Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Page 12
'-ft
Sértilboð Bókhlöðunnar út þessa viku
íslenska orðabókin - Verð frá kr. 4.900-
' r '
Arbok F.I. Ystustrandir norðan Djúps - Verð frá kr. 2.830-
l BOKHLAÐAN
sfmi 3123
I FRÉTTABLAÐIÐ I
RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR:
SÍMI 94-4011 • FAX 94-5225
Málverk og
laufaviður í
Drymlu
- almenn samkeppni um snjó-
og íslistaverk
May-Lill Þorkels opnar kl. 14 á laugardaginn (8. apríl)
sölusýningu á málverkum í húsnæði Drymlu að Skólastíg
3 í Bolungarvík. Þetta er fyrsta sýning hennar á stórum
olíumálverkum en viðfangsefnið er lífið og tilveran. Lista-
konan, sem er frá Noregi, verður við opnun sýningarinnar
og síðan bæði á skírdag og annan laugardag. Sýningin
stendur til 22. apríl.
Tilraunir prjónahóps með laufaviðarmunstur
Á laugardaginn má einnig sjá afrakstur prjónahóps sem
starfandi hefur verið innan Drymlu, félags handverksfólks,
en hópurinn hefur verið að hanna og prjóna flíkur með
laufaviðarmunstri. Slíkt munstur er vel þekkt hér á Vest-
fjörðum og kannast eflaust flestir við hinn hefðbundna
vestfirska laufaviðarvettling, en hann er prjónaður úr mjög
fínu bandi. Drymlufélagar hafa hins vegar prófað að útfæra
munstrið í grófara band og ýmsar flíkur, svo sem húfur og
peysur auk vettlinga. En auðvitað er sjón sögu ríkari. Hinn
hefðbundni vestfirski laufaviðan/ettlingur er að sjálfsögðu
einnig til í Drymlu.
Drymludagur á skírdag og stoppað í sokka
Á skírdag verður Drymludagur. Auk þess sem málverk,
prjónles og rúmlega ársgömul saga félagsins verða til
sýnis, má fá stoppað í hreinar hosur, hlýða á sögur, Ijóð
og tónlist, sjá tekið ofan af ull og hún kembd.
Utan dyra er ætlunin að standa fyrir samkeppni um
snjó- og íslistaverk. Öllum er heimilt að taka þátt í sam-
keppninni og veitir Soffía Hauksdóttir (sími 7121) nánari
upplýsingar um fyrirkomulag og skráir þátttöku. Gestum og
gangandi gefst kostur á að greiða listaverkunum atkvæði
sitt til verðlauna. Laugardaginn 15. apríl kl. 18 verða úrslit
snjó- og íslistaverkasamkeppninnar gerð kunn og verð-
laun veitt.
Opnunartími Drymlu í apríl og maí:
Fímmtudaga og föstudaga kl. 14-18
Laugardaga kl. 14-17
í kringum páskana verður aftur á móti opið sem hér segir:
Laugardag 8. apríl kl. 14-19
10.-12. apríl kl. 14-18
Skírdag 13. apríl kl. 14-19
Laugardag 15. apríl kl. 14-19
ísafjörður:
Tilfæringap í 75 ára
Bókhlöðu og Sporthlöðu
Verulegar breytingar hafa
verið gerðar innanstokks hjá
Bókaverslun Jónasar Tómas-
sonar og Sporthlöðunni á
Isafírði. Verslanirnar voru
opnaðar aftur á laugardag-
inn, 1. aprfl, og var meðfylgj-
andi mynd þá tekin af eig-
endum og starfsfólki.
Allar innréttingar hafa verið
endurnýjaðar og smfðaður hef-
ur verið nýr stigi upp á aðra
hæðina. Sú nýlunda er einnig
orðin. að bókaverslunin er
komin niður á jarðhæðina þar
sem Sporthlaðan hefur verið
fram til þessa en sportvörurnar
eru komnar upp á aðra hæð þar
sem verslað hefur verið með
bækur í nokkuð mörg ár.
Bækurnar eru því komnar
niður á fyrstu hæð eins og var
í árdaga, en þó ekki á sama stað,
því að nú eru þær þar sem
gamlir Isfirðingar kölluðu
Matthíasarbúð [Sveinssonarj.
Bókaverslun Jónasar Tóm-
assonar er 75 ára á þessu ári og
hefur þó líklegast aldrei verið
yngri.
Eigendur og starfsfólk Bókaverslunar Jónasar Tómassonar og Sporthlöðunnar á ísafirði 1.
apríl sl. Frá vinstri: Gunnlaugur Jónasson, Kristín Ólafsdóttir, Margrét B. Gunnarsdóttir,
Jónas Gunnlaugsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Lára Gísladóttir, Hermann Hákonarson, Sigrún
Halldórsdóttir, Elín Björg Þráinsdóttir og Hrafn Snorrason.
Breytingar á öldrunar-
þjonustu í Bolungarvík
- samningur undirritaður sl. sunnudag og þegar hann verður kominn í
framkvæmd verða öldrunarmál í Bolungarvík
eins og þau gerast best á landinu
Frá undirskrift samningsins: Ágúst Oddsson læknir og forseti bæjarstjórnar, Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráðherra og Halldór Benediktsson settur bæjarstjóri.
Samningur um breytingar
á öldrunarþjónustu í Bol-
ungarvík milli heilbrigðis-
ráðherra og bæjaryfírvalda
var undirritaður sl. sunnu-
dag. Samningurinn felur það
m.a. í sér, að byggður verður
síðari áfangi dvalar- og
hjúkrunarheimilis í Bolung-
arvík, en fjármálaráðuneytið
hefur þegar samþykkt hönn-
un hinnar nýju byggingar.
Gert er ráð fyrir þvf, að
heildarflatarmál hússins verði
um 800 fermetrar. Á fyrstu hæð
er gert ráð fyrir eldhúsi, borð-
stofu og setustofu, á annarri
hæð verður hjúkrunardeild fyr-
ir sex sjúklinga og á þriðju hæð
er gert ráð fyrir dagvistun og
vinnusal. í kjallara verður
kapella, líkhús og geymslur.
Heildarkostnaður er áætlaður
96 milljónir króna með búnaði
og frágenginni lóð.
Enn fremur er gert ráð fyrir
því, að Bolungarvíkurkaup-
staður kaupi hluta ríkissjóðs í
núverandi húsnæði Sjúkrahúss
Bolungarvikur og breyti þeirri
stofnun í vistheimili fyrir aldr-
aða fyrir allt að 10 vistmenn.
Kaupin munu eiga sér stað
þegar hin nýja álina dvalar- og
hjúkrunarheimilisins verður
fokheld, enda verði aðilar á-
sáttir um kaupverð.
Þegar umræddur samningur
verður kontinn til framkvæmda
verða öldrunarmál í Bolungar-
vfk og heilbrigðisþjónusta fyrir
aldraða orðin eins og best gerist
í bæjarfélögum á Islandi, segir
í tilkynningu frá heilbrigðis-
ráðuneytinu og Bolungarvík-
urkaupstað.
Samningurinn er gerður með
þeim fyrirvara, að bæjarsjóður
Bolungarvíkur hafi fjárhags-
Iegt bolmagn til þess að ráðast
í framkvæmdina.