Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 17

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 17
VESTFffiSKA FRÉTTABLAÐIÐ j^^^^^^^^^^^^^^ri^udagui^0^1esembeiM994 17 Vestfjarðagöng opnuð fyrir takmarkaðri umferð til Súgandafjarðar - Vegagerðarmenn afhentu kvenfélaginu Ársói tvö jólatré að gjöf í tilefni dagsins Á tíunda tímanum í gær- morgun (mánudag) var Súg- andafjarðarleggur Vestfjarða- ganganna formlega opnaður fyirir takmarkaðri umferð. Það var Gísli Eirfksson umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar- innar á Vestfjörðum sem lýsti yfir opnun ganganna og af- henti hann Kvenfélaginu Ársól á Súgandafirði tvö myndarleg jólatré að gjöf af þessu tilefni. Starfsmenn verktaka og Vega- gerðarinnar voru mættir við þessa athöfn við gangamunn- ann í Botnsdal, auk fulltrúa fjölmiðla á svæðinu. Það var Ingibjörg Sigfúsdóttir sem tók við jólatrjánum fyrir hönd kvenfélgsins Ársólar og að þvf búnu settust menn upp í bíla sína og óku um göngin til Isa- fjarðar með Halldór Karl Her- mannsson sveitarstjóra á Suðureyri í broddi fylkingar, en þetta var jafnframt í fyrsta skiptið sem hann fór í gegnum þessi göng. Eins og fyrr segir er um takmarkaðan opnunartíma að ræða, þar sem frágangi á gangagólfinu er enn ekki lokið. Opið var á mánudaginn frá klukkan rúmlega 9 til 18. Opið verður miðvikudaginn 21. des- ember kl. 9 til 18, fimmtudag 22. kl.9til 18, föstudaginn 23. kl. 9 til 24, mánudaginn 26. kl. 13 til 21, miðvikudaginn 28. kl. 9 til 18 og föstudaginn 30. desember kl. 9 til 18. - hk. Gísli Eiríksson umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins afhendir Ingibjörgu Sigfúsdóttur tvö jólatré að gjöf til kvenfélagsins Ársólar á Suðureyri í tilefni af opnun gang- anna. Lengst til hægri er Halldór Karl Hermannsson sveitarstjóri á Suðureyri. Aðalfundur Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á ísafirði verður haldinn að Hafnarstræti 12, 2. hæð, þriðjudaginn 10. janúar 1995 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðir fram reikningar. 3. Kosningar. 4. Bæjarfulltrúar kynna fjárhagsáætlun. JJf 5. Önnur mál. Stjórnin. Þetta eru fyrstu hjólreiðamennirnir sem fara í gegnum Vestfjarðagöng til Súgandafjarðar eftir að umferð var hleypt á göngin. Talið frá vinstri: Salmar Jóhannsson, Heimir Snorrason, Hrafn Snorrason og Gunnar Oddsson. Annars eru fjallahjól ætluð til þess að fara yfir fjöll en ekki undir þau. Fulltrúar verktaka, Vegagerðarinnar og Súgfirðinga við athöfnina þegar umferð var formlega hleypt í fyrsta skiptið á hluta Vestfjarðarganga. Vestfjarðagöng Botnsheiðargöng verða opin fyrir akandi umferð sem hér segir: Miðvikudag 21. des.’94 kl.9-18 Fimmtudag 22. des.’94 kl. 9-18 Föstudag 23. des. ’94 kl. 9-24 Mánudag26. des.’94 kl.1321 Miðvikudag 28. des.’94 kl. 9-18 Föstudag 30. des. ’94 kl. 9-18 Eftir áramót verða þau opin: Mánudaga - miðvikudaga - föstudaga kl. 9-12 og 17-18 og laugardaga kl. 10-12. Bíðið við gangamunna. Hleypt verður í gegn á u.þ.b. 15 minútna fresti. VEGAGERÐIN Sextugur Kristínn Jón Jónsson, Brautarholtí 13, ísafirði, rekstrarstjóri Vegagerðar ríkísins, verður sextugur á jóladag, 25. desember. Hann tekur á mótí gestum í sal Frímúrara í Hafnarhúsínu föstudaginn 30. desember kl. 18-21. !l 0 UA'H WlR,rJD RÆtT iT il KR ABB AMEINSF VEITTU STUÐNIN ElAGSINS 1994 G - VERTU MEÐ! í þetta sinn voru miðar sendir konum, á éldri sem þegar hafa borgað miðana og minnum þiné Greiða má í banka, sparisjóði eða pói Vakin er athygli á því að hægt er að Hringið þá í síma^9J) 621414. Hver keyptur miöi eflir sókn og vörn gegn krabbameini! 3ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim ðan malstað og verðmæta vinninga. iðslu til hádegis á aðfangadag jóla. ieð greiöslukorti (Visa, Eurocard).

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.