Morgunblaðið - 22.07.2015, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
Rúnar Marvinsson kokkur er sjötugur í dag. Rúnar er fæddur oguppalinn í Sandgerði en býr nú að Hraunsmúla í Staðarsveit áSnæfellsnesi. Rúnar starfaði lengst af sem kokkur á veit-
ingastaðnum Við tjörnina en var áður til sjós og starfaði einnig á Hót-
el Búðum.
Í tilefni afmælisins blæs Rúnar til afmælisveislu í Félagsheimilinu
Lýsuhóli. „Það verður mikil matarmessa,“ segir Rúnar, sem hyggst
þó ekki elda sjálfur, heldur halla sér aftur í ruggustól á meðan góðir
vinir hans og fjölskylda sjá um matseldina, en Rúnar segir samstarfs-
félaga sína gegnum árin vera meðal sinna bestu vina. Á boðstólum
verða meðal annars kryddlegnar gellur og koli með gráðosti og ban-
ana ásamt öðrum gömlum og hefðbundnum réttum frá ferli Rúnars.
„Þeir urðu margir til réttirnir á Búðum í gamla daga og hefur mörg-
um vegnað vel í gegnum tíðina. Ætli þeir fái ekki nýja lífdaga á laug-
ardaginn,“ segir hann.
Rúnar hyggst fara í veiðiferð með vinum og félögum í tilefni dags-
ins. Hann segist ekki gerast svo stórtækur að hann veiði í soðið fyrir
veisluna enda von á 100-200 manns á laugardag.
Fósturforeldrar Rúnars voru Sumarliði Lárusson, bæjarverkstjóri í
Sandgerði, og Jenný Sigurðardóttir húsmóðir. Rúnar á sex börn, en
þrjú þeirra eru kokkar. Öll hafa þau þó fengist við matreiðslu á einn
eða annan hátt. Börnin eru Gunnar Páll, Jenný, Sumarliði Örn, Krist-
ín, Elvar og Laufar Sigurður. jbe@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Við tjörnina Rúnar starfaði lengst af á veitingastaðnum Við tjörnina.
Gamlir réttir bornir
fram á nýjan leik
Rúnar Marvinsson er 70 ára í dag
S
igurður fæddist vestast í
Vesturbænum í Reykja-
vík 22.7. 1945 en flutti
tveggja ára með fjöl-
skyldu sinni í Sandgerði
og þaðan til Grindavíkur þar sem
hann ólst upp til tólf ára aldurs. Þá
flutti fjölskyldan austur á Eskifjörð
1958 þar sem Sigurður hefur átt
heima síðan:
„Þó ég hafi fæðst í Vesturbænum
í Reykjavík fannst mér nánast eins
og við værum að flytja heim þegar
við fluttum austur. Pabbi var frá
Reyðarfirði og mamma úr Borgar-
firði eystra. Mér finnst ég því alltaf
hafa verið Austfirðingur. Annars
hefur mér allstaðar liðið vel þar
sem ég hef átt heima.“
Sigurður var í sveit í þrjú sumur
á Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði, á
þaðan góðar minningar og þykir
alltaf vænt um Stöðvarfjörðinn síð-
an.
Sigurður byrjaði í Barnaskóla
Grindavíkur, var í Barnaskóla Eski-
fjarðar, stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni og var síðan
einn vetur við Gagnfræðaskólann í
Vestmannaeyjum. Hann lærði síðan
húsasmíði við Iðnskóla Austurlands,
lauk þaðan sveinsprófi og öðlaðist
meistararéttindi árið 1983.
Sigurður stundaði síðar nám í
uppeldis- og kennslufræði við Kenn-
araháskóla Íslands og lauk þaðan
smíðakennaraprófi árið 2000.
Sigurður fór ungur til sjós, var á
bátum frá Eskifirði og Reyðarfirði
frá 13 ára aldri og var síðan á tog-
urum. Auk þess starfaði hann við
smíðar á Austurlandi og var þar
húsasmiður á eigin vegum og hjá
ýmsum fyrirtækjum. Hann kenndi
svo smíði við Grunnskólann á Eski-
firði á árunum 2000-2006.
Kjaramálin og trilluútgerð
Sigurður hóf ungur afskipti af
verkalýðsmálum á Austfjörðum, sat
í stjórn Iðnnemasambands Austur-
lands á sínum yngri árum og sat
Sigurður Ingvarsson verkalýðsleiðtogi – 70 ára
Fjölskyldan Sigurður og Guðrún á ferðalagi með börnunum sínum, Hreini og Dagmar, í Borgarfirði eystra.
Verkalýðsforingi með
áhuga á trilluútgerð
Reyðar Fyrsti bátur Sigurðar.
Þær Ásrún Rós Aðalsteinsdóttir, Hanna Lára Tryggvadóttir, Helga Hrund Ólafs-
dóttir, Kristín Lilja Káradóttir, Mária Líney Dalmay, Ragnheiður María Ottós-
dóttir og Sunna Arnfinnsdóttir héldu tvær tombólur fyrir utan Krónuna í Reykja-
vík. Þær söfnuðu 13.667 krónum og gáfu til styrktar Rauða krossinum, en þær
gátu ekki allar verið með á myndinni.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
í
í
og
2,
kja
r
r
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isLaugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is
HNÍFAR FYRIR
ÚTIVISTINA
Spónhnífur
Verð kr. 5.495
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Karl-Johan sveppahnífur
Verð kr. 4.665
Tálguhnífur 120
Verð kr. 3.545
Skeiðarkrókur 162
Verð kr. 5.100
Skátahnífur
Verð kr. 5.860