Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 ✝ Þorgerður Eg-ilsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. apríl 1935. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi 22. júlí 2015. Foreldrar Þor- gerðar voru Egill Örn Einarsson frá Hafranesi við Reyðarfjörð og Inga Ingvarsdóttir frá Ísafirði. Bróðir Þorgerðar er Einar Ingvar Egilsson, kvæntur Höllu Svanþórs- dóttur. Maki: Einar Jónsson, f. 15.9. 1935, d. 2.9. 2006. Foreldrar Einars voru Guðríður Ein- arsdóttir og Jón Þorkelsson. Börn Þorgerðar og Einars eru: 1. Brynhildur Inga Einarsdóttir, gift Sigurbirni Ás- geirssyni. Þau eiga tvö börn og sex barnabörn. 2. Sigurlaug Sandra Einarsdóttir, gift Skúla K. Skúla- syni. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 3. Anna Guðríður Einarsdóttir, gift Atla Norð- dahl. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4. Egill Örn Einarsson, sambýliskona hans er Hanna Stefánsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Útför Þorgerðar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 29. júlí 2015, kl. 13. Nú á kveðjustund er svo margs að minnast um móður okkar og allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt með henni í gegnum tíðina. Það var því ákaflega erfitt en um leið samt hughreystandi að fá að verja með henni seinustu dögunum í hennar langvinnu veikindum. Við kveðjum hana með miklum söknuði. Margar minningarnar koma upp á yfir- borðið sem hafa greypt sig í sinn- ið en eru ekki endilega alltaf uppi við. Í æsku fluttist mamma ung að aldri með foreldrum sínum til Ísa- fjarðar og bjó þar í nokkur ár í Al- þýðuhúsinu. Hún talaði alltaf með hlýju um ömmu og afa á Ísafirði og árin sem þau bjuggu þar. Mamma var 9 ára þegar þau flytja svo aftur til Reykjavíkur. Þegar hún var einungis 14 ára þurfti hún að hætta í skóla til að taka við heimili foreldra sinna vegna heimilisaðstæðna. Það hlýtur að hafa tekið á unglinginn en hún gerði það með miklum sóma. Mamma og pabbi hófu búskap ung að árum og byggðu síðar Karfavog 17 saman ásamt for- eldrum mömmu í kringum 1960. Þar bjuggu þau til ársins 2005 en þá fluttu þau í Sóleyjarrima í Grafarvogi. Pabbi lést árið 2006 og fluttist móðir okkar þá fljótlega í litla fallega íbúð við Strikið 4 í Garðabæ. Þar leið henni mjög vel allt til dánardags. Mamma tók alltaf hlýlega á móti okkur þegar úr skólanum var komið en hún var mest heimavinn- andi, en fór þó að vinna hálfan dag- inn þar til við systkinin vorum orð- in nokkuð stálpuð. Á föstudögum var alltaf bakað og í langa skápn- um í eldhúsinu var alltaf til brún- terta, hjónabandsæla og fleira gott sem við fengum þegar við komum sársvöng heim úr skólanum. Mamma hefði orðið góður inn- anhúsarkitekt ef tekið er tillit til hversu oft hún skipti um stíl heima við. Alltaf verið að breyta og bæta, mála og færa til. Allt þurfti að vera spikk og span. Hún var partíljón hér áður fyrr og var gítarinn oftar en ekki með í för svo ekki sé minnst á hversu mikið hún hafði gaman af því að dansa. Hún var mikill snyrtipinni og þurftu allir aukahlutir svo sem taska, skór, naglalakk og fleira að vera í stíl. Hún var mikill dýravinur og mátti hvergi neitt aumt sjá. Tók meira að segja að sér að fæða villiketti vítt og breitt um bæinn. Kettir áttu hjarta hennar og var alltaf einn slíkur á okkar heimili. Okkur er líka svo minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að fjöl- skyldan hittist öll á sunnudögum og og borðaði saman og spjallaði. Auðvitað var alltaf lambalæri með öllu tilheyrandi. Á árum áður ferðuðust mamma og pabbi mjög mikið innanlands með