Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Í Víðidalnum er iðulega líf og fjör á
sumrin, en þar má finna umhverfi
sem sjaldgæft er að sjá í borgum
erlendis. Meðal þeirra sem hafa að-
setur þar er Reiðskóli Reykjavíkur,
en hann hefur verið starfræktur
þar frá árinu 2001.
Hjónin Edda Rún Ragnarsdóttir
og Sigurður Vignir Matthíasson,
sem bæði eru reyndir knapar og
tamningamenn, reka skólann og
hafa gert frá upphafi. Samhliða
reiðskólanum reka þau hestamið-
stöðina Ganghesta sem sérhæfir
sig í þjónustu við hestafólk, m.a.
kaupum og sölu á hrossum, reið-
kennslu, frumtamningum og þjálf-
un á keppnis- og kynbótahrossum.
700 nemendur í sumar
Að sögn þeirra hjóna gengur
reksturinn vel og mikil ásókn er í
pláss í reiðskólanum hvert einasta
sumar.
„Það eru um það bil 700 nem-
endur hjá okkur yfir sumarið og
milli fimmtíu og sextíu hestar.
Þetta hefur verið mjög farsælt og
vaxandi,“ segir Sigurður.
Sigurður og Edda Rún eru sam-
mála um að það sé hollt og gott fyr-
ir nemendur í reiðskólanum að fá
að kynnast hestamennskunni á
þann hátt sem færi er á í Víðidaln-
um, innan borgarmarkanna.
„Það er gefandi fyrir krakkana
að fá að kynnast skepnunni. Það er
líka ofboðslega hollt fyrir börnin að
vera í tengslum við náttúruna, að
kynnast þessari paradís sem er í
raun inni í miðri höfuðborginni. Ég
held að við gerum okkur varla
grein fyrir því hvað við erum rík,
hér eru útreiðarleiðir í allar áttir,“
segir Edda Rún.
Að sögn Eddu Rúnar og Sig-
urðar er allt starfsfólk reiðskólans
reynt hestafólk sem hefur nánast
verið alið upp á hestbaki. Auk
starfsfólksins má síðan sjá nokkrar
yngri hjálparhellur sem sjá einnig
til þess að allt gangi snurðulaust
fyrir sig.
Námsframboð Reiðskóla Reykja-
víkur er fjölbreytt og skólinn er op-
inn börnum á öllum aldri, en flest
námskeiðanna standa yfir í tvær
vikur yfir sumartímann. Hver nem-
andi fær einn hest úthlutaðan sem
hann umgengst og annast.
Mörg barnanna koma ár eftir ár
og klífa upp stigann, en námskeið-
unum er skipt eftir getustigi og
reynslu knapanna.
Byrjendanámskeið býðst börnum
á aldrinum sex til átta ára, en þar
eru undirstöðuatriði kennd. Börnin
læra umgengni við hrossin og fara
einnig í útreiðartúra.
Reiðtúrarnir vinsælastir
Aðspurður hvernig sambandinu
sé háttað milli yngstu nemendanna
og hestanna segir Sigurður að
hrossin séu afar gæf og mýkist upp
eftir því sem knapinn er yngri.
Edda Rún tekur í sama streng og
segir að í raun sé best að ala unga
knapa upp frá blautu barnsbeini.
Framhaldsnámskeiðin taka síðan
við en þau eru ætluð þeim sem hafa
áður setið tveggja vikna námskeið.
Þá eru reiðtúrarnir lengri og mikil
áhersla er lögð á að nemendur
byggi upp traust við hrossin í
þeirra umsjá.
Gangskiptingarnámskeiðið hefur
notið mikilla vinsælda en það býðst
einungis mjög reyndum nem-
endum. Þar læra nemendur á gang-
tegundir íslenska hestsins, en mikl-
ar kröfur eru gerðar til nemenda
og námskeiðið aðeins kennt í eina
viku á ári.
Vinsælasta námskeiðið er hins-
vegar Ævintýranámskeiðið, en í því
felast lengstu reiðtúrarnir. Þeir
geta orðið allt að þriggja tíma lang-
ir og er ýmist riðið út í Heiðmörk,
upp að Bugðu og í Elliðaárdal.
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst njóta reiðtúrarnir mestra vin-
sælda hjá nemendum skólans.
Nemendunum virðist líka ljóst að
góð umhirða og umgengni við
hrossin sé forsenda þess að hægt
sé að ríða út. Þess vegna leggja
þeir sig alla fram í þær tvær vikur
sem þeim gefst tími til nándar við
skepnurnar.
Kátar Þær Victoria og Kristín voru önnum kafnar við að festa hnakk á hestinn Sleipni þegar
blaðamann bar að garði, en þær voru að hefja tveggja vikna framhaldsnámskeið.
Knapar Daníel Birkir og Katla Björk höfðu nýlega fengið úthlutaða hesta til umsjár, en þau
sækja framhaldsnámskeið þar sem þau munu tengjast hestunum tryggðaböndum.
Fyrstu kynni Þessi stúlka nálgaðist af varkárni en hesturinn virtist sallarólegur. Líklega er
hann vanur fyrstu kynnum eftir að hafa kynnst fjölda nemenda þetta sumarið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skólastjórar Edda Rún og Sigurður hafa rekið Reiðskóla Reykjavíkur í fimmtán ár. Þau eru þaulreynt hestafólk og
tamningamenn. Að þeirra sögn hefur nemendum í Víðidalnum fjölgað mjög frá ári til árs.
Reiðskóli í hjarta
höfuðborgarinnar
Traust Kristín fær sér góðan blund. Meðal æfinga sem iðkaðar eru í skólanum eru jafnvægisæf-
ingar. Þá standa nemendur uppréttir á baki hestanna til þess að byggja upp traust.