Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 18

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 18
VESTFIRSKA 18 Þriðjudagur 20. desember 1994 ---- ---- ------------ ------ fréttablaðið „Ég er öreiginn Guðmundur Ingi./Ég er önfirskur bóndason." Svo kvað Guðmundur Ingi í sinni fyrstu Ijóðabók. SóKsœkinn músamntUH í hamrahön Músarrindill Þegar aðrir fara og flýja, finna veröld bjarta og hlýja, kyrr í sínum heimahögum harður músarrindill býr. Hann er öllum öðrum smærri, eltir þó ei hina stœrri. Undan myrkri og ísalögum aldrei hann úr dalnum flýr. Hinir fara og heiminn kanna, hylla dýrðir stórveldanna, fyrirpáfa og soldán syngja sólarljóð frá heimskautsbaug, öðlast frægð afflugi og Ijóðum, frama sig með heldri þjóðum, lifa vel og efla og yngja anda sinn í tímans laug. Víst er gott þar syðra að sitja, sönglist háa kórar flytja, þar má njóta náms hjá snjöllum næturgölum suðurheims. ís og fannir þar ei þreyta, þar er sífelld hitaveita. Ljóma þar í litum öllum leikhústjöld hins víða geims. Rindill situr heima hœgur, hirðir ekki að verða frægur. Hræðum þeim sem eftir eru yrkir hann sín kotungsljóð. Sé þar litla list að heyra láta þau samt vel í eyra. Ríkust er í raun og veru röddin hans á bernskuslóð. Aðrir bera fötinfegri, frakkastélin merkilegri. Hann er gráum kufli klœddur, kvartar ekki um rýran skammt. Þótt við hret og hörku byggi hann er alla stund sá tryggi. Illa búinn, illa fæddur unir hann í dalnum samt. Suðurflugu sumargestir, svo sem lóur, erlur, þrestir. Þeirra vegna að vetrarlagi vœri byggðin auð og tóm. Músarrindill ver og varðar vonir sinnar fósturjarðar, leggur yfir lund og bœi lífstrú sína og gleðihljóm. — Rúnar HeKgi UKynKsson rKthöfuncKur HeKmsaeKcKr GuömuncK Knga Kristjánsson skáKcK á KirKcjuhóKi í BjarnarciaK Á Kirkjuboli í Bjarnardal, undir foldgnáum Kaldbaknum og uið raetur Cemlufallsheiðar, situr músarrindill einn grár fyrir haerum. Hann hefur setið þarna á sögusióðum Císla sögu Súrssonar og síðar Heimsljóss nán- ast allar götur frá þuí hann Kom til manna þá sjö ár uoru af öiáinni og raektað stuðlanna þriskiptu grein. huí þegar aðrir fara og fiýja „ kyrr í sínum heimahögum harður mús- arrindill býr." Börn sem læra burtu streyma „Músarrindiir er eitt kunnasta kvæði Guðmundar Inga, þjóð- skálds Önfirðinga og með vissum hætti Vestfirðinga allra. Þótt nefnt kvæði hafi verið ort 1948 gæti það sem best hafa verið frá því í gær, svo vel endurspeglar það þær aðstæður í byggðamálum sem rfkja á Vestfjörðum tæpri hálfri öld síðar. Nú þegar Vestfirð- ingar eru gjarnan settir í þá stöðu að þurfa að réttlæta búsetu sína í þessum fjórðungi geymir þetta ljóð hugmyndafræði þeirra sem ekki vilja flýja úr dalnum heldur verja og varða „vonir sinnar fósturjarðar“. En hver skyldi hafa orðið kveikjan að þessum hugleiðingum skáldsins? „Þá sit ég héma heima“, segir Guðmundur Ingi kíminn, „en Halldór bróðir er fyrir sunnan, sækir þar leikhús og fleiri menn- ingarviðburði. Þetta gaf tón í strenginn. Músarrindill sást nú hérna af og til, en það er sagt að hreiðrin hans finnist ekki oft, þó hefur það komið fyrir hér. Fólkið flúði úr sveitunum á þessum tíma — það er kallað atgervisflótti núna — suður flugu lóur, erlur, þrestir, sem eru kannski meiri söngfuglar en músarrindlamir. Nei, ég taldi mig nú ekki með þessum stórsöngvurum, en sé þar litla list að heyra láta Ijóð hans samt vel í eyra. Það er ekki á það að treysta að þetta tíst njóti sín jafnvel annars staðar og ekki ástæða til að fara að flytja þennan músarrindil, þarna á hann heima.“ En er þetta flan að feigðarósi hjá þeim sem fara suður? „Ekki segi ég það nú. Þeir eru ekki að flana að feigðarósi þeir sem fara suður í Þjóðleikhúsið!