okkur systkinin. Einnig fóru þau erlendis og einkum til Spánar í sólina því mamma naut hitans og fá á sig sólbrúnkuna. Einnig er þess að minnast að oft fóru þau hjónin á veturna á gönguskíði og mamma naut sín vel. Síðustu ár mömmu átti hún við heilsubrest að stríða og setti það óhjákvæmilega mark á líf hennar en alltaf var hún samt svo yndisleg sem mest hún gat við okkur börn- in og ekki má gleyma hve góð hún var við barna- og barnabörnin. Hún var ákaflega stolt móðir, amma og langamma. Við söknum þín elsku mamma og „Guð geymi þig í nóttinni“. Brynhildur Inga, Sigurlaug Sandra, Anna Guð- ríður, Egill Örn og makar. Elsku hjartans frænka okkar Gerður eins og hún var alltaf köll- uð, er farin frá okkur, og var hún orðin södd lífdaga. 18. apríl sl. varð hún 80 ára og héldu börnin hennar yndislega og flotta veislu, og þá var Gerður upp á sitt besta. Ég, Birna, var í veislunni, og þá var Gerður svo hress og naut dagsins vel, með ættingjum og vinum. Systir mín Guðbjörg var stödd erlendis, svo hún komst ekki í afmælið hennar. En 28. apríl fór- um við systur til Gerðar í heim- sókn, og hittum svona afskaplega vel á hana, og áttum yndislegan dag með henni og rifjuðum upp margar skemmtilegar stundir svona í gegnum ævina. Gerður var heima á þriðjudögum, en annars dvaldi hún í Drafnarhúsi á daginn, og þar leið henni afskaplega vel. Hún átti alltaf kisu, og hafði yndi af að gefa henni soðinn fisk, helst á hverjum degi. Gerður missti manninn sinn mjög snögglega. Hún ætlaði að fara að gefa honum kaffi en kom að honum látnum í rúminu. Gerður jafnaði sig eigin- lega aldrei eftir þetta áfall. Þau áttu yndislega íbúð í Sóleyjarrima í Grafarvogi sem Gerður gat því miður ekki haldið, svo með hjálp barnanna sinna keypti hún fallega litla íbúð í Garðabæ, á Strikinu 4, þar sem fór mjög vel um hana og kisuna hennar. Þegar ég var lítil og systir mín, sem er næstum 12 árum eldri en ég, var mjög mikill samgangur milli okkar heimilis og heimilis Gerðar, en mamma okkar og pabbi Gerðar voru systkini, og mjög náin þar að auki. Foreldrar Gerðar bjuggu í Karfavogi 17, í sama húsi og Gerður og Einar og börnin þeirra fjögur. Alltaf þegar við komum til þeirra í Karfavog- inn opnaði Gerður strax kalda skápinn sinn í eldhúsinu sínu og dró fram hvert boxið á fætur öðru, og í þeim voru svo góðar kökur og tertur, því Gerður var mjög myndarleg húsmóðir. Þetta er bara smádæmi um myndar- skap Gerðar frænku. Ég og Brynhildur dóttir Gerð- ar erum nálægt hvor annarri í aldri og nánar og góðar vinkonur og frænkur. Guðbjörg systir mín er 6 árum yngri en Gerður og voru þær mjög nánar vinkonur og frænkur. Síðustu svona 5 árin tók ég upp á því að hringja í Gerði frænku, og töluðum við saman einu sinni á dag og stundum oftar, og ég er strax farin að sakna þess að geta ekki hringt í hana lengur. Ég talaði síðast við Gerði 18. júlí sl. í farsímann hennar, en hún lenti á Landspítalanum annan í hvítasunnu, er hún datt illa heima hjá sér og lærbrotnaði og átti ekki afturkvæmt heim. Dóttir hennar, Anna Gúrrí, rak augun í þetta á símanum og hringdi fyrir mömmu sína til baka, og á hún þakkir skil- ið fyrir það, því það var síðasta skipti sem ég talaði við Gerði. Upp úr lærbrotinu fékk hún blóð- eitrun, sem varð henni að aldur- tila. Elsku Gerður frænka, við eigum eftir að sakna þín óskap- lega mikið, en núna ertu komin í faðm Einars, sem þú saknaðir alltaf. