Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 11
VESTFIRSKA \ FRÉTTABI Anm | ------ þær muni nýtast okkur. Nýjungamar eru okkur oft eins og leikföng. En við verðum auðvitað að dansa með í heimin- um. Annars eigum víð á hættu að dragast aftur úr í samfé- lagi þjóðanna. En það er svo langt frá því að við höfum gert það. A þessu afmíelisári lýðveldisins hef ég hugleitt míkið þessar breytingar úr kyrrum kjörum - því hér voru kyrr kjör fyrir lýðveldisstofnun, fyrir heimsstyrjöld. Ég er einmitt þessa dagana að semja áramótaræðuna mína og þar velti ég fyrir mér þeim hugsjónastyrk sem stofnendur lýðveldisins höfðu þegar þeir litu til framtíðarinnar. Peir settu sér það markmið að breyta íslensku samfélagi úr kyrrum kjörum í þjóðfélag sem stæðist allan samanburð við erlend samfélög. Þeir settu sér það mark að við yrðum sterk, að við yrðum sjálfstæð þjóð meðal þjóða. Og þetta hefur okkur tekist á fimmtíu árum. En með öllu því góða sem við höfum flutt inn og hagnýtt okkur hefur auðvitað flotið sitthvað sem betur hefði verið vinsað frá sem hismi frá kjama. Öðru hverju verðum víð að staldra við og skilgreina stöðu okkar og reyna síðan að gera betur." - Islensk tunga, staða íslenskrar menningar... „Ég hef þá bjargföstu trú, að íslensk tunga og menning muní lífa af. Ég trúi því, að alltaf verði nógu margir í land- inu sem spoma víð, setja hæla í svörðinn og gæta þess að tungan týnist ekki, að mínningamar og menningin glatist ekki. Ef við týnum tungu okkar, þá týnum við og mínn- íngunum, þá týnum víð samhengí fortíðar, nútíðar og framtíðar. Ég er í hópi þeirra sem trúa því, og þeir eru margir núna úti í hinum stóra heimi, að eftir því sem ein- ingamar verða stærri, því betur komi menn auga á gersemar þess smáa. Fyrir skömmu var ég einmítt að ræða þetta við Roman EHerzog, forseta Eýskalands. I nýrri bók eftir John Naisbitt, sem ber titilinn Qlobal Paradox, eru íslendingar teknir sem dæmi um eina af hinum minnstu þjóðum heims sem tekst að halda tungu sinní og menningu lifandi. Ég vona að ég sé ekki óraunsæ í þessu efni. Pað er bjargföst trú mín, að alltaf verði nægílega margir í landinu sem meta menníngu okkar að verðleikum og gæta þess að hún faríst ekki. Vissulega eru áhrifin að utan svo mikil, að tungu okkar og menníngu er hætta búín ef ekki er staðið á verði. Erlend áhrif gætu vissulega drekkt okkar eigin menningu. Og það er ömurleg tilhugsun - það er svo miklu skemmti- legra að vera með einhver sérkenni, eins og eigin tungu og menningu, heldur en að hverfa í þjóðahafið. En ég trúi því að nánustu kynslóðum okkar takíst að varðveita arfleifðina. Pað er svo mikil umræða um þetta hjá okkur. Hér á íslandi er miklu meira fjallað um þær hættur sem geta stafað af menningaráhrífum að utan en þar sem ég þekki til erlendis. Og meðan fjallað er um hættuna, þá vita menn af henni og varast hana." - Breytingar á fjölmiðlun og fjölmiðlum... „Fjölmiðlar hafa breyst geysilega mikið - að mörgu leyti í átt til framfara. Peir spanna míklu víðari svið en áður, en um leið hafa þeir kannski breytt áherslun sínum. Peir eru orðnir miklu hnýsnari en áður. Stundum er það erfitt í svona fámennu þjóðfélagi þegar verið er að fjalla um málefní einstakra manna og velta sér upp úr einhverju sem hefur mísfaríst hjá þeim, Mér fellur það yfirleitt