Morgunblaðið - 22.07.2015, Side 23

Morgunblaðið - 22.07.2015, Side 23
Hún tók að vísu prakkarastrik- unum okkar alltaf létt þar sem það var ávallt stutt í grínið hjá henni sjálfri. Við heimsóttum hana oft niður í búð þar sem hún gaf okkur alltaf skemmtileg verkefni ásamt því að dressa mann upp frá toppi til táar í nýjustu Adidas-fötin, sem manni leiddist nú sjaldnast. Ég hlakkaði líka alltaf til að fá að fara til Eyja og fara á lunda- pysjuveiðar. Þá vakti amma okkur upp um nóttina og við út í bíl með vasaljósin okkar. Mér fannst amma alltaf einstaklega lagin við að spotta pysjurnar sem við svo handsömuðum og frelsuðum dag- inn eftir. Það voru svo margar frábærar minningar sem sköpuðust með ömmu sem ég er svo heppin að fá að taka með mér í lífið. Þessarar kláru og hörkuduglegu konu sem hún amma mín var verður nú sárt saknað. Ásta Guðrún Óskarsdóttir. Elsku amma mín. Þú sterka, já- kvæða og hörkuduglega kona og fyrirmyndin mín á svo mörgum sviðum. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, sakna svo mikið að heyra þig tala um baráttu þína og sigra, hvernig þú tókst oft á tíðum mjög erfiðar ákvarðanir til þess að sam- ræma ástríður og skyldur. Þú gafst mér það í vegnaesti að elta alltaf draumana mína, því án þeirra verður lífið ansi gleðisnautt og tilgangslítið. Draumarnir koma með gleðina inn í lífið, þó það geti líka verið erfitt og torvelt að troða nýja farvegi. Það eru ekki margir sem hafa þann hæfileika að skilja eftir sig varanleg spor á hjörtum manna en þú gerðir það svo sann- arlega, snertir hjörtu margra. Það er dásamlegt að geta skilið eftir sig arfleifð, eitthvað sem marga dreymir um að gera en allt of fáum tekst. Sakna þín svakalega og gef þér risaknús þegar ég sé þig hinumeg- in. Hrefna Óskarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sigurbjörgu Axelsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast á næstu dögum. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 ✝ Guðný LáraGunnarsdóttir, fæddist 1. nóv- ember 1917 í Fell- saxlarkoti, Skil- mannahreppi. Hún lést 13. júlí 2015 á Höfða, Akranesi. Lára, sem alla tíð gekk undir því nafni, var yngst sex systra hjónanna Gunnars Bjarna- sonar, f. 1878 að Hvítanesi, Skil- mannahreppi, d. 1943, og Þór- dísar Halldórsdóttur, f. 1878 að Vestri-Reyni, Innri-Akranes- hreppi, d. 1941, þau voru bænd- ur og bjuggu fyrstu búskapar- árin í Kjalardal, Skilmannahreppi, og síðan lengst af í Fellsaxlarkoti eða fram til ársins 1940 að þau fluttu út á Akranes. Systur Láru voru Guðrún, f. 1904, Halldóra, f. 1907, Sigríður Lilja, f. 1909, Jóna Fanney, f. 1913, og Ársæl Gróa, f. 1915. Þær eru allar látnar. Sambýlismaður Láru um áratugaskeið var Valdimar Sig- urðsson, f. 1902, d. 1996. Í uppvextinum sinnti Lára sveitastörfum á heimili foreldra sinna, hún fór svo í vistir eins og títt var um ungar stúlkur á þeim tíma en bjó heima þess á milli. Settist svo að á Akranesi þegar foreldrar hennar brugðu búi og starfaði hjá Har- aldi Böðvarssyni & Co hf. við fiskvinnslu alla starfs- ævina. Hún eignaðist ekki börn sjálf en börnin í fjölskyldunni hændust mjög að henni. Lára var alla tíð mikil hannyrðakona, prjónaði, saumaði fatnað og saumaði út. Hún var manna fróðust um ættfræði fjölskyld- unnar og rakti ættir langt aftur og leitaði gamalla heimilda. Hún var hafsjór fróðleiks um landið okkar, las mikið gamlar sagnir og setti sig mjög vel inn í staðhætti nýrra sem gamalla tíma, svo vel að það var sem hún hefði verið á staðnum. Útför Láru fer fram frá Akraneskirkju í dag, 22. júlí 2015, kl. 14. Móðursystir mín, Lára frænka, hefur sofnað svefninum langa á 98. aldursári og langar mig að minnast hennar enda á ég enda- lausar góðar minningar um hana. Frá því ég man eftir mér fannst mér mikið til koma að heimsækja Láru þegar ég kom á Akranes. Það var líka eins og væru jólin þegar maður kom til hennar sem barn, maður fékk malt eða appels- ín eða annað góðgæti, sem annars var