Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 10
Á fimmtíu ára lýðveldístíma hafa Íslendíngar átt sér fjóra forseta. Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt, að hafa gegnt hínu virðulega embætti með ágætum og notið vinsælda og trausts meðal þjóðar sinnar. Að öðru leyti hafa þeir hver sín sérkenni. Hver um síg er með nokkrum hætti fulltrúi á- kveðínna gilda í samfélaginu og fulltrúí fyrrí starfa. Og fer vel á því. Þess verður vart, ef menn hyggja að slíku, að Vestfírðingar teljí sig eiga nokkru ríkara tilkall til forseta Islands en aðrír landsmenn. Á hátíðastundum íslensku þjóðarínnar, en ekki síður á erfiðum tímum, þykir mörgum hér vestra notalegt að minnast þess, að Jón Sigurðsson forsetí, óskoraður foringi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á síðustu öld, skulí hafa verið Vestfirðingur. Reyndar var hann ekki forsetí íslands, enda var það embættí ekki tíl á þeím tíma. Hann var forseti Hafnardeildar Híns íslenska bókmenntafélags og hlaut þar viðurnefni sitt,- einnig var hann forsetí Alþingis á fjölmörgum þíngum. En þó að nokkuð fyrnist yfir uppruna forsetanafnsins hjá Jóni Síg- urðssyni og margir líti á hann sem forseta íslands á sinni tíð, þá má kannski segja að einnig fari vel á því. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Islands, varaf vestfirskum og breíðfirskum ættum. Ásgeir Ásgeírsson, annar forsetí íslands, var á sínum tíma þing- maður ísfirðinga. Og Vígdís Finnbogadóttir, forsetí íslands, á rætur að rekja í Barðastrandarsýslu. Faðir hennar, Finnbogi Rútur Porvaldsson, fæddist í Haga á Barðaströnd og ólst upp í Sauðlauksdal víð Patreksfjörð. Vestfirð- íngar minnast þess oft, að fyrsta verk Vigdísar Fínnbogadóttur í embættí forseta íslands var að koma vestur á Hrafnseyri, fæðíngarstað Jóns Sigurðs- sonar, og opna þar minjasafn hans. Og frægt er símskeytið sem skípverjar á Quðbjarti ÍS 46 sendu Vigdísí Finnbogadóttur, þarsem þeírskoruðu á hana að gefa kost á sér til embættis forseta Islands. Á fyrri árum var Vigdís Fínnbogadóttir m.a. menntaskólakennari og leikhússtjóri. Nemendur hennar minnast kennslustundanna með þakklæti og hlýju. Hún var góður kennarí. Brennandí áhugí, Ijúfmennska og léttleiki ásamt festu eínkenndu starf hennar. I hópi nemendanna og kennaranna var hún fremst meðal jafníngja. Ennþá er Vígdís Finnbogadóttir góður kennari. Og ennþá er hún fremst meðal jafningja. Pegar undirritaður heimsótti Vígdísi Finnbogadóttur fyrir nokkrum dögum, þá var það vestfirskur uppruni og ætterni sem barst fyrst í tal, eins og nærri má geta... „Eg er alin upp við sögur að vestan. Afi minn og amma bjuggu á heimili okkar um tíma, séra Porvaldur í Sauð- lauksdal og prestsmaddaman Magdalena Jónasdóttír frá Hallbjarnareyrí, og til þeírra komu ákaflega margír Vest- firðingar. Auk þess var föðurbróðir minn kvæntur Jónu Erlendsdóttur frá Látrum, þannig að í fjölskyldunní varæði oft verið að segja sögur að vestan. Mest var það úr Barða- strandarsýslu, eins og vænta má. Séra Porvaldur Böðvars- son forfaðir minn, sem Porvaldarættin er kennd við, var hins vegar um tíma prestur norðar á kjálkanum, í Holti í Önundarfirði. Pangað fluttist hann með sína heimasætu af Bólstaðarhlíðarætt. Hann