Feykir - 16.04.1986, Qupperneq 6
6 FEYKIR 8/1986
Húnavaka að hefjast
Húnavakan, hin árlega skemmti- og fræðsluvaka
Ungmennasambands Austur-Húnvetninga hefst að þessu
sinni laugardaginn 19. apríi og stendur í viku. Á Húnavöku
verða sýnd tvö leikrit, tveir kórar syngja, málverkasýning
og glerlistarsýning verða opnar og hin vinsæla
Húsbændavaka verður að venju á síðasta vetrardag. Þá
verður sumarskemmtun Grunnskólans á Blönduósi á
Húnavöku, þar verða sýndar nokkrar kvikmyndir og
dansleikir verða fjögur kvöld. Alls munu fimm hljómsveitir
leika á þessum dansleikjum og þá má ekki gleyma að geta
um barnaball sem verður um miðjan dag á sumardaginn
fyrsta. Á það ball býður Ungmennasambandið öllum
börnum eins og venja hefur verið í mörg ár og má fullvíst
telja að þar verði mannmargt sem fyrr og dansinn
stiginn af innlifun.
Kristín og Kristinn
á Húsbændavöku
Húsbændavaka verður að
kvöldi síðasta vetrardags. Þar
mun Kristín Ólafsdóttir flytja
erindi, Kristinn Sigmundsson
syngur við undirleik Sigurðar
Daníelssonar og Edda Björgvins-
dóttir og Júlíus Brjánsson flytja
skemmtiefni. Auk þessa verður
heimatilbúið efni sem félagar í
Fram, Vorboðanum og Ung-
mennafélagi Bólhlíðinga semja
og flytja. Kynnir verður Sigmar
Jónsson.
Tvö leikrit á Húnavöku
Tvö leikrit verða sýnd á
Húnavöku. Leikfélag Blönduóss
sýnir gamanleikinn Vígsluvott-
orðið, en verkið var frumsýnt á
Blönduósi fyrir nokkru eins og
áður hefur verið sagt frá í
blaðinu. Hitt leikritið er Skottu-
leikur eftir Brynju Benedikts-
dóttur og er hún einnig
leikstjóri. Það er Revíuleikhúsið,
sem sýnir Skottuleik, en leikritið
hefur verið sýnt syðra að
undanförnu við miklar vinsældir.
Skottuleikur er barnaleikrit,
sem fjallar um þrjár nútíma-
skottur, sem eru að leita sér að
húsaskjóli fyrir nóttina. Þetta
eru skrýtnar og skemmtilegar
skottur, sem syngja og dansa.
Skotturnar leika þær Guðrún
Alfreðsdóttir, Saga Jónsdóttir
og Guðrún Þórðardóttir. Skottu-
leikur verður sýndur sunnu-
daginn 20. apríl kl. 15.00.
Vígluvottorðið verður sýnt að
kvöldi sumardagsins fyrsta kl.
21.00 og á laugardagskvöldið
26. apríl kl. 20.30.
Glerlist og myndlist
Bjarni Jónsson listmálari
verður með málverkasýningu á
Hótel Blönduósi um Húnavöku.
Sýningin verður opnuð þar
þriðjudaginn 22. apríl, en
laugardaginn 19. og sunnu-
daginn 20. apríl verður Bjarni
með sýningu á Skagaströnd.
Bjarni málar aðallega þjóð-
lífsmyndir, flestar frá sjávar-
síðunni, en einnig myndir
tengdar landbúnaði. Hann hefur
tvisvar áður á síðustu árum verið
með málverkasýningar á Hótel
Blönduósi og hafa þær sýningar
verið vel sóttar og margar
myndir selst. „Bjarni málar
myndir sem fólk skilur” sagði
Bessi Þorsteinsson hótelstjóri á
Blönduósi í samtali við blaða-
mann. Sagði hann það stefnu
þeirra á Hótel Blönduósi að vera
öðru hvoru með listsýningar og
stuðla þannig að aukinni
menningu í héraði.
Kona Bjarna, Astrid Ellings-
sen prjónahönnuður verður með
sýningu á kjolum úr listprjóni
samhliða sýningu Bjama. Kjólamir
verða til sölu.
Eins og á öðrum stað er sagt
frá verður Samband Austur-
Húnvetnskra kvenna með gler-
listarsýningu í Félagsheimilinu
um Húnavöku.
Karlakór og samkór
Á Húnavöku skemmta tveir
kórar. Karlakór Bólstaðar-
hlíðarhrepps verður með söng-
skemmtun á föstudagskvöldið
25. apríl. Kórinn á langan
starfsaldur að baki og jafnan
verið þróttmikið starf innan
hans. Þeir félagar eru nýbúnir að
halda sína árshátíð. Stjórnandi
kórsins er Jón Tryggvason í
Ártúnum.
Hinn kórinn, sem skemmtir á
Húnavöku, er Samkórinn Björk.
Sá kór á sér ekki margra ára
sögu, en félagar hans hafa tekist
á við stór verkefni. Stjórnandi
kórsins er Sigurður Daníelsson
Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps.
