Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Margir Svíar hafa áhyggj-ur af því að varnirlandsins séu nánast ílamasessi vegna ótæpi- legs niðurskurðar á seinni árum. Frammistaðan við að finna erlenda kafbáta við strendur landsins á und- anförnum árum og áratugum hefur ýtt undir þær áhyggjur. Óhætt er að segja að árangurslaus leit Svía að kafbátum við landið sé farin að verða grátbrosleg. En einnig sýnir hún varnarleysi smáþjóða gagnvart há- þróuðum vopnabúnaði stórveldanna. Nú er komið í ljós að kafbátur sem er á hafsbotni nokkra km frá austur- strönd Svíþjóðar er nær örugglega rússneskur – en úr fyrri heimsstyrj- öld. Hann virðist hafa sokkið með manni og mús 1916, ef til vill eftir árekstur við sænskt skip, að sögn Aftenposten. En fornleifar eru engin ógn. Flest- ir gera ráð fyrir að rússneskir kaf- bátar fari nú öðru hverju inn í land- helgi Svíþjóðar til æfinga og um leið er hægt að kanna viðbrögð sænska flotans. Oft hefur orðið vart við grun- samleg för í sjónum síðustu árin, kaf- báta, bæði litla og stóra, en aldrei hefur verið hægt að slá neinu föstu. Sænsk stjórnvöld gæta þess að tala aðeins um „ókunna“ báta en vafa- laust eru þar Rússar á ferð. Rússar gera nú óspart gys að mis- heppnaðri kafbátaleit Svía. Það gerðu þeir líka í fyrra þegar margra daga leit að dularfullu fari í skerja- garðinum við Stokkhólm bar engan árangur. En þess má samt geta að árið 1981 „fundu“ Svíar rússneskan kafbát við landið. Whisky á villigötum Um var að ræða nokkuð gamlan, dísilknúinn sovéskan bát, með 56 manna áhöfn og búinn kjarnorku- vopnum, vafalaust líka öflugum raf- eindabúnaði til njósna. Hann strand- aði í þoku á bannsvæði um 15 km frá öflugri flotastöð Svía við Karlskrona í sunnanverðu landinu. Báturinn var af gerð sem Atlants- hafsbandalagið nefndi Whisky. Minnstu munaði að til skotbardaga kæmi við sovésk herskip sem voru á leiðinni að strandstaðnum en eftir langt, diplómatískt reiptog gáfust Svíar upp og leyfðu Rússum að draga bátinn á flot. Kafteinninn hafði áður sagt við yfirheyrslur að hann hefði talið sig vera við strönd Pól- lands. Því trúðu fáir. Á næstu árum skýrði sænski flot- inn frá mörg þúsund atvikum þar sem talið var að ókunnir kafbátar hefðu verið á ferð en aldrei fannst neitt. Flotinn réð ekki yfir heppileg- um skipakosti til að halda uppi eft- irliti af þessu tagi, kafbátsforingjar Sovétmanna gátu auðveldlega blekkt Svía. En Caspar Weinberger, fyrr- verandi varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði frá því árið 2000 að kafbátar NATO hefðu athafnað sig í sænskri lögsögu á níunda áratugnum í samstarfi við hina hlutlausu Svía þó að leynt færi. Svíar hafa dregið hratt saman seglin í varnarmálum eftir að kalda stríðinu lauk upp úr 1990. Nú eru að- eins um 25 þúsund manns í land- hernum auk álíka fjölda í heimavarn- arliði, að sögn Karlis Neretnieks sem lengi stýrði herskóla Svíþjóðar. Framlög til flota og flughers hafi verið minnkuð um 70-80%. En Rússar efla stöðugt herafla sinn þessi árin, þrátt fyrir efnahags- vanda, þeir senda æ oftar herflug- vélar að lofthelgi Svíþjóðar. Þeir hafa einnig æft loftárásir á Stokk- hólm. Þessi aukni viðbúnaður þeirra hefur valdið því að nú hafa sænsk stjórnvöld aukið framlögin á ný. Ógnir á bólakafi rétt við strendur Svía Skimað Sænsk herskip við kafbátaleit í skerjagarðinum í fyrra. Enginn kafbátur fannst en undarleg för munu þó hafa sést á sjávarbotni. