Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 33

Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 ÍSLENSKT TAL SÝND MEÐ ENSKU TALI Í 2D SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D MICHELLE ADAM SEAN MONAGHAN SANDLER BEAN Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus IMDB 46% Rotten Tomatoes: Einkunn ekki komin. Paper Towns Myndin er byggð á metsölubók Johns Green, sem er einn allra vin- sælasti höfundur samtímans og skrifaði meðal annars bókina The Fault in Our Stars. Hér er á ferð- inni þroskasaga sem fjallar um Quentin og nágranna hans Margo, sem er mjög hrifinn af glæpasögum og verður viðfang einnar slíkrar. Margo hverfur nefnilega sporlaust og skyndilega eftir að hafa farið með Quentin í næturlangt ævintýri um heimabæ þeirra. Hún skilur eft- ir sig torræðar vísbendingar fyrir Quentin til að leysa, og leitin leiðir hann af stað í hörkuspennandi æv- intýraför sem er hvort tveggja í senn bráðfyndin og hjartnæm. IMDB: 71% Rotten Tomatoes: Einkunn ekki kom- in. Frumsýningar Þrjár glæsilegar myndir verða frumsýndar í kvöld. Ted, orðljóti krúttbangsinnsem kviknaði til lífsins ífyrstu kvikmynd SethsMacFarlane (Family Guy) árið 2012 er nú kominn aftur á hvíta tjaldið. Eftir þolraunir fyrstu mynd- arinnar, þar sem Ted og besti vinur hans, John Bennett (Mark Wahl- berg), lentu í ýmsum skakkaföllum, ákvað Ted að kominn væri tími til þess að giftast ástinni sinni, Tami- Lynn (Jessica Barth). Sambúðin reynist ekki eins vel og vonir stóðu til, og þrætur um peninga og lífið taka yfir. En þegar allt er að fara í vaskinn er „töfralausnin“ í nánd: Hjónakornin ákveða að eignast barn. Á þeirri mjög svo misráðnu ráðagjörð er hins vegar einn stór galli: Ted er ekki með æxlunarfæri, og því þarf að finna sæðisgjafa, með góðu eða illu. Þegar allt um þrýtur reyna þau að ættleiða, en komast þá að því að Ted er tæknilega séð eign en ekki lífvera. Við taka málaferli, þar sem Ted þarf, með aðstoð lög- fræðings síns, Sam L. Jackson (Am- anda Seyfried), að sanna það að hann sé „manneskja“, með öllum þeim borgararéttindum sem því fylgja. Þau sem þekkja til verka Seths MacFarlane vita að hverju gengið er, því öll hans aðalsmerki eru á handriti Ted 2: allt of langir brand- arar að hætti Family Guy-þáttanna, „flassbökk“ eða endurlit í stórum stíl, urmull tilvísana í sjónvarp ní- unda áratugarins og engu er eirt í nánast örvæntingarfullri leit Mac- Farlanes að því sem gæti mögulega kitlað hláturtaugarnar. Og á vissan hátt gengur það upp, því að það er vel hægt að hlæja mestallan tímann af þeim 115 mín- útum sem myndin tekur. En á sama tíma er hláturinn nokkuð holur, því að kannski fjórði hver brandari er virkilega fyndinn. Brandaramagn er ekki sama og gæði. Þá gengur húmorinn nánast að öllu leyti út á það að hneyksla sem mest, líkt og í fyrri myndinni, og fer það algjörlega eftir áhorfandanum, og jafnvel því stuði sem hann er í þegar hann horfir á, hvort að það sé fyndið eða sorglegt. Það versta við Ted 2 er hins vegar ekki tengt húmornum, heldur grunnhugmyndinni á bak við hand- ritið, þar sem einhvers konar réttar- drama er saumað ofan í söguþráð- inn, ásamt frekar klunnalegum líkingum á vandamálum Teds við þau vandamál sem afrískir þrælar glímdu við í Bandaríkjunum áður en bundinn var endi á þrælahald þar. Niðurstaðan er mynd, sem sveiflast á milli þess að þykjast vera með boðskap og þess að vera sem mest