ekki vel, vegna þess að mér verður hugsað til þeírra sem eru í kringum þá, alsaklausir. Mérverðurhugsaðtilaðstandendaþeirra. Petta bitnar oft á ærukæru fólki. íslendingar eru nokkuð gjamír á að dæma þunglega það sem lítið er og lítílvægt, en taka vægar á því sem veigameira. Pá á ég ekkí við lögbrot, heldur það sem stærra er í sniðum í samfélaginu en yfir- sjónir einstaklinga eða smámunir sem varða einstaka menn. Mér finnast fjölnriðlar stundum ekki vera agaðir sem skyldi og sletta ýmsu fram. En það gildir reyndar aðeins um ákveðinn hluta fjölmiðla, ákveðna grein þeirra. Ég vildi sjá meiri aga hjá fjölmiðlum og meirí aga í þjóðfélaginu. Mér finnst samfélagið nokkuð agalaust. Ég er viss um það, að æskunni myndi falla betur að finna fyrir meiri aga." - Kennslustörf Vigdísar Finnbogadóttur, fimm ár í MR, fimm ár í MH, í Háskóla íslands... „Pað er ein uppáhaldsíðjan mín að kenna. Eínu sinní skáti, alltaf skáti. Einu sínni húsmóðir, alltaf húsmóðir,- einu sinni kennari, alltaf kennari! Undan þessu verður aldrei komist. Ég er haldin þeirri áráttu, að þegar ég uppgötva einhvern sannleik, eða það sem ég trúi að sé sannleikur, þá hef ég mikla ánægju af að koma honum áfram til annarra. Sumir sitja á sannleika sínum. Sumir sitja á þekkingu sínni og finnst ekkert gaman að miðla henni til annarra. Mér hefur alltaf þótt gaman að miðla því sem ég veít eða hef lært. Ég held að allir hljóti að finna það í fari mínu!" - Nýtíst reynsla kennarans í starfi forsetans! Hvemig er embætti forseta íslands í raun og veru! í hverju er það fólgið..! „Já, mér nýtist alveg ómetanlega sú reynsla að hafa verið kennari. Einnig sú reynsla að hafa verið leikhússtjóri. Eða öllu heldur: Áð hafa kynnt mér leikbókmenntir og bók- menntir almennt. Bókmenntir fjalla um fólk. Forsetaembættið snýst um fólk. Forsetinn er þjónn fólksins. Embcetti forsetans er í því fólgið að hafa samskipti við fólk. Ég held að forverum mínum, rétt eins og mér sjálfri, hafi fundist erfitt að líta á sig sem yfir aðra hafna. Pannig er ekki hægt að rækja þetta embætti, a.m.k. ekki nú á tímum. Embættið er frá fólkinu - forsetínn er andsvar sem fólkíð skapar. Forsetinn er berg- mál fólksins. Pjóðín leggur forseta sínum línumar um það, Þriðjudagur 20. desember 1994 11 hvað hann á að segja, hvemig hann á að koma fram, hverníg hann á að vinna verk sitt. íslendingar hafa veríð mjög natnir við að leggja það upp í hendurnar á mér, hvemig ég geti þjónað þeim sem best. Manni tekst það nú aldrei full- komlega. Pað er ekki hægt að vera við- hlæjandi allra. En það er fyrst og fremst sem andsvar við fólkinu í landinu, sem ég vinn mín verk. Ég orðin nægilega roskin - ég hef verið svo lengi á jörðinní, eins og ég orða það stundum - að ég á ekki til neina óvild í garð eins eða neins. Að vísu getur mér sárnað þegar mér fínnst fjallað af ósanngirni um einhver af mínum verkum - auðvitað, ég er ekki skaplaus! En engu að síður finn ég stöðugt til væntumþykju í garð fólksins sem lifir í þessu landi. Mig langar svo mikið til að verk mín verði til fram- dráttar íslenskri þjóð. Sú löngun stýrir mínum gerðum allar stundir. Ég er metnaðargjöm fyrir hönd þess- arar þjóðar. Víð búum við hörð kjör og við gerum þau góð, Par er okkar eiginn kraftur að verki. Mannlíf hér á Íslandí er almennt miklu, míklu betra