Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
VESTUR KARÍBAHAF 13.–24. NÓVEMBER
Skemmtileg ferð um Vestur Karíbahaf
sem öll fjölskyldan getur notið. Siglt
verður með Carnival Valor.
Fararstjóri: Sr. Hjálmar Jónsson
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
VINSÆLTSENDU PÓST Á INFO@UU.ISEF ÞÚ HEFUR ÁHUGA AÐKOMA Á KYNNINGARFUND
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Miklar endurbætur standa nú yfir á Valsvell-
inum á Hlíðarenda eins og sjá má inn um brotna
rúðu á einum stað á girðingunni sem umlykur
völlinn. Á næstunni verður gervigras lagt á völl-
inn. Þetta er ekki heppilegasti tíminn fyrir slíkar
framkvæmdir en annað er ekki í boði vegna veð-
urfars hér á landi. Valsmenn spiluðu sinn síðasta
grasleik á staðnum í fyrradag í 13. umferð Ís-
landsmeistaramóts karla í knattspyrnu.
Gervigras í stað náttúrulegs grass
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Miklar endurbætur í gangi á Valsvellinum á Hlíðarenda
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Lágmarkskröfur um andlega og lík-
amlega hæfni til að stjórna vélknúnu
ökutæki hafa verið hertar með nýrri
breytingu á reglugerð um ökuskír-
teini (830/2011).
Taugasjúkdómar og kæfisvefn
hafa nú bæst við þá sjúkdóma sem
taldir voru upp í III. viðauka fyrr-
nefndrar reglugerðar og þarf að at-
huga í tengslum við útgáfu og end-
urnýjun ökuskírteina.
Hvorki má gefa út né endurnýja
ökuskírteini fyrir umsækjanda sem
haldinn er alvarlegum taugasjúk-
dómi, nema umsóknin sé studd áliti
þar til bærs læknis. Í því sambandi
skal taka tillit til truflana í tauga-
kerfi sem koma fram í slakri skynjun
eða hreyfigetu og hafa áhrif á jafn-
vægi og samhæfingu, vegna áhrifa
þeirra á starfshæfni og hættu á að
einkennin aukist. Útgáfa eða endur-
nýjun ökuskírteinis getur í þeim til-
vikum verið háð reglulegu endur-
mati þegar hætta er á að ástand
versni.
Leiki grunur á að umsækjendur
eða ökumenn séu haldnir kæfisvefni
á meðalháu eða háu stigi á að vísa
þeim til viðurkenndrar læknisfræði-
legrar ráðgjafar áður en ökuskírteini
er gefið út eða endurnýjað. Leyft er
að ráðleggja þeim að aka ekki þar til
greining hefur verið staðfest.
Gefa má út ökuskírteini til um-
sækjenda og ökumanna sem haldnir
eru kæfisvefni á meðalháu eða háu
stigi geti þeir sýnt fram á með við-
urkenndu læknisfræðilegu áliti að
þeir hafi fullnægjandi stjórn á
heilsufari sínu, fylgi viðeigandi með-
ferð og að dregið hafi úr syfju, hafi
hún verið til staðar.
Þeir sem eru í meðferð við kæfi-
svefni skulu fara reglulega í læknis-
skoðun, á a.m.k. þriggja ára fresti ef
þeir eru með almenn ökuréttindi en
á hverju ári séu þeir með aukin öku-
réttindi.
Holger Torp, deildarstjóri öku-
náms og leyfisveitinga hjá Sam-
göngustofu, sagði breytinguna gerða
vegna nýrra evrópskra krafna.
Landlæknir mun hanna eyðublöð og
gefa út leiðbeiningar til lækna.
Holger sagði að bæði innlendar og
erlendar rannsóknir bentu til þess að
kæfisvefn væri verulegt vandamál.
Reglugerðarbreytingin væri gerð
vegna þess m.a. að kæfisvefn væri
viðurkennt vandamál.
Í fyrrnefndum viðauka er einnig
fjallað um heilsufarsþætti eins og
sjón, heyrn og hreyfihömlun, sjúk-
dóma eins og hjarta- og æðasjúk-
dóma, sykursýki, flogaveiki, geð-
truflanir og nýrnasjúkdóma. Auk
þess áfengi, ávana- og fíkniefni,
læknislyf og misnotkun.
Hertar kröfur um heilsufar
Taugasjúkdómar og kæfisvefn hafa bæst við þau atriði sem þarf að athuga við útgáfu eða endurnýjun
ökuskírteina Innlendar og erlendar rannsóknir hafa sýnt að kæfisvefn er verulegt vandamál
Morgunblaðið/Golli
Blundað í bílnum Kæfisvefn getur
valdið syfju, jafnvel undir stýri.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, tók í gærkvöld á móti
Ségolène Royal, umhverfis- og orku-
málaráðherra Frakklands, á Bessa-
stöðum. Snæddu forsetinn og ráð-
herrann kvöldverð, ásamt sendi-
nefnd ráðherrans, fulltrúum
íslenskra stjórnvalda og aðilum á
vettvangi jarðhitanýtingar. Royal er
hér á landi til að kynna sér fjölþætta
nýtingu jarðhita og undirbúa um-
fjöllun um hreina orku á loftslags-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem
haldin verður í París í desember. Í
gær átti hún einnig fund með Gunn-
ari Braga Sveinssyni utanríkisráð-
herra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur
iðnaðarráðherra og Sigrúnu Magn-
úsdóttur umhverfisráðherra og
skoðaði Hellisheiðarvirkjun.
Ségolène Royal, orkuráð-
herra Frakka, í heimsókn
Kynnir sér nýt-
ingu jarðhita í Ís-
landsheimsókn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Á Bessastöðum Ségolène Royal sat í gær kvöldverðarboð forseta Íslands.
Hæstiréttur stað-
festi gæslu-
varðhalds-
úrskurð
Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir
karlmanni sem
grunaður er um
að hafa smitað
konur af HIV.
Lögreglan telur
rökstuddan grun
vera um að maðurinn hafi vitað að
hann væri með HIV. Haraldur
Briem sóttvarnalæknir segir að
ekki hafi verið vitað af manninum,
sem grunaður er um að hafa smitað
konur af HIV, fyrr en nýverið.
Gæsluvarðhald yfir
meintum HIV-smit-
bera staðfest
Haraldur Briem
Hæstiréttur ógilti í gær úrskurð
héraðsdóms Reykjavíkur sem
hafnaði kröfu Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga um að mál
sem félagið hugðist höfða gegn
íslenska ríkinu fengi flýti-
meðferð. Er því héraðsdómi gert
að gefa út stefnu til flýti-
meðferðar í málinu. Hæstiréttur
taldi gagnstætt héraðsdómi að
það varðaði stórfellda hagsmuni
félags hjúkrunarfræðinga að fá
slíka úrlausn og brýn þörf væri á
skjótri niðurstöðu.
Hjúkrunarfræðingar
fái flýtimeðferð
Ökumenn með aukin ökurétt-
indi, meirapróf, sem hyggjast
viðhalda réttindum sínum þurfa
að hafa lokið sínu fyrsta 35
stunda endurmenntunarnám-
skeiði fyrir 10. september 2018,
verði réttindi þeirra þá orðin
meira en fimm ára gömul.
Réttindin eru gefin út til
fimm ára í senn. Þeir sem nú
afla sér aukinna ökuréttinda
þurfa því að fara í endur-
menntun eftir fimm ár.
Endurmennt-
un bílstjóra
AUKIN ÖKURÉTTINDI