríkisstjórnin sem kenndi sig við norræna velferð skar niður í heilbrigðismálum. Framlögin voru tæpum 14 millj- örðum króna lægri árið 2011 en 2009 (á föstu verðlagi 2013, samkvæmt Hagstofunni). Þetta jafngildir að all- ar heilbrigðisstofnanir á Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi hefðu verið lagðar niður. Ekki verður um það deilt að víða vantar fjármuni í heilbrigðisþjón- ustuna, ekki síst þjónustu við eldri borgara. En varla getur nokkur farið í grafgötur með að fjármunum er einnig sóað. Uppbygging heilbrigð- isþjónustunnar felst því ekki aðeins í auknum fjárveitingum (réttri for- gangsröðun í ríkisfjármálum) heldur ekki síður í að koma í veg fyrir sóun – nýta fjármunina betur og beina peningum í arðbæran farveg. Grunnstoðin mætir afgangi Grunnstoð heilbrigðiskerfisins er heilsugæslan. Þrátt fyrir það er engu líkara en að heilsugæslan og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, sé eins konar afgangsstæð. Þúsundir – jafn- vel tugþúsundir (áreiðanlegar tölur virðast ekki liggja fyrir) – eru án heimilislæknis. Þúsundir þurfa að bíða dögum saman eftir að komast til síns heimilislæknis. Á endanum leit- ar fólk aðstoðar á sjúkrahúsum – dýrasta úrræðið er það eina sem er í boði. Enginn veit hversu miklum fjár- munum er sóað með þessum hætti né hversu mikið árlegt þjóðhagslegt tap er vegna vanlíðunar og veikinda sem heimilislæknir gæti ráðið bót á með einföldum hætti. Heilsugæslan þarf ekki aðeins aukið fjármagn heldur róttæka upp- stokkun kerfisins. Við höfum góða reynslu af því að semja við einkaaðila um rekstur heilsugæslustöðva. Jón Kristjánsson, fyrrverandi þingmað- ur Framsóknarflokksins og heil- brigðisráðherra, hafði forgöngu um einkarekstur í Salahverfinu í Kópa- vogi. Niðurstaðan: Hagstæðari rekstur, betri þjónusta og meiri ánægja íbúanna. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra hefur ákveðið að bjóða út rekstur a.m.k. tveggja heilsugæslu- stöðva á næstu mánuðum. Með því verður stigið mikilvægt skref í upp- byggingu heilsugæslunnar, betri nýtingu fjármuna og bættri þjón- ustu. Annað mikilvægt skref til að styrkja undirstöðurnar er að gera heimilislæknum mögulegt að starfa sjálfstætt – að verða sínir eigin herr- ar með sama hætti og aðrir sérfræð- ingar. Einstök og arðbær fjárfesting Barátta við lífsstílstengda sjúk- dóma hefur í mörgu setið á hak- anum. Með því að beina fjármagni í réttan farveg er hægt að spara gríð- arlegar fjárhæðir til lengri tíma, jafnt í lyfjum sem í þjónustu heil- brigðisstofnana, að ekki sé minnst á aukin lífsgæði einstaklinganna. Þannig gæti ríkið sparað hundruð milljóna króna á hverju einasta ári um ókomna tíð ef hægt er að fækka þeim sem berjast við áunna sykur- sýki um 10%. Helmingi meiri árang- ur skilar árlega milljörðum. Þetta er hægt með því setja brot af því sem sparast í baráttuna við lífsstíls- tengda sjúkdóma. Með öðrum orðum: Fjárfesting í forvörnum og baráttu við lífsstíls- tengda sjúkdóma er ein arðbærasta fjárfesting sem við getum ráðist í sameiginlega, skiptir engu hvaða mælikvarðar eru notaðir; fjár- hagsleg arðsemi ríkissjóðs, þjóð- arhagslegur sparnaður eða aukin lífsgæði einstaklinganna. Við getum hætt að spara aurana og kasta krónunum á fleiri sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Með fjölg- un hjúkrunarrýma og stóraukinni heimaþjónustu við aldraða, sparast verulegir fjármunir. Vegna skorts á hjúkrunarrýmum þurfa margir aldr- aðir að dvelja um lengri eða skemmri tíma á sjúkrahúsum, þar sem dag- urinn kostar 5-6 sinnum meira en hjúkrunarheimili. Gjörbreytt fjármögnun Kjaradeilur heilbrigðisstarfs- manna hafa því miður fært um- ræðuna um skipulag heilbrigðismála í gamlan farveg. Fyrst komu læknar með kaupkröfur, síðan geislafræð- ingar, lífeindafræðingar og loks hjúkrunarfræðingar. Harðar og langdregnar kjaradeilur hafa veikt þá viðspyrnu sem náðist síðari hluta ársins 2013 með auknum fjármunum í heilbrigðiskerfið enda þjóðar- sjúkrahúsið illa starfhæft vegna kjaradeilna. Í skugga fjölda uppsagna fer lítið fyrir umræðunni um verkfallsrétt heilbrigðisstarfsmanna. Í grein hér í Morgunblaðinu í maí síðastliðnum hélt undirritaður því fram að ekkert þjóðfélag geti látið bjóða sér að starfsemi heilbrigðiskerfisins sé lömuð meira eða minna með verk- fallsaðgerðum. Fráleitt sé að hægt sé að leysa kjaradeilu starfsmanna sem sinna lífsnauðsynlegri þjónustu með verkföllum. Þess vegna verði stjórnvöld að semja við einstakar starfsstéttir um að kaupa af þeim verkfallsréttinn. En það eitt dugar ekki. Það verður að gjörbreyta fjár- mögnun þjónustunnar og þá ekki síst sjúkrahúsanna, beita forskrift og greiða fyrir unnin skilgreind verk. Með þessu verða innleiddir skyn- samlegir hvatar með aukinni fram- leiðni þar sem árangur og ávinn- ingur af þjónustunni er mældur. Þetta þýðir að fjárveitingavaldið – Alþingi – verður að hverfa af braut fastra fjárlaga til sjúkrahúsa. Í ein- faldri mynd er hægt að segja að fé fylgi sjúklingi. Hér skal fullyrt að breytingar af þessu tagi þjóna jafnt hagsmunum starfsmanna heilbrigðiskerfisins sem sjúklinga. Allir verða betur sett- ir. Réttlætismál Péturs Blöndal Verkefnin eru fjölmörg og eitt stærsta réttlætismálið er að innleiða greiðsluþátttökukerfi í heilbrigð- isþjónustu, ekki ósvipað og gert hef- ur verið í lyfjum. Með því er komið í veg fyrir mikla fjárhagslega erf- iðleika og jafnvel gjaldþrot ein- staklinga sem glíma við langvarandi veikindi. Með greiðsluþátttökukerf- inu er sett þak á þann kostnað sem einstaklingur eða fjölskyldur þurfa að bera þegar veikindi ber að garði. Pétur heitinn Blöndal barðist lengi og ötullega fyrir greiðsluþátt- tökukerfi og markaði stefnuna. Þar réð réttlæti og réttsýni hans för. Það væri við hæfi að Sjálfstæðisflokk- urinn heiðraði minningu baráttu- og hugsjónamannsins með því að inn- leiða tryggingakerfi af þessu tagi á komandi árum. Eftir Óla Björn Kárason »Mikilvægasta kosn- ingamálið verður heilbrigðiskerfið, fjár- mögnun þess, skipulag og hvernig við sameig- inlega tryggjum bestu mögulegu heilbrigð- isþjónustu Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Kosningamálið 2017: Heilbrigðiskerfið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.