„Ég skal segja þér, ungi maður, við höfðum það þannig á samyrkjubúinu”. Sturla Þórðarson og
Þorleifur Oskarsson í hlutverkum sínum í leikritinu Vígsluvottorðið, sem sýnt verður tvisvar sinnum
á Húnavöku.
og undirleikari Elínborg Sigur-
geirsdóttir. Kórinn syngur á
Húnavöku laugardaginn 26.
apríl kl. 14.00.
Kvikmyndasýningar
og dansleikir
Blönduósbíó sýnir margar
góðar kvikmyndir um Húna-
vöku. M.a. verða sýndar
myndirnar Aftur til framtíðar
og Undrasteinninn. Þá geta þeir
sem dansleiki sækja sífellt heyrt í
nýjum hljómsveitum. Á unglinga-
dansleiknum laugardaginn 19.
apríl leikur hljómsveitin Kórus,
en hana skipa nokkrir ungir
piltar frá Blönduósi. Önnur, en
nafnlaus hljómsveit leikur einnig
á þessum dansleik, en þá
hljómsveit skipa ögn eldri piltar,
sem eru að komast af tánings-
aldrinum.
Síðasta vetrardag leikur hljóm-
sveitin Lexía fyrir dansi.
Miðaldamenn frá Siglufirði
leika á Föstudagskvöld og
Hljómsveit Geirmundar Valtýs-
sonar á laugardagskvöld.
List og aftur list
Glerlistarsýning
Samband Austur-Húnvetnskra
kvenna stendur fyrir sýningu á
glerlist um Húnavöku. Sýningin
er frá Gler í Bergvík á Kjalarnesi
og eru munimir eftir listamennina
Sigrúnu O. Einarsdóttur og
Sören S. Larsen. Þetta er í fyrsta
sinn, sem þessir listamenn sýna
á landsbyggðinni og verður
þetta yfirlitssýning frá verkstæði
þeirra og stök myndverk. Þarna
mun gefa að líta nytjalist og yfir í
skúlptúr og verða listaverkin til
sölu. Sýningin verður á eftir hæð
í Félagsheimilinu og verður hún
opnuð síðasta vetrardag.
Það hefur verið nær árlegur
viðburður nú um nokkurt skeið
að Samband Austur-Húnvetnskra
kvenna standi fyrir listasýningu
í einhverri mynd. Því hafði
blaðamaður samband við Elisabetu
Sigurgeirsdóttur á Blönduósi og
spurði hana hvenær þessi þáttur
í starfi sambandsins hefði
byrjað.
Stór listasýning 1973
„Það var árið 1973, sem við
stóðum fyrir mjög stórri lista-
sýningu á Blönduósi” sagði
Elísabet. „Það var mjög víðtæk
sýning, þar sem sýnd voru
málverk, svartlist, höggmyndir,
húsagerðarlist, listvefnaður og
tónlist var einnig á þessari
listkynningu. Þessi sýning þótti
takast mjög vel og var fjölsótt,
enda um algera nýbreytni í
Húnaþingi að ræða.
Þetta framtak okkar vakti
mikla athygli en fram að þeim
tíma höfðu aðeins verið haldnar
tvær málverkasýningar á Blönduósi
eftir því sem ég kemst næst. Á
þessari sýningu voru sýnd verk
um 30 listamanna, auk þess, sem
tónlistarmenn lögðu sitt af
mörkum.
ier
í BERGVÍK
Listaviðburðir árlega
Elísabet sagði að þessi stóra
sýning hefði verið upphafið að
mikilli listkynningu í Húnaþingi.
Síðan hefði árlega verið ein eða
fleiri listasýningar á Blönduósi.
Ymist hefði kvenfélagasambandið
átt þar hlut að, önnur félaga-
sambönd eða einstaklingar.
Eftir þessa fyrstu listkynningu
hafa kvenfélagskonur oftast
verið með listsýningar um
Húnavöku. Venjulega hefur
verið lögð áhersla á að kynna
eina listgrein í einu, t.d. var eitt
sinn Batiksýning, í annað sinn
GraFiksýning og eitt sinn sýning
á vatnslitamyndum.
Kínversk sýning
í vetur stóð Sambandið síðan
fyrir kínverskri listsýningu og er
það í fyrsta sinn, sem þær fá
sýningu erlendis frá. Við þessa
sýningu aðstoðuðu bæði Kínverska
sendiráðið og Kínversk-Islenska
menningarfélagið, og eins lögðu
einstaklingar í Húnaþingi til
muni á sýninguna. Má þar til
nefna forkunnarfagurt borð,
sem hjón á Blönduósi eiga og
eins léði einn Blönduósingur
Rauða kverið á sýninguna.
Þessa kínversku sýningu sóttu
um 360 manns, en hún var
aðeins opin í tvo daga.
Merkilegt menningarstarf
„Ég tel þetta mjög merkilegt
menningarstarf, sem við höfum
staðið fyrir” sagði Elísabet
Sigurgeirsdóttir í samtali við
blaðamann. „Þessar sýningar
okkar hafa haft mjög mikil
áhrif, bæði í þá veru að nú er
orðið nokkuð algengt að hingað
komi listamenn og sýni verk sín
og eins hitt að þessar sýningar
hafa orðið til þess að fólk fer nú
meir á listsýningar en áður var,
t.d. ef það er á ferð í Reykjavík.
Þá er ég ekki í nokkrum vafa um
að þetta hvetur fólk til þess að
reyna að gera ýmsa muni sjálft
og er það vel”.