Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 16

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 20. desember 1994 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAPIÐ Óveöur á jólaföstu: Norðaustan stórhríð, mað- ur bjargast úr snjóflóði í Súðavík og hús yfirgefin í Hnífsdal og á ísafirði - Ernir í sjúkraflug til Bíldudals í slæmu veðri og lélegu skyggni Mikið hvassviðri gerði á Vestfjörðum á laugardag með norðaustan stórhríð sem hélst alla helgina. Á (safirði fór að bera á ófærð þegar liða tók á laugardaginn og aðfararnótt sunnudagsins herti veðrið til muna og lokuðust allir vegir. Að morgni sunnudags var vegurinn um Skutulsfjarðarbraut ruddur með tækjum Vegagerðarinnar, en horfið var frá því að moka Hnífsdalsveginn vegna veðurs. Var mönnum ráðið frá þvi að hreyfa ökutæki innanbæjar, enda með öllu ófært. Sem dæmi um ófærðina varð kaupmaður á Eyrinni að vaða margra metra djúpa skafla á leiðinni til vinnu sinnar á sunnudaginn úr Sundstræti yfir í Aðalstræti. Á laugar- dagskvöld varð fólk að yfirgefa fjóra bíla á Breiðadalsheiði sem festu sig vegna ófærðar. Undir miðnætti á laugar- dagskvöldið hóf Twin Otter fiugvél frá Flugfélaginu Ernir sig til flugs frá (safjarðarflugvelli ti að freista þess að sækja konu sem veikst hafði á Bíldudal og þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík. Veður á ísafirði var slæmt þegar þetta var og skyggni mjög lítið. Ernismenn létu það ekki á sig fá og tókst þeim að komast til Bíldudals þar sem skilyrði til lendingar voru ágæt þrátt fyrir að ófært væri á Patreks- fjarðarflugvelli fáum kílómetrum vestar. Frá Bíldudal var síðan haldið með konuna til Reykjavíkur og gekk flugferðin vel. Þá leitaði fjöldi skipa vars undir Grænuhlíð í ísafjarð- ardjúpi og eins inn á Dýrafirði. Rafmagnstruflanir Óveðrinu hafa fylgt miklar rafmagnstruflanir á Vestfjörð- um þar sem Vesturlína datt út hvað eftir annað aðfaranótt sunnudags. Fljótlega var því gripið til þess ráðs að gang- setja varaaflsstöðvar um alla Vestfirði. Rafmagnslaust var á mörgum bæjum á Ströndum og í Reykhólasveit þar sem staurar brotnuðu. Snjóflóð í Súðavík Á sunnudag féll snjóflóð í innanverðu Súðavíkurþorpi og lenti þar á íbúðarhúsinu Saurum. Einnig fórflóðið á bílskúr við hús þar skammt frá og eyðilagði útihús þar fyrir utan. Einn maður var í húsinu sem lenti í flóðinu og er talið gjör- ónýtt. Þegar menn úr Björgunarsveitinni Kofra komu á staðinn fundu þeir manninn sem heitir Karl Georg Guð- mundsson, fastan í snjónum við húsið. Var hann orðinn mjög kaidur, enda búinn að bíða í rúman klukkutíma í snjónum. Komu björgunarmenn Karli til hjálpar og tókst að draga hann í næsta hús við illan leik þar sem hafist var handa við að koma hita í hann. Fór hann fljótlejga að braggast og eftir skoðun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði virðist honum ekki hafa orðið meint af. Snjóflóðið sem þarna féll kom úrTraðargili sem er þekkt vegna snjóflóða. Flóðið á sunnudaginn hefur verið nokkuð stórt, því það fór alla leið niður að Aðalgötu sem er við sjóinn. í kjölfar flóðsins voru ein átta hús rýmd sem talin voru vera innan hættusvæðis. Karl Georg missti nær allar eigur sínar í flóðinu, utan nokkrar kindur sem lifðu hamfarirnar af. Búið er að opna reikning í Sparisjóði Súðavíkur þar sem fólki gefst kostur á að leggja inn fjármuni til aðstoðar Karli á