Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 9

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 9
Formáli ritstjóra Á þessu ári er nákvæmlega öld frá því að Gamla testamentið kom út í nýrri þýðingu úr frummálinu og árið 1912 kom svo biblían öll í nýrri eða endurskoðaðri þýðingu. Þetta hefti Ritraðar Guðfrœðistofnunnar er helgað íslenskum biblíuþýðingum og sérstaklega nýju þýðingunni sem út kom á síðastliðnu ári. Ný þýðing Biblíunnar felur í sér glímu við frumtextana sem færðir eru í nýjan íslenskan búning sem hæfir betur stað og stund en hinn eldri gerir og þegar verkið er fullnað þá er það í sjálfu sér bæði afreksverk og stórviðburður í menningarsögunni. Það er gífurlegt verk og tímafrekt sem þeir taka á sig sem leggja út í þessa glímu því álitamálin eru mörg og væntingarnar óhjákvæmilega ólíkar. Viðbrögðin við nýrri þýðingu í upphafi 20. aldar og nú í upphafi þeirrar 21. sýna að þessi bók skiptir Islendinga máli og ýmsum bregður við þegar hróflað er við fornhelgum textum. Málstofur Guðfræðistofnunar s.l. haust voru helgaðar þýðingu 21. aldar og birtast hér þrír af þeim fýrirlestrum sem þá voru fluttir. Þegar ný þýðing birtist er eðlilegt að hugað sé að fyrri þýðingum og textarnir bornir saman og fyrri viðbrögð athuguð. Dr. Svanhildur Oskarsdóttir fjallar í grein sinni um biblíþýðingar í íslenskum handritum á miðöldum þar sem Stjórnarhandritin eru til sérstakrar umfjöllunar. Athyglisvert er hvaða textar voru valdir til þýðingar svo og það semhengi sem þeir voru settir í og má þar greina áhuga Islendingsins og þörf fyrir þjóðarsögu og heimssögu og ást á frásögnum af hetjum. Gyðingasögur heilluðu menn sem tóku mið af landnámi og dýrkuðu kappa sem stóðu vörð um hagsmuni og heiður. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur þekkir þýðingarstarfið af eigin raun því hann sat í þýðingarnefnd Gamla testamentisins. Hann fjallar um ýmis álitamál varðandi stíl og málfar og leggur áherslu á nauðsyn þess að þýðing Biblíunnar taki mið af klassískum kenningum í stílfræði. Þriðja ritgerðin er eftir dr. Guðrúnu Kvaran sem sat í þýðingarnefndum beggja testamentanna. Hún fjallar um viðbrögðin við eldri þýðingum og bregst við þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á þýðingu 21. aldar. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.