Morgunblaðið - 22.07.2015, Side 21
okkar mömmu þegar ég var lítil,
var amma að hjálpa mér við að
planta blómum í ker. Moldarpok-
inn var opinn og hafði staðið úti
um nóttina. Þegar amma ætlar að
taka mold úr pokanum öskrar
hún þannig að allt hverfið heyrði í
henni. Ástæðan var sú að stór
froskur hafði komið sér fyrir í
pokanum og auðvitað hoppaði
hann upp á móti ömmu þegar hún
truflaði hann. Amma hló oft að
þessu atviki.
Amma var alltaf tilbúin að að-
stoða alla og hjálpa ef á þurfti að
halda. Allir voru jafnir í hennar
augum. Við barnabörnin gátum
alltaf leitað til ömmu því amma
var einstök kona sem gat allt.
Manni leið alltaf betur þegar
maður var búin að tala við ömmu.
Hún var réttlát kona og gat
skammað okkur ef á þurfti að
halda. En hún sýndi samtímis að
hún elskaði okkur.
Elsku amma, ég og mamma
munum sakna þín óendanlega
mikið. Hvíl í friði.
Sigurdís Hildur.
Hún Guðrún systir okkar er
farin frá okkur, undarleg tilhugs-
un, þrátt fyrir að öll værum við
þess meðvituð að krabbameinið
sem hún barðist svo lengi og
hetjulega við myndi ekki sleppa
af henni tökum.
Við munum alltaf minnast
Guðrúnar sem hinnar alltaf vinn-
andi og hjálpsömu manneskju.
Heima í Víðigerði fór hún
snemma að vinna við allt sem
þurfti, jafnvel eftir skólatíma á
veturna. Þegar hún var fimmtán
ára fór hún suður, í vist sem svo
var kallað, hjá frændfólki í
Reykjavík. Þar með var hún farin
úr foreldrahúsum og starfaði m.a.
í Hreðavatnsskála um tíma, en
eftir það í Reykjavík. Hún giftist
ung Hannesi Kolbeins og stofn-
uðu þau heimili í Reykjavík og
eignuðust saman dæturnar þrjár.
Guðrún lagði metnað sinn í að allt
heimilishald væri í föstum skorð-
um, allt væri hreint og fágað og
nokkuð er víst að ekki var alltaf
gengið snemma til náða þótt
vinna utan heimilisins biði að
morgni. Það var gestkvæmt á
heimili þeirra hjóna, og oft voru
fjölskyldur beggja kallaðar sam-
an til veislu og þótti þá ekki til-
tökumál þótt nota þyrfti kvöld og
jafnvel nætur til undirbúnings,
eftir að hafa verið í vinnu allan
daginn. Við minnumst líka alltaf
með hlýju hve Guðrún var nær-
gætin og hjálpsöm við foreldra
okkar eftir að þau fluttust til
Reykjavíkur og þá ekki síst eftir
að pabbi var orðinn einn. Guðrún
vann í um aldarfjórðung í ýmsum
lyfjabúðum á höfuðborgarsvæð-
inu, en árið 2006 fluttu þau hjónin
til Svíþjóðar, keyptu hús í Kall-
inge í Blekinge-léni og bjuggu sér
þar fallegt og hlýlegt heimili. Hér
var gestkvæmt líka, ekki síður en
verið hafði á Íslandi og var gest-
risnin í hávegum höfð, meðan
kraftar Guðrúnar leyfðu. Við sinn
nýja bústað hafði Guðrún stóran
garð og hér var veðurfarið ögn
betra en í Breiðholtinu enda fór
Guðrún á kostum við garðrækt-
ina, hér gat hún látið allt
blómstra og hér skyldi ævikvöld-
inu eytt. Eftir aðeins eitt ár í Sví-
þjóð greindist Guðrún með
krabbamein, hún lést á heimili
sínu þann 12. júlí sl.
Með söknuði og góðum minn-
ingum kveðjum við Guðrúnu
systur okkar.
Samúðarkveðjur til Hannesar
og dætranna þriggja og allra af-
komenda þeirra.
Kirstín, Kristján og Gunnar.