sparisjóðsbók númer 1000. Hús rýmd í Hnífsdal og á Isafirði Almannavarnanefnd á ísafirði tók þá ákvörðun eftir há- degi á sunnudag að láta rýma hús við Smárateig, Fitjateig og Heimabæ í Hnífsdal, auk þess sem hesthúsabyggðinni þar var lokað fyrir allri umferð fólks. Fólki sem yfirgefa þurfti hús sín var safnað saman í Félagsheimilið og flutt þaðan með bílum ýmist til ættingja _eða á Hótel ísafjörð og heimavist Framhaldsskólans. Á ísafirði var fólki gert að rýma sjoppuna Brúarnesti og húsið Seljaland sem stendur þar rétt hjá. Mikil ófærð var á götum ísafjarðar og var ekki hafist handa við ruðning á öðrum götum en Skutulsfjarðar- braut og Hnífsdalsvegi fyrr en að kvöldi sunnudags þegar veðrinu slotaði. Hátíðaruppskrift frá Magnúsi Hanssyni í Bolungarvík Forréttur Laxamús með reyktum laxi fyrir 6-8 manns 500 g reyktur lax 800 g nýr lax 1 dós sýrður rjómi 4 msk hveiti 4 egg hálf tsk hvítur pipar 1 -2 tsk salt 2 dl rjómi, þeyttur 1 tsk þriðja kryddið hálfur mulinn Knorr fiskiteningur örlítill sítrónusafi Nýi laxinn er hakkaður. Öllu nema reykta laxinum blandað saman við og hrært vel. Sett í lítil, smurð form og bakað í 175°C heitum ofni í 30 mínútur. Kælt. Sósa: 2 dósir sýrður rjómi salt, pipar 1 tsk Dijon sinnep 1 hvítlauksgeiri, pressaður 1/4 tsk finkull saxaður graslaukur Öllu blandað saman nema örlitlu af graslauknum, sem er notaður til skrauts. Að setja réttinn saman: Reykti laxinn er hreinsaður, skorinn í litla teninga og raðað á diska ásamt laxamúsinni. Salatblað er sett á hvern disk, skreytt með sneið af niðursoðinni peru og nokkrum radísusneiðum. Ofan á hverja mús er sett örlítið af sósu og söxuðum graslauk stráð yfir. vj,/ Aðalréttur Innbakaðar lambalundir í smjördeigi handa fjórum 300 g smjördeig 800 g lambalundir 1 eggjarauða salt, pipar, timian 1 skammtur löguð kartöflumús úr pakka Sveppamauk: 50 g sveppir 20 g laukur 4 msk brauðmylsna pipar, salt Kjötið er kryddað með pipar og salti, timian stráð yfir. Steikt á vel heitri pönnu stutta stund til að loka kjötinu og það síðan kælt. Smjördeigið er flatt út, kjötið sett í miðjuna og sveppamaukinu smurt yfir kjötið. Þá er deiginu lokað og það smurt með eggjarauðu og bakað í 180°C heitum ofni í 20 mín- útur. Sveppamauk: Sveppirnir skornir í sneiðar, lauk- urinn skorinn fínt. Steikt á pönnu með brauðmylsnu og kryddað með salti og pipar. Kælt. Kartöflutoppar: Kartöflumúsinni er sprautað í litla toppa á bökunarplötu. Bakað í ofni við 180°C í 5 mínútur. Borið fram með fersku grænmeti og brúnni sósu. Eftirréttur Ferskir ávextir með Grand Marnier jarðarber, kiwi, bláber, græn og blá vínber suðusúkkulaði Brytjið allt smátt, setjið í skál og hellið Grand Marnier yfir. Látið standa í kæli í 2 klst. Uppskrift ogjóla- kvebja til vibskipta- vina frá Tœ Vœ á Isaftrbi 1 dós kókosmjólk 1-3 msk Yellow Curry Paste 3 msk fiskisósa (austurlensk) 1 msk sykur Sett í pönnu og látið sjóða í 15 mínútur. Síðan er sett útí: hálfur teningur kjúklingakraftur 250-300 g kjúklingur V4 bolli bambus 2-3 litlar soðnar kartöflur Látið krauma í 10 mínútur. Borið fram með hrís- grjónum. Jólatilboð á Siemens uppþvottavél 59.900 stgr. Tryggið ykkur eintak á þessu frábæra verði Dagana 27. desember til 30. desember og 2., 3., og 4. janúar verður opið frá kl. 13 til 18 V.V. HÁRSKERI Hafnarstræti 11, ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.