Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA Þriðjudagur 20. desember 1994 ^ FKÉTTABLAnm | - ------------- ----- Ný bók eftir Þorstein Antonsson rithöfurad: Uppnjör við menningarástand Út er komin ný bók eftir Þorstein Antonsson rithöf- und á Isafirði, sem ber heitið „í faðmi fjallkonunnar“. Út- gefandi er bókmenntafélagið Hringskuggar í Reykjavík. Undirtitill er „Uppgjör við menningarástand“. — Hvers konar uppgjör er þetta og við hvaða menningarástand? Höfundurinn svarar: Hugtakið „menningarástand" er viðamikið, en í þessari bók takmarkast það samt að mestu við okkar þjóðfélag og þjóð- lífsástandið á íslandi. Þegar litið er eins almennt á hlutina og ég geri, þá má kannski segja að ég sé í þeim sporum sem hver maður er h verja stund, þ.e. að varpa fram spurningum sem maður sennilega býr einhvers staðar með sjálfum sér yfir svörum við. Eg leitaðist reyndar við að fá svolítið víðari sýn og einkanlega að ná sam- hengi, því að mér hefur fundist og finnst enn að íslensk þjóð- menning sé ákaflega rík af mótsögnum, þverstæðum. Eitt rekur sig á annars horn, ein fullyrðing stangast á við aðra. Þess utan eru ýmisleg ein- kennilegheit sem ég eins og aðrir Islendingar hef orðið að lifa við, eins og t.d. hvers vegna við erum „fáir, fátækir og smáir“, en þurfum engu að síður helst að vita alla hluti hver fyrir sig, gera allt og reyna allt. Það virðist ástríða íslend- Þorsteinn Antonsson. ingsins að komast . yfir sem mest, flökkueðlið, ekki bara frá einum stað til annars, heldur einnig t' andanum. Ég dró þetta saman í greinar og reyndi að ftnna einhverja heildarmynd. Útkoman varð þessi bók, sem ég lít á sem eina ritgerð. Ég skipti bókinni í fimm deildir, sem ég kalla svo. Hver deild skiptist svo í kapít- ula. Ég reyndi að vinna efnið þannig að það gæti verið að- gengilegt og læsilegt fyrir aðra og gerði mér far um að rök- styðja allar fullyrðingar og allt sem fram er sett. Einkanlega reyni ég að gera aðgengileg mál sem a.m.k. í fljótu bragði virð- ast flókin, með því að hugsa efnið til enda og hnitmiða setningarnar. Að auki að byrja á þvt að taka fyrir efni sem eru mikið í umræðu. Til dæmis fjalla ég um kvennamál, kvennabaráttu og kvennasögu. Ein deildin er eingöngu um slíkt. Ég reyndi að fá það ekki á mig að ég væri neikvæður, eins og þeim er hættast við sem taka sér fyrir hendur skrifa svona rit (þeir eru nú fáir í seinni tíð, þeim fer fækkandi, skrifum af þessum tagi). Þeim hættir til að benda einungis á annmarka en koma ekki með neitt jákvætt í staðinn. Ég byrja bókina þess vegna á umfjöllun um það gildi sem jákvæðast er í mannlífi og við flest höfum einhverja trú á, þ.e. ástina, í þeim mörgu myndum sem hún birtist okkur — sem draumsýn eða beinlínis sem reynsla, fyrir þá sem eru svo heppnir. Ég reyni að fjalla um þetta efni af einhverju viti, og síðan kvennamálin. Eins og eðlilegt er koma þau þarna í beinu framhaldi. A.m.k. finnst mér það eðlilegt. Svo kemur það efni sem Is- lendingum hættir til að byrja og enda á þegar þeir ætla sér að gerast víðsýnir, en það er skáldskapurinn. Menn festast oft í umræðu um skáldskap. Hann er vissulega stór hluti af okkar menningu og þjóðlífí, en hann er ekki allt. Ég tók fyrir í einni deild stöðu skáldskapar- ins eins og hann horfir við mér þessi árin. Ég reyndi að rekja mig aftur að rótunum og draga upp einhverja mynd af stöðu bókmennta í þjóðlífinu í dag og sýna fram á einhverja þróun. I einni deildinni er fjallað um borgaramenninguna, sem mér sýnist vera mikið til að ná und- irtökunum og gera mannlífið ansi einlitt. Mér finnst að í hana vanti ýmsar réttlætingar þess, ef svo má komast að orði, að eitthvað geti kallast menning. Síðan læt ég það eftir mér í lokin að draga fram ýmis atriði sem ég átti í vandræðum með þegar ég var í skóla og mér sýnist að ekki hafi verið mikið fjallað um enn. Þar er um að ræða ákveðin atriði í þjóðarsál okkar — jafnvel fræg atvik, sem eru jafnan skoðuð í ein- hvers konar goðsagnakenndum ljóma og fjallað um þau með svipuðu orðalagi æ ofan í æ, jafnvel í nýjum sagnfræðirit- um. Ég lét eftir mér að láta brjóstvitið svolítið ráða og reyndi líka að leita fyrir mér í heimildum og fjalla um nokkur atriði sem mér hafa