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýjar tölurHagstof-unnar um nýskráningar og gjaldþrot hluta- félaga og einka- hlutafélaga veita vísbendingar um jákvæða þróun og vöxt í hagkerfinu. Horft til síðastliðinna tólf mánaða í samanburði við tólf mánuðina á undan má sjá að gjaldþrotum hefur fækkað um 12% og nýskráningum fjölgað um 11%. Þessi þróun, bæði í ný- skráningum og gjaldþrotum, er enn ein vísbendingin um að íslenska hagkerfið er að taka duglega við sér á sama tíma og hagkerfi ýmissa annarra landa og efnahagssvæða glíma við mikla erfiðleika. Nú þarf að vísu að hafa ým- islegt í huga við skoðun slíkra hagtalna. Gjaldþrot, jafn óþægileg og þau annars eru þegar þau verða, eru órjúf- anlegur hluti af heilbrigðu markaðshagkerfi. Án gjald- þrota væri engin áhætta tekin og þar með engin nýsköpun. Engin framþróun og engin þróun yfirleitt, aðeins stöðn- un. Slíkt ástand er ekki að- eins óhugsandi heldur einnig beinlínis óæskilegt. Engu að síður er vitaskuld æskilegt að gjaldþrot séu hófleg og sú fækkun gjaldþrota sem nú sýnir sig er jákvæð eftir erf- iðleika síðustu ára. Með sama hætti má segja að of margar nýskráningar fyrirtækja væru ekki æski- legar. Þær gætu verið vís- bending um bólumyndun á til- teknum markaði eða mörkuðum og ættu að hringja viðvörunarbjöllum um ofhitn- un hagkerfisins. En sú þróun sem nú sést í tölunum er já- kvæð eftir ástand liðinna ára og vísbending um að árangur er að nást og að ís- lenska hagkerfið er að vinna sig upp úr öldudaln- um. Engum þarf að koma á óvart að töluverður vöxtur, ríflega fjórðungsvöxtur, er í nýskráningum fyrirtækja í gisti- og veitingageiranum, enda hefur ferðaþjónusta blómstrað á síðustu árum. Hitt kann að koma á óvart og er jákvæð vísbending um breidd í vaxtarbroddum at- vinnulífsins, að svipaður vöxt- ur er í nýskráningum fyr- irtækja í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum. Þá þarf ekki að koma á óvart að vísbendingar séu í tölum Hagstofunnar um mik- inn vöxt í byggingastarfsemi enda hefur hún greinilega tekið við sér á síðustu miss- erum. Nær helmings vöxtur nýskráninga á milli ára er þó sennilega meiri kraftur en margir hefðu ætlað þó að hann sé vonandi ekki meiri en byggingageirinn þolir. Loks er jákvætt að sjá að vöxtur í nýskráningu fyrir- tækja sem teljast vera sér- fræðileg, vísindaleg eða tæknileg er nærri því jafn mikill og í byggingageiranum, sem er önnur vísbending um breidd vaxtar í atvinnulífinu og vöxt á sviðum sem ætla má að geti boðið upp á áhugaverð og vel launuð störf í framtíð- inni. Landsmenn geta vel við un- að að búa við svo jákvæðar vísbendingar um vaxtar- brodda í hagkerfinu. Vonandi verða skilyrðin í atvinnulífinu með þeim hætti að þeir nái að vaxa og dafna og bera ríku- lega ávexti. Á Íslandi sjást vaxtarbroddar þegar erfiðleikar ríkja víða um heim} Vísbendingar um vöxt Á hverju árikemur upp fjöldi tilvika þar sem ökumenn verða uppvísir að utanvegaakstri sem skilur eftir sig ljót sár í náttúru landsins. Stundum er mönnum vorkunn þar sem þeir hafa ekki áttað sig á að þeir voru komnir út fyrir veg og voru að elta hjól- för sem áttu ekki rétt á sér. Í óbyggðum Íslands er þessi munur ekki alltaf greinilegur. Það eru á hinn bóginn engin mistök þegar menn gera sér að leik að spóla í hringi í við- kvæmri náttúrunni eða aka þar sem bersýni- lega er enginn vegur, aðeins gróður sem ekki þolir akstur þungra bíla eða vélhjóla. Greint var frá einu dæmi um þess háttar akstursmáta á mbl.is í gær. Þá höfðu vitni náð akstrinum á mynd en ökumað- urinn lét sig hverfa af vett- vangi. Athæfið verður kært og verður vonandi þeim sem þar var að verki og öðrum áminn- ing um að umgangast ber nátt- úru landsins af virðingu svo að allir landsmenn geti notið hennar til langrar