Feykir


Feykir - 16.04.1986, Síða 4

Feykir - 16.04.1986, Síða 4
4 FEYKIR 8/1986 Sauðárkrókur: SAUEWRKROKUR 1-1000 DEIUSKIPULAG G/MLA BCJARINS SKÝRINGARUPPDRÁTTUR Tlll/GA 3 SKÍRNGW ca»**ORT sjA HH>nu«cRÁn •.*“ •* * i /RNI RA3ÍWSS0N /rmtekt faI Kntmi •.í 'aawmT* g 955121 .] - TT/ Eins og fram hefur komið í Feyki hefur nú á undanförnum árum staðið yfir vinna við nýtt deiliskipulag fyrir gamla bæjarhlutann á Sauðárkróki. En deiliskipulag er nánari útfærsla á aðalskipulagi, þar sem m.a. eru tíunduð þéttleiki byggðar, húsgerð, lóðir, götubreiddir leikvellir o.fl. Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur nú samþykkt að óska eftir því við Skipulagsstjórn ríkisins að kynna tillögu að deiliskipulagi fyrir bæjarbúum, þannig að þeim gefist kostur á að koma með sínar athugasemdir ef einhverjar eru. Af þessu tilefni snéri tíðindamaður Feykis sér til þeirra Árna Ragnarssonar arkitekts, sem unnið hefur deiliskipulagstillöguna í nánu samráði við bæjaryfirvöld og Jóns Arnar Berndsen byggingarfulltrúa bæjarins. Árni var inntur eftir því um hvað skipulag sem þetta snérist almennt, og hver væru helstu einkenni þessa deiliskipulags: „Vinnan við þetta skipulag hefur nú staðið yfiröðru hverju í um hálfan annan áratug. Það er yfirleitt mjög flókið og vanda- samt að vinna skipulag fyrir gamla bæjarhluta af ýmsum ástæðum og niðurstaðan oftast einhverskonar málamiðlun. Þetta snertir mjög marga hagsmuna- aðila, einkum þó þá er þar búa fyrir, og það er ávallt erfitt og nánast ógerningur að skaða ekki hagsmuni einhvers. Þetta er e.t.v. skýringin á því hve iangan tíma þetta verkefni hefur tekið. Svona skipulag er eitt af þeim áhöldum sem bæjaryfirvöld hafa yfir að ráða til að sporna gegn hnignun gamalla bæjarhluta, sem á sér mjög víða stað. Spurningin er þá sú hvort þessi tillaga gagnast í þeirri viðleitni bæjaryfirvalda að glæða þennan bæjarhluta nýju lífi. Viðleitni bæjaryfirvalda að glæða þennan bæjarhluta nýju lífi Segja má að skipulagið snúi aðallega að þrem aðilum; I fyrsta lagi bæjaryfirvöldum sjálfum, íbúunum í gamla bænum og loks þeim sem þar eiga eða reka fyrirtæki. Að bæjaryfirvöldum snýr gerð og frágangur gatnakerfis, gangstétta og opinna svæða og að gera lóðir byggingarhæfar. Þá snýr fram- kvæmdin, stýringin að bæjar- yfirvöldum og hún er hvað mikilvægasti þáttur skipulagsins. Þessi stýring á við þegar einstaklingar og fyrirtæki vilja byggja eða breyta. I skipulagi er reynt að samræma fyrirætlanir hinna mörgu þannig að útkoman verði góð. Þannig er í tillögunni gert ráð fyrir hvar og hversu mikið má byggja á einstökum lóðum. Hins vegar er ekki sagt „svona mikið á að byggja” né „þú verður að rífa litla húsið þitt og byggja þriggja hæða skrif- stofuhús”. Um er að ræða heimildir til þess að byggja og þá jafnan hámarksheimildir. Tíma- áætlun er ekki inni í myndinni þannig að einstakar ráðstafanir Tímaáætlun er ekki inni í myndinni tillögunnar kunna að koma seint til framkvæmda og að þessu leyti þarf atburðarásin að ráða sér nokkuð sjálf. Þess vegna er stýringar- og sam- ræmingarhlutverk bæjaryfirvalda jafnvel ennþá mikilvægara en ella. Skipulagið er því eins og öll önnur verkfæri; hversu vel þau duga ræðst af því hversu vel þeim er beitt. Skipulagstillagan á að vera svo sveigjanleg að einstaklingar og fyrirtæki hafi möguleika til þess að koma sér fyrir á ýmsan hátt en þetta gerir aftur kröfur um vandaða stýringu bæjaryfirvalda. í megindráttum gengur til- lagan út á að fjölga íbúðum í gamla bænum, bæta íbúðarskil- yrði og skilyrði fyrir verslanir og aðra þjónustustarfsemi. Sam- kvæmt tillögunni verður heimilt að breyta byggðinni allmikið austanvert við Aðalgötuna og ný íbúðabyggð verður aðallega í kringum gamla bæinn. