Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Þrír erlendir ferðamenn sem gistu í
Vatnskoti á Þingvöllum um helgina
urðu uppvísir að því að valda veru-
legum skemmdum á gróðri og mosa
með því að rífa upp gróðurinn og
nota til þess að einangra tjöld sín.
Tilkynning um málið ásamt mynd-
um var birt á Facebook-síðu þjóð-
garðsins.
Þjóðgarðsverðir urðu skemmd-
anna varir og sáu hvernig gróðurinn
lá upp við tjöldin. Samkvæmt færsl-
unni lásu landverðir fólkinu pistilinn
en eftir það er fólkið sagt hafa verið
fullt iðrunar og síðan yfirgefið svæð-
ið.
Einar Á.E. Sæmundsen, upplýs-
ingafulltrúi þjóðgarðsins, sagði mál-
ið komið til lögreglu. „Okkur fannst
þetta svo skýrt brot á reglum þjóð-
garðsins að við urðum að tilkynna
þetta. Við eigum svo eftir að heyra
frá lögreglunni hvaða leið málið fer
og sjá hvort ákæra verður lögð fram
og hvaða viðurlög eru við þessu.“
Sjaldséð spjöll í þjóðgarðinum
Skemmdir af þessu tagi eru sem
betur fer sjaldséðar í þjóðgarðinum.
„Þetta sló menn ansi hart, þetta er
svo óvenjuleg hegðun. Maður er allt-
af að sjá eitthvað nýtt,“ sagði Einar.
Landverðir reyndu eftir bestu getu
að bæta skaðann en það er eftir að
koma í ljós hvernig gróðurinn jafnar
sig. „Þetta voru það stórir flekkir á
ýmsum stöðum að það var hægt að
taka mosann og setja hann aftur nið-
ur en svo veit maður ekki hvort það
dugar þegar fram í sækir.“ Þó segir
Einar að tekist hafi að a.m.k. hylja
verstu sárin sem urðu eftir í nátt-
úrunni. Mosi er eins og flestir vita
afar viðkvæmur gróður sem tekur
langan tíma að jafna sig.
Stendur af sér strauminn
Þrátt fyrir atvikið er Einar þó já-
kvæður í garð ferðamannastraums-
ins og segir þjóðgarðinn standa
hann vel af sér. „Þrátt fyrir að það
hafi orðið svona mikil aukning þá
gengur þetta almennt vel. Við
hringsjána til dæmis höfum við girt
af helstu gönguleiðir og það hefur
gengið ágætlega. Þó að það komi
stundum upp svona skrítnar fréttir
inn á milli þá almennt séð gengur
sumarið ágætlega. Með svona mikl-
um fjölda verða til nýir áningar-
staðir og við sjáum fólk hlaupa upp á
aðra hóla en vant er. Við höfum að-
eins rætt hvernig við eigum að tækla
það.“ bso@mbl.is
„Klárt brot á reglum þjóðgarðsins“
Ljósmynd/Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Skemmdir Ferðamennirnir nýttu mosann til þess að einangra tjöld sín.
Ferðamenn rifu upp stórar mosa-
breiður Tilkynnt til lögreglu
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ákveðinn hluti markaðssetningar
Icelandair gengur út á það að aug-
lýsa Ísland sem ákjósanlegan
„stopover“-stað, hvað varðar flug á
milli Evrópu og Bandaríkjanna, eða
á milli Bandaríkj-
anna og Evrópu.
Guðjón Arn-
grímsson, upplýs-
ingafulltrúi Ice-
landair, sagði í
samtali við Morg-
unblaðið í gær, að
kynning Ice-
landair á Íslandi
gengi m.a. út á
það að kynna fyr-
ir ferðalöngum,
sem ætla með félaginu á milli Banda-
ríkjanna og Evrópu, eða öfugt, að
hentugt gæti verið og ánægjulegur
viðauki við ferðalagið, að stoppa á
leiðinni á Íslandi og skoða landið í
tvo til fimm daga, áður en förinni
væri haldið áfram
Vinnum með Isavia
Guðjón var spurður hvort hann
teldi að hin gríðarlega örtröð, sem er
í Leifsstöð flesta daga vikunnar,
hefði haft skaðleg áhrif á þennan
hluta markaðsstarfs félagsins, þar
sem farþegar þurfi að bíða svo
klukkustundum skiptir til þess að
komast inn í Leifsstöð á nýjan leik,
að skammri dvöl lokinni, eins og
skýrt kom fram í Morgunblaðinu í
gær: „Auðvitað fylgjumst við vel
með stöðunni á Keflavíkurflugvelli
og reynum að vinna með Isavia við
að leysa úr málum þar. Keflavíkur-
flugvöllur er lítill og þægilegur flug-
völlur, sem við höfum notað í auglýs-
ingum okkar. Hann er það enn og á
það leggjum við ríka áherslu í mark-
aðsstarfi okkar. Vissulega er mikið
að gera á háannatíma,“ sagði Guð-
jón.
„Við höfum ekki orðið vör við að
farþegar hætti við „stopover“-dvöl
hér á landi, vegna þess hve annir eru
miklar í Leifsstöð. Sá hluti markaðs-
setningar okkar er eingöngu hugs-
aður með það fyrir augum að fólk
stoppi hér í tvo til fimm daga á leið
sinni á milli álfanna, ekki að það
stoppi bara í nokkra klukkutíma og
skelli sér t.d. í Bláa lónið. Það er eig-
inlega ekkert um það að farþegar
okkar hoppi út og skelli sér í Bláa
lónið og haldi svo áfram för sinni,“
sagði Guðjón Arngrímsson.
