Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 11
Áhugi Alvogen-teymið í New Jersey í Bandaríkjunum tekur virkan þátt í vinnustofu um valkostina fimm.
fjölda opinberra stofnana og
menntastofnana um allan heim. Fyr-
irtækið er einnig skráð í kauphöllina
í New York.
„Á meðal viðskiptavina okkar
hér á landi eru Ölgerðin, Eimskip,
Alvogen, Icelandair, ÁTVR, Lands-
bankinn, Vodafone, Borgarbyggð,
ráðuneytin, Samskip, Reiknistofa
bankanna og fleiri,“ segir Guðrún en
mörg fyrirtækjanna hafa fjallað op-
inberlega um árangur sinn af starfi
sínu með þeim.
Þessi góði árangur þeirra á
meðal viðskiptavina hefur einnig
verið mældur með svokölluðum
NPS-staðli (e. Net Promoter Score)
þar sem þau skoruðu 78% þegar við-
skiptavinirnir voru spurðir hvort
þeir hygðust mæla með þjónustunni
við aðra. „Viðbrögðin hafa því verið
alveg ótrúleg og við höldum ótrauð
áfram.“
Meðmælavísitala annarra ís-
lenskra fyrirtækja (á sama mæli-
kvarða) mælist á bilinu -80 til 36%
skv. MMR.
Með alla anga úti
Fræðsluefnið sem notað er í
vinnustofunum er sótt í fræðaum-
hverfið hjá háskólasamfélaginu um
allan heim. Efnið er einstaklega hag-
nýtt og í samræmi við skilning fræði-
manna hverju sinni. „Um 7% af
tekjum okkar fara í rannsóknir og
þróun. Í stjórn FranklinCovey sitja
nokkrir prófessorar sem eru allir frá
stóru heimsháskólunum eins og Har-
vard og Stanford. Auk þess búum við
yfir rannsóknarteymi sem vaktar
það hvað háskólarnir birta af rann-
sóknum um stjórn, árangur, fram-
leiðni, sölu, traust og fleira. Við tök-
um svo það efni og greinum hvernig
fólk getur tileinkað sér þessa nýju
þekkingu í persónulegu lífi sínu
ásamt vinnulífinu,“ segir Guðrún.
„Leiðtoginn í mér“
FranklinCovey einblínir ekki al-
farið á atvinnulífið og fullorðna held-
ur hefur fyrirtækið einnig hannað
fræðslu og ráðgjöf til handa börnum.
Þeim er kennt að taka líf sitt föstum
tökum og ná persónulegum árangri
til langs tíma litið. Verkefnið „Leið-
toginn í mér“ hefur verið hluti af
skólastarfi barna í Borgarbyggð
undanfarið og gefist gríðarlega vel,
að sögn Guðrúnar. „Það var alveg
frábært að sjá krakkana í Borgar-
byggð þegar við komum í heimsókn
til þeirra og upplifa árangur fræðsl-
unnar, þau voru stórkostleg.“
Er krökkunum kennt að bera
ábyrgð á eigin hegðun, hafa áhrif á
umhverfi sitt, finna sýn sína á heim-
inn, átta sig á því hvernig mann-
eskjur þau vilja verða, forgangsraða,
vinna saman og leysa sem best úr
ágreiningi sem upp kemur.
Sýna börnin svo árangurinn af
fræðslunni í verki með því að bjóða
sveitarstjórnendum og framafólki úr
atvinnulífinu til sín í heimsókn á svo-
kallaðan Leiðtogadag. „Þá snúa
krakkarnir sér við og kenna gest-
unum hvað það þýðir að vera leið-
togi,“ segir Guðrún en þetta hafi
reynst frábært verkefni þar sem
framfarirnar hjá krökkunum hafi
verið augljósar.
„Kennararnir kunnu einnig að
meta að fá haldbært efni sem auð-
veldaði útskýringar á þessum hug-
tökum, eins og hvað það þýðir að
taka ábyrgð á eigin líðan og sýna
frumkvæði.“
Til stendur að víkka út þjón-
ustuna til barnanna en næsta stopp
er í Garðabæ. Viðræður eru einnig
hafnar við fleiri sveitarfélög og því
margs að vænta á næstu árum.
Draumurinn sé að þessi fræðsla
verði hluti af lífsleikni í öllum skólum
landsins.
