Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 8
8 Fasteignaviðskipti ÍSAFJÖRÐUR Aðalstræti 20 4ra herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 130 m2. Laus eftir samkomulagi. Aðalstræti 32 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Silfurgata 11 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Laus fljótlega. Smiðjugata 11a Húsið er tvær hæðir, kjallari og ris (háaloft). Hvor hæð er rúmir 50 m2. Niðri er eldhús, stofa og bað, uppi eru 4 svefnherbergi og salerni. Strandgata 7 Nýuppgert, tvílyft einbýlishús úr timbri. Pólgata 4 5 herb. íbúð á 3. hæð. Aðalstræti 22b 3ja-4ra herb. íbúðir á 2. og 3. hæð. Fitjateigur 4 U.þ.b. 151 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Bolungarvík Ljósaland 5 118 m2 einbýlishús. Ljósaland 6 2x126 m2 einbýlishús. Hagstæð lán. Hlíðarstræti 21 Gamalt einbýlishús. Traðarland 24 Tvílyft einbýlishús, u.þ.b. 200 m2 með bílskúr. Stigahlíð 2 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Laus. Stigahlíð 4 3ja herb. íbúð á 1. hæð. íbúðin er laus. Völusteinsstræti 4 2x126 m2 einbýlishús. Á neðri hæð er bílskúr og fokhelt húsnæði. Á efri hæð eru m.a. 4 svefnherbergi. Verð ca. kr. 9 milljónir, mest áhvílandi húsnæðisstofnunarlán. Skipti á minni eign í Bolungar- vík koma vel til greina. Arnar G. Hinriksson Silfurtorgi 1, sími 4144 Þriðjudagur 20. desember 1994 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ Eysteirm G. Gíslason f Skáleyjum: Ápangurinn skiptip mestu máli I laufskálaþætti 31/8 sl. ræddi Finnbogi Hermannsson við hjónin á Kirkjubóli í Val- þjófsdal. Þar bar á góma að þau höfðu bæði verið nem- endur Guðmundar Inga Krist- jánssonar, sveitunga síns, og spannst nokkur umræða um það. M.a. nefndi Finnbogi hvort Guðmundur hefði ekki á löngum kennsluferli upp- frætt menn sem síðar urðu þjóðkunnir, eins og t.d. föður- bróður Sigríðar húsfreyju, Gils Guðmundsson. Það taldi hún þó ólíklegt að gæti verið, vegna lítils aldursmunar þeirra. Það mun þó vera mis- skilningur hennar, og skal hér rifjuð upp lítil saga því til sönnunar. Á árlegum fundi Kennara- félags Vestfjarða skömmu eftir 1960 urðu fjörugar um- ræður um réttindafólk og rétt- indalaust við kennslustörf. Þá munu hafa verið kröfur á lofti í þjóðfélaginu um að allir kennarar hefðu fulla menntun og réttindi, en mikið var af „svörtum sauðunT í því efni á Vestfjörðum þá, eins og löngum síðan. Réttindafólkið lá ekki alltaf á lausu og margir höfðu starfað sem kennarar við góðan orðstír, um langt skeið, án réttinda. Björgvin skólastjóri á ísafirði ræddi máiið; var alveg andvígur launamismun milli „hvítra sauða og svartra" en taldi nauðsynlegt að kennarar væru vel undir starf sitt búnir og kynnu sem best að hagnýta sér nýjustu tæki og vinnubrögð við kennsluna. Sá tími væri liðinn að stafrófskverið, blaðið og blýanturinn væru helstu kennslu- tækin. Guðmundur Bernharðsson og Guðmundur Ingi sögðu frá langri reynslu sinni sem réttindalausir kennarar, með frumstæða og ófullkomna aðstöðu, þar sem blýanturinn og pésinn voru stundum helstu verkfæri nemend- anna. Samt vildu þeir meina að árangurinn færi ekki alltaf eftir aðstöðu, kennslugögn- um eða faglegum réttindum kennarans. Guðmundur Ingi nefndi sem dæmi að hann hefði sem ungur maður og réttindalaus leitt þá fyrstu skrefin á menntabrautinni Þorvald Garðar og Gils Guðmundsson, við áður- nefndar aðstæður. Ef að líkum lætur mun Guðmundur Ingi hafa verið fundarritari og skilað af sér fundargerð á löglegan hátt, en það mun hafa verið á kvöldvöku í fundarlok sem hann las fundargerð í bundnu máli, við góðar undirtektir. Þar rifjaði hann upp að- stöðumuninn sem áður gat verið í þéttbýli og sveit, annars vegar sprenglært réttindafólk í velbúnum skólum, meðan: Hinir voru að bögglast með blýant og pésa en Björgvin mun sjálfsagt telja til lítilla þrifa, þegar þeir kenndu Þorvaldi Garðari að lesa og þegar þeir voru að æfa Gils í að skrifa. Þetta var löng fundargerð og vakti mikla kátínu. Aths. Vestfirska: Guðmundur Ingi man eftir atvikinu en segir kvæðið löngu týnt. Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vest- firðingum gleðilegra jóla ogfarsaldar á nýju ári. YERSLUNN ígOT&FlSKUR Patreksfirði Starfsfólk íslandsbanka óskar landsmönnum allra heilla a nýju an og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða. Gleðilega hátíð! ISLAN DSBAN Kl HJA OKKUR FÆRÐU NYJUSTU H/IYNDBONDIN A ADEINS KR. 300 OPNUNARTIMI UM JOL: Aðfangadag kl. 11.00-16.00 Jóladag Lokað Annan íjólum kl. 16-19 og 20-23.30 Videoúrval Hafnarstræti 11 • ísafirði Sími 3339 Fjögup brúðkaup og jarðarför Listi Schindlers

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.