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu B. Kolbeins bíða
birtingar og munu birtast á
næstu dögum.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
✝ Henry Skovga-ard Jacobsen
fæddist 15. febrúar
árið 1919 í Fredrik-
sund á Sjálandi í
Danmörku. Hann
lést 11. júlí 2015 á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi.
Foreldrar hans
voru hjónin Peder
Kristian Skovgaard
Jacobsen og Laura Margrete
Skovgaard Jacobsen fædd Karl-
sen. Þau eignuðust 5 börn sem
nú eru öll látin. Eftirlifandi
kona Henrys er Inger Jacobsen,
fædd í Sölleröd á Sjálandi 9.
sept. 1923. Eignuðust þau tvö
börn. Birthe fædda 1941 og
Aase fædda 1948. Barnabörnin
eru fimm, barnabarnabörnin
1947 til að ljúka herþjónustu.
Fór hann að henni lokinni að
vinna hjá Kildedyb mejeri í
Kolding. Þegar hann vann þar
kynntist hann konu sinni Inger
og áttu þau farsælt hjónaband í
65 ár. En Henry gleymdist ekki.
Árið 1956 var hann fenginn aft-
ur til MBF til þess að gangsetja
ný þurrmjólkurtæki sem verið
var að setja upp hjá MBF. Þeim
hjónum líkaði svo vel á Íslandi
að þau ákváðu að setjast hér al-
farið að. Unnu þau bæði alla
sína starfstíð hjá MBF. Þ.e.a.s.
til ársloka 1989. Henry var mik-
ill áhugamaður um stangveiði
og var m.a. umsjónarmaður fé-
lagsins í Hlíðarvatni til fjölda
ára. Var hann gerður að heið-
ursfélaga í Stangveiðifélagi Sel-
foss. Henry var einnig mikill
Lions-maður og var hann gerð-
ur að Melvin Jones félaga.
Henry gekk í Frímúrararegluna
1981 og var frá fyrsta degi mik-
ill áhugamaður um starfið þar.
Útför hans fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, miðvikudaginn
22. júlí 2015, kl. 13.30.
átta og eitt barna-
barnabarnabarn.
Ungur fór Henry til
náms í mjólkur-
fræði á Korskilde
mejeri á Mið-
jótlandi og útskrif-
aðist sem mjólk-
urfræðingur frá
Odense mejeriskole
eftir fjögurra ára
nám. Hann ákvað
stuttu síðar að
koma til Íslands og hóf hann
vinnu hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna. Átti það aðeins að vera í
eitt ár. En stríðið varð þess
valdandi að heimförinni seink-
aði um nokkur ár. Vann hann þá
áfram hjá MBF en einnig vann
hann um eins árs skeið við bygg-
ingu Skeiðfossvirkjunar. Henry
fór aftur til Danmerkur árið
Það var fallegur sumardagur
þann 11. júlí, undirritaður rétt
kominn í bæinn eftir nokkurra
daga fjarveru, vissi að Henry
hafði verið lagður inn á sjúkra-
hús fyrir stuttu. Fæ þá eitthvert
hugboð um að ég þurfi að fara í
heimsókn og ákveð að drífa mig
upp á sjúkrahús. Kom því miður
of seint því þá hafði Henry kvatt
þetta líf örfáum mínútum áður.
Þar með kvaddi síðasti danski
mjólkurfræðingurinn okkur eftir
langt og farsælt líf.
Í minningunni hef ég þekkt
þennan öðling alla tíð. Henry var
í hópi danskra mjólkurfræðinga
sem komu til þess að vinna í
Mjólkurbúi Flóamanna og fluttu
þeir með sér nýja menningu í
bæinn og settu skemmtilegan
svip á mannlífið. Undirritaður
vann með Henry í MBF í áratugi
og segja má að hann hafi verið
minn mentor, fylgdist vel með
mér í námi mínu í Danmörku og
þau hjón heimsóttu mig til Ro-
senkilde mejeri i Faxe er ég var
þar í starfsnámi, aldrei bar
skugga á það samstarf.
