Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 9
BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við erum búin að bæta við eftir- litsmyndavélum og lýsingu á und- anförnum árum, það ferli heldur áfram núna í ár,“ segir Dóra Björg Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍBV, sem auk þess á sæti í Þjóðhátíðarnefnd. Húkk- araballið hefst á morgun og að sögn Dóru er verið að leggja loka- hönd á skipulagningu hátíðar- innar. Öryggismyndavélar voru fyrst settar upp fyrir þremur ár- um og hafa þær gefið góða raun. Í ár verða 13 myndavélar í Herjólfs- dal en 11 myndavélar voru settar upp í fyrsta skipti árið 2012. Héldu opinn fund Að sögn Dóru hefur forvarnar- starf gegn nauðgunum skilað góð- um árangri og í fyrra kom ekki fram nein kæra að lokinni hátíð- inni svo vitað sé og að sjálfsögðu vilja forsvarsmenn hátíðarinnar sem og aðrir endurtaka þann ár- angur. Samhliða því sem lýsing verður bætt mun forvarnarhópur ÍBV, Bleiki fíllinn, vera á svæðinu. „Gæslan verður dreifð um svæð- ið. Við erum að bæta gæsluna og búin að kortleggja dalinn og vitum hvar þessi helstu mál hafa komið upp í gegnum tíðina,“ segir Dóra. Gæslan samanstendur af lög- reglumönnum, björgunarsveitar- mönnum og foreldrum. Að sögn Dóru var haldinn opinn fundur eftir Þjóðhátíð í fyrra þar sem fólk gat komið ábendingum á framfæri. Í framhaldinu var m.a. bætt við lýsingu á myrkum svæð- um. Nálgast tug þúsunda Dóra vildi ekki gefa upp hversu marga miða búið væri að selja á Þjóðhátíð að öðru leyti en að miðasala í forsölu gengi vel. Tvö flugfélög fljúga með gesti á Þjóðhátíð. Það eru flugfélagið Ernir og Flugfélag Íslands. Sam- kvæmt upplýsingum frá Erni og FÍ eru um 500 manns með bókað flug frá Vestmannaeyjum á mánu- dag. Samkvæmt upplýsingum frá miðapöntunum í Herjólf hafa 7.900 manns bókað far frá Vestmanna- eyjum á mánudag og þriðjudag, eða 5.300 á mánudeginum og 2.600 á þriðjudag. Að auki eru ferðir með Viking tours á milli lands og Eyja. Getur ferja fyrirtækisins flutt um 60 manns í einu. Ekki fengust upplýsingar um það hversu marga miða var búið að selja á mánudag og þriðjudag en gera má ráð fyrir því að búið sé að selja hátt í tug þúsunda far- miða frá Eyjum á mánudag og þriðjudag. Búin að kortleggja staði þar sem mál hafa komið upp  Tæp átta þúsund hafa keypt miða með Herjólfi á mánudag og þriðjudag Morgunblaðið/GSH Þjóðhátíð Brekkan er gjarnan þéttskipuð á Þjóðhátíð á sunnudagskvöldinu. Búast má við því að þúsundir manna muni fylla hana í ár sem önnur ár. Búið var að selja tæplega átta þúsund miða í Herjólf á mánudag og þriðjudag. Laugavegi 63 • S: 551 4422 SUMARBUXUR Á STÓRÚTSÖLU FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 Ólafur Ragnar Grímsson lá undir talsverðri gagnrýni í kjölfar athafn- ar sem haldin var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni af því að 35 ár voru liðin frá kosningu hennar til forseta. Vigdís var kosin til embættis hinn 29. júní 1980. Ólafur svaraði henni á þá leið í viðtali við Sölva Tryggvason á vef sjónvarpsstöðv- arinnar Hring- brautar í gær að hann hefði ekki viljað skyggja á Vigdísi með komu sinni á atburð- inn. Aðrir embættismenn þjóðar- innar hefðu gert slíkt hið sama að undanskildum