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Saknaðarkveðjur, Sigurbirna og Guðbjörg Oliversdætur og fjölskyldur þeirra. Þorgerður Egilsdóttir Hjartans Bjössi minn. Í dag hefðir þú orðið 72 ára. Við sem héldum að þú yrðir allra karla elstur eins og þú hafðir oft á orði. Núna er svo sárt að þú sért farinn, við áttum svo margt ógert saman. Þrautseigja og kraftur ein- kenndu þig og öll þín verk, um- hyggja þín fyrir mér var ein- stök. Það sannaðist best í vetur í íbúðaskiptum og flutningi, þrátt fyrir þín miklu veikindi. Þú varst léttur í lund, útsjón- arsamur, framsýnn, úrræðagóð- ur og alltaf bjartsýnn, enda björgunarsveitamaður í húð og hár. Þú elskaðir fjölskylduna þína, dæturnar og mig skilyrð- islaust. Þú hjálpaðir og leið- beindir dætrum okkar og kennd- ir þeim að verða sjálfbjarga til margra verka. Gerðir ekki kröfur um margt fyrir sjálfan þig, samt eitthvað af áhöldum til að gera og græja. Jú, gott að eiga góðan snjósleða til að komast til fjalla í góðra vina hópi. Björn Hermannsson ✝ Björn Her-mannsson fæddist 29. júlí 1943. Hann lést 13. apríl 2015. Útförin fór fram 22. apríl 2015. Í haust hefðum við átt 50 ára brúð- kaupsafmæli og á sama tíma eru 54 ár frá því við fórum að kjá hvort í annað. Ótrúlega stutt síð- an. Elsku Bjössi minn, takk fyrir öll þessi ár í gegnum súrt og sætt. Ég veit þú verður alltaf hjá mér, en það er samt svo dap- urt ... núna. Vonandi ertu aftur sterkur og hress í Sumarlandinu. Ég sakna þín, minn kærasti. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín, Þóra. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Mig langar að minnast hennar Guðrúnar mág- konu minnar sem lést þann 12. júlí sl. á heimili sínu í Svíþjóð. Ég kynntist Guðrúnu fyrir 47 árum er hún giftist Hannesi, elsta bróð- ur mínum. Þetta eru löng og góð kynni. Guðrún var kærleiksrík og góð kona, mátti ekkert aumt sjá, þá var hún til taks. Dugleg með afbrigðum sem sýndi sig best í erfiðum veikindum hennar. Hún var ekki á því að gefast upp, alltaf jákvæð og ótrúlega æðrulaus. Guðrún og Hannes voru mjög samrýmd hjón og til marks um það þá endurtóku þau oft það sama sem annað hafði sagt, það var bara fyndið á stundum. Þau voru alltaf ákveðin að flytjast til Svíþjóðar í ellinni og fluttu þang- að fyrir 9 árum. Hannes og Guð- rún eiga saman þrjár dætur, Kristine sem býr í Danmörku, Jó- hönnu Rósu í Svíþjóð og Guðrúnu Hildi í Vík í Mýrdal. Börnum Hannesar frá fyrri samböndum Guðrún B. Kolbeins ✝ Guðrún B. Kol-beins fæddist 22. júlí 1946. Hún lést 12. júlí 2015. Guðrún var jarð- sungin frá Heliga Kors kyrka í Ron- neby 22. júlí 2015. Minningarathöfn fer fram á Íslandi síðar á árinu. hefur Guðrún alla tíð tekið eins og sín- um eigin börnum, Þau búa á Íslandi. Þetta er stór og mannvænlegur hóp- ur sem Guðrún og Hannes eru mjög stolt af. Ég heimsótti Guðrúnu og Hannes tvisvar til Svíþjóðar. Þau keyrðu með okkur um alla Svíþjóð, fórum á útimarkaði og um allar sveitir í nágrenninu og áttum svo notaleg kvöld þegar heim var komið. Ég er ævinlega þakklát fyrir þá hjálp sem Guðrún sýndi mér þegar Maggi minn veiktist alvarlega fyrir fimm árum þegar við vorum í Svíþjóð hjá þeim. Hún var svo úrræðagóð við allt og reddaði öllu sem redda þurfti og talaði sænskuna eins og inn- fædd. Þar fyrir utan hafði ég einkabílstjóra, hann Hannes bróður minn. Takk fyrir hjálpina. Ég veit að það verður erfitt fyrir þig, Hannes minn, að missa stoð þína og styttu sem Guðrún hefur verið þér í lífinu. Ég sendi mínar bestu samúð- arkveðjur til barna Hannesar og Guðrúnar, Guð blessi ykkur. Elsku Hannes minn, innilegar samúðarkveðjur, Guð blessi þig í sorginni. Guðrún mín, ég þakka þér kærlega fyrir samfylgdina. „Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín.“ (Guðmundur G. Guðmundsson) Þóra Katrín Kolbeins. Það kemur víst alltaf að þeim tíma í lífinu að maður þarf að kveðja einhvern ástvin fyrir fullt og allt. Í þessu tilfelli hana Guð- rúnu frænku mína. Allt of fljótt finnst mér og langt fyrir aldur fram. Hún Guðrún var móður- systir mín, stóra systir mömmu minnar. Það var alltaf mikill sam- gangur milli okkar fjölskyldu og hennar fjölskyldu. Við fórum saman í útilegur og tvisvar fórum við öll saman til útlanda. Fyrra skiptið fórum við í mánaðarreisu til Norðurlandanna og gistum öll saman í risastóru hústjaldi sem keypt var til ferðarinnar. Sigldum með Norrænu og héldum svo á vit ævintýranna. Þetta var óskaplega skemmtilegt og mikið og margt brallað í þessari ferð. Seinna skiptið sem við fórum saman til útlanda var þegar við fórum til Benidorm ásamt afa og fleiri ætt- ingjum. Dvöldum þar í tvær vikur og skemmtum okkur konunglega. Það var alltaf gott að koma til Guðrúnar og Hannesar og alltaf tekið vel á móti manni. Ég man fyrst eftir mér í pössun hjá Guð- rúnu ásamt Gumma bróður með- an mamma var að vinna. En ég bjó líka hjá Guðrúnu og Hannesi einn vetur meðan ég sótti skóla í Reykjavík. Guðrún var mikil B- manneskja og gerði helst allt sem hún þurfti að gera á kvöldin og nóttunni. Ég minnist þess að hafa vaknað upp eina nóttina fyrir jól- in við einhver undarleg hljóð og eftir að hafa litið á klukkuna og séð að hún var fimm að morgni fór ég að hlusta betur og viti menn, Guðrún var að gera jólahrein- gerninguna á baðherberginu þessa nótt. Guðrún var einstök og hún mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Hún mundi alltaf eft- ir mér á afmælum og núna síðast í vor fékk ég sent óskaplega fallegt hálsmen og eyrnalokka á stóraf- mælinu mínu sem mér þykir óskaplega vænt um og mun passa eins og sjáaldur augna minna eft- irleiðis. Hún sendi mér líka alltaf smá glaðning öll jól með jólakort- inu bara rétt til að láta mann vita að hún myndi eftir manni. Í hvert sinn sem þau komu til Íslands og komu hingað austur að heim- sækja dóttur sína þá komu þau og heimsóttu mig eða kölluðu á mig í spjall til Víkur. Fyrir það er ég óskaplega þakklát og mun muna alla tíð. Mér þykir óskaplega leið- inlegt að geta ekki fylgt henni frænku minni síðasta spölinn, sér- staklega þar sem þau studdu svo vel við bakið á okkur þegar pabbi féll frá og komu strax til Íslands til að aðstoða og styðja við okkur. En ég mun hugsa til allra ættingj- anna og vinanna á útfarardaginn sem einnig er afmælisdagurinn hennar Guðrúnar og kveiki á kerti fyrir hana. Elsku Hannes, Stína, Hanna Rósa, Guðrún Hildur og aðrir fjölskyldumeðlimir, megi minn- ingin um góða konu lifa í hjörtum ykkar. Sendi ykkur kærleik og styrk yfir hafið. Hvíldu í friði, kæra frænka. Petra Kristín Kristinsdóttir. Ástkær móðir okkar og systir, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 54, 110 Reykjavík, lést 21. júlí. Útförin fer fram 5. ágúst frá Hjarðarholtskirkju í Dölum kl.13. . Gísli Jónsson og systkini hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við andlát og útför bróður okkar, mágs, frænda og vinar, JÓHANNS BOGA GUÐMUNDSSONAR húsasmíðameistara, Sólvallagötu 74, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Karitas og starfsfólks á deild 3E á Landspítalanum fyrir einstaka hlýju og alúð í hans garð. . Margrét Guðmundsdóttir, Friðrik Ágúst Helgason, Gerður Guðmundsdóttir, Þór Whitehead. Við þökkum innilega hlýhug og heiður sýndan minningu ÓLAFS HANNIBALSSONAR. . Guðrún Pétursdóttir, Hugi, Sólveig, Kristín, Ásdís og Marta Ólafsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.