Henry kom fyrst einn til Ís-
lands árið 1939 til vinnu í mjólk-
urbúinu. Hann fór síðan aftur til
Danmerkur 1947 og sinnti þar
herþjónustu. Kom svo aftur til
Selfoss 1956 var þá með Inger
með og dæturnar tvær. Mér er
minnisstætt að ég sá einhvern
mann vera farinn að grafa skurð
á túninu heima. Já, pabbi vissi að
þetta væri Dani sem ætlaði að
byggja þarna. Þarna var Henry
byrjaður á húsgrunninum sem
hann handgróf. Þannig hófust
strax kynnin þó þau hafi ekki
verið náin í fyrstu enda talsverð-
ur aldursmunur á okkur, und-
irritaður þá barn og unglingur
en þau „fullorðið fólk“. Allt sem
sneri að þeim hjónum var til fyr-
irmyndar. Öllu haldið vel við alla
tíð þar til þau þurftu að færa sig
um set þegar aldurinn færðist
yfir og orðið þeim ofviða að sinna
stóru húsi og garði.
Henry tók virkan þátt í fé-
lagslífi bæjarins, stundaði stang-
veiði í Ölfusá með löndum sínum
sem innleiddu það „sport“ í bæ-
inn og varð seinna meðlimur í
Stangaveiðifélagi Selfoss og
heiðursfélagi þess. Félagi í
Lionshreyfingunni og hlaut hann
þar æðstu viðurkenningu, en það
var í frímúrahreyfingunni sem
okkar leiðir lágu aðallega saman
síðustu árin, en þar var Henry
virkur félagi, og áttum við þar
margar ánægjustundir.
Henry fékk iðulega sendan
ost frá Danmörku og var það oft-
ast „Gamle Ole“ en af þeim osti
getur verið nokkuð sterk lykt.
Var þá oftar en ekki hringt frá
pósthúsinu og honum tilkynnt að
hann ætti sendingu á útitröppum
pósthússins. Seinni árin var
hann vanur að byrja daginn á
einum „Gammel dansk“. Hafði
hann tröllatrú á þeim miði. Hans
lífseleksír. E.t.v. virkaði hann
því Henry var á 97. aldursárinu
þegar hann kvaddi þennan heim.
Hann var afar samviskusamur
og heiðarlegur maður, sannur
„gentleman“. Vann öll sín störf
af mikilli trúmennsku bæði á sín-
um vinnustað og í þeim félögum
sem hann starfaði í. Ég vil að
lokum þakka Henry fyrir sam-
fylgdina. Ég tel mig lánsaman að
hafa fengið að kynnast honum
bæði í leik og starfi.
Við hjónin færum Inger og
dætrunum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Eiríksson.
Sæll Inga mín! Svona ávarp-
aði Henry vinur okkar mig
gjarnan í gegnum árin þegar
hann heilsaði mér. Mér fannst
þetta alltaf jafn vinalegt. Hann
var danskur og ekki auðvelt að
hafa íslenskuna fullkomna hvað
beygingar og annað varðar. Nú
hefur hann kvatt okkur þessi
öðlingsmaður, 96 ára að aldri.
Hann dvaldi á Íslandi einhver ár
á milli 1940 og 1950 og kom svo
aftur 1957 með konu sinni Inger
og tveimur dætrum, þeim Birthe
og Åse, og hefur búið hér síðan.
Við Åse erum jafnaldra og skóla-
félagar og höfum verið vinkonur
frá 9 ára aldri. Henry og Inger
byggðu sér hús við Víðivelli eins
og foreldrar mínir svo samgang-
urinn var mikill og stutt að fara
á milli fyrir okkur vinkonurnar.
Henry var mjólkurfræðingur
og vann í Mjólkurbúi Flóamanna
allan sinn starfstíma hér, og í
mörg ár sem verkstjóri. Hann
hafði mikinn og einlægan áhuga
á starfi sínu, var samviskusamur
og vann af miklum heilindum
fyrir fyrirtækið. En þannig var
Henry. Hann sýndi öllu sem
hann tók sér fyrir hendur mikinn
áhuga. Hann hafði mikinn áhuga
á garðrækt og bar garður þeirra
hjóna þess gott vitni, þar sem
hekkið var þráðbeint klippt og
blómaskrúðið mikið og fallegt.