varð seinna prestur í Holti undir Eyjafjöllum - séra Porvaldur í Holti, hvort heldur var sunnanlands eða vestan. Pað var því ekki óeðlilegt þó að mitt fólk minntist þess stundum, að sr. Porvaldurelsti hefði setið norðar á Vestfjörðum. Síðan þegar ég var orðin fullorðin og fór að lesa Barð- strendíngabók og ýmsar sögur af vestfírskum sjósóknurum, þá kannaðist ég við fjölmargt sem ég hafði heyrt í upp- vextinunr, ekki aðeins í Barðastrandarsýslu, heldur einnig norðar. Par komu svo margir við sögu, sjómenn, prestar og annað fólk á Vestfjörðum. Síðan hef ég haft alveg sérstakar taugar til Vestfjarða og mér finnst alltaf jafn gaman að koma þangað." - í Minjasafni Egíls Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn getur að líta handaverk ömmu forsetans, Magdalenu Jón- asdóttur, sem fýrr er getið... „Já, þess sér vissulega stað á Hnjóti að föðurfólkið mitt bjó þama í grenndínní. Par á safninu er ýmislegt úr Sauð- lauksdal og margt til minningar um afa minn og ömmu." - Arið 1983 kom forseti íslands í opinbera heimsókn til Vestfjarða. Heimsóknir forsetans rífa fólkið upp úr daglegu fari, menn staldra við, skynja þjóðemi sitt skýrar en endranær, fínna til samstöðu og samhygðar. Heímsókn forseta íslands til Vestfjarða fyrir ellefu árum er mörgum minnísstæð. Og svo hefur Vigdís Finnbogadóttir stundum komíð vestur þess utan... „Já, þessi ferð var ákaflega skemmtileg. Fað er svo margt sem ég man úr þeírri heimsókn. Hún er mér ekkí síst minnisverð vegna þess, að ég varað koma á slóðirsem mér þykir gaman að heímsækja. Og - veistu nú nokkuð - ég var að koma til þess að gróðursetja tré, þar sem enginn trúðí að tré myndu nokkum tímann vaxa! Ég fann hvemíg bæði seiglan í mér og seiglan í Vestfirðíngum varð að yfirvinna vantrúna á það að nokkuð gæti vaxið á Vestfjörðum. Og síðan höfum við margsannað að þar getur ýmislegt vaxíð! Ég hafði mjög gaman af börnunum. Pau sögðu: „Svo deyr tréð í vetur." Ég svaraði: „Pá verðum við að gróðursetja nýtt tré. bað kemur alltaf eitthvað í stað þess sem fellur." Önnur börn sögðu: „Kindurnar koma og éta tréð." En ég sagðí: „Pá verður að gróðursetja annað tré. Alltaf verður nýtt að koma í staðinn til að vaxa upp í Iandinu, hvort sem það er mannvera eða gróður." Ég hef hitt sum af þessum bömum seinna. Ég hef hítt þau sem unglinga og við aðrar aðstæður og þau hafa rifjað þetta upp með mér. Þau muna þetta enn. Pau hafa sagt mér að þau hafi aldrei hugsað út í þessa hluti áður. Og kannski er þetta eínmitt sú gróðursetníng sem mestu skiptir - gróður- setning hugarfarsins hjá æskunní. Mér finnst ég muna flest frá þessari ferð mínní í smáat- riðum. Ég man þegar ég skoðaði, undir góðri leiðsögn, gömlu húsin í Neðstakaupstað. Ég man þegar ég talaði í hundrað ára gamlan síma Ama Jónssonar faktors hjá As- geirsverslun. Ég man eftir svipnum á fólkinu. Ég man eftir handaböndum fólksins, þéttingsföstum handtökum vest- firskra sjómanna... Ekkert veit ég skemmtílegra en að ganga um ísafjarðar- kaupstað. Ég hef stöku sinnum verið stödd þar sem „huldukona", án þess að menn vissu almennt að ég væri í bænum. Mér fínnst afar gaman að ganga niður Eyrina og finna þar iðandi mannlífið, inní í frystihúsunum, úti á göt- unum... Mér þykir