bara í boði á hátíðum. Lára bjó líka til svo fallega hluti, mér eru minnisstæðar útprjónaðar skóla- peysur, sem voru handverk henn- ar, og mér fannst ég eiga falleg- ustu peysuna í bekknum. Við systrabörnin hennar nutum þess að eiga svo góða frænku sem Lára var. Hún fylgdist með okkur öllum að ég held og mundi aldur og af- mælisdaga allra. Börnin mín hændust að Láru sem lítil börn og þótti gaman að heimsækja hana og fannst þeim ekkert sjálfsagð- ara en að kalla hana Láru ömmu. Láru þótti afskaplega gaman að kynnast ungviðinu, fá það í heim- sókn, fá stöku sinnum myndir af þeim og fylgjast með uppvexti þeirra. Komin meira til vits og ára varð mér ljóst að Lára var besti ætt- fræðingur fjölskyldunnar. Hún rakti ættir okkar langt aftur og leitaði að heimildum um forfeður fjölskyldunnar. Þegar ég fór sjálf að hafa áhuga á ættfræði gat ég því leitað til hennar með spurn- ingar. Hún virtist hafa öll svör í kollinum. Ættingjar hvöttu hana til að skrá niður þessar upplýsing- ar en ég veit ekki til þess að hún hafi gert það. Lára átti ljúfar minningar frá bernskuheimilinu í Fellsaxlarkoti. Hún sagði sögur frá uppvextinum í sveitinni og var gaman að heyra þær, sérstaklega þar sem amma og afi voru fallin frá þegar ég fæddist og ég náði aldrei að kynn- ast þeim. Láru var náttúruunnandi og fór gjarnan upp í Akrafjallið að leita eggja og til berja. Henni þótti mjög gaman að ferðast og gerði það helst á efri árum, fór þá í ferð- ir með eldri borgurum eða ætt- ingjum. Það mátti hins vegar aldr- ei hafa neitt fyrir henni og hefði hún e.t.v. farið mun víðar um ef svo hefði ekki verið. Hún var haf- sjór fróðleiks um allt mögulegt er snerti landið okkar, hafði lesið um ótrúlegustu hluti og þekkti áfangastaði vel af sögnum, sem hún hafði lesið. Ósjaldan sagði hún okkur ýmsan fróðleik, sem við vissum ekki um á ferðalögum okk- ar um landið, og við heimsóttum stundum staði, sem hún hafði sagt okkur frá, en hefðum vísast látið ógert hefðum við ekki notið fróð- leiks hennar. Við undruðumst á stundum hvað hún var svakalega fróð um landið okkar. Lára var alla tíð mikil hann- yrðakona, hún prjónaði mjög mik- ið frá því ég man eftir mér, lopa- peysur, sokka og vettlinga og nutu margir góðs af. Alveg fram undir það síðasta var hún ennþá að prjóna vettlinga. Svo saumaði hún líka út inn á milli, kallaði það svona spari til að brjóta upp hversdagsleikann. Síðustu árin var hún til heimilis á Höfða þar sem vel fór um hana. Ég mun sakna þess að líta til hennar og spjalla, það var alltaf gaman að heyra sögur og ýmsan fróðleik og hún hafði einlægan áhuga á því, sem við tókum okkur fyrir hendur. Hvíl í friði – blessuð sé minning þín. Sigríður Halldórsdóttir. Æviskeið elskulegrar frænku okkar er á enda runnið. Það er margt sem kemur í hugann við þessi leiðarlok. Lára var yngst 6 systra frá Litla Fellsaxlarkoti. Henni varð ekki barna auðið en átti alltaf stór- an sess í hjartastað systrabarna sinna og þeirra afkomenda. Lára var mikil hannyrðakona. Hún var stofnfélagi í Handprjónasambandi Íslands og prjónaði ófá vettlinga- pörin fyrir það allt þar til undir það síðasta. Lára var alltaf með eitthvað á prjónunum og eins saumaði hún út. Hún hafði það fyrir reglu að prjóna alla daga vik- unnar, nema sunnudaga, þá saum- aði hún út. Lára hafði yndi af því að lesa bækur og grúska í ættfræði. Hún var ótrúlega minnug og gat rakið ættir langt aftur í tímann – bóka- laus. Lára fylgdist alla tíð vel með sínu fólki og lét sér annt um hag þeirra og störf. Að fara í heimsókn til Láru á aðfangadag hefur lengi verið hluti af komu jólanna. Sum okkar muna enn eftir heimsókn- um sínum til hennar þegar hún bjó á Breiðinni. Þá fórum við gangandi með jólakortin og end- uðum alltaf á því að fara til Láru. Þar bauð hún okkur í eldhúsið þar sem okkur krökkunum þótti nú kolaeldavélin frekar sérstök. Elsku Lára: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Stína, Sigvaldi, Loftur, Rúna, Helga, Hilmar, Hildur