Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 9-16. Opið hús m.a. spil- að vist og brids kl. 13-16. Ljósbrotið prjónaklúbbur með Guðnýju kl. 13-16. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl. 9.30-16, hádegismatur kl. 12, panta með dags fyrirvara í s. 6171503, brids og bútasaumur kl. 13. Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Félagsvist kl. 13. Heitt á könnunni. Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, félagsvist kl. 13. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13 og handa- vinnustofan opin. Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Blöðin, taflið og púslin liggja frammi. Opið inn í handavinnustofu. Þrektækin á sínum stað. Minnum á netið og spjaldtölvuna. Hádegisverður seldur kl. 11.30-12.30. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Seltjarnarnes Tölvunámskeið í Mýrarhúsaskóla kl. 10. Skemmti- ganga frá Skólabraut kl. 13.30. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Kaffikrókur á Skólabraut kl. 10.30. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58–60 Samkoma í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður er Margrét Jóhannesdóttir. Allir velkomnir. Smáauglýsingar 569 1100 www.mb Bækur Bækur til sölu Dalamenn, Strandamenn, Bergs- ætt, MA stúdentar 1-5, Ódáða- hraun, Skákeinvígið 1972, Alda- far og örnefni í Önundarfirði, Sjálfsævisaga Jóga, Deildar- tunguætt, Verstfirskar ættir, Manntalið 1801, 1845, Fremra- hálsætt, Njála 1772, Edda 1818, Harmsaga ævi minnar, önnur útg. ib, Kvæði Eggerts Ólafs- sonar, 1832, Stjórnartíðindi 1885 - 2000 ib 130 bækur, Rauður log- inn brann, Klettabelti fjallkonu- nnar, Íslensk myndlist 1-2 Bj.Th., Upplýsingar í síma 898 9475. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki - starfsgreinastyttur Fannar Smiðjuvegi 6, Rauð gata Kópavogi, sími 5516488 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt 40 feta notaðir ódýrir gámar til sölu. Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur, s. 5444333 og 8201070 Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegur 16 b, Kópavogur s. 5444333. Bílar Mercedes Benz Vito 120 til sölu Árg. 2008. Sjálfskiptur, rafmagns- rúður, samlæsingar, loftkæling. Núna 3 sæta en það má setja í hann fleiri sæti og glugga. 6 V dísel 204 hestöfl. Lítið ekinn. Uppl. í s. 5444333 og 8201070 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Traktorsdekk rýmingarsala 14.9-24 kr. 35.900 13.6 -24 kr. (1 stk) 49.900 11.2 – 28 ( 1 stk) kr. 39.900 Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, Kópavogur, s. 5444333 NÝ OG NOTUÐ DEKK TIL SÖLU Kaldasel ehf,. dekkjaverkstæði, Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur, sími 544 4333. Matador heilsárs- og vetrardekk 175/65 R 14 kr. 12.950 195/65 R 15 kr. 15.700 215/70 R 16 kr. 25.900 235/60 R 18 kr. 37.500 255/55 R 18 kr. 39.900 255/50 R 19 kr. 45.700 275/40 R 20 kr. 58.900 Framleidd af Continental Matador Rubber í Slóvakíu Frábær dekk á góðu verði Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur, s. 5444333 Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsbílar Til sölu húsbíll Fiat Adriatik/ 244 2006 árg. Ekinn 22 þús. km. Dísill. Skráður fyrir 4 farþega. Rafmagn í rúðum og speglum og samlæsingar. Rafmagnsfótstig hægra megin. Búið að skipta um tímareim. 2 hellur, ísskápur, heitt og kalt vatn. WC. Algjör dekurbíll í toppstandi. Ásett verð 4.790.000. Tilboð: 4,5 milljónir í beinni sölu. Sími 893-7065. Húsviðhald          Ríf ryð af þökum, ryðbletta, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! með í skemmtiferðir á vegum félagsins, lét sig sjaldan vanta. Nú í sumar kom hún með í okkar árlegu 19. júní ferð, þá vorum við á tveggja daga ferðalagi fyrir austan fjall og áttum góðar samverustundir Gefnarkonur. Inga var einnig mjög virk í Auðarstofu, fé- lagsstarfi eldri borgara hér í Garðinum. Þar vann hún að mörgum fallegum verkum til að gefa ættingjum og vinum. Hún gaf mér bolla með fallega málaðri mynd sem ég hef hér í eldhússkápnum mínum til minningar um Ingu og verkin hennar í Auðarstofu. Inga var mjög vinnusöm, hún naut þess að sýsla í blómagarðinum sín- um og ég sá hana taka í hrífu nú í sumar. Þar að auki lagði hún góða rækt við sjálfa sig, fór út að ganga hvenær sem veður leyfði til að safna þreki eftir veturinn, sagði hún. Það er stutt síðan ég hitti Ingu mína glaða og káta að koma úr gönguferð hér um nágrennið með Finnbirni sonarsyni sín- um. Það verður erfitt að venj- ast því að njóta ekki lengur nærveru þessarar góðu konu. Ég kveð Ingibjörgu Jóhanns- dóttur, mína kæru vinkonu, með söknuði og þökk fyrir allt það góða sem hún gaf mér á okkar samleið. Fjölskyldu hennar sendi ég innilega samúðarkveðju, Guð gefi ykkur öllum styrk á sorg- arstundu. Jóhanna Amelía Kjartansdóttir. Ingibjörg Jóhannsdóttir, eða Imba eins og hún var jafnan kölluð, var elsta systir Stein- þórs pabba míns. Hún ólst upp í Sandaseli ásamt systkinum sínum og afa og ömmu, fyrir utan pabba minn. Imba sagði mér söguna af því þegar farið var með pabba mjög ungan í tímabundna sumarvist í Dalbæ. Þegar sumarið var liðið kom pabbi ekki til baka í systkinahópinn og Dalbær varð hans heimili. Imba kvaðst hafa tekið þetta nærri sér enda var hún með í för úr Sandaseli yfir í Dalbæ. Í frásögn hennar upp- lifði ég sterkan söknuð yfir að hafa misst þennan litla bróður frá fjölskyldunni. Hún var alla tíð ósátt við að hann skyldi ekki koma til baka til að dvelj- ast með systkinum sínum. Þrátt fyrir að þau Imba og pabbi hafi ekki alist upp saman þá var alla tíð mjög sterkur strengur á milli þeirra. Imba blessunin heimsótti pabba minn kvöldið áður en hún veiktist, en þá höfðu þau ekki sést alllengi. Það fór vel á með þeim eins og alltaf. Fjölskyldan var aldrei langt undan í lífi Imbu og ef maður kom við hjá þeim Valda í Vörum í Garði voru iðulega einn eða fleiri meðlimir úr stórfjölskyldunni í heimsókn. Imba var með eindæmum gest- risin og gefandi frænka sem öllum líkaði við. Það ríkti ávallt mikil glaðværð og stemning yf- ir því að koma til Imbu og voru margir fjölskyldufagnaðir haldnir í Vörum hjá Imbu og Valda heitnum. Mér er ein- staklega minnisstætt hversu fallegt samband þeirra hjóna var. Pabbi minn hafði það á orði þegar fregnir bárust af andláti systur hans að nú væri Imba loks komin til Valda síns sem hún hafði saknað undan- farið. Frænka mín var sérstaklega glaðleg og falleg kona og öll börn hændust að henni. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir þau sterku fjöl- skyldubönd sem Imba var svo natin við að hnýta við frænd- fólk sitt. Þau bönd lifa áfram, ásamt minningunni um góða konu. Sólborg Lilja Steinþórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.