Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Friðhelgi einkalífsins á undirhögg að sækja vegna nýrr- ar tækni og meira upplýs- ingaflæðis en var fyrir aðeins fáeinum árum.    Einkalíf mannaer líka í hættu vegna bar- áttu við glæpa- starfsemi, ekki síst sívaxandi hryðju- verkastarfsemi í heiminum.    Vegna þessarar ógnar viðeinkalífið hafa margir sem betur fer sýnt því aukinn skiln- ing að setja þurfi upp girðingar til að tryggja að ekki verði gengið of nærri einstaklingnum og réttindum hans.    Af einhverjum sökum hefurþetta litlu skilað hér á landi í umræðunni um birtingu þeirra viðkvæmu persónu- upplýsinga sem felast í skatt- greiðslum og þar með tekjum fólks.    Og fylgjendur þess að skatta-yfirvöld haldi áfram að birta þessar upplýsingar grípa í öll hálmstrá máli sínu til stuðn- ings, svo sem til fordæmis frá Noregi þar sem afar langt er gengið í þessum efnum.    Þeir láta þess þó ekki getið,sem Sigríður Andersen al- þingismaður benti á í gær, að reglurnar í Noregi hafa verið hertar.    Ekki heldur „að í Danmörkuer hvers kyns upplýs- ingagjöf um skatta manna með öllu óheimil,“ að sögn Sigríðar. Sigríður Andersen Friðhelgi einkalífs í margskonar hættu STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 12 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 15 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 12 skúrir Glasgow 12 skúrir London 20 heiðskírt París 15 súld Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 20 skýjað Vín 25 skýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 37 heiðskírt Barcelona 27 skýjað Mallorca 32 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 25 skýjað Montreal 26 skýjað New York 30 heiðskírt Chicago 31 skýjað Orlando 25 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:25 22:44 ÍSAFJÖRÐUR 4:06 23:13 SIGLUFJÖRÐUR 3:48 22:57 DJÚPIVOGUR 3:49 22:20 Bridgesamband Íslands sá sér leik á borði meðan á nýlokinni Íslandsheim- sókn Bill Gates stóð og kom til hans bréfi þar sem honum er formlega boðin þátttaka á árlegri hátíð félags- ins, Reykjavík Icelandair Bridgefest- ival. Gates er sagður ástríðufullur bridgespilari og hefur m.a. tekið þátt í bridgemótum með fjárfestinum Warren Buffett auk þess að spila daglega heima hjá sér í nokkra klukkutíma á netinu. Sagt hefur verið frá því að á sunnudag heimsótti Gates Hornvík og gekk upp í bjarg og á laugardag var hann á ferð í Vestmannaeyjum, sigldi í kringum eyjarnar og heim- sótti bæinn. Mikil leynd hefur verið yfir heim- sókn Gates, en samkvæmt frétt Bæj- arins bestu hefur þeim sem komið hafa að heimsókninni verið gert að gangast undir þagnarskyldu auk þess sem lífverðir fylgdu honum. Bill Gates formlega boðið á bridgehátíð AFP Í Kaliforníu Auðkýfingurinn Bill Gates ásamt konu sinni, Melindu Gates. Ökumaður lenti í því síðasta sunnu- dag að keyra yfir stóran hóp gæsa á hringtorgi á Blönduósi. Tutt- ugu og sex gæsir lágu eftir dauðar eða svo illa farnar að ákveðið var að aflífa þær. Lögreglan á Blönduósi sagði það nokkuð algengt að gæsir gengju yfir veginn og ítrek- aði varnaðarorð til ökumanna um að vera á varðbergi gagnvart fiðruðum vegfarendum og vera við öllu búnir. Talsvert er í bænum af ungum, ófleygum gæsum sem taldar eru klaktar í Hrútey við Blöndu og hefur lögreglan haft áhyggjur af þeim. Talsvert varp er í Hrútey þar sem öll umferð er bönnuð snemmsumars vegna þess. Mikið gæsavarp er í mýri í eynni en einnig varp ýmissa smærri fugla þar sem eyjan er gróin. Mikil gróðursetning var í eynni frá miðri síðustu öld og hefur hún notið þess samhliða því að hún hefur verið friðuð fyrir beit frá 1933. Fylgst er með merktum gæsum í eynni en Um- hverfisstofnun telur þörf á frekari rannsóknum á stærð stofnsins. Ók yfir 26 gæsir á Blönduósi Fuglar Gæsir eru algengar í þéttbýli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.