forseta Alþingis sem hefði gegnt ákveðnu hlutverki í at- höfninni. „Þetta var ekki opinber athöfn heldur viðburður til að heiðra Vigdísi persónulega,“ sagði Ólafur. Honum hefði fundist Vigdís eiga að njóta stundarinnar með fólkinu án þess að hann eða aðrir kæmu þar að. Þá sagði hann skipu- leggjendur viðburðarins ekki hafa gert ráð fyrir sér. Auður Hauksdóttir, forstöðumað- ur Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur og einn skipuleggjenda við- burðarins, staðfesti þetta í viðtali við sjónvarpsstöðina. Vildi ekki skyggja á Vigdísi Ólafur Ragnar Grímsson Starfrækt hefur verið áfallateymi sem m.a. saman- stendur af læknum, hjúkrunarfræðingum og sálfræð- ingum. Hjalti Jónsson, sálfræðingur sem starfar í Dan- mörku, stýrir áfallateyminu. Hjalti kom að starfinu árið 2012. „Við sjáum um að hjálpa fólki að hafa samband við lögreglu, koma því undir læknishendur og meta stöðuna með heilbrigðisfólki í kringum okkur. Ef um kynferðisbrot er að ræða, þá sendum við fólk til Reykja- víkur á neyðarmóttökuna. Mesta vinnan fer í praktíska hluti, hafa samband við aðstandendur svo þolandinn sé ekki sjálfur að standa í því. Meðferðin sjálf hefst ekki fyrr en seinna ef þörf er á. Rannsóknir sýna að um helmingur glímir við áfallastreituröskun síðar,“ segir Hjalti. Í fyrra var engin nauðgun kærð eftir Þjóðhátíð. „Bless- unarlega var hátíðin í fyrra róleg og engin stórvægileg mál og við erum að vonast til þess að þetta forvarnarstarf sé að skila sér. Forvarnarstarf fyrir Þjóðhátíð er eitt, en þetta er þjóðfélagslegt verkefni,“ segir Hjalti. Sjá um praktíska hluti ÁFALLATEYMI ER STARFRÆKT Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Hjalti Jónsson Kringlunni 4c – Sími 568 4900 VERÐHRUN GÖTU SALAN HEFST Í DAG Spölur setti í byrjun sumars upp vegslá við gjaldhlið Hvalfjarðar- ganga, sem þverar áskriftarakrein gjaldhliðsins norðan við þau. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spal- ar, segir tilganginn með vegslánni tví- þættan. „Sláin er bæði til þess að hemja þá sem keyra í gegn án þess að borga. Það hefur verið svolítið um það, ekki síst hjá ferðamönnum sem þekkja ekki annað en vegslár við gjaldskýli erlendis,“ segir hann, en hin ástæðan snýr að öryggi vegfarenda. „Hitt markmiðið er að ná niður hraðanum við gjaldskýlin. Hámarks- hraðinn er 30 kílómetrar á klukku- stund, en við höfum séð miklu hærri tölur,“ segir Gylfi. Erfitt að rukka ferðamennina Eftirlitinu var áður sinnt með eftir- litsmyndavélum sem tóku myndir af þeim sem ekki borguðu í göngin. „Það hefur gengið á ýmsu að inn- heimta hjá þeim sem ekki borga. Til dæmis er nánast ómögulegt að inn- heimta gjaldið af ferðamönnum sem borga ekki. Þeir eru á bílaleigubílum og eru síðan horfnir úr landi þegar innheimt er,“ segir Gylfi. Gylfi segir það munu taka tíma að venja ökumenn á nýja kerfið með gjaldslánum. Aðspurður hvort eitt- hvert tjón hafi orðið vegna slánna, segir Gylfi að það hafi gerst í nokkur skipti það sem af er sumri. „Það sér nú ekki mikið á bílunum, aðallega á slánum. Þetta hlýtur að lagast. Það tekur tíma að hægja á hraðanum,“ segir hann. Vegslá Sett upp í byrjun sumars. Vegslá við gjaldhlið ganganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.