Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Síðdegis í gær sendi Vestmanna-
eyjabær bréf til stjórnarformanns
Landsbankans þar sem kallað er eft-
ir gögnum þeim sem tengjast fyrir-
huguðum framkvæmdum bankans
við nýjar höfuðstöðvar við hlið
Hörpu í miðborg Reykjavíkur. Í
bréfinu eru jafnframt bornar upp
spurningar í sex töluliðum er varða
framkvæmdirnar. Byggist bréfið á
ályktun bæjarráðs Vestmannaeyja
sem það samþykkti á fundi sínum
fyrr í mánuðinum en bæjarfélagið
eignaðist hlut í Landsbankanum í
mars sem endurgjald fyrir eignar-
hlut sinn í Sparisjóði Vestmanna-
eyja.
Kallað eftir hluthafafundi
Bæjarfélagið kallar eftir hluthafa-
fundi í Landsbankanum og ítrekar
að það óski eftir því að hann verði
haldinn svo fljótt sem unnt sé að
koma honum við. Þá segir í bréfinu:
„Um leið er lögð fram beiðni um að á
fundinum verði fjallað sérstaklega
um fyrirhugaðar framkvæmdir við
byggingu nýrra höfuðstöðva fyrir
Landsbanka Íslands og eftir atvik-
um teknar til afgreiðslu tillögur hlut-
hafa um æskilegar forsendur slíks.“
Í bréfinu kallar Vestmannaeyja-
bær eftir fullu aðgengi að þeim gögn-
um sem stjórnendur bankans hafa
vísað til í opinberri umræðu um fyr-
irhugaðar framkvæmdir við aðal-
stöðvar bankans. Enn fremur er sér-
staklega kallað eftir aðgengi að
útreikningum sem tengjast þeim for-
sendum sem bankinn hefur kynnt og
hann telur að leiða muni til allt að 700
milljóna hagræðingar í rekstri bank-
ans, verði framkvæmdirnar að veru-
leika. Þá er þess einnig óskað að veitt
verði „aðgengi að þeim úttektum
sem unnar hafa verið fyrir bankann
sem og minnisblöðum, skýrslum og
sambærilegum gögnum um málið.“
Leggja fram sex spurningar
Þá krefst bæjarfélagið einnig
svara við sex spurningum á grund-
velli eignarhlutar síns í Landsbank-
anum.
Í fyrsta lagi er spurt um hvernig
bankinn komist að þeirri niðurstöðu
að byggingarkostnaður við nýjar
höfuðstöðvar muni vera 8 milljarðar
króna. Er þar sérstaklega spurt
hvort lóðarverð sé með í þeim út-
reikningum og ef svo sé, hvort lóðin
sé þar metin á grundvelli markaðs-
verðs eða kaupverðs.
Í öðru lagi er spurt út í hvað það
feli í sér þegar bankinn skilgreini sig
sem „miðbæjarfyrirtæki“. Er sér-
staklega kallað eftir svörum um til
hvaða þátta í starfsemi bankans sú
skilgreining taki. Þá er einnig kallað
eftir upplýsingum um hvar hægt sé
að nálgast upplýsingar um þessa
skilgreiningu og einnig hverjir hafi
komið að mótun stefnunnar í
tengslum við hana.
Í þriðja lagi er kallað eftir upplýs-
ingum um hvort bankinn hafi kannað
aðra kosti í húsnæðismálum, m.a.
möguleika á leighúsnæði eða kaup-
um á öðru húsnæði en því sem bank-
inn starfar í núna.
Í fjórða lagi er spurt, í tengslum
við þriðju spurninguna, hvaða kostir
hafi komið til greina, hafi fleiri kostir
á annað borð verið kannaðir.
Í fimmta lagi kallar bærinn eftir
upplýsingum um mismuninn á
kostnaði ólíkra leiða, þ.e. þeirrar
leiðar sem ákveðið var að fara og
þeirra kosta sem einnig voru kann-
aðir.
Í sjötta og síðasta lagi er spurt um
það hversu stóran hluta þeirrar hag-
ræðingar sem gert er ráð fyrir með
nýjum höfuðstöðvum þurfi til að
standa undir mismunandi kostum og
hvaða áhrif það hafi á afkomu bank-
ans og arðsemi í framtíðinni.
Krefja Landsbankann svara
í tengslum við höfuðstöðvar
Morgunblaðið/Þórður
Framkvæmdir Landsbankinn vill reisa höfuðstöðvar við hlið Hörpunnar.
Vestmannaeyjabær krefst aðgengis að gögnum sem tengjast ákvörðun bankans
helstu flugvélaframleiðendum heims.