en gengur og gerist í öðrum löndum. Pegar ég hitti íslend- inga erlendis, þá er ég alltaf svo glöð að finna fyrir þessu. íslendingur erlendis er hafrekið sprek á annarlegrí strönd, hvar sem maður kemur í heimínum, Hann hefur alltaf tapað einhverju og hann er alltaf á leiðinni heim til að finna það aftur." - Að vera íslendingur... „Mér finnst að víð ættum oftar að staldra við og meta kostí þess að vera Islendíngar, kosti þess að fá að vera í friði í þessu landi. Víð hugsum kannski ekki nógu oft út í þessa hluti. íslensk vinkona mín, sem býr í Bretlandi, segir að það ættí að senda alla íslendinga niður í ensku Mið- löndin og láta þá vera þar í tíu daga eða svo! Pá muni þeír læra að meta þjóðerni sitt, þá muni þeir læra að meta ísland. Strax og komið er sunnar í álfuna, þá sést að almenningur hefur það ekki eins gott og hér á landi. Par er bara efnafólk sem hefur það eins gott og íslenskur almenningur. En við eigum auðvitað við okkar andstreymi að stríða, eins og aðrar þjóðir. Par finnst mér atvinnuleysið verst. Atvinnuleysið er mesta böl sem yfir okkur íslendinga hefur dunið á [ýðveldistímanum. Á því verður að finna lausn. Pegar það hefur tekist, þá öðlumst við - við öll - aftur þann styrk sem við þurfum á að halda, vegna þess að í okkar fá- menna þjóðfélagi hcfur hver einstaklingur svo mikið gildi. Mér er það kappsmál að við gætum að menntun þjóð- arinnar. Pað skiptir öllu þegar horft er tíl framtíðar, að víð drögumst ekki aftur úr. Við erum svo fámenn og styrkur okkar felst í því að vera vel að okkur til munns og handa. En fyrst og fremst verður að koma málum þannig, að eng- inn þurfi að sitja auðum höndum hjá fámennri þjóð, sem þarf svo nauðsynlega á hverjum einstaklingí og kröftum hans að halda." Aftur víkur talinu að hinum öru breytingum á samfélag- ínu. Dæmi: Pegar Vigdís Finnbogadóttir kenndi við Menntaskólann í Reykjavík á sínum tíma, þá þéruðu nemendur kennara og kennarar nemendur. Nú þúast forseti íslands og fólkíð í landinu... „Ég held að þéringar komi aftur. Pær eru að koma aftur annars staðar á Norðurlöndum. Pað að þúa kom með 68- kynslóðinni, sem gerði þéringar að hégóma, fannst þetta vera tildur. En þéringar eru ákveðið virðingarform. Við þérum þá sem okkur finnst við þurfa að sýna virðingu og djúpa kurteisi. Núna er hvergi þérað á Íslandí nema í tal- sambandi við útlönd! Par er öllum kennt að þéra til vonar og vara, því að stundum þarf að hafa samband við lönd þar sem það telst mikil ókurteisi að þúa ókunnuga. Mér finnst það nú ósköp notalegt og fallegt að þúa, en það er stundum erfitt að útskýra það fyrir fólki annars staðar í heiminum að allir skuli þúast á íslandi og ávarpa hver annan með fomafni. Pá er ég stundum spurð: „Hvemíg farið þið þá að því að aðgreina þá sem þið þekkið mjög vel og hina sem þið þekkið ekki neitt..!" Svarið er auðvitað, að sú aðgreiníng felst í háttalagí mannsins, svípbrigðum og blæbrigðum persónunnar. Petta er bara kurteisi samfélags- ins." - Jólin, jólahald forsetans... „Jólahaldið á mínu heimíli er mjög hefðbundíð. Jólín eru undírbúin að eíns miklu leyti fyrirfram og kostur er. Pað er bakað svolítið og séð til þess að nóg sé til handa gestum og gangandi - og handa fjölskyldunni líka! Á aðfangadags- kvöld borðum við annaðhvort rjúpur eða gæs eða eitthvert annað