Þá hafa börn í Víetnam, Suður-
Afríku og Bandaríkjunum einnig
notið góðs af svipaðri fræðslu en Elín
María Björnsdóttir kennari hefur
sinnt því af miklum myndugleik fyrir
hönd fyrirtækisins.
Heilbrigða skynsemin
Þrátt fyrir að þátttakendur í
fræðslu og vinnustofum fyrirtæk-
isins séu af ólíku bergi brotnir og
staddir í mismunandi löndum með
ólíka menningu virðist það ekki
valda mismunandi árangri þegar upp
er staðið.
„Auðvitað eru ákveðnir hlutir til
dæmis við íslenska menningu sem
gera íslenska vinnustaði öðruvísi en
þá sem eru erlendis, en í grunninn
erum við að vinna með mannlegt eðli
og fólk er þegar upp er staðið ótrú-
lega líkt þrátt fyrir allt.“
Kennsluefnið sé byggt á traust-
um gildum sem þjóni árangri þvert á
alla trú, pólitík og landamæri því
þetta sé í raun heilbrigð skynsemi.
„Um er að ræða einfaldan
ramma, tungumál og aðferðir sem
fólk nýtir sér á vinnustaðnum og
unnið er með dagsdaglega og tengist
ekki sérfræðikunnáttu hvers og eins.
Tileinkun heilbrigðrar skynsemi og
mannlegra gilda tryggir að sam-
starfið gangi betur og árangurinn
náist.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Útsalan hefst í dag
v/Laugalæk • sími 553 3755
Borgarbókasafnið býður öllum þeim sem
vettlingi geta valdið að kíkja í ókeypis
bókmenntagöngu um miðbæ Reykjavíkur
í sumar. Farið er frá aðalbókasafninu við
Tryggvagötu alla fimmtudaga út ágúst
klukkan þrjú. Næst verður farið á morgun.
Gangan ber heitið „Myrkraverk í
Reykjavík“ en leiðsögumaður frá bóka-
safninu leiðir hana og stoppar á völdum
stöðum þar sem kynntar verða íslenskar
draugasögur og glæpaskáldsögur. Er um
að ræða skemmtilega leið til að kynnast
íslenskum bókmenntum og skoða sögu-
sviðið í leiðinni. Gangan er róleg og fer
fram á ensku.
Göngutúr um miðborgina með sögulegu ívafi
Ljósmynd/Borgarbókasafnið
Sögur Hópurinn heldur í bókmenntagöngu sem farin er á fimmtudögum.
Myrkraverk í
Reykjavík
„Það er alveg óþarfi að henda hlutum
sem þú þarft ekki lengur á að halda!“
segir á Facebook-síðu viðburðarins
„Swap til you drop“ eða skiptu þar til
þú getur ekki meira sem fram fer á
Loft Hostel, Bankastræti, í mið-
bænum í dag klukkan hálffimm.
Tryggt er að þeim hlutum sem
finna leið sína inn á hostelið verði
komið fyrir hjá nýjum eigendum eða
hjá Rauða krossinum.
Óskað er eftir bókum og hreinum
fötum. Skiptin manna á milli eru
ókeypis og frjáls. Eina krafan er sú að
góða skapið sé örugglega með í för.
Gefðu fötunum nýtt líf og endurnýjaðu fataskápinn
Morgunblaðið/Ómar
Skiptu þar til þú getur ekki
meira á Loft Hostel
„Veldu það sem þú hefur gaman
af að gera, þar sem hjartað slær
og þú getur vaxið,“ segir Guð-
rún um leiðina að góðum ár-
angri í persónulegu lífi hvers og
eins.
„Mikilvægt er einnig að eiga
ákveðna mynd af framtíðinni og
vinna kerfisbundið og ötullega
að því að gera þá mynd að veru-
leika,“ bætir hún við. Þriðja og
síðasta ráðið felst í því að velja
rétta fólkið í kringum sig hverju
sinni.
„Það er ekkert gefið í lífinu
og við erum alltaf að bæta við
okkur og vaxa,“ segir hún. Mik-
ilvægt sé einnig að finna jafn-
vægi á milli vinnu og fjölskyld-
unnar. „Sýndu alltaf metnað og
gleði í vinnunni og líka heima
með fjölskyldunni. Þannig
færðu þetta til að ganga upp.“
Persónulegi
árangurinn
MIKILVÆGT
Tengsl Emblur, félag MBA-kvenna frá HR, á stefnumóti stjórnenda.