Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 31
m.a. í farangri pílagrímafeðranna vestur um haf og púritanar og píetistar
báru vítt og breitt um meginlandið, auk þess sem hún varð þeirra bók í
Bretlandi. Sama máli gegnir um þýðinguna sem kennd er við Jakob konung
fyrsta, einnig þar var stuðst við þýðingu Tyndales.
I fljótu bragði virðist sem þýðingar Lúthers og Tyndales hafi verið und-
irstöður þýðingar Biblíunnar mjög víða og báðar eiga það sameiginlegt að
hafa skapað þýðingarhefð með afar sérstökum biblíumálsstíl sem fer ekki
framhjá neinum. Texti þessara þýðinga hefur reynst mjög lífseigur, hann
hefur mótað viðhorf fólks til þess stíls sem því finnst eiga við í texta hinnar
helgu bókar. Hitt er svo annað mál að allar styðjast þessar þýðingar við textus
receptus sem nútímaþýðingar styðjast ekki lengur við.
Á íslandi varð Biblían aldrei bók bókanna eins og víða annars staðar,
næsta víst má telja að hún hafi ekki verið almennt til á íslenskum heim-
ilum, hins vegar kynntust menn biblíutextanum með öðum hætti, einkum
í hugvekjuritum og postillum en þá vel að merkja ekki Biblíunni í heild
heldur öðru fremur í períkópunum. Biblían hafði því að mörgu leyti aðra
stöðu hér á landi fram yfir aldamótin 1800 en víða, jafnvel víðast hvar ann-
ars staðar í Evrópu.
Þýðingaraðferð Lúthers.
Þýðingaraðferð Lúthers hefur oft verið til umfjöllunar, ekki hvað síst meðal
þeirra sem fást við þýðingar almennt. Hann lýsti aðferð sinni best í ítarlegu
sendibréfi sem hann ritaði árið 1530 þar sem hann dvaldist í kastala Jóhanns
Friðriks fyrsta kjörfursta í Coburg, það var öruggur staður fyrir siðbót-
armanninn meðan á ríkisþinginu í Ágsburg stóð og allir nánustu samstarfs-
menn hans sátu sveittir yfir að berja saman Ágsborgarjátninguna. Lúther
var ófrjáls maður og útlægur og því ekki til umræðu að hann hætti sér inn
á sjálft ríkisþingið. Hann var því í skjóli kjörfurstans í kastalanum í Coburg
eins nærri Ágsburg og talið var óhætt.
Ur kastalanum skrifaði Lúther mörg bréf og þar á meðal þetta. Bréfið
var skrifað vegna ásakana sem hann hafði ítrekað fengið úr herbúðum hinna
kaþólsku, að þýðing hans væri ekki nógu nákvæm, m.a. hefði hann bætt við
orði í hinn mikilvæga texta í Róm. 3,28 en þar segir Páll: „Arbitramur hom-
inem justificari ex fide absque operibus \ þetta þýðir Lúther á þýsku þannig:
29