Feykir


Feykir - 16.04.1986, Side 12

Feykir - 16.04.1986, Side 12
16. apríl 1986 Feykir 8. tbl. - 6. árg. Auglýsingasúni Feykis er 5757 Rausnarleg gjöf tQ Öldrunarheimilisins KomáKEM Að því best er vitað hefur Morgunblaðið verið eitt blaða sem haft hefur flugvél til umráða við fréttaöflun, en nú hefur orðið breyting á. Siðastliðinn fimmtudag brá Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum, blaðamaður Feykis sér yfir á Krókinn með nýjustu fréttir úr Húnaþingi auk þcss sem hann aðstoðaði við upplímingu efnis um Húnavöku. Magnús hefur að undanförnu verið að læra flug og er nú um þessar mundir að Ijúka einkaflugmannsprófi. Fimmtudaginn 3. apríl sl. hélt Slátursamlag Skagfirðinga h.f. aðalfund sinn í matsal félagsins á Eyri. A fundinum voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir árið 1985. Reikningarnir báru með sér að hagur félagsins er góður og verulegur hagnaður varð á rekstrinum sl. ár. Undanfarin ár hafa félagsmenn oftast fellt tillögur um arð- greiðslu, hafa talið álitlegra að SkagaJjörður: Almannavamaæflng Miðvikudaginn 9. apríl sl. var haldin almannavarnaæfing í Skagafirði sem skipulögð var af Almannavarnanefnd ríkisins. í Aðalfundur Mjólkursamlags Skagfirðinga Föstudaginn 11. apríl var aðalfundur Mjólkursamlags Skag- firðinga haldinn í Héðinsminni í Blönduhlíð. Á fundinum kom fram að innvegin mjólk hjá Mjólkur- samlaginu nam 9202,097 ltr. og hafði aukist um 627,888 Itr. eða 7,32% á milli ára. Innleggjendur mjólkur árið 1985 voru 160 og meðalinnlegg var 57513 ltr. og var aukning sem nam 2550 ltr. Meðal fita í prósentum var 3,785. Hvað flokkunina varðar þá var 97,4% mjólkurinnar í 1. tlokk. Rekstur Mjólkursamlags- ins gekk vel á árinu og eftir að bændum hafði verið greitt fullt grundvallarverð, kr. 20,8836. fyrir pr. ltr., nam hagnaður 70.101,00 kr. Samþykkti fundurinn að rekstarhagnaður mjólkursamlagsins yrði gefinn í söfnun til kaupa á rúmum í öldrunardeild Sjúkrahúss Skag- firðinga. Á fundinum var einnig samþykkt að verðfellingafé ársins 1985 verði notað til kynningar- og auglýsingastarfsemi Blönduós: Bylting í atvinnulífinu á mjólkurvörum. Verðfellinga- fénu verði ráðstafað af hags- munafélagi kúabænda í Skaga- firði í samráði við samlagsráð. Hafa forráðamenn Mjólkur- samlags Skagfirðinga hugsaðsér að verja hluta þessa fjár.til að gefa mjólk í skólana síðustu tvær kennsluvikur vorsins. Einnig er í athugun að greiða niður mjólk til leikskóla. Á fundinum var og samþykkt tillaga þar sem því var beint til ríkisstjórnarinnar að láta kanna möguleika á því að nýta einungis íslenskar mjókurafurðir til matvælaframleiðslu innan- lands og hætta þar með innflutningi erlendra mjólkur- afurða. (s.þ.) æfingunni tóku þátt björgunar- sveitir frá Sauðárkróki og Hofsósi, lögregla og sjúkra- húsið, auk nemenda í Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki, sem voru í hlutverki hinna slösuðu. Æfingin fólst í því að sett voru á svið slys á þremur stöðum samtímis og var fjöldi hinna slösuðu nokkuð á sjöunda tuginn. Almannavarnanefnd Sauðár- króks hafði yfirstjóm björgunar- aðgerða með höndum. I samtali við nýskipaðan formann hennar Hallgrím Ingólfsson bæjartækni- fræðing kom m.a. fram að æfing þessi hafði kvorki tekist betur né verr en aðrar svipaðar æfingar, sem haldnar hafa verið hér á landi. Hallgrímur sagði enn- fremur. „Auðvitað fór ýmislegt úrskeiðis, en þaðsem háði okkur þó fyrst og fremst