Feykir


Feykir - 16.04.1986, Side 9

Feykir - 16.04.1986, Side 9
8/1986 FEYKIR 9 Mhming: Qugrýn Sigurðardóttir Halldórsstöðum f. 27. júlí 1914 - d. 25. mars 1986. Jarðsett í Glaumbæ 5. apríl 1986 Guðbjörg Indriðadóttir Brúnastöðum - Kveðja Frænka mín, þú ert horfin á vit feðranna. Með nokkrum fátæklegum orðum viljum við minnast þín. Fráfall þitt kom óvænt, þó lasleika hefði gætt, um nokkurt skeið. Við bjuggumst satt að segja við að hafa þig, enn um sinn, á meðal okkar. Þú varst hvorki ung né gömul, þegar kallið kom, þjáðist ekki mikið og hélst þínu andlega atgerfi allt til loka. Frænka mín, þú varst dala- barn af góðu fólki komin og ólst upp hjá foreldrum þínum í Hvammi i Svartárdal. Snemma árs 1937 lá leið þín vestan yfir fjallið í viðan faðm Skagafjarðar, sem þú tókst svo miklu ástfóstri við. Þú settist að í miðju héraði að Halldórsstöðum á Langholti. Þar beið þín mannsefni þitt og fyrr en varði varst þú orðin húsfreyja á bænum. Það hélst með mikilli reisn í næstum fimmtíu ár. Sambúð ykkar Halldórs Gíslasonar var sérstak- lega hamingjurík. Eins og gengur skiptust á skin og skúrir á ykkar sameiginlegu lífsgöngu. Aldrei bar þó skugga á ástríkið og tillitssemina, sem þið hjónin sýnduð hvort öðru. Vorið 1941 fluttust móðir mín og amma í Halldórsstaði eftir fráfall Sigurðar Guðmunds- sonar í Hvammi, afa míns. Elín Pétursdóttir amma mín, var síðan allt til dauðadags 1954 á Halldórsstöðum. Hún var heimilinu ákaflega mikils virði og mikil blessun fylgdi öllum hennar störfum. Mjög kært var ætíð með henni og tengda- syninum. Halldór á Halldórs- stöðum var því mikill gæfumaður með konu sinni og tengdamóður. Barnaláni áttu þau að fagna, frænka mín og Halldór. Þau urðu átta, en elsta barnið Sigurður dó í bernsku. Þau eru nefnd í aldursröð: Ingibjörg gift Þorvaldi Árna- syni, Sigrún gift Sverri Svavars- syni, Björn kvæntur Hrefnu Gunnsteinsdóttur búandi að Ketu, Sigurður bóndi Halldórs- stöðum, Efemía gift Birni Jóhannssyni, Erla gift Jóni Alexandersyni og Skúli kvæntur Ernu Hauksdóttur. Systkinin búa öll á Sauðárkróki að Bimi og Sigurði undanskildum. Foreldrar mínir áttu sitt heimili að Halldórsstöðum, er ég fyrst leit þennan heim, í gömlu framstofunni í gamla bænum. Bærinn var rismikill og tígu- legur og vel byggður og var búið í honum allt fram til 1957, er flutt var í nýtt steinhús. Fram um fermingu, var ég meira og minna einn af heimilisfólkinu í gamal bænum þó ég flyttist á „mölina” með foreldrum mínum tæplega 2 ára gamall. Samband mitt og frænku var sérstaklega ástúðlegt. Hjá henni var ég eins og eitt barna hennar. Samband okkar hélst óbreytt alla tíð. Faðmlög frænku voru alltaf jafn hlý hvenær sem mann bar að garði. Það voru notalegar stundir í eldhúsinu hjá frænku, þegar rifjaðir voru upp löngu liðnir dagar bernskunnar. Við bræðurnir nutum alls hins sama hjá frænku. Henni var það eðlislægt að hafa hjartarými fyrir allt sitt samferðafólk. Bamabömum og bamabama- börnum sýndi hún slíkt hið sama, engum var ofaukið og engum var mismunað. Heimilið á Halldórsstöðum var ætíð mannmargt og mikil gestakoma og frænka hafði alltaf nógan tíma til að sinna sínum gestum, af þeirri rausn, sem ætíð fylgdi heimilinu. Hvort það voru bændur af næstu bæjum sem þáðu gistingu á leið í göngur eða kirkjukórinn með Jón á Hafsteinsstöðum í broddi fylkingar. Það skipti litlu. Húsrýmið var ætíð nóg og viðurgjömingur góður. Stundum komu menn úr öðrum sveitum með fjöldann allan af hestum og járnað var daglangt. Það var víst járnað fyrir flesta nærliggjandi bæi í sveitinni og því fylgdi ekki lítil mannaferð. Þetta þóttu okkur krökkunum skemmtilegar heimsóknir. Miklar hafa annir frænku verið við allar þessar heimsóknir til viðbótar öllum þeim þörfum, sem fylgja stóru heimili, og mikið hefur þurft