framtíðar. Fallega en við- kvæma náttúru Íslands þarf að um- gangast af virðingu } Vítaverður utanvegaakstur B arack Obama, forseti Bandaríkj- anna, mildaði fyrr í mánuðinum dóma yfir 46 föngum sem höfðu verið dæmdir í að minnsta kosti tuttugu ára fangelsi fyrir ofbeld- islaus fíkniefnabrot. Um leið lofaði hann viða- miklum umbótum á dýru og ströngu refsi- vörslukerfi landsins. Og ekki er vanþörf á. Fjórðungur allra fanga í heiminum situr í fangelsum landsins. Nærri helmingur þeirra vegna fíkniefnabrota. Það sem vekur athygli er að föngum fjölg- aði verulega eftir að Richard Nixon, þáver- andi Bandaríkjaforseti, lýsti yfir stríði gegn fíkniefnum árið 1971. Þá voru fangar færri en 500 þúsund. Í dag nálgast þeir 2,5 milljónir. Ákvörðun Obama um að milda dóma þess- ara 46 fanga markar tímamót. Hún er við- urkenning á því að „fíkniefnastríðið“ hefur ekki virkað. Stríðið er tapað, eins og æ fleiri hafa gert sér grein fyrir. Þrátt fyrir allt það fé sem hefur verið varið í stríðið, hert- ar refsingar og aukna löggæslu, þá er árangurinn eng- inn. Neysla á fíkniefnum hefur þess í stað snaraukist og vandinn margfaldast. Íslensk stjórnvöld hafa einnig háð þetta sama stríð, þó ekki með eins harðsvíruðum hætti og í Bandaríkjunum, með því að reka harða og ósvífna refsistefnu í fíkniefna- málum. Með refsistefnunni höfum við búið til undirheima þar sem glæpahópar ráða ríkjum. Þeir nærast á fíkniefna- banninu og vilja síst af öllu að stjórnvöld end- urskoði refsistefnu sína og opni þennan heim. Refsistefnan tryggir þeim einokun á markaði sem veltir tugum milljarða króna á hverju einasta ári. Þar er ekki fylgt lögum og reglum, heldur er hnefinn einn látinn ráða. Litið er á þá sem ánetjast efnunum, oft á tíðum ungt fólk sem hefur villst af leið, sem glæpamenn og þeir dæmdir úr samfélaginu fyrir fullt og allt. Í stað þess að hjálpa þeim að takast á við vandann fangelsum við þá og skipum þeim á bekk með afbrotamönnum. Það er öll mannúðin sem við sýnum þeim. Það er tvískinnungur fólginn í því að leyfa neyslu vímugjafans sem flest okkar vilja nota, áfengis, en leggja þungar refsingar við neyslu og meðferð annarra vímugjafa. Fíkni- efnavandinn er ekki síður heilbrigðis- og fé- lagsvandamál en áfengisvandinn. Sá sem hefur ánetjast vímuefnum, þar með talið fíkniefnum, er sjúklingur sem þarf á hjálp að halda. Við eigum að meðhöndla hann sem slíkan. Boð og bönn eru engin lausn og hafa aldrei verið það. Stríðið gegn fíkniefnum ber því skýrt vitni. Þrátt fyrir hertari refsingar og aukna löggæslu hefur vandinn að- eins vaxið. Vænlegri leið til árangurs væri að gefa þeim sem hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu möguleika á úrræð- um til að ná tökum á lífi sínu. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim að taka ábyrgð á eigin lífi. Það er rétta leiðin. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Pistill Tapað stríð gegn fíkniefnum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Yfirmaður sænska flotans, Jan Thörn- quist, segir að aukin spenna í sam- skiptum Rússa við Vesturveldin síðustu árin geti ýtt undir átök vegna mistaka. Aðrir hafa bent á að árekstur flugvéla geti nú orðið kveikjan að alþjóðlegri hættu. „Ef efnt er til æfinga nálægt landamærum annars ríkis er auðveldlega hægt að fara inn fyrir landamærin af misgán- ingi,“ segir Thörnquist. Einnig gætu menn beint radargeisla að erlendu skipi og það vegna vaxandi tortryggni verið mis- túlkað sem undirbúningur að árás. Mistök gætu valdið stríði AUKIN SPENNA Jan Thörnquist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.