Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 12
VESTFIRSKA 12 Þriðjudagur 20. desember 1994 ---- ----- ----------- \ i tM l I ABI.AfíU) Minningar frá liönu sumri: Hrafnseyrarhátíð 17. júní 1994 Á þjóðhátíðardaginn 17. júnf síðastliðinn fjölmenntu Vest- firðingar til Hrafnseyrar í Am- arfirði til að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar, sem fæddist þar 17. júní 1811 og fagna 50 ára lýðveldisafmæli. Fóru há- tíðarhöldin fram á vegum Hrafnseyrarnefndar. Dr. Jóhannes Nordal flutti ræðu dagsins, en þess má geta að faðir hans, dr. Sigurður Nor- dal, flutti hátíðarræðu á Hrafnseyri 17. júní 1944, við stofnun lýðveldis. Guðsþjónusta fór fram í Minningarkapellu Jóns Sig- urðssonar og messaði þar séra Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur og Kirkjukór Þingeyrar söng ásamt barnakór þaðan, undir stjórn Guðmundar Vilhjálmssonar organista og söngstjóra. Foreldrasamtök og nemend- ur grunnskólanna á Þingeyri, í Holti og á Flateyri, ásamt Leikfélagi Flateyrar, höfðu veg og vanda af fjölskylduskemmt- un sem fram fór á palli undir Bælisbrekku, þar sem Jón Sig- urðsson mun hafa leikið sér ungur sveinn, en þar er áhorf- endasvæði gert af náttúrunnar höndum. Leikstjóri var Ey- vindur Erlendsson. Veður var gott framan af degi en gerðist nokkuð hrá- slagalegt þegar á leið. Þóttu hátíðarhöldin takast mjög vel og er talið að um 1200 manns hafi verið saman komin á Hrafnseyri þennan dag. Með- fylgjandi myndir tóku Steinþór Gunnarsson og Hallgrímur Sveinsson. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður ísafjarðarsýslu, flytur minni Jóns Sigurðs- sonar og fæðingarstaðar hans. Ólafur skrýðist hinum fallega hátíðarbúningi sýslu- manna. Hluti af hátíðargestum í Bælisbrekku. I forgrunni formaður Hrafnseyrarnefndar, Þórhallur Ásgeirsson og kona hans Lilly. Hér sér yfir hluta af bílaflota hátíðargesta. Gott skipulag var á umferðarmálum undir stjórn lögreglunnar á ísafirði. Or. Jóhannes Nordal flytur hátíðarræðu í Minningarkap- ellu Jóns Sigurðssonar. Ræðunni var varpað út í gjallarhornum yfir hátíðar- svæðið. Nokkrir ánægðir hátíðargestir af eldri kynslóðinni frá Þing- eyri og ísafirði. Séð yfir hátíðarsvæðið frá Bælisbrekku. Fjölskyldustemmning úr Bælisbrekku. í forgrunni Angantýr Valur Jónasson frá Þingeyri og kona hans Edda Ársælsdóttir með börnum sínum. Hin gömlu einkunnarorð ungmennafélaganna, „íslandi allt“, voru á borða sem strengdur var yfir minnismerki Jóns Þjóðdansar stignir í íslenskum búningum. Skólabörn og Sigurðssonar frá 1911. foreldrar úr Önundarfiröi. Viö óskum Vestfirðingum gleöilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða vátryggingafélag ^/IBf ÍSLANDS HF

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.