Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 20

Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 ✝ Guðrún B.Kolbeins fædd- ist í Víðigerði í Reykholtsdal þann 22. júlí 1946. Hún lést á heimili sínu í Kallinge í Sví- þjóð 12. júlí 2015 eftir langa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Foreldrar Guð- rúnar voru Bene- dikt Guðlaugsson, garð- yrkjubóndi, fæddur 1. desember 1905 og Petra Krist- ine Guðlaugsson, fædd Olsen 28. september 1912. Systkini Guðrúnar eru Gunnar fæddur 1938, Kristján fæddur 1942 og Kristín fædd 1952. Þann 16. mars 1968 gift- ist Guðrún eftirlifandi eigin- manni sínum, Hannesi B. Kol- beins, fæddum 29. september 1931. Börn þeirra eru: Kristine hóf störf í Hreðavatnsskála. Síðar flutti hún til Reykjavíkur og starfaði þar við ýmis þjón- ustu- og verslunarstörf, lengst af í apóteki. Hannes og Guð- rún hófu búskap í Reykjavík 1968. Í byrjun árs 1969 fluttu þau til Svíþjóðar en fluttu til baka til Íslands í lok árs 1970. Bjuggu þau í Reykjavík, lengst af í Breiðholti, allt til ársins 2006 er þau fluttu aftur til Sví- þjóðar og búsettu sig í Kall- inge. Guðrún var mjög virk í félagsstörfum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún starfaði mik- ið fyrir SÍBS og Astma- og of- næmisfélagið. Í Svíþjóð sat hún í stjórn Astma-och allergi- föreningen í Ronneby og í stjórn Föreningen Victoria i Blekinge län (félag kvenna með brjóstakrabbamein og að- standenda þeirra). Þegar Guð- rún hafði búið í eitt ár í Sví- þjóð veiktist hún af brjósta- krabbameini sem hún barðist hetjulega við í átta ár. Guðrún verður jarðsungin frá Heliga Kors kyrka í Ron- neby 22. júlí 2015 kl. 10.30. Minningarathöfn fer fram á Ís- landi síðar á árinu. Benedikta, fædd 28. júlí 1969, dótt- ir hennar er Sig- urdís Hildur, fædd 1997. Jóhanna Rósa, fædd 3. febr- úar 1971, börn hennar eru Hann- es Ragnar, fæddur 1992, Petra Íris, fædd 1996, Sævar Örn, fæddur 2000 og Dagbjört Hanna, fædd 2008. Guðrún Hildur, fædd 19. nóvember 1978, börn hennar eru Eva María, fædd 2004, Helga Guð- rún, fædd 2006 og Jóhann Bjarni, fæddur 2014. Sambýlis- maður hennar er Atli Már Guðjónsson. Hannes átti börn fyrir, tók Guðrún þeim ávallt sem sínum eigin og eru barna- börnin samtals orðin 22. Guðrún flutti ung að heim- an, aðeins 16 ára gömul, og Okkar yndislega móðir og amma, Guðrún B. Kolbeins, er látin eftir áralangt stríð við krabbamein. Óvætturinn hafði betur að lokum, þrátt fyrir hetju- lega baráttu og vonin um að hægt væri að halda honum í skefjum dó aldrei fyrr en hún lokaði augun- um í hinsta sinn. Hún var sann- kölluð hetja, hún var duglegri og sterkari en hægt er að ímynda sér og tók veikindum sínum með sannkölluðu æðruleysi. Þrátt fyr- ir ítrekuð áföll stóð hún alltaf upp jafnvel sterkari en áður og hélt sínu striki. Hún lifði lífinu til fulls og slakaði í engu á kröfum til sjálfrar sín þrátt fyrir veikindin. Alltaf svo glæsileg, bjartsýn, glaðlynd og góð og heimilið alltaf óaðfinnanlegt. Alltaf var gott að koma í Hamrabergið og vel tekið á móti okkur og ekki síður í okkar fjöl- mörgu heimsóknum á Branta- forsvägen eftir að þau fluttu til Svíþjóðar. Alltaf bar hún hag okkar allra fyrir brjósti og barnabörnunum þótti alveg sér- lega vænt um hana. Hún gerði mjög ákveðnar kröfur til þeirra varðandi góða hegðun og um- gengni og hafði alveg sérstakt lag á að fá börnin til að hlýða með glöðu geði. Orðin „amma myndi nú aldrei leyfa þér að gera þetta“ heyrast oft þegar barnabörnin eru að ala hvert annað upp og yf- irleitt fylgir blítt bros hjá þeim sem segir þetta. Hún var sérlega ósérhlífin og dugleg bæði til vinnu og á heimilinu sem bar fal- legt vitni um natni hennar í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Þau hjónin voru mjög samhent og félagslynd og áttu stóran hóp vina og kunningja, enda unnu þau mikið og óeigingjarnt