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að hverfið milli Kristjánsklaufarog Kirkjuklaufar, vestan við Aðal- götu verði nokkurs konar vendunarsvæði, þar sem ríkjandi húsgerð fær að haldast. Skipulagið gerir ennfremur ráð fyrir því að til komi nýjar götur, nýjar tengingar gatna eða þær lagðar af. Þetta miðast allt að því að friða húsagötur fyrir umferð milli bæjarhluta. í þessu tilviki verður það óhjákvæmilegt að rífa nokkur hús, þegar þar að kemur. Þetta er hins vegar eins og áður hefur komið fram ekki tímasett. Aðalumferðaræðin milli bæjar- hluta verður eftir Strandveginum Aðalgatan verður gerð að vistgötu sem færist austur um rúma 30 m. Aðalgatan verður hins vegar gerð að vistgötu þar sem gangandi vegfarendur hafa allan forgang. Þar verður t.d. hámarkshraði vélknúinna farar- tækja einungis 15 km á klst. og ýmsar aðgerðir gerðar til að svo megi verða. í dag búa hér um 370 manns, en á sínum tíma bjuggu hér um 900 manns, og urðu menn þá að sætta sig við að búa mjög þröngt, jafnvel allt að 20 manns á um 90 m2. Þessir íbúar búa nú í um 166 íbúðum en skv. skipulaginu er gert ráð fyrir því að hér geti bæst við 116 nýjar íbúðir og að heildaríbúatalan geti orðið á bilinu 580-650 manns. Hvort þetta verður reyndin getur tíminn einn leitt í ljós. Þá er reiknað með að hingað flytjist inn yngra fólk og því er gert ráð fyrir alls sex litlum leikvöllum, en nú er hér aðeins einn”. Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson fyrir utan Safnaðarheimilið. „Farið mjög mildum höndum um gamla bæinn” í framhaldi afþessu snéri Feykir sér til byggingafull- trúa Sauðárkróksbæjar Jóns Arnars Berndsen og bað hann um að útlista það hvernig framhaldinu verði háttað og hvert menn geti snúið sér með athugasemdir: „Nú er skipulagsstjórn ríkis- ins búin að samþykkja að auglýsa þetta deiliskipulag. Framhaldið verður síðan það, að tillagan ásamt greinargerð mun hanga uppi á bæjarskrifstofunni næstu 6 vikur og geta bæjarbúar þar kynnt sér hana á opnunar- tíma. Þá mun ég útskýra einstök atriði sé þess óskað á mínum viðtalstímum. Síðan er ætlunin að halda almennan borgarafund um tillöguna. Hafi menn athugasemdir fram að færa eða telji á sér brotið á einhvern hátt geta þeir skilað inn skriflegum athugasemdum. Þegar þessum tilskilda tíma er lokið verður fjallað um hana á ný i bæjarstjórn þar sem tekin verður afstaða til athugasemda ef þær hafa borist. Öll gögn verða síðan send Skipulags- stjórn ríkisins til endanlegrar staðfestingar. Við skulum hins vegar muna það að hér er ekki um eitt endanlegt plagg að ræða, skipulag, bæði aðalskipulag og deiliskipulag eru í sífelldri endurskoðun. Þá vil ég minna á að deiliskipulag sem þetta er stjórntæki fyrir bæjaryfirvöld og jafnframt viss málamiðlun. Vandamálin við að skipuleggja nýtt hverfi og gamalt eru mjög ólík. í megin atriðum held ég að þetta skipulag hafi tekist mjög vel. Það hefur verið farið mjög mildum höndum um gamla bæinn og mitt mat er það að markmiðin, sem menn settu sér í upphafi hafi náðst fullkomlega”. Við þökkum þeim félögum spjallið og þá er bara um að gera fyrir bæjarbúa að líta við á bæjarskrifstofunum og kynna sér af eigin raun umrætt deiliskipulag. (Jgj)

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.