Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTAM ^nrn | Þriðjudagur 20. desember 1994 3 Jólahugleiðing eftir séra Baldur Vilhelmsson, prófast í Vatnsfirði Enn á ný, og nú í þjáðmn heimi hljóma bjöllurnar og Ijósið skín í myrkrinu, fagnaðarhátíð, friðarhátíð, fæðingarhátíð, komin með sinn boðskap.Tökum á móti þessti Ijósi sem skín í gegnum hráan og gráan hversdaginn sem ríkir í mannheimi á norðlægu landi um þessar mundir, en því miður oftar hið innra í köldu og döpru hjarta. Helgi jólanna lýsir upp hið innra og jólanóttin verður stund íhugunar um mannlegt líf og eigið Iíf, stöðu okkar gagnvart þeim er kom í heiminn fullur kærleika en var hafnað. Þessa nótt minnumst við bernskujóla í föðurhúsum, gleði þeirra og sérleika, engri nóttu lík... Og margur minnist annarra jóla, einn á göngu, fjarri foreldrum og systkinum, jafnvel vinum, en á sér þó Ijós, eitt Ijós er fyllir sál hans friði. Hann horfir í það og verður þess var að þetta er Ijós bernskunnar, sem hefur í raun aldrei slokknað þrátt fyrir öldugang og gráma lífsins — jólaljósið. Já, í hugann kemur sálmurinn: Lýs, milda Ijós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar Ijós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Matthías Jochumsson). Jólin konia. Fögnuður ríkir í borg og bæ. Börnin skynja að eitthvað óvenjulegt er í nánd,eftirvænting ríkir.AHt dregur að einum punkti, sálmalögin kunnu, útstillingar í glugga verslana, tré á torgi skreytt, marglit Ijós á húsum, jólasveinar,glaðlegt viðmót allra,stjörnur skína á bláum himni norðurhvelsins, snjór og kirkjan skreytt að utan og innan. Alla ævi munu þau minnast þessarar nætur.Sviptivindar mannlegs Iífs, oft naprir, munu ekki fá slökkt Ijósið í sálu þeirra, þótt gleymist um stund. Kristur Jesús á afmæli. Heiðrum afmælisbarnið, tökum á móti því ung — og gömul munum við enn eiga það að leiðtoga og vini, í sorg og þraut. Minnumst Lúkasar, 2. kapítula, versanna II og 12: „Yður er í dag frelsari fæddur,sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið það til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu." Gleðileg jól! Óskum starfsfólki okkar og viðskipavinum gleðilegra jóla ogfarsœldar á nýju ári GNA HF. Bolungarvík Kaupfélag Isfirðinga Söluskálinn Súðin ísafirði - Súðavík Súðavík Samvinnuferðir- Landsýn UMBOÐIÐ MJALLARGÖTU 1 ÍSAFIRÐI HRÖNN HF. ísafjarðar apóteh Mjólkursamlag ö ísfirðinga SPARISJÓÐUR ÖNUNDARFJARÐAR RITUR HF.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.