starf bæði saman og sitt í hvoru lagi, í þágu ýmissa félaga og samtaka. Henn- ar verður sárt saknað af mörgum og auðvitað mest af eiginmanni sínum sem hefur ekki einungis misst maka sinn, heldur líka sálu- félaga sinn og besta vin. Sporin okkar til Svíþjóðar eru þung í þetta sinn, þegar við fylgj- um henni síðasta spölinn. Kveðju- orðin hennar í heimsókn okkar um páskana voru á þá lund að vonandi myndum við hittast í sumar. Því miður rættist sú ósk ekki, en við munum alltaf minn- ast hennar með þakklæti og kær- leika. Minning þín lifir. Arnhildur Ásdís Kolbeins, Ásgeir Bjarni Ingvarsson, Kristófer Guðni Kolbeins, Ólafur Breiðfjörð Þór- arinsson. Mig langar að minnast elsku mömmu minnar í nokkrum línum. Mamma kvaddi þennan heim eft- ir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Hún barðist hetjulega með pabba sem klett sér við hlið. Þeg- ar ég minnist mömmu er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt yndislega mömmu. Þakk- læti fyrir lífsviðhorfin sem mamma kenndi mér. Hún sá allt- af eitthvað jákvætt í stöðunni og vandamálin voru bara verkefni sem skyldu leysast. Þakklæti fyr- ir að mamma var yndisleg amma sem börnin mín elska svo mikið. Þakklæti fyrir að mamma var alltaf til staðar fyrir mig. Þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar. Fyrir níu árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að mamma og pabbi fluttu til Svíþjóðar og bú- settu sig nálægt mér. Það hafa verið mikil forréttindi fyrir mig og börnin mín. Samgangur hefur ætíð verið mikill. Alltaf voru krakkarnir velkomnir að kíkja í heimsókn, hvort heldur sem var bara að gamni eða ef það vantaði pössun. Þau komu oft við bara til að komast í smá ömmu og afa dekur. Ég minnist allra góðu stundanna okkar saman. Allir bíl- túrarnir. Já eða bara þegar þið kíktuð í heimsókn sem var mjög oft. Stundum enduðu heimsókn- irnar með að við borðuðum sam- an sem mér fannst alltaf svo nota- legt. Oft hringdi mamma bara af því að hún var að baka og vissi að ég var á leiðinni heim úr vinnunni. Síðustu mánuði var mamma svo dugleg að gera hluti sem hana langaði til. Ég held hún hafi verið meðvituð um að tíminn væri orðinn knappur. Við fórum í óteljandi bíltúra, bæði stutta og langa. Allt eftir því hvað mömmu langaði til og treystir sér til hverju sinni. Í vor þegar mamma var í geislameðferð notuðum við oft bíltúrinn til að gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni. Oftar en ekki fórum við á kaffihús á eftir. Mamma var mjög félagslynd kona og alltaf til í að koma með og hitta fólk, hvert svo sem tilefnið var. Hún vildi alltaf allt fyrir alla gera. Það lýsir mömmu vel að þegar dóttir mín varð stúdent í júní síðastliðnum hafði mamma á orði að hún yrði nú að hjálpa eitt- hvað til þrátt fyrir að vera orðin mjög veik. Mamma naut sín í veislunni. Eftir veisluna ræddum við hvað það hefði verið gaman. Við ræddum einnig brúðkaup sem við vorum við í maí. Svo velt- um við því fyrir okkur hvaða veisla yrði í júlí. Afmælisveisla fyrir mömmu var svarið. Núna verður það þannig en því miður í formi erfidrykkju. Söknuðurinn er mikill. Af hverju þurfti mamma mín að fara svona snemma? Af hverju máttu börnin mín ekki hafa elsku ömmu sína aðeins lengur? Af hverju? Ég er svo þakklát fyrir allar góðu minningarnar. Ég ætla að nota mömmu aðferð í sorginni og hugsa eins jákvætt og hægt er undir þessum kringumstæðum. Það hefði getað verið verra, sagði mamma svo oft. Í staðinn fyrir að einblína á spurninguna „af hverju?