og fjölskyldur. Lára frænka mín var einstök kona og á sérstakan stað í hjarta mínu. Hugur minn hverfur til gamla tímans. Húsið sem Lára bjó í hét Sjávarborg og örlaði á smá hræðslu hjá mér við umhverfið þar, sem hvarf þegar Lára tók fagnandi á móti mér. Hún bjó við annan húsakost en margur og því heillandi að koma til hennar. Í eld- húsinu tók á móti mér viðarlykt af kolaeldavélinni og var boðið upp á appelsín í glerflösku, pönnukökur og kandís. Lára átti kisur og gleymdi ekki að gefa smáfuglunum. Á sumrin gaukaði hún að mér dóti og kuðungum sem hún fann í fjörunni. Með það lék ég mér og límdi kuðunga á dósir hjá ömmu Guðrúnu. Ég var svo heppin að fá tæki- færi til að vinna með Láru um tíma og dáðist ég að dugnaði hennar og ósérhlífni. Tíminn leið, ég eignaðist mann, börn og barnabörn sem voru öll svo lánsöm að kynnast Láru. Jólahátíðin hófst á aðfangadag, þá heimsóttum við Láru en það var ómissandi hefð. Hún tók á móti okkur með gleði og bauð upp á kökur, heitt súkkulaði, gos fyrir börnin og ávexti og rjóma á eftir. Við kíktum líka á nýársdag til að óska henni gleði á nýju ári. Lára flutti síðar á Vallarbraut og það var engu líkara en að fugl- arnir fylgdu henni, á svölunum beið þeirra matur. Lára fór flestar ferð- ir sínar fótgangandi, kíkti stundum til okkar, en ófáar voru ferðirnar í kirkjugarðinn og Akrafjallið að tína egg. Lára ferðaðist ekki mikið en fór í flugferð sem henni fannst mikil upplifun. Lára fór til Reykja- víkur og þá keypti hún dótalukku- pakka. Hún geymdi dótið í Mack- intosh-dós og var alltaf jafn spennandi þegar dósin var sótt. Það var mjög áhugavert þegar hún sagði okkur frá sínum upp- vaxtarárum. Verður manni oft hugsað til þess hversu gott fólk hefur það í dag. Hún var einnig mjög ættfróð. Lára bjó síðustu árin á Dval- arheimilinu Höfða. Lára var alltaf með eitthvað á prjónunum en saumaði til tilbreytingar kross- saumsmyndir á sunnudögum. Hún dundaði sér líka við að sauma, fletta spilum, lesa og púsla. Hún hafði oft á orði að: „Einn kubbur á dag kemur hug- anum í lag“ og „hvernig ætti manni nú að geta leiðst hér“, en Lára kvartaði aldrei. Síðustu árin dapraðist sjón og heyrn og átti hún því erfiðara með að gera hluti sem hún var vön. Hún fylgdist vel með fjölskyld- unni og var með aldur og nöfn á hreinu. Láru auðnaðist ekki að eignast börn en var svo lánsöm að eiga tvær yndislegar systradætur að sem hugsuðu einstaklega vel um hana. Það er ómetanlegt að eiga svona góða að. Ég er þakklát fyrir öll árin sem Lára lifði en síðustu vikurnar svaf hún mikið og ekki gott að ná sam- bandi við hana. Í síðustu heim- sókninni leit hún samt upp þegar ég var að fara og sagði við mig „vertu blessuð“. Það voru góð kveðjuorð til mín. Nú er hún elsku frænka mín sofnuð svefninum langa og komið að kveðjustund. Elsku Lára. Innilegar þakkir fyrir hjartahlýjuna og vináttu okkar alla tíð. Minningar um ynd- islega frænku varðveiti ég í hjarta mínu um ókomin ár. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér, Lára mín, og munu englarnir vaka yfir þér. Sofðu rótt, elsku Lára. Þegar endar æviskeið er sem vinir finni, það gerðist margt á lífsins leið, sem lifir í minningunni. (Stefán Ragnar Björnsson.) Petrún Berglind Sveinsdóttir. Í dag minnist ég góðrar frænku sem mér hefur alla tíð þótt afskap- lega vænt um. Frá því ég man eft- ir mér hefur Lára átt góðan stað í hjörtum okkar fjölskyldunnar. Það má segja að Lára hafi verið einstök kona. Hún var langömmu- systir mín en á einhvern hátt samt svo miklu meira en það. Mamma mín á stóran þátt í tengslum okk- ar, en Lára var henni afar kær. Við fjölskyldan kíktum alltaf reglulega í heimsókn til hennar og var ómissandi þáttur að heim- sækja hana á aðfangadag. Fyrst í Sjávarborgina, síðan Vallarbraut- ina og nú síðustu árin á Dvalar- heimilið Höfða. Ég man eftir okk- ur systkinunum bíðandi spenntum eftir að fara í heimsókn á þessum morgni því þannig kom jólaandinn