Gjarnan sáði hann blómafræjum
sem hann kom með frá Dan-
mörku og ekki voru fáanleg hér
á þeim tíma. Henry var fé-
lagslyndur maður og var félagi í
Lionshreyfingunni og síðar Frí-
múrarareglunni. Hann hafði
áhuga á veiði og var lengi í
stjórn Stangaveiðifélags Selfoss
og var gerður að heiðursfélaga
þar. Hann var einnig frímerkja-
safnari um langt árabil, og alltaf
gaf hann sig allan í það sem
hann tók sér fyrir hendur, gerði
það eins vel og hægt var og var
fullur af áhuga. Hann var mikið
snyrtimenni og voru þeir heppn-
ir sem fengu bílana hans þegar
kom að því að hann skipti, þar
sem þeir voru svo vel með farnir
og alltaf eins og nýir. Þau hjónin
nutu þess að aka um Ísland á
góðum bíl, en þau fóru líka mikið
til útlanda og þá með viðkomu í
Danmörku sem þau eðlilega
elskuðu, enda dæturnar og allt
þeirra fólk búsett þar. Margar
góðar minningar koma upp í
hugann þegar hugsað er til baka.
Dvöl okkar Åse þegar við vorum
15 ára hjá fólki Henrys í Kaup-
mannahöfn og fólkinu hennar
Inger á Jótlandi, og ferð mín
með þeim hjónum til Danmerkur
þegar Åse og Frank giftu sig eru
minningar sem gaman er að rifja
upp. Henry og Inger hafa alltaf
haft gaman af því að nöfn okkar
hjónanna eru nánast þau sömu,
Inger og Henry og svo okkar,
Inga og Henrý. Við hjónin eigum
myndir og myndband úr brúð-
kaupinu okkar sem „nafni“ tók
og gaf okkur, en eitt af áhuga-
málum hans var að taka myndir
og gerði hann það vel eins og allt
annað. Nú er löngu og farsælu
lífi Henrys Jacobsen lokið hér á
jörðu, og við sendum Inger,
dætrunum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Kæri vinur, við Henrý kveðj-
um þig með söknuði eftir langa
og ánægjulega samferð.
Inga og Henrý.
Í dag kveðjum við heiðurs-
manninn Henry S. Jacobsen, en
hann kom til landsins um
páskana 1939 til að vinna í
Mjólkurbúi Flóamanna og ætlaði
hann að dvelja í ár.
Ferðin austur á Selfoss var
honum mjög eftirminnileg, það
var komin nótt þegar hann fór
yfir Hellisheiðina, vegurinn var
holóttur og illfær, það var farið
hægt yfir og landslagið var
framandi.
Daginn eftir var hann vakinn
kl. 6 um morguninn og hófst þá
fyrsti vinnudagurinn í MBF þar
sem hann starfaði í rúm 40 ár.
Árið 1947 flutti hann til Dan-
merkur en kom aftur með konu
sinni Inger og dætrum til lands-
ins árið 1956 að tilstuðlan Grét-
ars Símonarsonar mjólkurbús-
stjóra. Þá var verið að setja upp
mjólkurduftsverksmiðju hjá
MBF en Jacobsen þekkti þessa
nýju tækni mjög vel, þar sem
hann hafði starfað við duftfram-
leiðslu í Danmörku í nokkurn
tíma.
Á þessum árum var verið að
ljúka við byggingu á nýju mjólk-
urbúi á Selfossi og var það talið
stærsta og tæknivæddasta
mjólkurbúið á Norðurlöndum á
þeim tíma.
Það hafa verið spennandi
tímar fyrstu árin í nýja mjólk-
urbúinu, þó svo að vinnudagur-
inn hafi oft verið langur og unnið
var jöfnum höndum á laugardög-
um og sunnudögum. Jacobsen
starfaði sem verkstjóri í áratugi
hjá MBF og var hann afskaplega
vel liðinn og hafði einstakt lag á
því að skapa samstöðu meðal
starfsfólksins. Hann var næmur
í mannlegum samskiptum og góð
fyrirmynd í öllu því sem hann
tók sér fyrir hendur.
Áhugamálin voru mörg, hann
stundaði hnefaleika og kom að
stofnun hnefaleikafélags á Sel-
fossi á stríðsárunum, hafði mik-
inn áhuga á ljósmyndun og tók
fjöldann allan af myndum og
stangveiðin átti síðan hug hans
allan fram á síðasta dag.
