Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 20. desember 1994 ■lii| i 1 I I í öfugu hlutfalli borgrnt... — JOKER SKRIFAR — Ég minnist þess þegar ég var smástrákur og heyrði tvo fram- sóknarmenn tala saman og umræðuefnið var Steinn Steinarr skáld. Kom þeim saman um að Steinn væri óttalegt leirskáld. Þessu til sönnunar fóru þeir með vísur sem eignaðar voru Steini, eins og þessa: Hart er nú riðið í hlað rétt um hádegisbil. Ég er nú hræddur um það. Það er nú líkast til. Orðræða þeirra sannfærði mig um að Steinn væri óttalegt leirskáld. Það álit breyttist ekki fyrr en ég var kominn á unglingsár og heyrði Þorstein 0. Stephensen lesa kvæði eftir Stein í út- varpinu (í þá daga var bara eitt útvarp). Eftir þann lestur hef ég verið sannfærður um að Steinn Steinarr væri mikið og gott skáld. Sérstaklega fannst mér eitt kvæðið, sem Þorsteinn las, alveg stórmerkilegt. Þetta kvæði heitir „Að fengnum skáldalaunum". Við það að heyra þetta kvæði lesið og að hafa lesið það sjálfur mörgum sinnum síðan, skildi ég hvers vegna framsóknarmenn- irnir tveir höfðu svona lítið álit á Steini, en ég hygg að ástæðan sé þetta erindi í kvæðinu: En eitthvað erbreytt og annaðhvort ég eða þjóðin er ekki jafn trúföst sem fyrr við sín markmið og heit, því nú hefur íslenska valdstjórnin launað mér Ijóðin eins og laglega hagorðum framsóknarbónda í sveit. Lokaerindi kvæðisins fannst mér þó langmerkilegast, en það er svona: Því ennþá ég man þann lærdóm, sem lífið mér kenndi, hve lágt eða hátt sem veröldin ætlar mér sess: Þau bláköldu sannindi, að allt, sem innt erafhendi, í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess. Á vorum tímum atvinnuleysis og launamisréttis rifjast þessar hendingar upp. Vinna er innt af hendi og fyrir vinnu er borgað, helst eins lítið og vinnukaupandinn telur sig geta komist upp með. Ef við eigum að taka orð skáldsins alvarlega, gæti verið gaman að raða hinum ýmsu störfum þjóðfélagsins á gildistöflu út frá þeim forsendum sem gefnar eru í kvæðinu. Hægt væri að hugsa sér stigatöflu með kvarðanum 0-10 þannig að hæst gildi fengju þeir sem lægst hafa launin og minnst þeir sem mest fá í umslagið sitt (eða inn á bankareikninginn) á hverjum útborgun- ardegi. Það er haft eftir öruggum heimildum, að tiltekinn ráðherra fái útborgaðar kr. 134.000 þegar hann er búinn að borga skattinn sinn, stéttarfélagsgjald og iðgjald í lífeyrissjóð. Aðalheimildar- manni þeirrar fréttar þótti þetta skammarlega lítið. Líklega er það rétt. Þetta er samt þrisvar sinnum hærra en sá fær sem er að hefja feril sinn sem verkamaður, ef hann á hvorki kost á yfirvinnu eða bónus. En þarna erum við komin með tvo góða punkta fyrir gildiskvarðann okkar, þ.e. verkamann og ráðherra. Og þar sem við höfum engan annan fundið lægra launaðan í fullu starfi, þá hljótum við að slá því föstu að gildi starfa verkamannsins sé 10. Á það þrep má víst setja ýmsa fleiri, svo sem gangastúlkur á sjúkrahúsum, sumt ófaglært fólk hjá Pósti og síma, ræstitækna í tímavinnu o.fl. En hvar á þá að segja ráðherrann? Þegar tekið er tillit til þess að sumir undirmenn ráðherra, svo sem skrifstofustjórar og ráðuneytisstjórar, fá töluvert meira í sinn hlut en ráðherrann, hljótum við að setja hann nokkuð hátt, t.d. í 6. Milli verkamannsins og ráðherrans gætu komið ýmsar stéttir. í bili væri t.d. hægt að gefa sjúkraliðum og fóstrum 9, kennurum og hjúkrunarfræðingum 8 o.s.frv. Þá er að huga að lægri þrepunum. Áður voru nefndir ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar ráðu- neyta (á líku róli gætu verið nokkrir bæjarstjórar). Gildi starfa þessara manna getur ekki verið meira en 3-4 ef laun þeirra eru borin saman við ráðherralaunin. Gildið fer þó enn lækkandi ef litið er til þeirra sem stjórna stórum fyrirtækjum, t.d. á sviði flutninga og samgangna. Gildi þess starfs sem þeir inna af hendi getur varla verið meira en 1-2. Mig grunar að í neðsta sætinu lendi þeir sem eru eins konar varðhundar pólitískra afla í stjórnum og toppstöðum stofnana peningakerfisins. Þjóðsagan hermir að þar séu menn sem hafi góða aðstöðu til að kjósa sjálfa sig og hverjir aðra í alls konar nefndir og ráð, þar sem vel er greitt fyrir fundasetu, þannig að föst laun fyrir aðalstarfið verða varla nema 30-50% af heildar- launum þeirra. Tekið skal skýrt fram, að hér er ekki verið að tala um útibússtjóra viðskiptabanka vítt og breitt um landið, sem flestir róa lífróður daglega tiÞað halda gangandi atvinnustarf- semi, hver í sínu umdæmi. Til bráðabirgða slæ ég því fram, að til að gildi starfs sé 0 (núll) þurfi viðkomandi starfsmaður að hafa 15-20föld verkamanna- laun. Ef einhver hefur meira en 20föld verkamannalaun hlýtur því gildi starfsins að vera komið í mínus og verk hans því meira og minna unnin til óþurftar. Ekki treysti ég mér samt til að benda á neinn sem lendir í því. Nú ættu verkamenn, eins og aðrar láglaunastéttir, að vera stoltir af því hve gildi starfs þeirra er mikið. Ég er þó hræddur um að erfitt sé að hafa hugann við gildið eitt í hinni hörðu lífsbaráttu. Tökum dæmi af ungum verkamanni sem fær vikulega kr. 11.000 í umslagið sitt. Það myndi gera um kr. 45.000 á mánuði. Líklega hefur hann leyft sér þá óráðsíu að stofna fjölskyldu og að öllum líkindum getið tvö börn. Hann leigir lélegt húsnæði á kr. 35.000 á mánuði. Hann borgar kr. 5.000 á mánuði í orku (Ijós, eldun, hiti). Þá á hann eftir kr. 5.000 fyrir mat, fötum, kostnaði af ferðum til og frá vinnu o.fl. Ég býst við að hann sætti sig við að komast í starf sem hefur nokkru minna gildi ef það gæti leitt til þess að hann aflaði þó peninga fyrir nauðþurftum heimilisins. Eða hvað heldur þú, lesandi góður? Óskum starfsfólki okkar sem og Vest- firðingum öllum gleðilegra jóla ogfarsœldar á komandi ári. Hraðfrystihúsið hf. Hnífsdal Mjölvinnslan Miðfell Kœst skata KR. 420 Op/ð til 23.00 föstudag BJÖRNSBÚÐ FASTUR PUNKTUR I TILVERUNNI — / 90 ÁR — Í-SPORT LJÓNINU • SKEIÐI • SÍMI 3710 til vaxtarræktar og þrekæfinga ■i þrekhjól handlóð vaxtarmótarar sippubönd yypower twisterar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.