“ ætla ég að hugsa um tímann sem við áttum saman. Svo er elsku pabbi enn til staðar og hann er mér mikils virði. Ég og börnin mín komum ávallt til með að sakna mömmu mikið og tóma- rúmið eftir hana verður aldrei fyllt en minningin lifir. Takk fyrir allt og hvíl í friði, elsku mamma mín. Jóhanna Rósa. 22. júlí hefur alltaf verið skemmtilegur dagur því að þá átti amma afmæli. Amma bakaði alltaf eitthvað gott til að hafa með kaffinu. Eins og hún sagði: „Betra að eiga eitthvað til ef eitt- hver kemur“. En í dag, á 69 ára afmælisdaginn hennar, leggjum við ömmu til hinstu hvílu. Amma lést á heimili sínu í Kall- inge í Svíþjóð eftir löng og erfið veikindi. Það var hennar ósk að vera heima með afa hjá sér. Ömmu varð að ósk sinni og héld- ust þau afi í hendur þegar amma lokaði augunum í síðasta sinn. Alltaf þegar eitthvað bjátaði á var hægt að leita til ömmu. Hún gat ráðlagt manni eða huggað ef á þurfti að halda. Amma talaði oft um, og hló að, einu skipti sem ég hringdi í hana. Þá var ég ca. fjög- urra ára og bjó á Fjóni í Dan- mörku og amma bjó á Íslandi. Ég byrjaði símtalið á því að segja, með grátstafinn í kverkunum, að afi væri dauður. Það tók ömmu smá stund að fatta hvað ég var að tala um, en ég átti litlar finkur sem hétu amma og afi. Amma elskaði blóm og var garðurinn hennar, bæði á Íslandi og síðar í Svíþjóð, með þeim fal- legri í hverfinu. Eitt sinn er amma og afi komu í heimsókn til Guðrún B. Kolbeins ✝ Hulda Ingv-arsdóttir fædd- ist á Stafholts- veggjum í Staf- holtstungum 31. janúar 1923. Hún lést á dvalarheim- ilinu Grund 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar Huldu voru Sigríður Veronika Þor- bjarnardóttir, f. 4. febr. 1900, d. 14. okt. 1949, frá Efranesi, Stafholtstungum og Ingvar Eggertsson, f. 2. júní 1896, d. 14. okt. 1931, frá Háv- arsstöðum í Leirársveit. Hinn 26. maí 1951 giftist Hulda Arnóri Þorkelssyni frá Arnórs- stöðum á Jökuldal, f. 26. maí 1921, d. 9. feb. 2005. Foreldrar hans voru hjónin Bergþóra Benedikta Bergsdóttir, f. 8. júní 1885, d. 7. apríl 1978, frá Hjarðarhaga á Jökuldal og dóttur, f. 1. des. 2013. Eigin- maður Sigríðar er Svavar Þórhallsson, f. 11. jan. 1951. Börn þeirra eru Hulda Lóa, f. 12. mars 1973 og Kristín Svava, f. 5. jan. 1977. Hulda Lóa og Ari Vésteinsson, f. 5. feb. 1972, eiga tvær dætur, Álf- rúnu, f. 18. mars 2004 og Unni, f. 25. júlí 2006. Kristín Svava og Steffen Overaa, f. 21. júlí 1980, sonur þeirra er Bjartur Emil Leon, f. 21. júlí 2004. Hulda lærði kjólasaum hjá saumastofunni Gullfossi í Reykjavík og vann þar við saumaskap í mörg ár. Árið 1965 settu Hulda og Birna, bróðurdóttir Arnórs, upp saumastofu í litlu herbergi í Skipasundinu í Reykjavík en í því húsi bjó Hulda í 60 ár. Hulda var iðin við allar hann- yrðir og prjónaði mikið fyrir fólk og vann hjá Uppsetn- ingabúðinni við að setja upp púða í 20 ár. Síðasta ár ævi sinnar dvaldi Hulda á Dvalar- heimilinu Grund. Útför Huldu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, mið- vikudaginn 22. júlí 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Þorkell Jónsson, f. 1. júní 1877, d. 6. des. 1922, frá Fjallseli í Fellum. Börn Huldu og Arnórs eru Ingþór, f. 31. okt. 1950 og Sigríður, f. 4. febr. 1953. Eiginkona Ingþórs er Guðný Sigurbjörnsdóttir, f. 1. júní 1948. Börn þeirra eru Sigurbjörn, f. 1. sept. 1968, Jens, f. 2. júlí 1970, Hjördís Lóa, f. 31. des. 1974, Arnór, f. 15. apríl 1977 og Íris, f. 10. apríl 1982. Sigurbjörn á tvo syni, Gunnar Alexander, f. 19. sept. 1992 og Aron Ívar, f. 30. júlí 1996. Hjördís Lóa og Eirík- ur Þór Vattnes Jónasson, f. 20. maí 1971, eiga tvö börn, Óliver Frey, f. 31. okt. 2004, og Emmu Lóu, f. 21. nóv. 2007. Ír- is á dótturina Ronju Líf Ævars- Nú er gott að setjast niður með kertaljós og mynd fyrir framan sig af elskulegri móður sinni og minnast þess hve góðar stundir við áttum saman. Mamma var rólynd kona, hand- lagin, vandvirk og hörkudugleg. Það lék allt í höndunum á henni enda lærð saumakona. Hún saumaði og prjónaði mikið á okk- ur systkinin þegar við vorum lítil og saumaði og prjónaði á marga í fjölskyldunni. Það kunnu allir vel að meta það. Hún hafði mjög gaman af allri handavinnu og sat aldrei auðum höndum. Hún sótti