“ Eitt sinn barst þessi fólksflótti í tal á fundi sem Guðmundur Ingi sat. Þá setti hann saman þessa stöku: Börn sem lœra burtu streyma, besta ráðið kannski finnst. Eftil vill þau haldast heima hafi þau lœrt sem allra rninnst. Sannarlega nöturleg staðreynd þótt sett sé fram með gaman- sömurn hætti. Ljóðin jafngiltu inntökuprófí Guðmundur Ingi hélt reyndar ekki tryggð við Bjarnardal af því hann kæmist ekki þaðan burt fyrir sakir menntunarskorts. Ef satt er sem sumir segja að músarrindlar komist hvergi, þá er Guð- mundur Ingi ekki músarrindill að öllu leyti. Hugur hans stóð til mennta þegar hann var ungur. Að vísu dróst það að hann gæti aflað sér menntunar því aðstæður höguðu því svo að hann þurfti að sjá um búið. Hann var því orðinn rúmlega tvítugur þegar hann settist á skólabekk í Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal árið 1929. „Sunium kann að þykja það merkileg“, segir Guðmundur Ingi, „því Núpsskóli var rétt hjá. En að Laugum voru nemendur eldri og gátu valið sér námsbraut að nokkru leyti. Eg vtn aldrei mikið fyrir náttúrufræði, var meira fyrir sögu. Að vísu hef ég lært nöfn á nokkrum blómum sem vel fara í skáldskap!" Guðmundur Ingi hafði birt nokkur ljóð í Skinfaxa, blaði Ung- mennafélagshreyfingarinnar, og komu þau honum að góðu haldi þegar hann sótti um skólavist að Laugum. „Eg var þarna einn vetur í eldri deild, slapp inn próflaus af því ég hafði birt nokkur Ijóð. Það stóð til að ég skrifaði ritgerð, en skólastjórinn sagði að þessi ljóð mundu duga.“ Eftir þennan vetur er Guðmundur heima í Bjarnardal í eitt ár og yrkir þá töluvert, m.a. kvæðið „Þér hrútar“, spaugilegan óð til þeirrar kindar: „Þér hrútar, ég kveð yður kvæði. / Eg kannast við andlitin glöð / er gangið þér allir á garðann/að gjöfinni, fimmtán í röð“, segir í upphafi kvæðisins. Eftir þessar ánægjulegu stundir með hrútunum sest Guðmundur Ingi síðan aftur á skólabekk, þá í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Það var veturinn 1931-32. Þar var hann í eidri deild, en þeir sem höfðu verið á héraðsskóla sluppu inn í eldri deild, eins og hann orðar það. í Samvinnuskólann kveðst Guðmundur hafa farið sökum áhuga síns á félagsmálum, en einnig vildi hann komast betur niður í tungumál. I ljóðum frá þessum vetri kennir söknuðar, dalurinn vitjar hans, eins og hann orti nokkrum árum síðar í ljóðinu „I dalnum er sál mín“. En í Reykjavík yrkir hann til dæmis ljóðið „Kaldbak" vorið 1932. Það hefst á þessu erindi: Þótt víðlendar grundir ég gisti, þar gnœfir ei tindur, þar rís ekkifjall, þá ber ég í sál minni Kaldbaksins kinn, hans klappir og vindhljóð og snjóskriðufall ogfegurð um standberg og stall. Og í lokaerindinu kemur þessi heitstrenging: Sem fyrirmynd stuðlarnir standa að stórfelldum Ijóðum og myndum í senn. Frá Kaldbaksins hlíðum með kenning og vald skulu komandi tímarfá listamenn þótt þeir séu ófœddir enn. Það kom því engum á óvart að Guðmundur Ingi skyldi halda vestur í Önundarfjörð þegar leið að slætti, þótt hann hafi unað sér ágætlega í skólanum, að minnsta kosti ef hann hafði nóg að gera. „Það var verra ef lítið var að gera“, segir Guðmundur og brosir í skeggið. En í dalnum sínum hefur hann unað að því er virðist sæll og sáttur og ekki leiðst. Aðeins einu sinni segir hann það hafa freistað sín fyrir alvöru að flytjast þaðan. „Það var á þeim árum sem verið var að drífa upp KRON. Jón heitinn Einarsson, skólabróðir ntinn úr Samvinnuskólanum, hafði þá samband við mig og spurði hvort ég vildi koma til starfa hjá

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.