sterkur inn. Það var sérstakt að koma í Sjávarborgina en þar lék- um við okkur oft í stiganum og fannst svo gaman vera inni í gam- aldags eldhúsinu hennar. Síðar flutti hún á Vallarbrautina en þar sátum við prúð, hlustuðum á full- orðna fólkið spjalla, horfðum á teiknimynd eða lékum okkur með dótið sem hún dró alltaf fram fyrir okkur. Seinna tókum við þátt í spjalli fullorðna fólksins og hlust- uðum á þessa fróðu konu segja okkur sögur af lífinu. Stóra stund- in var að smakka gómsætu kök- urnar hennar, pönnsurnar, heita súkkulaðið og fá blandaða ávexti og rjóma í eftirrétt. Minningin um hana í eldhúsinu, í fallegu en sér- stöku kjólunum sínum, að laga súkkulaðið góða lifir sterkt. Þar gafst oft tækifæri fyrir mann að aðstoða og spjalla í leiðinni. Þegar ég varð eldri, komin með mann og börn, þá voru þau að sjálfsögðu tekin með í heimsókn- irnar. Hún hafði svo gaman að börnunum og fannst skemmtilegt hvað Dagur, maðurinn minn, var hávaxinn miðað við hana. Í heim- sóknunum færðist brosið hennar eftirminnilega yfir og mildi hlát- urinn heyrðist. Hún var góð og yndisleg kona hún Lára. Ég leit upp til hennar og fannst hún vera viskan uppmáluð, hörku- tól en í senn hlédræg og var ekki mikið fyrir að trana sér fram. Í gegnum tíðina var hún dugleg að gauka að okkur krökkunum ýmsum hlutum, þó aðallega prjón- uðum vettlingum og nú í seinni tíð voru það útsaumspúðarnir sem hún var að dunda sér við að gera. Ég gleymi heldur ekki handþeyt- aranum sem hún færði mér fyrir 15 árum, hann var þá gamall en ónotaður og hef ég notað hann alla tíð síðan. Ég er þakklát fyrir kynni mín af þessari yndislegu frænku og mun minnast hennar um aldur og ævi. Ég mun sakna hennar og heimsóknanna til hennar en minn- ing um góða konu lifir áfram. Megi hún Lára frænka mín hvíla í friði. Hjördís Dögg Grímarsdóttir. Guðný Lára Gunnarsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tendgamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR frá Þjórsárholti, Hraunbæ 103. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir. . Grétar Guðmundsson, Herdís Hallgrímsdóttir, Árni Þór Guðmundsson, Bára Jónsdóttir, Jón H. Guðmundsson, Guðrún Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Þórarinn V. Sólmundarson, Stefán Guðmundsson, Þórunn Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR KALMAN, Grandavegi 47, Reykjavík. . Martha María, Sigríður Helga, Bergur, Hildur, Þórdís, Björn, Ásdís, Páll Einar og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NIKULÍNA HALLDÓRSDÓTTIR, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 18. júlí. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju sunnudaginn 26. júlí kl. 14. . Lilja Dóra Gunnarsdóttir, Ingibergur Elíasson, Rúnar Már Gunnarsson, Aldís Stefánsdóttir, Víglundur Jón Gunnarsson, Jóna Björg Óskarsdóttir, Dagný Petra Gunnarsdóttir, Magni Björn Sveinsson, Gunnur Björk Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hún giftist ung Magnúsi Helga Ólafssyni rafvirkjameist- ara og bjuggu þau öll sín ár í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll hafa stutt vel við móður sína eftir ótímabært frá- fall Magnúsar, sem lést aðeins 59 ára gamall. Síðastliðið ár hefur Dissa háð baráttu við krabbamein sem hún að lokum varð að láta í minni pok- ann fyrir. Hún hefur allan tímann sýnt mikið hugrekki og æðruleysi í erfiðum veikindum og vissi frá byrjun að tíminn yrði ekki langur sem hún hefði hér á jörð. Elsku- leg börnin hennar og aðrir ástvin- ir stóðu sterk og trygg við hlið hennar allan tímann. Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku vinkona, og þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Börn- unum þínum, Hönnu Dóru, Ólafi, Helga, Skúla, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk og hugg- un í sorginni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Björg, Guðrún Elín, Gyða, María og Sigurlaug.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.