fundist að hafi ekki verið nægilega gegn- umlýst. Kannski má segja að þar hafi ég snúið hlutunum við að einhverju leyti, en þar gildir það sama og annars staðar í bókinni, að ég tel mig færa rök fyrir mínu máli. Að baki þessari bók liggur mikil vinna, auk þess sem þar er samandregin reynsla mín á liðnum árum og áratugum. Eínu mikilvægasta Iramfaramáli UestfiPöinga hreyft á Alþingi 5 Til sölu Á SUÐUREYRI: Um 130 m2 steinhús að Rómarstíg 8 (Skólastíg 13). Húsið, sem er á einni hæð, var byggt sem vörugeymsluhús um 1940, en síðar notað undir harð- fiskverkun og sem fiskvinnsluhús. Á TÁLKNAFIRÐI: Steyptur húsgrunnur, um 250 m2, í landi Þinghóls á Tálknafirði, ásamt heimtaug fyrir rafmagn, frárennslis- og vatnslögn. Á grunninum stóð fisk- vinnsluhús, svokallað „íshaf“, sem brann fyrir nokkrum árum. Um var að ræða „Héðins“- stálgrindarhús. Tilboð í ofangreindar eignir óskast send fyrir 6. janúar 1995, til undirritaðs, sem veitir jafnframt nánari upplýsing- ar. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. . Laugavegi 18A, box 263, 121 Reykjavík. Símar: 91-11003 & 91-623757. Fax: 91-15466. Orðsending til handverksfólks Fyrirhuguð er á næsta vori sýning á íslensku handverki og hugviti er nefnist ÍÐIR. Undirbúningur er í fullum gangi. Handverks-, Iistiðnaðar- og hugvitsfólk um land allt, sem hefur áhuga á því að taka þátt í sýningunni, er beðið að hafa samband við mig fyrir jól. Rósa Ingólfsdóttir sími 91-672282/693864 fax 91-693988 - Össur Guðbjartsson á Láganúpi skrifar Pétur Bjamason þingmaður Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum hefur lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu þess efnis, að Vegagerð ríkis- ins láti fara fram athugun á því á hvern hátt verði á sem hag- kvæmastan hátt tengd saman suður- og norðursvæði Vest- fjarða með heiisárssamgöngum á landi. Vil ég með þessum línum vekja athygli Vestfirðinga á mikilvægi þessa máls. Það er skoðun mín, og að ég hygg flestra Vestfirðinga, að brýna nauðsyn beri til að tengja þessi svæði betur saman með sam- göngum allt árið. Margar þjónustumiðstöðvar, ■ sem er ætlað að þjóna öllum Vestfjörðum, eru staðsettar á Isafirði. Má það teljast að ýmsu leyti æskilegt. I því sambandi má nefna Framhaldsskóla, Orkubú, Vegagerð, Póst og síma, Fræðsluskrifstofu o.fl. Til þess að þessar þjónustu- miðstöðvar geti þjónað öllum Vestfjörðum er nauðsynlegt að öllum samgöngum sé á þann veg háttað, að allir Vestfirð- ingar eigi aðgang að þeim allt árið. Margt mætti um þetta mál segja og nauðsyn þess fyrir Vestfirðinga, að athugun á því fari fram sem fyrst. Ég læt þó nægja að vísa til tillögu þessar- ar með greinargerð, en hún er birt í Vestfirska fréttablaðinu þann 30. nóv. síðastliðinn. Að síðustu vil ég leggja á- herslu á það, hversu miklu sterkari félagsleg heild Vest- firðir yrðu þegar sú samgöngu- bót er orðin að veruleika, sem í tillögunum er rætt um. Eins og ástandið er núna, þá er erfíðara að nýta áðurnefndar þjónustumiðstöðvar á Isafirði en þó þær væru staðsettar í Reykjavík. Össur Guðbjartsson, Láganúpi. Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ísafirði - Patreksfirði - Bíldudal Við óskum starfsfólki okkar og öðrum Vestfirðingum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. .iSHÚSFÉLAG ISFIRÐINGA HF. Jólakort og jólasælgæti til styrktar kirkju- byggingunni á ísafirði Einstaklingar og fyrirtæki, athugið. Fjáröflunarnefnd ísafjarðarkirkju hefur látið prenta ný jólakort með mynd af nýju kirkjunni, til styrktar byggingunni. Kortin eru seld í Bókhlöðunni og hjá eftirtöldum nefndarmönnum: Ásthildur, s. 3703 Halla, s. 4388 Hansína, s. 3558 Hlynur, s. 3217 Óli, s. 3406 Ölöf, s. 3192 Þorgerður, s. 3107 Eins og í fyrra ætlar fjáröflunarnefndin að pakka jólasælgæti í gjafakörfur til jólagjafa. Fyrirtæki og aðrir sem vilja kaupa slíkar körfur geta haft samband við ofantalda nefndarmenn. Gistiheimilið Flokagata nr. 1 á horni Snorrabrautar Notaleg gisting á lágu verði miðsvæðis í Reykjavík. Eins til fjögurra manna herbergi m/handlaug, ísskáp, síma og sjónvarpi. Eldunaraðstaða. Verið velkomin! Svanfríður Jónsdóttir sími 91-21155 og 24647, fax 620355

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.