Áhersla lögð á
tveggja til fimm
daga dvöl hér
Örtröðin ekki skaðað markaðsstarfið
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Biðraðir Á mestu álagstímum
myndast langar raðir í Leifsstöð.
Guðjón
Arngrímsson
Karlmaður á Suðurlandi hefur ver-
ið úrskurðaður í áframhaldandi
nálgunarbann gagnvart eiginkonu
sinni en Hæstiréttur hefur staðfest
úrskurð Héraðsdóms Suðurlands
þess efnis.
Maðurinn var fjarlægður af
heimili hjónanna vegna „ofríkis
hans“ á heimili þeirra auk ofbeldis
gagnvart eiginkonu sinni sem börn
þeirra höfðu orðið vitni að. Fékk
lögreglan ábendingu um þetta frá
barnaverndaryfirvöldum. Parið
flutti hingað til lands fyrir tveimur
árum.
Í skýrslutöku lýsti eiginkona
hans því að undanfarna mánuði
hefði hann beitt hana ítrekuðu and-
legu og líkamlegu ofbeldi og að
hegðan hans hefði almennt versnað
við drykkju. Sagði hún hann meðal
annars hafa slegið hana svo hún féll
í gólfið og ítrekað kýlt hana með
krepptum hnefa í andlit og höfuð.
Nálgunarbann vegna
ofríkis á heimilinu
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Hraðakstursbrot tvöfölduðust milli
áranna 2013 og 2014. Árið 2013 voru
skráð brot 13.047 en árið 2014 voru
þau 26.375, þar af voru um 17.000 á
höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir
þetta hefur ofsaakstur minnkað.
Þetta segir Ragnar Árnason, varð-
stjóri hjá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu, en hann telur aukinn
fjölda hraðakstursbrota að hluta til
skýrast af auknu eftirliti með hrað-
akstri, fremur en slæmri aksturs-
menningu.
„Trúlega hefur kannski bæði
hraðamyndavélaeftirlit og annað ver-
ið óvenju virkt árið 2014. Aftur á móti
finnst okkur að allt sem heitir ofsa-
akstur, bæði á vegum til og frá
Reykjavík og hérna innanbæjar, hafi
snarminnkað. Tal um að hér aki alltaf
allir á seinna hundraðinu á Miklu-
braut og Sæbraut er ekki rétt,“ segir
Ragnar. Þá útskýrir hann að hlutfall
þeirra sem keyra yfir hámarkshraða
sé í raun ekki hátt. Á Kringlumýr-
arbraut er það um 9% bíla, Miklu-
braut 5% og Vesturlandsvegi 2%.
„Þess vegna erum við afskaplega
sáttir, því við sjáum að ástandið er
gott. Eins og í morgun var ég í
klukkustund á Strandgötu í Hafn-
arfirði. Það var þó ekki nema 1% af
ökumönnum sem var yfir okkar af-
skiptahraða. Meðalhraðinn náði ekki
einu sinni 50 kílómetrum á klukku-
stund á öllum ökutækjum sem óku
þarna,“ segir Ragnar og bætir við að
ef almenningur hagar sér almennt
vel þá eigi hann að fá að vita það.
Hann segir markmiðið með virku
eftirliti ekki að ná fólki og gera það
að brotamönnum, heldur að enginn
keyri of hratt.
Hraðmyndavélakassarnir tómir
Í Reykjavík eru bara tvær hraða-
myndavélar í notkun. Önnur er í
ómerktum bíl hjá lögreglunni, svo-
kölluð bílmyndavél, og hin er
flökkuvél. Flökkuvélin er færð á
milli tómra kassa sem eru víðsvegar
við vegi í Reykjavík og fara vart
framhjá ökumönnum. Ragnar segir
kassana nítján talsins. Ástæðan
fyrir því að allir kassarnir nema
einn eru tómir er sú að eftirlits-
myndavél kostar um 9 milljónir
króna. Þá hafi bílmyndavélin kostað
rúmlega 8 m. kr., en lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu keypti fyrir
stuttu nýja bílmyndavél, þar sem sú
gamla var frá árinu 1997 og var
filmuvél. Hún var orðin slöpp og
hafði afkastageta hennar minnkað.
Nýja bílmyndavélin tekur myndir
út um afturrúðu bílsins og er tals-
vert afkastameiri.
Morgunblaðið/Sverrir
Eftirlit Ragnar Árnason varðstjóri segir ofsaakstur hafa snarminnkað þrátt fyrir aukinn fjölda hraðakstursbrota.
Varðstjóri segir ofsa-
akstur fara minnkandi
Virkt eftirlit skýri aukinn fjölda skráðra hraðakstursbrota
Fyrstu hraðamyndavélarnar hér
á landi, tvær að tölu, voru
settar upp í Hvalfjarðarsveit í
júlí 2007. Frá þeim tíma hefur
17 myndavélum verið bætt við
víðsvegar um land. Í fyrra voru
70,6% skráðra hraðakst-
ursbrota upplýst í gegnum
hraðamyndavélar, þar af 6.000
tilvik í hraðamyndavélum í
Hvalfjarðargöngum og Kjal-
arnesi.
Taka þúsundir
HRAÐAMYNDAVÉLAR