Heildartekjur Fokker Technologies
á síðasta ári námu 758 milljónum
evra að því er kemur fram í tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu.
Hluturinn fylgdi kaupum á Stork
„Við erum sátt með hvernig salan
kemur út,“ segir Örn Valdimarsson,
framkvæmdastjóri eigna hjá Eyri
Invest. „Eins og allir vita hefur
ýmislegt gengið á í heiminum á þeim
tíma sem við höfum verið hluthafar
en undanfarið hefur rekstur Fokker
gengið vel og horfurnar eru góðar,“
segir Örn.
Eyrir hefur verið hluthafi í Fokker
frá því fyrirtækið keypti 17% hlut í
Stork-samsteypunni í ársbyrjun
2008. Fokker var eitt af þremur
helstu dótturfyrirtækjum samsteyp-
unnar, ásamt Stork Food Systems og
Stork Technical Services.
Forsendan fyrir kaupunum á
Stork, og þar með Fokker, var að
koma Stork Food Systems út úr sam-
steypunni. „Það var samkomulag
milli okkar og fjárfestanna sem tóku
þátt í fjárfestingunni um að Marel
fengi að kaupa Stork Food Systems
út úr samsteypunni, gegn því að við
myndum taka þátt í þessari yfirtöku“
segir Örn.
Að hans sögn hafa kaupin á Stork
Food Systems reynst einn af lykil-
þáttum í vexti Marel sem núna sé
orðið heimsleiðtogi í sínum geira.
„Mikilvægast er að Stork Food
Systems fór inn í Marel sem er okkar
langstærsta og mikilvægasta eign.“
Eyrir Invest hefur gengið frá sölu á
17% eignarhlut sínum í Fokker
Technologies, en salan er hluti af
kaupum bresku iðnaðarsamsteyp-
unnar GKN á fyrirtækinu. Heildar-
söluverð (e. enterprise value) Fokker
í viðskiptunum hljóðar upp á 706
milljónir evra eða tæplega 105 millj-
arða króna.
Fokker er þekktast hér á landi
fyrir flugvélar sínar en í dag annast
fyrirtækið einkum hönnun, þróun og
framleiðslu á íhlutum, rafkerfum og
lendingarbúnaði fyrir marga af
Eyrir Invest selur hlut sinn í Fokker
Söluverð tæp-
lega 18 milljarðar
á 17% hlut
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
Flug Íslendingar þekkja Fokkerinn.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnlíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hlutabréf í Icelandair Group hækk-
uðu mest allra í Kauphöllinni í gær en
félagið hafði við lokun markaða í fyrra-
dag birt afkomutölur fyrir fyrri helming
ársins ásamt uppfærðri afkomuspá
fyrir rekstrarárið. Bréf félagsins hækk-
uðu um 2,17% í tæplega 270 milljóna
króna viðskiptum. Á sama tíma hækk-
aði úrvalsvísitalan um 0,77%.
Icelandair hækkaði
mest í Kauphöllinni
● Hagfræðideild Landsbankans sendi í
gær frá sér Hagsjá þar sem farið er
yfir bílamarkaðinn hérlendis. Þar er
þeirri spurningu velt upp hvort nú séu
uppi kjöraðstæður til bílainnflutnings.
Lækkandi skuldir heimilanna, styrking
krónunnar gagnvart evru, aukinn
kaupmáttur og lægra eldsneytisverð
sé allt til þess fallið að auka á inn-
flutninginn.
Staða efnahagsmála ýt-
ir undir bílainnflutning
!"#
!
"$$"
%%
#
"
!$#
$$!
$$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
!$%$
! #
"##
%%"
%
$
!$!#
$%"
#%
!""
!!
"$
%#
%$%
$"
!$"
$#%
#"#
!$%#
● Nýskráningar
einkahlutafélaga
á tímabilinu júlí
2014 til júní 2015
voru 2.173 samtals
en 12 mánuðina á
undan voru þær
1.951, að því er
kemur fram í til-
kynningu frá Hag-
stofu Íslands. Nýskráningum hefur því
fjölgað um 11%. Mesta fjölgun nýskrán-
inga var í byggingastarfsemi og
mannvirkjagerð eða um 48% á milli
tímabila.
Gjaldþrotum einkahlutafélaga fækk-
aði og voru þau 744 á sama tímabili í
samanburði við 844 tímabilið á undan.
Þau drógust því saman um 12%. Mesta
fjölgun gjaldþrota átti sér stað í flokkn-
um sem Hagstofa kallar framleiðslu en
flest gjaldþrot voru í byggingastarfsemi
og mannvirkjagerð, 149 talsins.
Aukning á skráningum
byggingafyrirtækja 48%
STUTTAR FRÉTTIR ...