ótalmörg námskeið eins og að læra á prjónavél, bútasaum og margt fleira. Ég var tíu ára þeg- ar mamma fékk prjónavél í bingó og voru ófáar flíkurnar sem komu úr þeirri vél. Ég var alltaf í prjónuðum peysum og húfu í stíl og svo voru saumaðar stretsbux- ur í öllum litum, mér fannst ég alltaf svo fín. Fyrsta keypta flík- in sem ég eignaðist var ferming- arkápan, mamma saumaði svo fermingarkjólinn upp úr gömlum kjól af sér. Mamma var mjög dugleg að nýta gömul föt og sauma upp úr þeim og ef sá eitt- hvað á fötunum þá notaði hún þau bara á röngunni og allt varð eins og nýtt. Ég fylgdist mjög vel með öllu því sem mamma tók sér fyrir hendur og lærði mikið af henni. Hún vann heima við saumaskap og var hún því ætíð til staðar fyrir okkur systkinin og nutum við góðs af því. Þegar Ing- þór bróðir keypti sér Saab-bif- reið ákvað hann að láta yfir- dekkja toppinn af bílnum með vínrauðu leðurlíki. Það var smá eftir af efninu svo Ingþóri datt í hug að biðja mömmu að prjóna á sig peysu og nýta restina í boð- unga á peysuna. Þetta var mjög töff, enda ekki allir sem áttu peysu í stíl við bílinn sinn. Þegar Ingþór og Guðný giftu sig saum- aði mamma brúðarkjólinn með slóða og öllu tilheyrandi, mér fannst hann svo flottur að ég gifti mig í honum líka. Mamma og pabbi bjuggu lengst af í Skipa- sundi 87 eða í 60 ár. Þau fóru að læra samkvæmisdansa hjá Heiðari og höfðu mjög gaman af því. Þegar þau komu heim af æf- ingu þá sýndu þau okkur systk- inunum sporin. Við höfðum gam- an af og hlógum dátt. Í veikindum pabba í gegnum árin var svo aðdáunarvert að fylgjast með hversu vel hún hugsaði um pabba. Guðný mágkona mín átti einnig við veikindi að stríða og var mamma henni afar hjálpleg. Veit ég að Guðný er ævinlega þakklát fyrir það. Mamma hafði gaman af því að spila félagsvist og stundaði það reglulega. Hún hafði einnig mjög gaman af ætt- fræði og las mikið. Hún var alla tíð mjög hraust en á síðustu árum ævi hennar fór sjónin mjög að daprast. Það var erfitt fyrir hana að geta hvorki lesið né unnið neina handavinnu. Mamma fór svo 91 árs gömul á dvalarheimilið Grund og dvaldi þar síðasta ár ævi sinnar. Ég á mömmu mikið að þakka fyrir allt sem hún kenndi mér og hún var alltaf tilbúin að passa börnin fyr- ir okkur Svavar. Hún var mjög barngóð og barnabörnin sóttu mikið í hana. Við mamma vorum mjög samrýmdar og á ég eftir að sakna hennar mikið. Ég veit að hennar verður sárt saknað innan fjölskyldunnar. Nú er hún mamma á leiðinni að hitta pabba og allt sitt fólk. Með kærri þökk fyrir allt, elsku mamma mín. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Sigríður Arnórsdóttir (Sigga). Hún elsku Hulda amma mín, flottari fyrirmynd og nægju- samari manneskju er erfitt að finna í dag. Mikið er ég þakklát Hulda Ingvarsdóttir HINSTA KVEÐJA Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Ingþór Arnórsson og Guðný Sigurbjörnsdóttir. Okkar ástkæri, SIGURÐUR JÓHANN HELGASON, Birkihæð 6, Garðabæ, lést mánudaginn 20. júlí. . Birna Benjamínsdóttir, María Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir, Maríus Ólafsson, Jóhann Þór Sigurðsson, Júlíana Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og systir, ÁSTRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ása, lést á heimili okkar í Mexíkóborg sunnudaginn 28. júní. Minningarathöfn verður haldin í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 14.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga, Hátúni 10b. Fyrir hönd ömmu- og langömmubarna okkar, . Ingvar Emilsson, Kristján Ingvarsson, Guðrún Ólafsdóttir, Tryggvi Ingvarsson, Mary Malloy, Elín Ingvarsdóttir Emilsson, Luis Gómez Sanches, Gylfi Guðmundsson, Ása H. Hjartardóttir, Gerður G. Bjarklind, Sveinn Bjarklind. www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ragnar s: 772 0800 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.