vænt um Vestfirði. Frá öllum heimsóknum mínum í byggðir landsins er það einmitt viðmót fólksins sem ég man best, hversu gaman það er að spjalla við fólkið í landinu. Qildi þessara heimsókna er ekki síst í því fólgið, að þær verða tilefni til þess að fólk kemur saman. Fað er svo gaman að vera saman! Qáðu að því, að þarna er fólk komið í sparifötin, komið í hátíðarskap, þetta er dagamunur, eitthvað öðruvísi en venjulega. Ég veit reyndar ekki hversu mikið þessar heimsóknir skilja eftir í hugum fullorðna fólksins, en börnin muna eftir þeim. Pað finn ég þegar ungt fólk er að koma til mín og talar um það sem okkur fór á milli fyrir kannskí áratug eða meira. Pað sýnir mér að þetta er einhvers virði fyrir upprennandi kyn- slóð. Á þessum hátíðastundum fer fólk alltaf að tíunda fram- farir í héraði. Nú eru einmitt 50 ár liðin frá lýðveldis- stofnun. íslenska þjóðin hefur unnið þrekvirki á þeim tíma. Auðvitað hafa þessi þrekvirki veríð unnin í ótal- mörgum litlum áföngum. Eitt af því skemmtilegasta í heímsóknum mínum um landið finnst mér þegar framámenn standa upp og segja frá framfaramálum byggðarlagsins. Bá horfi ég á fólkið, sem er að hlusta eins og ég, og ég sé að það hefur líklega ekki hugsað út í þetta nýlega - það er búið að klára sundlaugina, lokið er endurbyggingu gamalla húsa, íþróttahúsið er risið - fólk hefur eínhvem veginn ekkí leitt hugann að því að áfanganum er endanlega náð. En þegar þetta er allt komið saman, þá lyftir það héraðinu - í hugum fólksins sjálfs. Að korna í opinbera heimsókn er líkt því að halda afmæli. Fá eru rifjaðar upp minningar, farið með kveð- skap, minnst traustra og góðra manna, karla og kvenna, sem lifað hafa á svæðinu. Pað styrkir tengslin milli for- tíðar og nútíðar, þegar einhver kemur með þessum hætti að utan inn í lítið samfélag. Lítið - það er nú reyndar afstætt. Par sem fólk býr við hafið er mikið samfélag, dramatískt, áhrifamíkíð, þótt það kunní að vera fá- mennt. Sambýlið við hafið..." - Skeytið fræga frá Quðbjarti ÍS... „Ég þarf nú kannski ekki að rifja það upp, að árið 1980 var ég mjög hvött til þess að gefa kost á mér við for- setakjör. Eins og skiljanlegt má vera var ég mjög hikandi í því máli. Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað menn sæju í mér til að gera mig að sínum frambjóðanda. Því auðvitað var ég á þeím tíma frambjóðandi ákveðinna aðilja í þjóðfélaginu. En skeytíð frá þeim Quðbjarts- mönnum, það var svo einstakt, það var svo óvenjulegt ogfallegt. Mikiðþótti mérvæntum þaðskeyti! Æsíðan fylgíst ég með því hvar Quðbjartur er og hvemig honum vegnar. Reyndar fylgist ég með Quðbjörginní líka! Einhvern veginn er það mér ósjálfrátt að fylgjast mjög með Vestfjörðum og lífinu þar." Talið berst að breytingum á samfélaginu, sífellt örari og hraðari breytingum, ólíkt því sem var hér áður fyrr, þegar samfélagið var kyrrstætt. Sumum stendur stuggur af þessum breytingum... „Víð ráðum nú lítið við breytingarnar. Pær koma flestar að utan. Ég held að við séum sérstaklega leikin í því, íslendingar, að laga okkur að þessum breytingum. Við erum svo nýjungagjörn, við hlaupum kannski stundum eftir nýjungunum áður en við athugum hvort

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.