góðmeti. Núna er það að færast í vöxt hjá yngra fólkí að borða svínasteik á aðfangadagskvöld. Á jóladag borðum við alltaf hangikjöt. Iðulega er hangikjötið soðið á Porláks- messu og þá borðum við það heitt. Pað líkar ykkur Vest- firðingum víst ekki, þið eruð með skötuna ykkar á Porláks- messu. Síðan etum við kalt hangikjöt á jóladag. Klukkan tvö á jóladag förum við í kirkju á Bessastöðum. Ég sakna þess mjög, að í gamla daga var svo mikið lesið og spilað á jólunum. Mér finnst ekkí sama ró til þess núna. Að vísu er ekki alveg að marka mig í mínu starfi, vegna þess að jólin fara alltaf í það að skrifa og undirbúa áramót. Ég les mínna á sjálfum jólunum en áður, en ég les mikið fyrir jól. Ég er svo forvitín! Ég reyni að komast yfir eins mikið af nýjum bókum fyrir jólin og ég get og kynna mér þær. Svo les ég líka eftir jólin. Vonandi er ennþá mikið lesið á íslenskum heimilum yfir jólin. Pað er gömul hefð sem við megum ekki rjúfa. Og svo förum við í leiki. Ætli að sé nú ekki gert víða ennþá, að leika bókatítla og fara í leiki við bömin! Við fór- um í svo mikið af jólaleikjum í gamla daga. Pá var mikið gert til þess að gera jólin minnisverð fyrir okkur börnin, með ýmsu öðru en gjöfum. Og auðvitað gengum við í kringum jólatréð og sungum. Enn í dag kann ég öll erindin í öllum jólasálmunum. Ég tek eftir því að böm gera það yfirleitt ekki lengur. Og svo var spilað. Leikímir sem við fórum í reyndu alltaf svolítið á þroska barnanna. Ég ber ómælda virðingu fyrir jólunum. Ég vil gera jólin hljóðlátari. Um daginn sá ég auglýst námskeið til hjálpar þeim sem haldnir eru jólakvíða. Pað kom á daginn að þetta námskeið snýst um þá áráttu fólks að þurfa gera einhver lifandis ósköp fyrir jólin. Vissulega er gott og blessað að hafa hreint og fágað í kringum sig. En það má ekki að ganga út í þær öfgar að menn njóti þess ekkí að jólin eru hátíðin þegar Ijósið birtist okkur, daginn tekur að lengja og við förum að horfa til nýrra gróskutíma í hringrás lífsins. Fyrir utan það er boðskapur jólanna svo fallegur. Mér finnst eins og hann falli stundum dálítið í skuggann. Boðskapur jólanna snýst um eftirbreytni. Hann er boð- skapurinn um fyrirmyndina. Par er komið til skila boðskap um eftirbreytni, eftir mjög flóknum leiðum, með flóknum dæmisögum. „Verði þinn vilji, til komi þitt ríki..." Pegar ég var barn hugsaði ég oft: „Hvað er átt við með þessu? Hvaða ríki er verið að tala um!" Auðvitað er hér átt við samfélag þar sem reynt er að breyta eftír hugsjónum kristninnar, boðskap jólanna. Pað myndi færa okkur betra líf ef farið væri eftir þessum boðskap, sem vírðist svo erfitt fyrir okkur mennina að sinna. Ef jólin eru einungis kapphlaup um veraldleg gæði, þá höfum við engan tíma til að sinna boðskapnum. Tvær hátíðir ársins eiga alveg sérstakan sess í huga mér, jólin og páskamir. Pessar kristnu hátíðír minna okkur á, að það er til boðskapur í heiminum, sem veitir okkur leiðsögn í lífinu. Pama er til boðskapur, ákveðið lögmál, ákveðnar reglur, sem geta hjálpað mönnunum að lifa í sátt við sjálfa sig." Pað líður að lokum heimsóknarinnar til Vígdísar Fínn- bogadóttur, forseta íslands. Vestfirska fréttablaðið óskar henni gleðilegra jóla og farsældar og þakkar fyrir samtalið. Hlynur Pór Magnússon

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.