varfjarskipta- leysið við slysstað. Það verður eitt af okkar fyrstu verkefnum að kippa því í liðinn, bæði að afla nauðsynlegs búnaðar og velja honum fastan samastað”. G&j) í síðustu viku ákvað fjármála- ráðherra hverjir skyldu fá að kaupa raðsmíðaskipin, sem fyrr í vetur voru boðin til sölu. Ákveðið var að annað skipið sem smíðað var í Slippstöðinni á Akureyri skyldi koma í hlut Blönduósinga. Fulltrúar frá Særúnu hf. og Blönduóshreppi fóru síðan til Akureyrar í gær, þriðjudag til að ganga frá samningunum um skipakaupin. „Það er almenn ánægja hér á Blönduósi með þessi skipakaup” sagði Hilmar Kristjánsson odd- viti á Blönduósi í samtali við blaðamann. „Við fengum í okkar hlut það skipiðsem okkur hentar best, og við vildum helst. Það er Ijóst að þessi kaup munu hafa geysileg áhrif á atvinnulíf hér á staðnum og má raunartala um byltingu í því sambandi. Áætlað er að útgerð skipsins og vinnsla á afla skapi um 30 störf á Blönduósi. í sama streng tók Kári Snorrason franikvæmda- stjóri Særúnar hf. og benti hann á að þetta skip gerði meira en að tvöfalda skipastól Blönduós- inga að lestafjölda. Ákveðið er að stofna hluta- félag um útgerð skipsins. Aðilar að því verða Blönduóshreppur, Særún hf. og íslenska útflutn- ingsmiðstöðin, sem frá upphafi hefur verið hluthafi í Særúnu hf. Hugsanlegt er að fleiri aðilum verði gefinn kostur á að gerast hluthafar. Tilboð Blönduósinga í skipið var 173,4 millj. kr. Skipið er 300 lestir að stærð. Það verður búið fullkomnum tækjum til að verka og frysta rækjuna um borð. Búist er við að það verði afhent í september og mun þá strax halda til veiða. (mó) Blönduós: Erfiðleikar hjá Pólarpijóni - lausn í sjónmáli? í síðustu viku var starfsfólk hjá Pólarprjóni hf. á Blönduósi kallað til fundar og því tilkynnt að ef ekki rættist úr með fjárhagsstöðu fyrirtækisins gæti það átt von á því að segja þyrfti upp fólki og jafnvel hætta starfsemi fyrirtækisins. Síðan þá hafa staðið yfir mikil fundahöld um málefni fyrirtækis- ins og m.a. var búist við því í upphafi vikunnar að nefnd f'ulltrúa fyrirtækisins, Álafoss, Blönduóshrepps og Byggða- stofnunar, sem alllengi hefur leitað lausnar á málum fyrirtækisins, skilaði áliti, og stjórn Byggðastofnunar mun hafa tekið málið fyrir í gær. Að sögn Hilmars Kristjánssonar oddvita á Blönduósi virðist nú vera fundin lausn á vanda fyrirtækisins þó hann gæti ekki á þessari stundu greint frá því á hvern hátt sú lausn er. (mó) I EYKIR spyr á Sauðárkróki Hvað gerðir þú þér til upp- lyftingar í Sæluviku? efla félagið betur áður. Nú bar stjórnin fram tillögu um að enginn arður verði greiddur en Öldrunarnefnd Skagafjarðar færðar kr. 200.000,00 í söfnun sem Lionsklúbbur Sauðárkróks stendur fyrir um þessar mundir. Þessi tillaga var samþykkt í einu hljóði. Þá var ennfremur samþykkt tillaga frá stjórninni að gefa út jöfnunar- hlutabréf að því marki sem lög leyfa. Hreinn Hreinsson: „Fór á Spanskfluguna, mjög gott”: Óskar Jónsson: „Ég sá Rauðhóla Rannsý, fór á tónleika með Skagfirsku söng- sveitinni og fór svo að borða á Mælifelli”. Jóhanna Karlsdóttir: „Ég gerði nú sitt af hverju, t.d. fór ég á 7 stelpur, Spansk- fluguna, á tónleika Skagfirsku söngsveitarinnar og svo að lokum þá dreif ég mig á gömludansaball”. Heimir Þorsteinsson: „Ég ligg yfir stærðfræðinni”. Þorsteinn Erlingsson: „Ég dreypti aðeins á brennivíni og eltist við kvenfólk”.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.