Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 19
Ólíkir viðtakendur
Víkur nú sögunni aftur að Helgafellsbókinni AM 226 fol. Þegar liðin var
öld eða meira frá ritun hennar, var bætt inn í hana texta sem hljóp á efni
síðari hluta Fimmbókaritsins - þetta er sá texti sem kallaður er Stjórn II
og áður var nokkuð vikið að. Þar kom fram að fræðimenn hafa haldið því
fram að Stjórn II sé hluti þýðingar sem orðið hafi til snemma á 13. öld
og ef svo er, verður það að teljast merkilegt - saman borið við varðveislu
Stjórnar I og III — að Stjórn II skuli eingöngu hafa varðveist í þessu eina
miðaldahandriti. Síðari hluti Mósebóka á sér þar með allt annars konar
varðveislusögu en aðrir biblíutextar í Stjórn. Ef litið er til Reynistaðarbókar
til samanburðar verður hið sama uppi á teningnum - þar er ekkert efni
að finna sem komið er úr síðari hluta Mósebóka, þótt annars sé þar margt
úr Gamla testamentinu. Hver ætli sé skýringin á þessu? Hér er gagnlegt
að huga að efni Mósebókanna. í Genesis og fram í Exodus er alþekkt efni
- þar á meðal margar þær biblíusögur sem enn í dag verða fyrir valinu í
kristinfræðikennslu grunnskóla. I síðari Mósebókunum fer á hinn bóginn
minna fyrir eiginlegum frásögnum en að sama skapi fá lýsingar á lögmáli og
siðum Gyðinga mikið rúm. Astæðan fyrir því að forfeður okkar tóku slíkt
efni ekki upp í sínar bækur er væntanlega sú sama og gilti hjá Ríkisútgáfu
námsbóka þegar sú sem þetta ritar gekk í barnaskóla: Efnið hefur ekki þótt
áhugavert fyrir norræna menn sem höfðu sín eigin lög og aðrar siðvenjur.
Það þarf því ekki að vera neitt óeðlilegt að hin uppbyggilega biblíufræðsla í
Stjórn I hafi takmarkast við blábyrjun ritningarinnar — að hún hafi beinlínis
aldrei átt að ná neitt lengra en til Móse sem leiddi lýð sinn af Egyptalandi.
Oðru máli gegndi um veraldarsöguna í Reynistaðarbók - þar var augljóslega
efnt í lengri frásögn enda stefnt að því að gera grein fyrir sögu mannkyns allt
til dómsdags. En skrifarar þess handrits taka þann kost, þegar þeir eru búnir
að segja frá Móse, að halda beint yfir í söguna af Jósúa, eftirmanni hans.
Þeir vilja einfaldlega halda söguþræðinum, þræði veraldarsögunnar, en eyða
ekki púðri í efni sem ekki kemur því máli við - þeir höfðu því ekki heldur
neina þörf fyrir texta Stjórnar II. Helgafellsskrifararnir, sem upphaflega
settu 226 saman, hafa hugsað á sama veg og ekki fundist óeðlilegt að fara
beint úr Exodus yfir í Jósúabók. Þegar svo Stjórn II var bætt í bókina seinna
17