Þau hjónin ferðuðust mikið
um landið og höfðu mikla
ánægju af. Hann var virkur í
mörgum félögum á Selfossi,
meðal annars í Lionsklúbbi Sel-
foss þar sem ég starfaði með
honum til fjölda ára. Hann setti
mark sitt á félagsstarfið með
nærveru sinni og kom að mörg-
um góðum málefnum og fékk
æðstu viðurkenningu Lions-
hreyfingarinnar, Melvin Jones.
Ætíð var létt lundin og stutt í
brosið og að blanda drykki í
mannskapinn á góðri stundu
kunni hann manna best.
Varla var hægt að finna sam-
rýmdari hjón en Jacobsen og
Inger. Að rækta garðinn sinn
með fallegum blómum og trjám
var eitthvað sem þau nutu sam-
an, en á seinni árum var garð-
urinn svalirnar þeirra, sem voru
prýddar blómum og mikið rækt-
að á litlu svæði.
Guð blessi og styrki þig Inger
og ástvini alla.
Guðmundur Geir
Gunnarsson.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Selfoss
Sólin braust fram úr skýjun-
um og baðaði Ingólfsfjall, Ölfus-
ána og fallega bæinn okkar, Sel-
foss, geislum sínum en blómin
stóðu hnípin á svölunum á Græn-
umörk 2 þegar kær Lionsfélagi
og vinur, Henry S. Jacobsen,
kvaddi þetta jarðlíf.
Henry gekk til liðs við Lions-
klúbb Selfoss 3. febrúar árið
1969. Hann varð strax félagi og
tók þátt í að móta hinn unga
Lionsklúbb á upphafsárunum.
Henry gengdi öllum helstu emb-
ættum innan klúbbsins, var m.a.
formaður og ritari og tvisvar
sinnum gjaldkeri. Henry var
ekki maður margra orða lét
frekar verkin tala en lét til sín
taka á fundum þegar honum
þótti ástæða til svo tekið var eft-
ir.
Henry var meðmælandi sjö
nýrra félaga í Lkl. Selfoss, Hann
var sæmdur æðstu viðurkenn-
ingu Lionshreyfingarinnar,
Lions Melvin Jones-viðurkenn-
ingunni, árið 1990, fyrstur félaga
í Lkl. Selfoss.
Auk fyrrgreindra starfa fyrir
Lkl. Selfoss sá Henry um árabil
um að blanda drykki sem hafðir
voru um hönd á tyllidögum
klúbbsins, svo sem á lokafundum
og í sumarferðum. Þegar hann
lét af þessu starfi færði hann
klúbbnum stílabók með öllum
uppskriftum drykkjanna og við
hvaða tilefni þeir voru notaðir,
með athugasemdum um magn og
hvernig drykkurinn hefði
smakkast.
Henry var góður sögumaður
og var fróðlegt og gaman að
heyra hann segja frá uppvext-
inum í Danmörku og upphafs-
árum sínum á Íslandi. Henry var
einnig góður ljósmyndari. Lions-
klúbburinn á margar ómetanleg-
ar perlur eftir hann, bæði ljós-
myndir og hreyfimyndir sem
Henry var búinn að klippa til og
koma í aðgengilegt form, eru
þetta ómetanlegar heimildir um
upphafsár klúbbsins.
Félagar í Lkl. Selfoss hafa átt
saman margar yndislegar stund-
ir með mökum sínum, bæði
heima og erlendis, þar létu þau
hjón, Henry og Inger, sitt ekki
eftir liggja.
Við fráfall Henry söknum við
félagar í Lkl. Selfoss góðs félaga.
Við sendum eftirlifandi eigin-
konu hans, Inger Jacobsen,
dætrum þeirra og fjölskyldum
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Henry S. Jacobsen.
Fyrir hönd Lionsklúbbs Sel-
foss,
Ólafur Sigurðsson.