hneykslandi í fáránleik sínum. Fyrsta framhaldsmyndin Að því sögðu, þá er ýmislegt gott við Ted 2, sem bjargar henni frá al- gjörri glötun. Það til dæmis skín í gegn hvað Mark Wahlberg í hlut- verki Johns Bennett og Seth Mac- Farlane ná vel saman, sem útskýrir aðeins hvers vegna Wahlberg ákvað að Ted 2 yrði fyrsta framhalds- myndin sem hann myndi gera á ferl- inum. Þá er urmull af skemmtilegum aukahlutverkum, þar sem til dæmis Liam Neeson leikur svipað hörkutól og við þekkjum úr Taken-mynd- unum, og gjörsamlega stelur sen- unni. Einnig má nefna Sam Jones, öðru nafni Flash Gordon, en aðdá- endur fyrri myndarinnar ættu að muna eftir honum. Jones fær nokk- uð stærra hlutverk í þessari mynd og nýtur þess greinilega að lifa á fornri frægð. Það dugar þó skammt til þess að vega upp á móti sundurlausu hand- ritinu, sem réttlætir engan veginn þá tæpu tvo klukkutíma sem það tekur fyrir Ted að ráða fram úr vandamálum sínum, ásamt því sem hann, John og Sam reykja ótæpilegt magn maríjúana, sannfæra stjörnu- lögmanninn Patrick Meighan (Morgan Freeman) um að taka mál Teds að sér, og bjarga Ted undan Donny (Giovanni Ribisi), vonda gaurnum úr fyrri myndinni. Ted 2 er því alveg þolanleg mynd til þess að horfa á, en það er fátt hérna sem bendir til þess að krútt- bangsinn freðni eigi erindi á hvíta tjaldið þriðja sinni. Grínmagn ekki sama og gæði Þrjú ágæt saman Þau John Bennett (Mark Wahlberg), Ted Clubber Lang (Seth MacFarlane) og Sam L. Jackson (Amanda Seyfried) á góðri stund. Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Egilshöll og Borgarbíó Akureyri. Ted 2 bbmnn Leikstjóri: Seth MacFarlane. Handrit: Seth MacFarlane, Alec Sulkin og Welles- ley Wild. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Seth MacFarlane, Amanda Seyfried, Giovanni Ribisi, John Slattery, Jessica Barth og Morgan Freeman. Bandaríkin 2015, 115 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Lagahöfundurinn Wayne Carson er látinn 72 ára að aldri. Þrátt fyrir að hann hafi ekki notið sömu frægðar og margir þeirra tónlistarmanna sem hann skrifaði fyrir eru lögin hans löngu orðin sígild. Always on my Mind, sem Elvis Presley gerði frægt er t.d. eftir Carson og einnig lag Joe Cocker The Letter. Neil Portnow, forseti National Academy of Recording Arts and Sciences, sagði í kjölfar andláts Carsons að tónlistarheimurinn hefði misst mikinn hæfileikamann alltof snemma. Haft er eftir konu Carsons að hann hafi þjáðst af syk- ursýki og hjarta- og æðasjúkdóm- um. Tónlist Lagasmiðurinn Wayne Carson samdi m.a. Always on my Mind. Wayne Carson látinn, 72 ára Óskarsverð- launahafinn Benicio Del Toro hefur verið orð- aður við hlutverk illmennis í næstu Stjörnustríðs- myndinni, Star Wars: Episode VIII, sem áætlað er að komi út ár- ið 2017. Hann myndi þá leika á móti Daisy Ridley, John Boyega og Oscar Isa- ac, sem lék í nýju myndinni sem kemur út í desember á þessu ári, Star Wars: The Force Awakens. Samkomulag hefur ekki náðst á milli Disney, sem framleiðir Star Wars í dag, og Benicio Del Toro en samkvæmt BBC eru viðræður þeg- ar hafnar. Áætlað er að Del Toro muni leika illmennið í næstu mynd en hann var upphaflega orðaður við illmennið í síðustu Star Trek- mynd, Star Trek: Into Darkness. Það hlutverk endaði þó í höndum Benedicts Cumberbatch. Benicio Del Toro næsta illmenni í Star Wars? Benicio Del Toro

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.