Feykir


Feykir - 16.12.1987, Page 5

Feykir - 16.12.1987, Page 5
42/1987 FEYKIR 5 Víðihlíð: Þröngt mega sáttír sitja Það kannast sjálfsagt flestir, sem um Víðidalinn aka, við félagsheimilið Víðihlíð en það eru eflaust færri sem vita að í kjallaraholu í norðurenda hússins er starfrækt sauma- stofan Borg hf. með mun meiri umsvif heldur en húsnæðið gefur til kynna. Blaðamanni Feykis þótti tilhlýðilegt að líta inn á þennan stærsta vinnustað í Víðidal. A saumastofunni, sem nær eingöngu saumar úr ull, vinna að jafnaði 12 konur. Það hafa ekki farið framhjá neinum þeir erfið- leikar sem hrjá prjóna- og saumaiðnaðinn í landinu og hefur Borg hf. ekki farið varhluta af þeim þó ekki hafi þurft að koma til lokunar og rekstur saumastofunnar gengið betur en víða annarsstaðar. Blaðamanni datt það í hug, þótt það sé eingöngu alþýðuskýring af hans hálfu, að því sé ekki síst að þakka að um er að ræða lítið fyrirtæki þar sem flestir sem í því vinna eru hluthafar þess, auk þess sem framkvæmdastjóri og verkstjóri vinna ekki síður baki brotnu frekar en aðrir og það er sjálfsagt ekki tilviljun að konurnar gáfu sér varla tíma til að líta upp úr verkefnum sínum þó blaðamaður réðist inn með myndavél og skrifblokk. í sníðaherberginu, Hanna á Þorkelshóli og Villa á Hrísum. Elín R. Líndal er verkstjóri á saumastofunni. Konurnar gáfu sér varla tíma til að líta upp úr verkefnum sínum. Búnaðarbanki íslands útibúið á Sauðárkróki óskar Skagfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar; árs og friðar 'fBÚNAÐARBANKI ÍSLANDS / V TRAUSTUR BANKI

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.