Henry Skovgaard
Jacobsen
fyrir að hafa fengið að hafa hana í
lífi mínu. Ég var svo heppin að fá
að vera mikið hjá henni sem barn
og það var fátt betra en þegar hún
las fyrir mig vísur með ljúfri
röddu á kvöldin. Mér fannst ekk-
ert notalegra en að hlusta á hana
og fangaði hún athygli mína alla
mjög auðveldlega og svo sveif ég
svo blítt inn í draumalandið. Svo
voru það strætóferðirnar í bæinn
sem enduðu oft í Kolaportinu eða
þá að við fórum í bingó en amma
virtist vera ótrúlega heppin og
vann oftar en ekki. Stundum hélt
ég að hún sæi í gegnum veggi
þegar ég var lítil og var að stelast
t.d. í kanilsykurkarið, þá spurði
hún mig hvað ég væri að gera rétt
í þann mund sem ég náði tökum á
karinu þrátt fyrir að hún væri í
öðru herbergi. Hún amma var
bara svo mikil amma. Hún var
lágvaxin með silfurgrátt hár,
krullur og svolítið bústin. Hún var
mikil handverkskona og það lék
allt í höndunum á henni. Mér
fannst ég alltaf örugg hjá henni
og mér fannst ekkert betra en að
vera hjá henni. Ég heyrði hana
aldrei kvarta, þó lífið hafi nú ekki
alltaf verið auðvelt hjá henni varð
ég aldrei þess vör að hún kvart-
aði. Hún bara gerði það sem
þurfti að gera. Nægjusöm var hún
og þurfti hún ekki bílpróf því hún
hafði strætó og hún hafði aldrei
farið til útlanda því hérna hafði
hún allt sem hún þurfti. Hún
skildi ekkert í því hvað fólk væri
að þvælast þetta.
Ég er svo ofsalega þakklát
henni þar sem hún hugsaði svo vel
um sína og það mun ég gera líka.
Hún reyndist mér og Ronju Líf
mikill bjargvættur þegar við vor-
um í húsnæðisvanda og lánaði
okkur íbúðina sína meðan hún var
á Grund, en heimilið hennar var
henni mjög kært og er okkur
Ronju Líf það líka. Þarna á ég
mínar bestu minningar um hana
og Ronja Líf fær að upplifa sín
fyrstu ár á sama stað og ég, og
fær að hlusta á sömu vísur og ég.
Það er mér mjög dýrmætt.
Íris Ingþórsdóttir.
Elsku amma, ég kveð þig nú
með söknuði og sorg í hjarta en
gleðst jafnframt yfir öllum þeim
minningum sem við áttum sam-
an. Það var alltaf svo gott að
koma til þín í Skipasundið í
spjall og fá heimalagaða jóla-
köku, kleinur eða annað gott
með kaffinu.
Amma var myndarleg í eld-
húsinu og mjög handlagin. Hún
vann lengi sem saumakona,
prjónaði mikið og gerði aðra
handavinnu alveg þar til sjónin
fór að daprast á allra síðustu ár-
um. Hún kenndi mér að prjóna
og hekla þegar ég var barn. Það
var alltaf gaman þegar við sýnd-
um hvor annarri afraksturinn af
handavinnu okkar og spjölluð-
um saman um það sem var á
prjónunum.
Amma hafði einstakt jafnað-
argeð og lét fátt slá sig út af lag-
inu. Við barnabörnin vorum oft
hjá ömmu og afa í Skipó sem
krakkar og ég á margar góðar
minningar þaðan. Háaloftið sem
Jói frændi innréttaði var frábær
staður fyrir krakka að leika sér
og saumherbergið hennar
ömmu líka með öllum tölunum
og öðrum gersemum. Slátur-
gerðin er mér minnisstæð, þeg-
ar við krakkarnir fengum að
sauma vambirnar og þegar
amma var rjóð í vöngum að
steikja kleinur í stóra pottinum.
Við fjölskyldan fórum oft með
ömmu á páskum í Borgarnes að
heimsækja Jóa móðurbróður
hennar. Amma ólst upp í Borg-
arnesi og þar var gaman að
vera. Þar rifjaði amma upp
gamla tíma með okkur og ég
man hvað mér fannst merkilegt
að heyra sögur af því hvernig
lífið var hjá ömmu þegar hún
var stelpa.
Ég sakna þín, elsku amma,
þú áttir sérstakan stað í mínu
hjarta og ég þakka þér fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við átt-
um.
Góða ferð heim.
Þín,
Hulda Lóa.