til heimilisins að leggja. Aldrei heyrði ég það nefnt, að þetta kostaði svo sem nokkurn skapaðan hlut. Söngurinn er mikill gleðigjafi og á Halldórsstöðum var mikið sungið. Þeir bræður Björn og Halldór Gíslasynir þekktir söng- menn með karlakórnum Heimi og í kirkjukórnum við Glaum- bæjarkirkju. Frænka söng í áratugi í kirkjukórnum og lengi annaðist hún þrif og annað í kirkjunni, fórst henni þetta vel úr hendi. Kirkjan í Glaumbæ var henni mjög kær. Frænka gerði ekki víðreist í ferðalögum t.a.m. kom hún aldrei til Reykjavíkur, sem telst til tíðinda nú á dögum. Frænka var ætíð á vísum stað á sínu heimili og þangað sóttum við skyldulið hennar, ættingjar og vinir. Þar vorum við ætíð velkomin og þangað var mikið að sækja. Sælla er að gefa en þiggja, stendur skrifað. Þau Halldórsstaðahjónin voru ætíð veitendur. Þá reikninga reyndist mér og mörgum öðrum vonlaust að jafna. Frænka fór til Akureyrar skömmu fyrir páska til læknis- meðferðar. Það hefðu orðið fyrstu páskarnir, sem hún var ekki heima að taka á móti öllu sínu fólki. Á fyrsta degi einmánaðar með vorið í nánd lést frænka og vafalaust hefur það verið hennar fyrsta verk að huga að öllu heima, páskar að fara í hönd. Alla tíð kallaði ég Guðrúnu móðursystur mína frænku. Að leiðarlokum og á kveðjustundu kaus ég að halda mig við þann kæra vana. Við bræðurnir, fjölskyldur okkar og foreldrar mínir sendum okkar hinstu kveðjur. Mikið eigum við þér að þakka frænka mín og heimili þínu og öllu þínu fólki. Mikil húsmóðir, og mann- gæsku kona er gengin. Það er orðið fámennt á Halldórsstöðum, nýir tímar gengnir í garð eins og svo víða í sveitum. Halldór minn, þér og börnum þínum, venslafólki og öllu frændfólkinu, sendum viðokkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðrúnar á Halldórsstöðum. Hörður Ingimarsson. fædd 10. júlí 1941 Mig setti hljóða er hringt var og mér sagt að Bubba á Brúnastöðum væri dáinn. Kona á besta aldri kölluð burt frá manni og börnum. Upp í hugann komu margar minningar tengdar þeim árum sem ég og fjölskylda mín bjuggum í Fljótum. Ein var þó skýrust á þeirri stundu: það er bjartur og sólríkur júlídagur árið 1978, þann dag er við fluttum í Fljótin. Það má með sanni segja að landið hafi skartað sínu fegursta, logn, heiðskírt og sólskinið þvílíkt að umhverfið fannst mér glitra í kringum mig. Austur-Fljótin eru í huga mér eftir svona sýn ein fegursta sveit hér á landi. Daginn eftir þennan fyrsta dag minn á nýjum og ókunnum slóðum kom svo Bubba og með henni yngsti sonur hennar og tengdamóðir. Hún bauð mig velkomna í hin nýju heimkynni - dáinn 24. mars 1986 og óskaði þess að mér og mínum liði vel í Fljótum. Þessir tveir dagar eru ógleymanlegir í minningunni fyrir mig, sem þarna var ung og rétt að byrja lífið ef svo má segja, að fá svona móttökur og hlýju í nýju umhverfi. Við bjuggum í Fljótum í rúm 3 ár og eigum margar undislegar minningar þaðan sem bæði tengjast Brúnastaðafólkinu svo og öðrum Fljótamönnum. Að Ieiðarlokum vil ég þakka Bubbu fyrir góð kynni og velvild sem hún sýndi mér og mínum frá fyrstu kynnum. Eg og fjölskylda mín sendum Ríkharði eiginmanni Bubbu, börnum, tengdasyni, barnabarni, svo og öllum öðrum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð vaki yfir þeim öllum. Megi Bubba hvíla í friði Björg Jónsdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug sem okkur var sýnd við fráfall og útför sonar okkar Olafs Gunnars Ragnarssonar Hátúni María Valgarðsdóttir Ragnar Gunnlaugsson Feykir Efni og auglýsingar þurfa að hafa borist skrifstofu Feykis fyrir kl. 17 á föstudag fyrir útgáfudag ÚTIBÚIÐ BLÖNDUÓSI VÍDTÆK OG ÖFLUG ÞJÓNUSTA OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. 9.15-3.30 SÍÐDEGISAFGREIÐSLA FIMMTUD. 5-6 BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.